Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 42
42 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 60 ÁRA Jónas Geirsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en býr á Akra- nesi. Hann lauk námi í tannlækningum frá HÍ og meistaranámi í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði frá Háskól- anum í Norður-Karólínu, BNA. Jónas hefur verið tannlæknir á Akranesi frá 1988 og lektor við tannlæknadeild HÍ frá 2006. Jónas hefur setið í stjórn Stangveiðifélags Akraness í um 30 ár og einnig í stjórn Landssambands stangveiðifélaga. „Ég var að koma frá Laxá í Mývatns- sveit en ég byrja alltaf tímabilið þar, næst á dagskrá er opnun Veiðivatna. Ég hef mjög gaman af veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði. Ég hef reyndar gaman af allri útivist og er þessa stundina að byggja sumarbústað í Hafnar- skógi.“ Jónas hefur verið knattspyrnudómari frá 1992. „Þetta er skemmtilegt starf í góðum félagsskap auk þess að halda manni í þokkalegu formi.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Jónasar er Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir, f. 1964, upplýsingafræðingur. Börn þeirra eru Trausti Geir, f. 1990, og Dagmar Elsa, f. 1993. Foreldrar Jónasar voru Geir Christensen, f. 1927, d. 2012, rafvirkja- meistari og útsendingarstjóri í Ríkisútvarpinu, og Guðrún Eðvaldsdóttir, f. 1937, húsmóðir, búsett í Reykholti í Biskupstungum. Jónas Geirsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þótt sumum þyki nóg um þá ábyrgð sem þér er falin þarftu ekkert að óttast, því þú ert maður fyrir þinn hatt. 20. apríl - 20. maí + Naut Misstu aldrei trúna á sjálfan þig, þótt einhver ský kunni að draga upp á himininn. Byrjaðu smátt og auktu svo álagið, ekki reyna of mikið á þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Beindu orkunni sem er allt um kring þessa dagana í réttan farveg í vinnunni. Kannski kynnist þú nýrri mann- eskju fyrir vikið. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þér séu allir vegir færir þarft þú eins og aðrir að fá hrós og uppörvun af og til. Leggðu áherslu á að umgangast aðeins jákvætt fólk. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er mikil spenna milli þín og kunningja þíns og þú þarft að komast að því hvað veldur henni. Taktu þér tíma til að kanna stöðuna. Gerðu ekki ráð fyrir neinum skyndilausnum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þegar málin eru skoðuð ofan í kjöl- inn muntu sjá að eitthvað reynist ekki eins eftirsóknarvert og þér fannst í upp- hafi. Horfstu í augu við staðreyndirnar eins og þær eru. 23. sept. - 22. okt. k Vog Nú ríður á að þú haldir fast við þitt og látir ekki smáatriðin trufla þig. Eitt og annað skemmtilegt verður á döfinni í sumar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ánægja og hamingja koma ekki alltaf frá einhverju áþreifanlegu, held- ur líka frá fyrirbærum eins og undir- meðvitund og ímyndunarafli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Allir leita til þín í dag. Gefðu þér því nægan tíma. Einnig er ráð að setj- ast að spjalli með fjölskyldunni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Fallegar hugsanir, sem áður komu af sjálfsdáðum, láta nú á sér standa vegna flókinna tilfinninga í garð einhvers. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú verður að læra að viður- kenna mistök þín og síðan vilja leiðrétta þau eftir fremsta megni. Fyrsta skrefið gæti verið að standa undir ábyrgðinni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert hvorki betri né verri en þú vilt vera og átt því að horfast í augu við sjálfan þig og sannleikann um líf þitt. allra fyrst á veðurfarsdeild, en síðan aftur á Keflavíkurflugvelli, um fimm vikum áður en spástarfsemi þar var flutt til Reykjavíkur – hinn 1. júlí 1979. Hann vann síðan á spádeild Veðurstof- unnar til aprílloka 1985. Fór þá aftur á veðurfarsdeildina og varð deildarstjóri þar 1988 og síðan forstöðumaður úr- vinnslu- og rannsóknasviðs 1994. „Í þeirri stöðu var ég til ársloka 2003 – en gerðist þá aftur óbreyttur sérfræð- ingur á sviðinu og hef verið þar síðan. þrasgjörn vinna. Ég hef mikla ánægju af veiðimannatali, bæði stangveiði og netaveiði, en hef þó aldrei haldið á stöng eða dregið net. Eitt sumarið vann ég á veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli. Vildi ekki hafa misst af því, áttaði mig á þeim þjóð- sagnakenndu aðstæðum sem þar ríktu og fræddist lítillega um innviði bandaríska hersins.