Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 ✝ Hafdís Vignir fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1930. Hún lést 27. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Kristjánsson, skó- smiður og starfs- maður Reykjavík- urborgar, f. 1984 í Ólafsvík, d. 1974, og Elín Benedikts- dóttir húsfreyja, f. 1885 á Geirs- eyri í Patreksfirði, d. 1970. Systkini hennar voru: Sveinn, f. 1921, d. 2006, Halldóra, f. 1922, d. 2014, Gunnar, f. 1924, d. 2001, Pálína, f. 1926, d. 1941, Steinvör Fjóla, f. 1928, d. 2018, Guðrún, f. 1932, Reynir, f. 1936, d. 1942. Hafdís giftist 18. nóvember 1950 Ragnari Vignir ljósmynd- ara, síðar aðstoðaryfirlögreglu- þjóni. Foreldrar hans voru Sigurhans Vignir, ljósmyndari og listmálari, f. 1894 á Hróðnýjarstöðum, Dalasýslu, d. 1975, og Anna Elísabet Vignir húsfreyja, f. 1902 í Ögri á Snæ- fellsnesi, d. 1974. Börn þeirra eru: 1) Reynir Vignir, f. 1953, kvæntur Þóru Sjöfn Guðmunds- dóttur, f. 1953. Börn þeirra: a) Elísabet Anna, gift Georges bæjarskóla, en áhugi hennar beindist snemma að hár- greiðslu. Daginn eftir 16 ára af- mæli sitt gerði hún náms- samning við Krístínu Ingimundardóttur hárgreiðslu- meistara og vann á stofu henn- ar í Kirkjuhvoli samhliða námi við Iðnskólann í Reykjavík. Hún lauk sveinsprófi 1949 og fékk síðar réttindi sem hár- greiðslumeistari og var með rekstur í Reykjavík um árabil. Hún fór í margar ferðir um Vesturland og Vestfirði og bauð upp á þjónustu áður en hár- greiðslustofur komu í hvert byggðarlag. Samhliða rekstri sínum var hún heimavinnandi húsmóðir, en þegar börnin stækkuðu starfaði hún á sauma- stofu við að sníða fatnað og síð- ar sá hún um mötuneyti Lands- banka Íslands í Austurveri. Hafdís og Ragnar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Túna- hverfinu og innréttuðu eigin íbúð í Miðtúni 76. Síðar byggðu þau raðhús í Giljalandi 4 og voru með fyrstu íbúum í nýju Fossvogshverfi árið 1968. Eftir smá útúrdúr í Grafarvogi fluttu þau aftur í Fossvoginn í ný- byggingu eldri borgara við Sléttuveg 21 árið 2007, en frá mars 2020 bjó Hafdís í nýju húsi Hrafnistu nr. 25 við sömu götu þar sem hún lést. Útför Hafdísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 8. júní 2021, klukkan 13. Guigay, synir þeirra: Jónatan og Stefán Reynir. b) Ragnar, kvæntur Sigrúnu Brynjólfs- dóttur, dætur þeirra: Brynja Dögg, Elín Sjöfn, og Anna Björk. 2) Anna Ragn- heiður, f. 1960, gift Pétri Stefánssyni, f. 1938. Dætur þeirra: a) Karitas Anna, í sam- búð með Styrmi Sigurðssyni, synir þeirra: Stormur Þór og Rökkvi Freyr. b) Hafdís Tinna, í sambúð með Bjarna Bent Ás- geirssyni, sonur þeirra er Hilm- ir Bent. 3) Hildur Elín, f. 1967, gift Einari Rúnari Guðmundssyni, f. 1967. Sonur þeirra er Einar Vignir. Dóttir Hildar frá fyrra hjónabandi með Skarphéðni Gunnarssyni er Jóhanna María, gift Stefáni Birni Karlssyni, dóttir þeirra er Arnhildur Elín. 4) Sigurhans, f. 1969, kvænt- ur Margréti Gunnlaugsdóttur, f. 1973. Börn þeirra: a) Jóna Rut. b) Tvíburarnir María og Tómas. Hafdís ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína ævi. Fjöl- skyldan bjó lengst af á Þrastar- götu 3. Hún stundaði nám í Skildinganesskóla og Austur- Eins lengi og mig rekur minni til hef ég 13. júlí ár hvert fengið að heyra söguna um hvernig ég hafði af mömmu heitasta og sól- ríkasta dag ársins 1967. „Hélt að þú ætlaðir aldrei að koma þér í heiminn,“ sagði mamma svo oft enda mikil sólbaðskona. Þegar svo ljósmóðirin spurði hvort hún ætti ekki að hringja í Ragnar og láta vita af fæðingunni sagði mamma henni að bíða aðeins því hún ætlaði að fá að eiga mig ein í smá tíma. Þannig hófst hið fal- lega samband sem ég átti við hana mömmu mína. Oft þurfti hún nú samt að taka á honum stóra sínum í uppeldinu. Setn- ingar eins og „það var eins og himinn og jörð væru að farast“ fékk ég að heyra en líka „svo varstu bara alltaf svo glöð“. Þetta var einmitt svo lýsandi fyrir mömmu að halda alltaf í það jákvæða í fari fólks. En mamma var ekki bara góð mamma og vinur sem ég á eftir að sakna