Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða.
Vönduð bætiefnalína
hönnuð til að styðja
við almenna heilsu
Bragðgóðar & sykurlausar freyðitöflur
Í heilbrigðismálum
er verið að fara illa
með fé. Öll þekkjum
við væntanlega dæmi
um einstaklinga sem
eru sendir út til Sví-
þjóðar með fylgd-
armanni á Saga Class
í aðgerðir sem hæg-
lega væri hægt að
gera hér heima.
Kostnaðurinn við
þessa stefnu er gríðarlegur og tel-
ur þá bara ekki kostnaðurinn við
ferðalögin.
Skoðum líka efnahags- og fé-
lagslegan skaða sem hlýst af því
að hafa fólk óvinnufært gegn vilja
sínum, einstaklinga sem bíða til
dæmis eftir liðskiptum á hné. Tök-
um dæmi af iðnaðarmanni sem
treystir algerlega á að fæturnir
beri hann í vinnu. Hann þarf að
bíða mjög lengi eftir að fá tíma hjá
lækni og þá eftir það er bið eftir
aðgerð, hann getur ekki unnið,
missir tekjur og þarf jafnvel að
leita eftir opinberum styrkjum til
þess að framfleyta sér og sínum.
Andlegt álag sem hlýst af því að
vera veikur og geta ekki unnið
jafnvel sökum verkja getur haft
mjög skaðleg og var-
anleg áhrif með til-
heyrandi kostnaði sem
getur lagst samhliða á
samfélagið.
Að þessu sögðu er
ekki verið að leggja
það til hér að einka-
rekstur læknastofa
eigi að vera að öllu
leyti óheftur og án
eftirlits. Fylgjast þarf
grannt með gjald-
skrám lækna á einka-
stofum svo ekki sé
verið að rukka sjúk-
linga óhóflega og misnota nið-
urgreiðslur Sjúkratrygginga Ís-
lands. Slíkt þyrfti og ætti að koma
fram í ársskýrslum og ársreikn-
ingum einkarekinnar læknisþjón-
ustu.
Mikill styr hefur einnig verið um
hversu mikið eða lítið starfshlutfall
læknar ættu að þurfa að vinna á
sínum stofum og hversu mikið þeir
mega vinna inni á spítölum. Nú
segja mér fróðari menn að það sé
nauðsynlegt fyrir lækna að starfa
samhliða á spítala og einkastofu
þar sem spítalinn þarf á sérmennt-
unarhæfni lækna að halda. Í dag
mega „stofulæknar“ aðeins vinna
80% eða minna á spítala, tillagan
frá heilbrigðisráðherra er núna að
þrengja enn frekar að læknum
með því að krefjast þess að þeir
séu 80% eða meira starfandi á
stofum sínum. Með þessum hlut-
föllum er augljóslega enn frekar
vegið að frelsi í einkarekstri og til-
lögurnar stangast á.
Það er ljóst að það þarf að ná
einhverri sameiginlegri sýn á störf
lækna á stofum og á spítalanum og
ná samningum á milli Sjúkratrygg-
inga og sérfræðilækna. En satt
best að segja þarf að mínu mati að
nota fleiri skynfæri en bara
vinstra augað til að slík lausn geti
orðið að veruleika og til þess þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að taka að
sér forystu í heilbrigðismálum Ís-
lands.
Illa farið með fé
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
» Andlegt álag sem
hlýst af því að vera
veikur og geta ekki unn-
ið jafnvel sökum verkja
getur haft mjög skaðleg
og varanleg áhrif með
tilheyrandi kostnaði
sem getur lagst sam-
hliða á samfélagið.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur er frambjóðandi
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi.
kareneha@gmail.com
Kosningabarátta og
frammistaða Jóns
Gnarrs sem borg-
arstjóri Reykjavíkur
er eflaust sá listgjörn-
ingur sem hefur haft
hvað mest áhrif á
stjórnmálasögu Ís-
lands frá upphafi. Með
húmorinn að vopni náði
hann að afvopna jakka-
fataklædda stjórn-
málamanninn sem tel-
ur sig vita allt best og sýna fram á að
stjórnmál þurfi ekki að snúast um
frekju og völd heldur
frekar vilja til þess að
gera vel og þjóna íbú-
um landsins án þess að
þurfa að taka sig of al-
varlega.
