Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 4,7 stig, -1,5 stigum undir meðallagi ár- anna 1991 til 2020, en -1,7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 4,4 stig og 4,2 stig á Höfn í Hornafirði. Maí var sá kaldasti á öldinni á Egils- stöðum, Dalatanga, Teigarhorni og á Höfn. Úrkoma í Reykjavík mældist 38,9 millimetrar, sem er 74% af meðal- úrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist úrkoman 14,9 mm sem er 62% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mæld- ist úrkoman 20,1 mm og 20,9 mm í Höfn í Hornafirði. Nánast úrkomu- laust var á Höfn þar til hinn 28. og meðalhitinn alls staðar vel undir meðallagi. Að tiltölu var kaldast austanlands en hlýrra vestanlands. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -3,4 stig á Kára- hnjúkum en minnst -0,5 stig á Gjög- urflugvelli. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fram eftir mánuðinum auk þess sem kalt var og óvenju úrkomulítið um land allt. Gróður tók lítið við sér og sinueldar voru tíðir. Alvarlegasta til- fellið var í Heiðmörk 4. maí, þegar 56 hektarar skóglendis brunnu. Meðalhiti í Reykjavík í maí var 5,7 stig og er það -1,1 stigi undir meðal- lagi áranna 1991 til 2020 og einnig -1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sólskinsstundir í nýliðnum maí mældust 355 í Reykjavík og hafa aldrei mælst fleiri í þeim mánuði síð- an mælingar hófust 1911. Var það 126 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Gamla metið var frá 1958, eða 330,1 stund. En ekki er allt sem sýnist eins og fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veður- stofunnar. „Hafa ber þó í huga að skipt var um mæliaðferð í Reykjavík síðastliðin áramót. Hætt var að mæla sólskinsstundir með svoköll- uðum Campbell-Stokes-mæli, þar sem sól skín í gegnum glerkúlu og brennir rauf í blað sem þar er komið fyrir. Skipt var um blað einu sinni á sólarhring og lengd randarinnar á blaðinu mæld. Nú er notast við sjálf- virkan sólskinsstundamæli. Örlítill munur er á mælunum tveimur, mestur á heiðríkum dögum, en þá mælir sjálfvirki mælirinn meira en sá gamli. Því má ætla að sólskins- stundirnar í Reykjavík í maí 2021 hafi jafnað metið frá því 1958,“ segir þar. Fjallað var ítarlega um þessar breytingar í fréttagrein í Morgun- blaðinu 28. maí sl. Maí kaldur um allt land Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 206,6, sem er 35,6 stund- um meira en að meðaltali áranna 1991 til 2020. Fram kemur í veðurfarsyfirlitinu að maí var mjög kaldur um allt land Morgunblaðið/Eggert Gangbrautin máluð Vegna þess hve bjart og þurrt var mestan hluta mámánaðar viðraði vel til allra útiverka. Sólskinsstundir fleiri en áður hafa mælst - Líklega metjöfnun vegna nýrrar aðferðar við mælingu Morgunblaðið/Eggert Heiðmörk Mikil hætta var á sinubrunum vegna hinna miklu þurrka í maí. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þingmenn í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis hvetja stjórnvöld til að huga að úrræðum fyrir þá sem ekki geta vegna aðstæðna sótt sér rafræn skilríki áður en komið verður á fót stafrænu pósthólfi fyrir lands- menn í miðlægri þjónustugátt, sem lagt er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kemur fram í nefndaráliti nefndarinnar en athugasemdir hafa verið gerðar við að ekki sé kveðið á um það hvaða rafrænu auðkenning- arleiðir yrðu fullnægjandi til inn- skráningar í pósthólfið. Þjóðskrá hefur bent á að um 33% innskrán- inga á vefinn Ísland.is séu með Ís- lykli en um 67% með rafrænum skil- ríkjum. „Bendir stofnunin á að það geti verið vandkvæðum bundið að tak- marka aðgengi að rafrænu pósthólfi við notkun rafrænna skilríkja, sér- staklega ef notendur eru búsettir er- lendis. Hægt sé að fá Íslykil í gegn- um heimabanka eða sendan í sendiráð, en ekki sé hægt að fá út- gefin rafræn skilríki nema sótt sé um þau í eigin persónu hjá útgáfuaðila,“ segir í nefndarálitinu. Áform eru enn uppi um að ríkið eignist fyrirtækið Auðkenni Eins og fram hefur komið eru uppi áform um að ríkið eignist fyrirtækið Auðkenni sem annast útgáfu raf- rænna skilríkja og bendir nefndin á að gangi þau áform eftir muni aðili í eigu ríkisins sjá um útgáfu þeirra. „Þótt Íslykill hafi nokkra kosti um- fram rafræn skilríki, líkt og að fram- an greinir, er hann samt aðeins auð- kennislykill og inniheldur ekki möguleika á fullgildri rafrænni und- irritun. Öryggisstig rafrænna skil- ríkja er því hærra. Telur nefndin að eftir því sem innleiðingu stafræns pósthólfs vindur fram verði eðli málsins samkvæmt gerðar ríkari kröfur til sannvottunar, m.a. með til- liti til eðlis og umfangs þeirra gagna sem birt verði í pósthólfi einstakl- inga,“ segir í áliti þingnefndarinnar. Þörf á úrræðum vegna pósthólfs - Efnahags- og viðskiptanefnd segir öryggisstig rafrænna skilríkja hærra en Íslykilsins - 33% inn- skráninga á vefinn Ísland.is eru með Íslykli en um 67% með rafrænum skilríkjum skv. Þjóðskrá Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kíkt í símann Gögn verða aðgengileg í stafrænu pósthólfi hvers og eins. Framkvæmdir eru í fullum gangi í grunni Nýja Landspítalans við Hring- brot. Starfsmenn hjá vertakanum Eykt unnu við það í vikunni að reisa stærsta kranann sem notaður verður við byggingu spítalans. „Verkefnið gengur vel hjá okkur og nú er búið að leggja niður um 6.300 rúmmetra af steypu í þrifalög og undirstöður. Hvað rúmmál varðar þá er steypuvinna við undirstöður um það bil hálfnuð. Vinna er byrjuð hjá okkur við fyllingar innan í sökkla og gerum við ráð fyrir að steypa fyrstu botn- plötu í þessum mánuði,“ segir Ingvar Stefánsson, verkefnisstjóri hjá Eykt, í nýjustu framkvæmdafréttum Nýja Landspítalans. Morgunblaðið/Eggert Stærsti kraninn reistur á lóð Nýja Landspítalans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.