Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Öll íslensk fiskiskip þurftu sam- kvæmt lögum um sjómannadag að vera í höfn frá kl. 12 á hádegi á laug- ardag til klukkan 12 á hádegi á mánudag. Fjöldi fiskiskipa lét úr höfn síðdegis í gær og í gærkvöldi, en strandveiðibátarnir voru hins vegar komnir af stað aðfaranótt mánudags þrátt fyrir að sérákvæði yfir þessa báta sé ekki að finna í lögunum. Í lögum um sjómannadag segir í 5. grein: „Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laug- ardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.“ Hefur Landhelg- isgæsla Íslands eftirlit með fram- kvæmd laganna og bera útgerð og skipstjóri ábyrgð á að ákvæðum lag- anna sé fylgt. Brot getur varðað sektum. Landhelgisgæslan telur þó ekki að strandveiðisjómenn hafi brotið gegn ákvæði laganna þar sem þeir hafi samið við sjálfa sig um „mikilvæga hagsmuni“, að því er fram kemur í svari stofnunarinnar við fyrirspurn blaðamanns. Í lögunum eru fáar undanþágur og eru einu aðilarnir sem eru beint undanþegnir ferjur milli lands og eyja. Þá segir að hægt sé að víkja frá ákvæðinu og leggja frá bryggju fyrr „ef mikilvægir hags- munir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skips- hafnar“. Í svarinu er bent á að í flestum til- fellum strandveiðibáta er um að ræða einyrkja sem eru sjálfir eig- endur, útgerðarmenn og skipstjórar bátanna. […] Segja má að það séu hæg heimatökin fyrir einyrkjana að ná slíku samkomulagi við sig sjálfa.“ Semja við sjálfa sig um mikilvæga hagsmuni - Strandveiðibátar héldu snemma til veiða eftir sjómannadag Morgunblaðið/Alfons Finnsson Strandveiði Fjöldi báta hélt til veiða aðfaranótt mánudags. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fóru í dag í sína fyrstu opinberu heimsókn síðan heimsfaraldurinn skall á. Þá var þétt dagskrá er þau heimsóttu sveitarfélagið Ölf- us. Fyrsti viðkomustaður forsetahjónanna var Herdísarvík þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar og Gestur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar tóku á móti þeim hjónum. Þeir sögðu sögu víkurinnar og litu hjónin inn í hús þjóðskáldsins Einars Benediktssonar. „Þetta er fyrsta opinbera heimsókn okkar, bæði innanlands og utan, eftir að heimsfaraldurinn skall á og mikið ánægjuefni að við getum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ sagði forsetinn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Það er svo gaman að finna að það er bjart fram undan, við erum á þeirri leið að ná yfirhöndinni og senn getum við fagnað fullum sigri, ef svo fer sem horfir, ef við sýnum fulla aðgát.“ Þá fengu forsetahjónin einnig kynningu á Löxum fiskeldi og Landeldi, heim- sóttu Hjallakirkju og bæjarstjóri kynnti þeim stækkun hafnarinnar. „Þetta er náttúrlega mikill heiður fyrir okkur að taka á móti Guðna og Elizu og ánægjulegt að þau skuli velja sveitarfélagið Ölfus sem fyrsta áfangastað eftir þetta furðulega Covid-tímabil og við erum stolt af því sem við höf- um sýnt þeim,“ sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar. „Guðni og Eliza hafa sýnt í dag það sem við vissum, að þau eru hlý, elskuleg og mannleg, og nánd þeirra er uppörvandi fyrir okk- ur sem tökum á móti þeim.“ Þá sagði hann að gaman væri að heyra hversu oft forsetahjónin hefðu talað um þann slagkraft sem væri í samfélaginu í Ölfusi í dag, bjartsýni og óbilandi trú. „Ég held að sveitarfélagið Ölfus og forseti lýðveldisins séu í einlægum takti.“ rebekka@mbl.is Mikil gleði Eldri borgarar í Ölfusi buðu forsetahjónunum í kaffi og þáðu þau af bestu lyst. Forsetahjónin Nemendur færðu Elizu Reid forsetafrú blóm og líkaði henni gjöfin vel. Heiður að fá forsetahjónin í heimsókn - Forseti og forsetafrú heimsóttu sveitarfélagið Ölfus - Tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið - Forsetahjónin kynntu sér Laxa fiskeldi og Landeldi, sem og stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atvinnuvegir Forsetahjónin kynntu sér ýmsa atvinnuvegi í ferð sinni í Ölfus, meðal annars starfsemi Laxa fiskeldis og Landeldis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.