Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Safnaðarnefnd Glaumbæjarsóknar
í Skagafirði hefur ákveðið að láta
rifa álklæðningu utan af kirkjunni í
Glaumbæ, einangra veggi hennar
og múra upp á nýtt. Með því færist
hún í upprunalegt horf. Fjármunir
hafa verið tryggðir til framkvæmd-
arinnar.
Glaumbæjarkirkja er steinsteypt
hús, byggð árið 1926. Þá hafði eldri
timburkirkja eyðilagst í óveðri.
Turn kirkjunnar var klæddur
með áli um 1980 vegna þess að
múrinn var farinn að hrynja af og
turinn orðinn skellóttur. Kirkjan
var óeinangruð í upphafi. Nokkrum
árum eftir að turninn var klæddur
var ákveðið að einangra veggina að
utan og klæða alla kirkjuna.
Vinsæll túristastaður
„Álið er að vera fjörutíu ára og
farið að sjá á því. Klæðningin
breytti útliti kirkjunnar. Hún
stendur á viðkvæmu svæði því
byggðasafnið í gamla torfbænum
er vinsæll viðkomustaður ferða-
fólks,“ segir Gísli Gunnarsson,
sóknarprestur í Glaumbæ, spurður
um ástæður þess að ákveðið er að
færa kirkjuna til upprunalegs
horfs.
Hann bætir því við að líklega
eigi Hjörleifur Stefánsson arkitekt
hugmyndirnar að þessum breyt-
ingum. Kirkjan var gerð upp að
innan á árinu 1996 og þá voru
timburklæðningar fjarlægðar og
kirkjan öll múruð að innan. Gísli
segir að í kjölfarið hafi vaknað
áhugi á að færa hana í upprunalegt
horf að utan.
Stefnt er að því að ráðast í við-
gerðina í ágústmánuði. Búið er að
fá múrara til að annast hana.
Séra Gísli segir að fjöldi ferða-
fólks leggi leið sína í byggðasafnið
á hverju ári og flestir þeirra líti
einnig inn í kirkjuna. Áætlað hefur
verið að 70 þúsund manns hafi
komið á staðinn á ári, áður en dró
úr komum erlendra ferðamanna
vegna kórónuveirufaraldursins.
Gísli segir mikilvægt að kirkjan líti
vel út og nú sé lag að ráðast í verk-
ið því búist sé við að færri ferða-
menn komi í sumar og kirkjan
verði þá tilbúin fyrir næstu lotu.
Aðeins eru um 100 íbúar í sókn-
inni og ekki miklir fjármunir af-
gangs til að ráðast í stórfram-
kvæmdir. Áætlað er að viðgerðin
kosti eitthvað á annað tug milljóna
og styrkur úr jöfnunarsjóði sókna
gerir kleift að ráðast í verkið.
Glaumbæjarkirkja
í upprunalegt horf
- Álklæðing verður rifin af og kirkjan öll múruð að utan
Fyrir 1980 Glaumbæjarkirkja er steinsteypt hús en var lengi óeinangruð.
Eftir 1980 Útlit kirkjunnar breyttist nokkuð eftir að hún var klædd með áli.
Hlynur Jónsson lögmaður var hæf-
astur umsækjenda til að hljóta skip-
un í embætti dómara með fyrsta
starfsvettvang hjá Héraðsdómi
Norðurlands eystra, að mati dóm-
nefndar um hæfni umsækjenda.
Dómsmálararáðherra skipar í
embættið.
Embættið var auglýst laust til
umsóknar 26. mars sl. Alls bárust
fjórar umsóknir um embættið, frá
Hlyni, Herdísi Hallmarsdóttur lög-
manni, Oddi Þorra Viðarssyni lög-
fræðingi og Sigurði Jónssyni lög-
manni.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur
Tómasson, formaður, Helga Mel-
korka Óttarsdóttir, Kristín Bene-
diktsdóttir, Óskar Sigurðsson og
Ragnheiður Harðardóttir.
Dómur Aðsetur Héraðsdóms
Norðurlands eystra á Akureyri.
Talinn hæf-
astur í dóm-
araembætti
Í tilefni sjómannadagsins á morgun
verður ókeypis í Sjóminjasafnið í
Reykjavík. Guðbrandur Benedikts-
son safnstjóri verður með leiðsögn
um sýningar safnsins kl. 13 og 15
og þá verður einnig boðið upp á
leiðsögn um borð í varðskipinu
Óðni kl. 11 og 14.
Á safninu má finna grunnsýn-
inguna Fiskur & fólk – sjósókn í 150
ár sem fjallar um sögu fiskveiða á
Íslandi frá því árabátar viku fyrir
stórskipaútgerð á síðustu áratug-
um 19. aldar og allt fram yfir alda-
mótin 2000.
Þá má einnig finna sýninguna
Melckmeyt 1659 á safninu en þar fá
gestir innsýn í rannsóknaraðferðir
neðansjávarfornleifafræði og valda
þætti úr sögu hollenska kaupskips-
ins Melckmeyt, sem strandaði við
Flatey á Breiðafirði á 17. öld.
Ókeypis aðgangur
í Sjóminjasafnið
Ljósmynd/Sjóminjasafnið
Sjóminjasafnið Aðgangur verður ókeypis á safnið á sjómannadaginn.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, vill seinka upphafi
kennsludaga í grunnskólum
Reykjavíkur í þeim tilgangi að auka
svefn barna og unglinga.
Borgarstjóri ræddi erindið á opn-
um fundi um lýðheilsustefnu
Reykjavíkurborgar í gær en hann
lagði til að farið yrði í tilraunaverk-
efni þar sem skólar í borginni hefji
kennslu seinna en vaninn er, eða
klukkan níu á morgnana.
Í samtali við mbl.is sagði Dagur
að verkefnið væri búið að vera í
undirbúningi frá því í byrjun árs í
samstarfi við embætti landlæknis
og dr. Erlu Björnsdóttur en borg-
arstjóri vonast eftir að fá alla vega
tvo skóla til að taka þátt svo hægt
sé að gera samanburð. „Það er svo
magnað að svefn hefur svo ótrúleg
áhrif á hvernig okkur líður, hvað
okkur gengur vel í skólanum, hvort
við erum líkleg til að hreyfa okkur
og hvort við séum líkleg til að fá
kvíða- eða þunglyndiseinkenni.“
Vilja að kennsla hefjist seinna á morgnana
Morgunblaðið/Eggert
Skólakrakkar Fá mögulega að sofa leng-
ur út á næstu árum en þeir gera nú.