Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 S jómannadagshelgin leiðir hugann að orðafari um sjó og sjó- mennsku. Myndræn og krassandi eru orð eins og aflakló og fiskifæla, annað jákvætt að merkingu en hitt alls ekki. Orðin í málinu raða sér oft saman, ekki aðeins í samsett orð á borð við þessi, heldur í alls konar orðasambönd, pör og samstæður; vera á skaki, róa upp á hlut. Ýmis spakmæli, orðskviðir og málshættir standa á alda- gömlum merg, eiga gjarna erlendar samsvaranir eða fyrirmyndir og varðveita einhverja (meinta) speki; eru stuttar setningar sprottnar af langri reynslu. Eins og nærri má geta er efni þeirra oft sótt í viðureign fyrri kynslóða við sjóinn og í sóknina eftir þeirri lífsbjörg sem hafið geymir. Svipull (eða: Svikull) er sjávar afli. – Hægur byr er best- ur („sígandi lukka er best; best er að vel- gengni komi smám saman“ eins og Jón G. Friðjónsson orðar það í hinu frábæra riti sínu Orð að sönnu). Ófá eru ljóðin og kvæðin um sjó og sjómennsku og dægurlaga- textarnir margir, og á árum áður var haldið úti sérstökum útvarps- þáttum með óskalögum sjómanna. Fast þeir sóttu sjóinn, orti Ólína Andrésdóttir um Útnesjamenn. Yrkisefnin eru fjölbreytt þegar að er gáð. Sjómennskan er ekkert grín, í sjálfu sér, en sjómannslífið, draumur hins djarfa manns, getur átt sínar ljúfu og skemmtilegu hliðar í kvæðunum, ekki síður en show- mennskan sem er sennilega orðin fjölmennari starfsgrein hérlendis. Og stöku textasmiðir kynna til leiks sjómenn í þungum þönkum: djúpur er minn hugur eins og hafið. Einn ljóðmælandinn er skelfing seinheppinn kokkur á kútter frá Sandi og ekki má gleyma hinum drykkfellda Þórði sem elskaði þilför, hvorki meira né minna. Gæti verið að textinn með þessu líkingamáli hafi átt sinn þátt í að breiða út þá merkingarvíkkun sagnarinnar elska sem nú er orðin hversdagsleg? Oftar er eindregnari hetjubragur á persónunum, svo sem Jóni sem var kræfur karl og hraustur og sigldi um hafið út og austur og annar texti, sem sunginn er við undurfallegt lag, geymir þá speki að þótt stormur strjúki vanga, það stælir karlmannslund. Það voru karlarnir sem kunnu að stýra, og styrk var þeirra mund, og það eru karlar sem eru fræknir fiskimenn og fást við úfinn sjá. En stundum koma konur við sögu sem gerendur með hlutverk í at- vinnulífinu, en ekki aðeins sem efni í drauma og þrár karlanna þegar þeir eru úti á sjó: Hér reri hann afi á árabát / og undi sér best á sjó / en amma hafði á öldunni gát / og aflann úr fjörunni dró. Þegar kemur að landvinnslunni förum við að sjá konurnar við störf. Jónas Árnason orti um dugnaðarforkinn Hríseyjar-Mörtu sem kallaði og kallaði á aðra síld- artunnu og salt, meira salt! Annar snillingur ekki síðri dró upp ógleym- anlega mynd í Ísbjarnarblús sínum: Við vélina hefur hún staðið síðan í gær / blóðugir fingur, illa lyktandi tær / þúsund þorskar á færibandinu þokast nær. Sjómennskan er ekkert grín Tungutak Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is Morgunblaðið/Árni Sæberg S jómannadagurinn er á morgun, sunnudag. Sjálfsagt verður lítið um hátíðahöld vegna ástandsins en ástæða til að muna samt eftir honum. Hátíðisdagur sjómanna er að vísu ekki nema 83 ára gamall á þessu ári en í raun er ís- lenzka þjóðin að heiðra minningu þeirra sem frá upp- hafi Íslands byggðar hafa sótt sjóinn fast og þannig tryggt afkomu hennar um aldir. Sú var tíðin að það var nánast fastur liður í útgáfu Morgunblaðsins