Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 56
Samstarfsverkefninu Global Music Match var hleypt af stokkunum í fyrra og þótti heppnast afar vel og verður því endurtekið í ár og hefst 7. júní. Í því taka þátt 78 tón- listarmenn frá 17 löndum og fjórum heimsálfum og fyrir Íslands hönd verður það Ösp Eldjárn. Er þetta talið stærsta tónlistarsamstarfsverkefni heims og næstu þrjá mánuði mun Ösp vinna með fjölda tónlistarmanna að tónlist yfir samfélagsmiðla, að því er segir í tilkynn- ingu. Markmiðið er að stuðla að áframhaldandi upp- byggingu tónlistarfólks innan þjóðlagatónlistar á tím- um heimsfaraldursins. Í fyrra tóku Svavar Knútur, Brek og Ásgeir Ásgeirsson þátt í verkefninu fyrir Ísland. Global Music Match hefst mánudaginn 6. júní og stendur til 29. ágúst. Finna má frekari upplýsingar á globalmusicmatch.com og með því að skoða #Global- MusicMatch á samfélagsmiðlum. Ösp Eldjárn tekur þátt í stærsta tónlistarsamstarfsverkefni heims LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Stjarnan komst í gærkvöld í undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik á afar dramatískan hátt en Garðbæingar unnu tveggja marka sigur á Selfossi eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli með sama mun. Fleiri mörk á útivelli fleyttu Stjörnunni áfram og liðið mætir nú Haukum. Valur vann hins vegar öruggan sigur á KA, samtals með tíu mörkum í tveimur leikjum, og mætir Eyjamönnum. »44 Stjarnan og Valur í undanúrslitin ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Heimsmeistaramót eldri keppenda í badminton (BWF World Senior Championships) fer fram á Spáni í desember næstkomandi og þar ætl- ar Elsa Nielsen sér stóra hluti. „Ég stefni á að verða heimsmeistari í ein- liðaleik í flokki 45 ára og eldri,“ segir hún, en Elsa varð fyrst Íslands- meistari í einliðaleik kvenna 1991, þá 16 ára, og fagnaði sigri í tvíliðaleik kvenna ásamt Drífu Harðardóttur á Íslandsmótinu um liðna helgi. Þá voru 19 ár frá því hún varð síðast Ís- landsmeistari, í tvenndarleik með Tryggva, bróður sínum. „Þetta var óvænt ánægja,“ segir Elsa um nýjasta Íslandsmeistaratit- ilinn, 30 árum eftir að hún fagnaði þeim fyrsta. Miðjubarnið hafi verið að útskrifast úr Verzlunarskólanum um helgina og því hafi hún þurft að hugsa sig um þegar Drífa, sem venjulega spili með Erlu Hafsteins- dóttur, hafi hringt og beðið sig að spila með sér þar sem Erla væri meidd. „2002 var ég ófrísk að dóttur minni, sem var að útskrifast núna, og hætti því að æfa með árangur í huga fyrir 19 árum en hef alltaf haldið mér við og keppt mér til gam- ans, hoppað inn í þegar þurft hefur á að halda, verið svona uppfyllingar- efni.“ Útskriftin í forgangi Vegna útskriftarinnar þurfti að hnika til tímasetningu undanúrslita- leiksins. „Mér hentaði best að spila hann á föstudaginn en þá var mót- spilari minn að útskrifast þannig að við spiluðum bara fyrr á laugardag- inn en til stóð.“ Hún hafi látið slag standa, ekki síst vegna þess að hún hafi verið sannfærð um að hún ætti möguleika á að sigra og hafi auk þess engu haft að tapa. „Pressan var á ungu landsliðsstelpunum og svo var þetta spurning um dagsform og hugarfar. Eins skemmdi ekki fyrir að ég hef spilað nokkra úrslitaleiki áður.“ Hún var Íslandsmeistari í ein- liðaleik 1991-1995 og 1998-2000, í tví- liðaleik 1994-2000 og í tvenndarleik 1994, 1996 og 2002. Keppti á Ólymp- íuleikunum 1992 og 1996. „Ég var fiðrildi í menntaskóla þegar ég varð fyrst meistari en er nú reynslunni ríkari, það var extra gaman að upp- lifa sigurinn með börnunum mínum og ég held áfram að spila eins lengi og búkurinn leyfir.“ Elsa er grafískur hönnuður og hönnunarstjóri hjá auglýsingastof- unni Kontor Reykjavík. Hún hefur myndskreytt átta barnabækur, sem Jóna Valborg Árnadóttir hefur skrifað, og var bæjarlistamaður Sel- tjarnarness 2016 auk þess sem hún er listmálari. „Eftir að æfingar hættu að vera á hverju kvöldi skap- aðist tómarúm og ég fór að sinna listinni í staðinn, mála, teikna og svo framvegis.“ Undanfarin sex ár hefur Elsa ver- ið á fullu í golfinu. „Ég stefni á að komast í 50+ landsliðið eftir þrjú ár,“ segir hún áköf, en Elsa hefur tekið framförum jafnt og þétt og er komin með 8,5 í forgjöf. „Golfið er með góða tengingu í badmintonið,“ heldur hún áfram og bætir við að hún spili reglulega með Rögnu Ing- ólfsdóttur í Nesklúbbnum, þar sem hún sé líka virk í kvennastarfinu. „Við Ragna erum hvor af sinni kyn- slóðinni og náðum ekki að spila sam- an badminton – hún var margfaldur Íslandsmeistari á eftir mér – en spil- um saman golf í staðinn.“ Elsa hefur engu gleymt - Fyrst Íslands- meistari 1991 og nú með Drífu Fögnuður Íslandsmeistararnir Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir. Á Spáni Kylfingurinn Elsa Nielsen er með 8,5 í forgjöf í golfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.