Hér á Seltjarnarnesi
hefur boðskapurinn
ekki alveg náð inn í
bæjarstjórnina þar
sem jakkafataklæddur
sjóðsstjóri situr bæði
sem forseti bæj-
arstjórnar og formaður
bæjarráðs og telur sig
ekki þurfa að hlusta á
vilja íbúa eða starfsfólks bæjarins.
Hann æsir sig við fulltrúa minnihlut-
ans sem setja spurningarmerki við
þjónustuskerðingar og hallarekstur
sveitarfélagsins og talar um draum
vinstrimanna um háa skatta þegar
honum er bent á að auka þurfi tekjur
ef halda á uppi því þjónustustigi sem
hann sjálfur lofar.
Í valdatíð bæjarsjóðsstjórans hef-
ur A-sjóður Seltjarnarnesbæjar ver-
ið rekinn með yfir milljarð í halla á
síðustu sex árum og skuldaviðmið
sveitarfélagsins farið úr 10% árið
2016 upp í 78% árið 2020.
Á kjörtímabilinu hefur bæjar-
sjóðsstjórinn skorið niður starf
félagsmiðstöðvar og tónlistarskóla,
hækkað gjaldskrár á barna-
fjölskyldur og eldri borgara, dregið
úr niðurgreiðslu til dagforeldra og
hætt heimgreiðslum til þeirra sem
ekki fá pláss á leikskóla eða dagfor-
eldri.
Í þjónustukönnun Gallup hefur á
sama tíma ánægja og traust íbúa
með þjónustu bæjarins minnkað á
öllum sviðum og farið úr því að vera
með eina bestu heildareinkunnina,
4,3 af 5 árið 2015, niður í að vera með
eina lægstu, 3,4 af 5, árið 2020.
Í skoðanakönnun sem Maskína
vann árið 2020 kom fram að aðeins
26% íbúa eru ánægð með stjórnun
bæjarins og að minnihluti íbúa styð-
ur við meirihluta bæjarstjórnar.
Meirihluti Seltjarnarnesbæjar
hefur ekki getað staðið við stærsta
kosningaloforð sitt um að byggja
nýjan leikskóla á kjörtímabilinu
vegna lélegrar fjárhagsstöðu bæj-
arins og nú er inntaka í leikskólann
komin í hnút þar sem húsnæðið er
bæði sprungið og illa við haldið.
Þetta hefur valdið miklum áhyggj-
um meðal foreldra og vantrausti frá
starfsfólki leikskólans sem mótmælt
hefur harðlega frekari bráðabirgða-
lausnum.
Þrátt fyrir þetta skilur bæjar-
sjóðsstjórinn ekki af hverju fulltrúar
minnihlutans eru gagnrýnir og
spyrja hann spurninga um hvernig
snúa eigi rekstrinum við eða standa
vörð um þjónustuna. Hann fer mik-
inn í fjölmiðlum um að þessar stað-
reyndir séu einfaldlega upphlaup og
miskilningur minnihlutans. Hann
heldur því fram að tapið sé ekki tap,
skuldaaukningin ekki skuldaaukn-
ing og þjónustuskerðingarnar ekki
þjónustuskerðingar. Kunnugleg
rödd Georgs Bjarnfreðarsonar, ann-
ars góðs listgjörnings Jóns Gnarrs,
byrjar að hljóma:
„Þetta er bara mis … þetta er
bara miskilningur.“
Þetta er bara misskilningur
Eftir Guðmund Ara
Sigurjónsson »Rekstur Seltjarnar-
nesbæjar, þjónustu-
stig og traust íbúa fer
versnandi með hverju
ári. Forseti bæjar-
stjórnar sér ekki
vandann og segir
allt misskilning.
