Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 22
VIÐTAL Logi Sigurðarson logis@mbl.is Íslenskir tónlistarmenn hafa æ meira þurft að reiða sig á tekjur frá streymisveitum líkt og Spotify eftir algjört tekjuhrun vegna kór- ónuveirufaraldursins. STEF, sam- tök tónskálda og eigenda flutnings- réttar, hafa nýlega gert nýjan samning við Spotify sem á að bæta kjör tónlistarfólks. Sérstaklega hefur tónhöfundum reynst erfitt að afla tekna en nýi samningurinn er sagður skref í rétta átt. „Hvert streymi er að gefa í raun- inni eina og hálfa krónu á Íslandi. Þessi eina og hálfa króna skiptist þannig að Spotify tekur um það bil hálfa krónu og þá er ein eftir fyrir rétthafa, sem skiptist þá á milli höfunda, flytjenda og útgefenda. Þessi upphæð sveiflast eftir því hversu miklu er streymt á hverju tímabili fyrir sig, svo það er erfitt að bera þetta saman. En eftir þessa nýju samninga er þetta í rauninni í kringum 8% hækkun fyr- ir okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. Einfaldar innheimtu gjaldanna Þó að ljóst sé að nýi samningur- inn muni ekki kollvarpa fjárhags- stöðu greinarinnar, vonar Guðrún að skýrsla sem var gefin út af Birni Ulveus, söngvara hljómsveitarinnar ABBA, muni verða að neistanum sem þurfti til þess að hefja frá grunni endurskipulagningu á hag- kerfi streymisveita. Samningurinn hefur einfaldað innheimtu gjaldanna til muna, þar sem nú kemur greiðslan öll frá ein- um aðila í staðinn fyrir að fara í gegnum fjölmörg höfundaréttar- samtök á víð og dreif um heim- inn. „Samningur- inn tekur þá ekki eingöngu til streymis á Ís- landi, heldur einnig til streym- is íslenskrar tón- listar í töluverð- um fjölda annarra landa,“ segir Guðrún og tekur dæmi um það að höfund- arréttarsamtökin í Grikklandi hafi verið með samning við Spotify um alla tónlist í Grikklandi og að þá hafi Íslendingar þurft að hlíta þeim samningsskilmálum sem Grikkir höfðu samið um. „Í staðinn fyrir að bíða eftir greiðslum sem fara í gegnum grísku samtökin og síðan til okkar, þá fáum við núna greitt beint fyrir streymi á íslenskri tónlist í allri Evrópu, Mið-Austurlöndum, Afríku og hluta af Asíu. Varðandi Banda- ríkin fáum við greitt fyrir íslenska tónlist sem er streymt í Bandaríkj- unum í gegnum systursamtök okk- ar þar,“ segir Guðrún. Bent er á það að tekjum frá streymisveitum er greinilega mis- skipt milli höfunda annars vegar og hljómplötuframleiðenda og flytj- enda hins vegar. Þegar gróft er lit- ið á þóknun tónhöfunda má sjá að þeirra hluti af tekjunum frá hverju streymi er þrisvar sinnum lægri en þóknun framleiðenda og flytjenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu STEFs. „Síðan má líka tala um það hvort skiptingin milli höfunda, flytjenda og útgefenda sé rétt. En við erum á þeirri skoðun að þarna sé kök- unni ekki rétt skipt,“ segir Guðrún. „Mikið fyrir lítinn pening“ Þótt samningurinn hafi aðeins tekið gildi í september hafa tekjur samtakanna tvöfaldast milli fyrsta ársfjórðungs á þessu ári og fyrsta ársfjórðungs á því síðasta. Ef tekjur milli ára eru skoðaðar, sjást vel áhrifin sem samningurinn hefur haft en tekjur sem samtökin fá frá streymisveitum hafa hækkað um 18 milljónir úr 26 milljónum í tæpar 44 milljónir og nemur hækkunin því um70%. STEF benda á að far- aldurinn hafi líklega einnig haft áhrif þar sem fleiri hafa keypt sér áskrift að streymisveitu. Guðrún segir að þótt þessi hækkun sé skref í rétta átt finnist henni áskriftargjaldið fyrir stóru streymisveiturnar einfaldlega vera of lágt. „Þetta upphaflega verð sem var stillt upp af þessum tæknifyrir- tækjum sýnir að þau voru ekki beinlínis að horfa á hagsmuni þeirra sem skapa tónlist. Þannig að ég held að í grunninn sé þetta mjög ódýr vara og kannski endurspegli ekki virði hennar. Þú ert að fá ótrúlega mikið fyrir lítinn pening,“ segir Guðrún. Spotify var stofnað árið 2006 og er sænskt fyrirtæki, en síðan þá hefur tónlistarstreymisveitan farið eins og eldur í sinu um heims- byggðina og er nú stærsta tónlistarstreymisveita í heimi með u.