“ Trausti byrjaði í janúar 1979 að vinna á Veðurstofunni í Reykjavík, T rausti Jónsson fæddist 5. júní 1951 í gamla póst- og símstöðvarhúsinu í Borg- arnesi. „Ég ólst upp í for- eldrahúsum á Miðnes- klettum í Borgarnesi, kynntist þar vel veðri, vindum og sjávarföllum – en þau réðu oft leikjum í fjöru og á leirum. Gamli miðbærinn í Borg- arnesi og Brákarey voru full af iðandi mannlífi og margt að sjá. Flóabát- arnir, Laxfoss, síðan Eldborg og Akraborg komu með fólk og varning – einnig komu þar erlend skip. Allt blasti við úr gluggunum og af hólnum heima. Fjölskyldan dvaldist allmörg sumur í skólunum á Varmalandi í Stafholtstungum, því þar og á Lauga- landi stóðu yfir margs konar fram- kvæmdir sem faðir minn tók þátt í. Þar var gott að vera.“ Trausti gekk í barnaskóla í Borg- arnesi og síðan í Miðskóla Borgar- ness (eins og það þá hét). „Ég lenti síðan í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem móðir mín hafði verið við nám 30 árum áður. Þar bjó ég lengst af á gömlu heimavist skólans – í skólahúsinu sjálfu – við mjög félags- lega þroskandi aðstæður. Ég er þakklátur mínum gömlu félögum og kennurum fyrir árin þau. Gott var einnig að kynnast norðlensku veðri af eigin raun, en óvenjukalt og illviðra- samt var á Akureyri þessi ár, hafís- árin svonefndu. „Linduveðrið“ svo- nefnda er þar sérlega minnisstætt. Ég lauk stúdentsprófi vorið 1970 og fór eftir það til útlanda í fyrsta sinn, vestur til Ameríku. Var jafnvel að hugsa um að halda þangað til náms.“ Litið til veðurs „Veturinn 1970 til 1971 kenndi ég stærðfræði og slíkt við Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Það var afskap- lega lærdómsríkur tími með góðu fólki. Síðla sumars var haldið til náms í Noregi, fyrstu tvö árin rúm í Ósló og síðan í Bergen. Gekk það nokkuð sæmilega greiðlega fyrir sig og end- aði með embættisprófi (já, það heitir það) í veðurfræði undir jól 1978. Norðmenn reyndust mér vel. Á sumrin var ég heima, flest sumurin við veiðieftirlit í Borgarfirði. Það var skemmtileg, en stöku sinnum nokkuð Formleg starfslok eru nú við sjón- deildarhring.“ Trausti kom nærri fjölmörgum málum á Veðurstofunni. „Ég kalla mig þó gjarnan gagnahirði, hef unnið mjög mikið að rannsóknum á eldri gögnum og sögu veðurs- og veður- athugana í landinu. Á árunum 1988 og vel fram yfir aldamót tók ég mjög virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um slík efni og ritaði eða tók þátt í að rita fjölmargar greinar sem birtust í svo- kölluðum alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Furðumikið hefur verið vitnað í sumar þessara greina. Snjó- flóðin miklu og aðgerðir vegna þeirra lentu mjög í mínum höndum á ár- unum 1994 og fram yfir aldamótin og tók skipulagning aðkomu Veður- stofunnar þá umtalsverðan hluta af tíma mínum. Stjórnunarumstangið varð að lokum það mikið að velja þurfti á milli áframhaldandi stjórn- unarframa eða vinnu við veðurfræði og veðurgögn. Valið varð ekki erfitt.“ Árið 2010 stofnaði Trausti bloggið „hungurdiskar“, sem síðan hefur ver- ið vistað á Morgunblaðinu. „Er ég þakklátur blaðinu og starfsmönnum þar fyrir greiðasemi og vinsemd. Pistlarnir eru nú nærri 3.000 talsins og fylla um 20 allþykk prentuð bindi. Trausti Jónsson veðurfræðingur – 70 ára Veðurfræðingurinn Spáð í veður sumarsins með nýjustu slembiaðferðum. Gagnahirðir í veðri og tónlist Tónlistargrúskarinn Eftir vel heppnaða tónleika í Borgarnesi árið 2016. Til hamingju með daginn Á morgun, 6. júní, eiga hjónin Sölvi Víkingur Aðalbjarnarson og Sigurborg Sigurbjörns- dóttir sjötíu ára brúð- kaupsafmæli. Þau eru ein af frumbyggjum Egils- staðakauptúns en dvelja nú á dvalarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði. Platínubrúðkaup SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS VOLVO XC60 MOMENTUM Raðnúmer 280238 Nýskráður 7/2018 Akstur 42 þ.km. Dísel Fjórhjóladrif Sjálfskipting 191 hestöfl 5 manna Næsta skoðun 2022 Aðgerðahnappar í stýri Bakkmyndavél Bluetooth Dráttarkrókur (aftengjanlegur) Fjarlægðarskynjarar aftan Glerþak Heilsársdekk Hiti í fram- og aftursætum Hraðastillir Hraðatakmarkari ISOFIX festingar í aftursætum Leðuráklæði Loftkæling Lykillaus ræsing Rafdrifin framsæti Rafdrifin handbremsa Regnskynjari Reyklaust ökutæki Stafrænt mælaborð Start/stop búnaður Tveggja svæða miðstöð USB tengi Verð 7.790.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.