Guðmundur Ari
Sigurjónsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingar Seltirninga.
gummari@gmail.com
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is
Lifandi Guð!
Við biðjum þig um
að vaka yfir okkur,
fjölskyldu okkar og
vinum. Viltu hjálpa
okkur að halda friðinn,
varðveita einingu og
blessa viðleitni okkar
til samstöðu og ein-
ingar, þótt við
skemmtilega ólík að
einhverju leyti kunn-
um að vera.
Blessaðu einnig samskipti okkar
við alla samferðamenn og viltu mis-
kunna þeim sem sæta ofbeldi eða
kúgun, lifa við misnotkun og stöð-
ugan ótta. Vak einnig yfir öllum
þeim sem búa við stríðsógnir og
stríðsátök hvar sem vera kann í ver-
öldinni.
Skapa með okkur vilja til að reyna
að gera betur, líta í eigin barm og
gera allt sem í okkar valdi stendur
til þess að koma á réttlæti og friði í
nærumhverfi okkar sem og í heim-
inum öllum. Þar sem við mættum
horfast í augu við og taka tillit til
þarfa hvert annars með því að lifa í
kærleika og friði þar sem allir eru
virtir til jafns og fái að njóta sín og
sinna hæfileika, náunganum og um-
heiminum til blessunar, þér til dýrð-
ar og þannig sjálfum sér til farsæld-
ar og heilla.
Við biðjum einnig fyrir þeim sem
nýlega eða einhvern tíma hafa misst
ástvin og þekkja því af eigin raun
hvað það er að syrgja og sakna.
Biðjum einnig fyrir þeim sem orð-
ið hafa fyrir hvers kyns vonbrigðum
og eða hafa upplifað áföll og gengið í
gegnum erfiða tíma.
Við biðjum svo ekki
síður fyrir öllum þeim
sem daglega ganga til
sinna hversdagslegu
verka og heyja þannig
sína stöðugu lífsbar-
áttu. Já, öllum þeim
sem elska lífið, þrá að
höndla það, fá að halda í
það og njóta þess.
Blessaðu okkur svo
öllum þessar þráðu
sumarvikur og allt sem
fram undan er. Hjálp-
aðu okkur að gera okkar besta og
standa saman í þínum anda sem
bræður og systur svo allt fari eins
farsællega og mögulegt er í öllum
aðstæðum og áskorunum á ævinnar
göngu.
Njótum stundarinnar, alla ævi. Í
Jesú nafni.
Einlægar blessunaróskir með
kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Verum móttækilegur
jarðvegur og farvegur
fyrir blessun Guðs
Guð vill fá að planta blessun sinni í
garð okkar hvers og eins. Leyfum
honum það og tökum á móti í auð-
mýkt og með þakklæti. Leyfum
blessuninni svo að þroskast í garð-
inum okkar og dýpka. Vaxa síðan
upp, dafna og njóta sín. Hugsum vel
um garðinn okkar og höldum honum
við. Vökvum hann og gleymum ekki
að reyta arfann. Látum blessunina
ekki kafna í illgresi vegna hirðuleys-
is.
Frelsarinn okkar, Jesús Kristur,
gefi ykkur öllum og andi á okkur sín-
um heilaga góða anda. Anda sem
uppörvar, minnir okkur á og hvetur
til góðra verka. Veitir sköp-
unarkraft, djörfung og þor, styrk og
gleði. Djúpa og varanlega von sem
öllu breytir og fylgir varanleg ham-
ingja og kærleikur, friður, réttlæti,
sátt og líf.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
– Lifi lífið!
Bæn dagsins,
alla daga
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Frelsarinn okkar,
Jesús Kristur, gefi
ykkur öllum og andi á
okkur sínum heilaga góða
anda. Anda sem upp-
örvar, minnir okkur á og
hvetur til góðra verka.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.