þ.b. 32% af heildarmarkaðshlut- deild heimsins. Fyrirtækið er metið á 45 milljarða bandaríkjadala eða sem samsvarar tæplega tvöfaldri landsframleiðslu Íslands. Aldrei skilað hagnaði Síðan fyrirtækið fór á markað í apríl 2018 hafa hlutabréfin í fyrir- tækinu hækkað úr 148 dölum í 234 dali og jafngildir það u.þ.b. 58% hækkun. Þegar verðið var sem hæst í febrúar var hvert bréf í fyrirtækinu metið á 365 dali sem jafngildir um 146% hækkun frá því að fyrirtækið fór á markað. Þótt Spotify hafi aldrei skilað hagnaði hafa tekjur fyrirtækisins síðustu ár verið að hækka og voru tekjurnar 2017 u.þ.b. fjórir milljarðar banda- ríkjadala en á seinasta ári voru tekjur fyrirtækisins tæpir 8 millj- arðar dala. Samningur við Spotify eykur tekjur AFP Streymisveitur Forstjóri Spotify, Daniel Ek, er metinn á 4 milljarða dala. - Nýr samningur bætir kjör og einfaldar greiðslur fyrir íslenskt tónlistarfólk - Hvert streymi um ein króna - Tekjuhrun í faraldrinum - „Kökunni ekki rétt skipt“ - Spotify með 32% markaðshlutdeild Guðrún Björk Bjarnadóttir Bandaríkjadalir á hlut Gengi bréfa í Spotify frá skráningu ámarkað 2018 2019 2020 2021 350 300 250 200 150 100 15. feb. 2021 364,59 3. apríl 2018 147,92 31.maí 2021 237,74 Heimild: yahoo!finance 22 FRÉTTIRViðskipti| Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 5. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.11 Sterlingspund 170.23 Kanadadalur 99.47 Dönsk króna 19.673 Norsk króna 14.392 Sænsk króna 14.467 Svissn. franki 133.48 Japanskt jen 1.0933 SDR 173.3 Evra 146.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.0772 Hrávöruverð Gull 1892.15 ($/únsa) Ál 2386.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.27 ($/fatið) Brent « Skömmu eftir opnun markaða í gær- morgun tilkynnti Gildi lífeyrissjóður að hlutur hans í Icelandair Group væri far- inn undir 5%. Hefur sjóðurinn jafnt og þétt selt sig niður í félaginu og í síð- ustu vendingum fækkaði hlutum í eigu hans um 56,8 milljónir hluta. Fer sjóð- urinn nú með 4,84% hlut í flugfélaginu og að baki honum standa 1.376,5 millj- ónir hluta. Eru þeir miðað við dags- lokagengi Icelandair í Kauphöll í gær metnir á ríflega tveir milljarða króna. Stærsti hluthafi flugfélagsins er nú Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins og á hann í gegnum A- og B-deildir sínar ríf- lega 5% hlut. Gildi þynnir hlut sinn í Icelandair Group Bókaútgáfan Forlagið var rekin með rúmlega fimmtán milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Árið 2019 var hins vegar hagnaður af rekstri fyrir- tækisins upp á 23 milljónir króna. Eignir Forlagsins námu 1,5 millj- örðum króna í lok síðasta árs og drógust þær saman um tæp þrjú prósent á milli ára. Eigið fé fyrir- tækisins er 703 milljónir króna og dróst það saman um rúm tvö prósent á milli ára. Eiginfjárhlutfall félags- ins er 47%. Tekjur Forlagsins á síðasta ári voru 927 milljónir króna en voru tæplega 1,1 milljarður árið á undan, sem er 13% lækkun. Kostnaður vegna sölu bréfa Í ársreikningum er Covid-19-far- aldurinn nefndur sem ástæða verri afkomu á árinu. Þá hafi komið til ein- skiptiskostnaður vegna mögulegrar sölu á hlutabréfum í félaginu sem gekk ekki eftir. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu á sínum tíma hugðist streymisveitan Storytel kaupa 70% hlut í fyrirtækinu. Frá því var fallið. tobj@mbl.is Forlagið tapaði fimmtán milljónum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.