að birta forsíður sem byggðust upp á myndum af sjómönnum, sem daginn áður höfðu horf- ið í hafið, þegar skip þeirra fórst. Þeim forsíðum tók ekki að fækka fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar þar til þær hurfu svo til alveg. Það var mikill léttir fyrir þjóðina alla þegar öryggi sjómanna á hafi úti var komið í viðunandi horf. Þær fjölskyldur eru margar á Íslandi sem þekkja þessa sögu úr eigin ranni. Þeirra á meðal er fjöl- skylda Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, en langafi hennar og afabróðir fórust með sama togara úti fyrir Grindavík nokkru fyrir miðja síðustu öld. Móðir greinarhöfundar, sem var sjómannsdóttir úr Bolungarvík, missti þrjá af fjórum bræðrum sín- um á sjó. Einn þeirra fórst við Ný- fundnaland fyrir mörgum áratug- um. Fyrir örfáum árum fréttu systkinabörn hans að hann hefði komið í talstöð og sagt: Erum að fara niður, bið að heilsa heim. Einhver bezta lýsing sem ég hef lesið um líf sjó- manna fyrr á tíð er í einni af bókum Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti. Mörgum af minni kynslóð finnst áreiðanlega að þar geti þeir lesið ævi- sögur afa sinna. Þar er að finna sanna frásögn af einu atviki þegar sjómaður fyrir vestan, sem hafði átt fund með konu um nóttina, var að flýta sér svo mikið um morguninn, að hann gleymdi stakknum sínum. Úti á sjónum skall á óveður, sjómaðurinn fraus í hel, fastur við þóftuna, og þar var hann þegar í land var komið. Því fer hins vegar fjarri að við sem samfélag höf- um sýnt sjómannsstarfinu þá virðingu sem því ber. Á tíunda áratugnum hélt Morgunblaðið því fram, að ættu útgerðarmenn sjálfsagðan rétt á kvóta ættu sjó- menn það líka. Þá var því svarað að útgerðarmenn- irnir tækju svo mikla áhættu með þeim fjármunum sem þeir legðu í skipin. Morgunblaðið svaraði því til að vissulega væri það rétt en sjómennirnir tækju líka áhættu, ekki með peningum heldur með lífi sínu eins og dæmin sönnuðu. Verðmætamat okkar samfélags er í raun fáránlegt. Stjórnmálamenn og embættismenn ganga um með orðuglingur framan á sér og sumir þaktir því dóti á bringu og maga en það er eitthvað minna um að sjó- mönnum sé sýndur slíkur þakklætisvottur fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar. Það er kominn tími til að endurmeta þau gildi sem hafa ráðið lífi okkar. Fiskiskipin eru orðin öruggari vinnustaður og minni hætta á að þau hverfi í hafið. Það breytir hins vegar engu um mikilvægi starfa sjómanna. Svo lengi sem Ísland er byggt mun afkoma þjóðarinnar byggj- ast á fiskveiðum, þótt fleiri auðlindir séu komnar í nýtingu. Stjórnmála- og embættismenn hafa náð fram miklum kjarabótum á seinni árum en það á ekki við um sjómenn. Það er hins vegar kominn tími til. Það á við um samtök sjómanna eins og verkalýðs- félögin almennt að það heyrist minna til þeirra en áð- ur. Og pólitísk áhrif þeirra hafa minnkað. Sú var tíð- in, alla vega í Sjálfstæðisflokknum, að áherzla var lögð á að fulltrúar sjómanna væru á framboðslistum vegna þingkosninga en nú er orðið eitthvað lítið um það. En vægi sjómanna í sam- félagi okkar hefur ekki minnkað. Þeim hefur að vísu eitthvað fækkað á hverju skipi, en þeir eru jafn mikilvægir og áður. Þótt skipin séu fullkomnari en áður jafngilda þau ekki vélmennum úti á sjó. Það þarf, alla vega enn, menn um borð. Þótt stjórnmálamenn og embættismenn séu mik- ilvægir eru sjómennirnir mikilvægari þegar kemur að verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun. Flokkarnir