Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 27

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Berjateigur 33-39, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar og vandaðar 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli. Frábært útsýni yfir Snæfellsjökul o.fl. Afhending í september 2021 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Berjateigur 33 82,9 m2 Seld Berjateigur 35 81,9 m2 36.400.000.- Berjateigur 37 81,9 m2 Seld Berjateigur 39 82,9 m2 Seld B ent Larsen var án efa merkasti skákmaður Norðurlanda á 20. öld. Hann var raunar sæmdur nafnbótinni í tengslum við 100 ára afmæli norræna skáksambandsins árið 1999. Larsen tók þátt í átta millisvæðamótum og vann tvö þeirra, í Sousse 1967 og í Biel 1976. Þá varð hann efstur við fjórða mann á millisvæðamótinu í Amster- dam árið 1964. Á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar var hann einn sigursælasti stórmeistarinn á hinum alþjóðlega vettvangi skák- arinnar. Árangur hans í einvígjum var misjafn en þó má nefna sigra hans yfir Tal, Portisch og Geller. Ýmis leikbrögð hans voru skemmti- leg. Hann var t.a.m. mikill áhuga- maður um framrás kantpeðanna. Eitt sinn heyrði ég hann lýsa því með tilþrifum hvenær heppileg skil- yrði fyrir framrás hvíta h-peðsins mynduðust: um leið og f6-riddarinn skryppi frá mætti þeyta h-peðinu fram! Hann lét sig nú samt hafa það að leika h2-h4 þó að f6- riddarinn væri enn til varnar. Ein byrjun ber nafn hans: Larsen- byrjun hefst með 1. b2-b3 en í frægustu skák Larsens í byrjun sinni tapaði hann þó í aðeins 17 leikjum fyrir Spasskí á 1. borði í keppni Sovétríkjanna gegn heims- liðinu í Belgrad 1970. Sú skák var einhverju sinni rakin í þessum pistlum. Það er öllum ljóst að heimsmeist- arinn Magnús Carlsen er arftaki Larsens sem skákmaður 21. aldar á Norðurlöndum. Sú spurning vakn- aði um daginn hvort hann hefði eitt- hvað lært af Bent. Magnús teflir allt og um daginn valdi hann Lar- sen-byrjun gegn harðvítugum and- stæðingi í mótasyrpunni á netinu sem ber nafns hans. Þeir þræddu hina frægu skák Larsens við Spasskí fram í fimmta leik en þá kom nýr snúningur: FTX Crypto Cup. Undankeppni, 8. umferð: Magnús Carlsen – Alexander Grischuk Larsen-byrjun 1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. c4 Rf6 4. Rf3 e4 5. Rd4 Bc5 6. Rf5!? Larsen lék 6. Rxc6 og framhaldið varð 6. … dxc6 7. e3 Bf5 8. Dc2 De7 9. Be2 0-0-0 10. f4 Rg4 11. g3 h5 12. h3 h4 13. hxg4 hxg3 14. Hg1 Hh1 15. Hxh1 g2 16. Hf1 Dh4+ 17. Kd1 gxf1(D)+ – og hvítur gafst upp. 6. … d5 Öruggara var 6. … 0-0. 7. Rxg7+ Kf8 8. cxd5 Bd4 9. Rc3 Re7 10. e3 Bxc3 Eftir 10. … Be5 getur hvítur leikið 11. Rh5 eða fyrst 11. d6 cxd6 12. Rh5. 11. dxc3 Kxg7 12. c4 Rg6 13. g4! Hvíta staðan með biskupinn á b2 er ekki árennileg. 13. … h6 14. h4 c5 15. Be2 Jafnvel enn sterkara var 15. h4. 15. … Kg8 16.Dc2 Hh7 17. 0-0-0 Það er áreiðanlega hægt að tefla stöðuna til sigurs með öðrum leið- um en hann velur að ljúka liðskipan í rólegheitum og síðan kemur loka- atlagan. 17. … Rxg4 18. h5 Rf8 19.Dxe4 f5 20. Dc2 Rxf2 21. Hhg1+ Kf7 22. Hdf1 Dh4 23. Be5 De4 24.Dc3 Rh3 25. Hg4 - og svartur gafst upp. FTX Crypto Cup var sjötta mótið í tíma-mótasyrpunni sem hófst und- ir lok árs 2020 og lýkur í október á þessu ári. Tefldar eru atskákir, með tímamörkunum 15 10. 16 skákmenn tefldu allir við alla og voru átta sæti í útsláttarkeppninni í boði. Magnús hlaut 8½ vinning af 15 og rétt marði að komast í átta manna hóp- inn en í útsláttarkeppninni vann hann Nakamura, Radjabov og loks Wesley So eftir mikla baráttu. Armageddon-skák réð úrslitum. At- hygli vekur að hluti verðlaunafjár var greiddur með rafmyntinni bitcoin. Næsta mót í syrpunni hefst hinn 26. júní nk. Byrjun Larsens nýtur enn vinsælda Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Kjartan Briem Efstu menn Benedikt Briem sigraði á meistaramóti Skákskóla Íslands skip- uðu keppendum undir 2.000 elo-stigum. Ingvar Wui Skartphéðinsson (fyrir miðju ) varð í öðru sæti og Matthías Björgvin Kjartansson