eru nú í óðaönn að ganga frá framboðs- listum. Þeir ættu að líta í kringum sig og sjá hvort þeir komi ekki auga á sjómenn og verkamenn sem eiga erindi á þing. Það er óbreytt að við erum sam- félag sjómanna og bænda og það breytist ekki. Radd- ir þeirra þurfa að heyrast á Alþingi. Eitt sinn sat ég með ungri blaðakonu, sem var að hefja störf á Morgunblaðinu. Hún var sjómannsdóttir að austan. Hún sagði mér að ef skipið sem pabbi hennar var á sinnti ekki tilkynningaskyldu safnaði móðir þeirra börnunum saman og þar biðu þau sam- an eftir fréttum af skipinu. Það er ekki ólíklegt að slíkir fjölskyldufundir hafi verið haldnir víða um land. Við sem samfélag höfum í raun aldrei sýnt sjómönnum þann sóma sem þeim ber. Jón Kalman Stefánsson hefur hins vegar gert það með ritverki, sem mun lifa. Annað verk, sem gæti lifað, er að heiðra minningu allra þeirra sjómanna sem hafa farist við Íslands strendur í tæp 1.200 ár, með miklu kórverki, eins konar sálumessu, og minnast þeirra með þeim hætti. Slíkt tónverk gæti unnið sér fastan sess í þjóðarsál- inni. Þótt sjómannadagurinn verði sennilega ekki hald- inn hátíðlegur í ár getum við gert það hvert um sig með sjálfum okkur, með því að einsetja okkur að þetta litla samfélag muni rétta gildismat sitt af og skipa sjómönnum þann veglega sess sem þeir eiga skilið. Í minningu sjómanna um aldir Réttum af gildismat okkar gagnvart sjómönnum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það vakti athygli mína, þegar églas Íslandsdagbækur Kristjáns X., konungs Íslands 1918-1944, að hann hitti stundum til skrafs og ráðagerða dr. Valtý Guðmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Ís- lands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann það að vera ein skýringin á andúð konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeið öttu þeir Valtýr og Hannes kappi um völd á Íslandi. Þó voru þeir Valtýr og Hannes í meginatriðum sammála. Þeir vildu eitthvert samband við Dani, á meðan Íslendingar ættu erfitt með að standa á eigin fótum sakir fámennis og fátæktar. Skoðun Valtýs kemur skýrt fram í bréfi til stjúpa hans í Kanada 6. apríl 1916: „Ísland getur ekki staðið eitt sér, og besta sam- bandið er einmitt við Dani. Það er ekki Dana vegna, að ég er á móti skilnaði, heldur Íslands vegna. Hugsaðu þér, að við lentum í klónum á Þjóðverjum eftir skilnaðinn. Hvílík ævi mundi það vera. Og litlu betra yrði samband við Noreg, því Norð- menn eru voða-ágengir og hafa betri skilyrði til að nota atvinnuvegi okkar og þannig verða hættulegri keppi- nautar en nokkur önnur þjóð. Skást yrði samband við England, en þó sá hængur á, að íslenskt þjóðerni væri þá útdautt eftir svo sem hálfa til heila öld. Landið yrði enskt.“ (Dr. Valtýr segir frá, bls. 226.) Áhyggjur Valtýs voru eðlilegar, og í dagbókum sínum lét konungur iðulega í ljós svipaða skoðun. En með hinum öru efnalegu framförum á Íslandi fyrstu áratugi tuttugustu aldar varð hugmyndin um fullvalda ríki raunhæf. Og Danir megnuðu ekki að verja Ísland, þegar í harð- bakka sló, eins og sást í báðum heimsstyrjöldum. Örlögin urðu okk- ur þó hliðholl. Við tókum upp varn- arsamstarf við Bandaríkin, sem voru nógu fjarlæg til að skipta sér ekki af innanríkismálum og nógu öflug til að afstýra yfirgangi annarra ríkja. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Dr. Valtýr og Kristján konungur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.