í því þriðja. Lög og reglur um sölu og dreifingu áfengis á Íslandi standast hvorki nýja framleiðslu- og versl- unarhætti né neyslu- viðhorf almennings. Innlend netverslun þarf að geta staðist samkeppni við erlend- ar netverslanir með áfengi og litlu brugg- húsin um allt land vilja afgreiða sína viðskiptavini á staðnum. Lögbönn á netverslun og brugghús? Nú horfir svo ólánlega að frum- varp dómsmálaráðherra, sem ætl- að var að rýmka áfengislöggjöfina fyrir brugghús, mun líklega daga uppi á Alþingi í vor. Á stjórn- arheimilinu var jafnræði í við- skiptum ekki metið meira en svo, að erlendar netverslanir geta hald- ið áfram að selja áfengi til ein- staklinga á Íslandi meðan íslensk- ar geta það ekki. Brugghúsin munu líklega halda áfram að selja bjór á framleiðslustað eins og þau hafa gert afskiptalaust af hálfu yf- irvalda um nokkra hríð. Nema ÁTVR taki sig til og krefjist lög- banns á þau líka eins og á áfeng- islager frönsku netverslunarinnar Santewines SAS. Ráðherra skorti stuðning Í þessu máli hefur dóms- málaráðherra mátt sín lítils. Það er skiljanlegt vegna þess að Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur ekki fengið þann stuðning sem vænta hefði mátt frá stórum áfengisinnflytjendum og sam- tökum þeirra. Félag atvinnurek- enda talar yfirleitt hreint út úr pokahorninu. Þegar um jafnræði milli innlendrar og erlendrar net- verslunar er að ræða bregður hins vegar svo við að ekkert heyrist nema loðmullan úr því horni. Þegar taka hef- ur þurft til máls gegn einokun ríkisins á ýmsum sviðum, sam- keppnishamlandi að- gerðum stjórnvalda í viðskiptum með bú- vörur og gegn tollum og hvers kyns nið- urgreiðslum hefur engin linkind eða tví- ræðni einkennt mál- flutning Félags at- vinnurekenda. Líður vel í faðmi ÁTVR! Í þessu máli treður félagið sann- arlega marvaðann: Ekki er hægt að taka smáu skrefin til framfara nema „heildstætt mat“ eigi sé stað og tekið verði á öllum hlutum í einni beit. Maður sér fyrir sér ráð- herra Framsóknar og VG í sam- tölum við sjálfstæðisráðherrana: Sjáiði, áfengisinnflytjendum líður vel í faðmi ÁTVR! Og það má vel túlka þögn félags- ins um afdrif tillagna er varða jafnræði fyrir íslenskar netversl- anir á þann veg að stóru áfeng- isinnflytjendurnir vilji vera áfram í bómullinni hjá ÁTVR í stað þess að taka þátt í virkri samkeppni. Vel tímasett þögn segir meira en mörg orð. En væri ekki meiri bragur á því að skilja eftir sig spor í átt til aukins viðskiptafrelsis og frjálsræðis heldur en sitja á hæg- um sessi inni á gafli hjá ÁTVR? Loðmullulegur heimur Félags atvinnurekenda Eftir Arnar Sigurðsson »Nú horfir svo ólán- lega að frumvarp dómsmálaráðherra, sem ætlað var að rýmka áfengislöggjöfina fyrir brugghús, mun líklega daga uppi á Alþingi í vor. Arnar Sigurðsson Höfundur er víninnflytjandi. Guðný Árnadóttir fæddist 5. júní 1813 í Fljótsdal, N-Múl. Ein heimild segir á Valþjófs- stað en önnur á Víðivöllum. Foreldrar hennar voru hjónin Árni Stefánsson. f. 1783, d. 1864, og Hallgerður Gríms- dóttir, f. 1789, d. 1840. Guðný var nefnd Skáld- Guðný og var sögð hraðkvæð- ust skálda að Símoni Dala- skáldi undanskildum. Eftir hana liggur mikið af skáldskap og árið 2020 var gefin út bókin Hugurinn einatt hleypur minn með ljóðum hennar. Guðný fór í vinnumennsku á prestssetrið á Hallormsstað árið 1835 og árið 1839 eign- aðist hún þar soninn Árna, en barnsfaðir hennar drukknaði í Lagarfljóti árið 1838. Hún gift- ist árið 1841 Bjarna Ásmunds- syni, f. 1800, d. 1864, og voru þau lengst af í húsmennsku á ýmsum bæjum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn sem komust upp, auk Árna. Árið 1861 fluttu þau að Skriðu- klaustri til Þóru systur hennar og þar orti hún sín þekktustu kvæði. Eftir lát eiginmanns síns flutti Guðný til Bjarna sonar síns í Hvalnesi í Lóni. Þar varð hún ljósmóðir Bæjarhrepps- umdæmis, sem er í Lóni, 1873- 1887, og naut fullra launa frá 1878. Guðný lést 3. júní 1897. Merkir Íslendingar Guðný Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.