um ókomin ár, hún var mjög merk kona enda sjálf alin upp af dugandi móður, Elínu ömmu, sem var ákveðin í að börn sín skyldu menntast. Mamma var 14 ára gömul ákveðin í að eftir skyldunám ætlaði hún að læra hárgreiðslu. Daginn eftir 16 ára afmælið skrifaði hún undir námssamning við Kristínu Ingimundardóttur sem rak á þeim tíma eina virt- ustu hárgreiðslustofu í Reykja- vík. Metnaður hennar í náminu var mikill því mamma tók sveinspróf árið 1949 með með- aleinkunn upp á 9,33. Síðar fékk hún meistarabréf í iðninni sem hún var alla tíð mjög stolt af. Hún ferðaðist víða um Vestfirði, þaðan sem hún var ættuð, til að klippa, leggja permanent og greiða eða eins og Inga frænka, sem þá bjó á Patró, sagði: Þá voru nú langir dagar og ekki mikið sofið.“ Enda var það þannig að þegar mamma og pabbi giftu sig og hófu búskap var mamma búin að leggja fyr- ir og kaupa öll þau heimilistæki sem í boði voru á þeim tíma. Eftir að fjölgaði í fjölskyldunni hætti mamma að starfa á hár- greiðslustofu en starfrækti alla tíð sína eigin stofu heima við og ólumst við systkinin upp við lyktina af permanentvökva og hárlakki sem var eins konar peningalykt okkar eins og síld- arbræðslulykt var víða um landið. Mamma lagði alla tíð mikið upp úr fjarhagslegu sjálfstæði sínu sem sjálfsagt var ekki mjög algengt meðal kvenna fæddra 1930 og brýndi hún það fyrir okkur dætrunum sérstak- lega. Mamma var mikill fag- urkeri, lagði mikið upp úr því að vera fallega til fara, sem átti einnig við um okkur börnin. Alltaf voru saumuð, af Dóló móðursystur, eða keypt ný og falleg föt, fyrir jólin. Hún fékk sér jafnan nýjan kjól sjálf og mjög minnisstætt er Þorláks- messukvöld fyrir nokkrum ár- um þegar hún hringdi í okkur systur og var að velta fyrir sér jólakjól og þar sem við vorum báðar uppteknar gerði hún sér lítið fyrir, pantaði leigubíl og fór og keypti jólakjól. Síðustu jól gat hún ekki gert upp á milli tveggja sem ég sýndi henni og keypti bara báða, en ekki hvað! Erfið er sú tilhugsun að eiga ekki eftir að setjast niður upp úr kvöldmat og hringja í mömmu og taka spjallið og enn sorglegri sú tilhugsun að fá ekki að heyra söguna af sólrík- asta degi ársins 1967. Hvíl í friði elsku mamma. Þín dóttir, Hildur Elín. Það var dásamlegur sumar- morgunn þegar tengdamóðir mín kær kvaddi okkur. Sólskin, hlýtt, ekki ský á himni, og hún Hafdís Vignir var kona sumars og sólar. Hún var einstaklega glæsileg, dökk á brún og brá, ávallt vel greidd og snyrt, hafði gaman af fallegum fötum, skarti og klút- um og elskaði að klæða sig upp og fara á mannamót. Hún átti auðvelt með að spjalla við fólk og hafði ánægju af því að fylgj- ast með vinum og ættingjum. Slík reynsla í mannlegum sam- skiptum kom sér líka vel í ára- tuga starfi við hárgreiðslu, því hún átti trygga viðskiptavini, sem komu til hennar í klippingu, krullur og gott spjall í leiðinni. Hafdís var dugnaðarforkur. Á yngri árum fór hún í leiðangra um Vesturland og Vestfirði, vann frá morgni til kvölds við að snyrta hár, og sagði okkur margar sögur af þessum ferð- um. En þegar börnin voru orðin fjögur tók heimilishaldið meiri tíma. Hjá tengdaforeldrum mín- um var röð og regla. Máltíðir og kaffitímar í föstum skorðum, bakað og eldað fyrir stóra fjöl- skyldu, sundferðir daglega, og þegar börnin voru vaxin úr grasi fór hún að vinna utan heimilis. Leikni með skæri hentaði vel til að sníða flíkur úr íslenskri ull, og við það starfaði hún í mörg ár. Fjölskyldan naut góðs af og gjafmildi hennar var takmarka- laus þegar hún færði okkur hlýj- ar peysur, sokka og vettlinga. Síðar réð hún sig í mötuneyti Landsbankans í Austurveri og var þar dýrmætur starfskraftur. Barnabörnum sínum var hún hlý og góð amma, hjálpsöm og lét sér annt um þeirra hag, enda minnast þau hennar með mikl- um kærleika. Langömmubörn- unum mætti sama hlýja og ástúð og fram á síðasta dag var vel- ferð afkomendanna efst í huga hennar. Þrátt fyrir heilsuleysi og sjón- skerðingu var aldrei bilbug á Hafdísi að finna. Hún tók því sem að höndum bar af ótrúlegu æðruleysi og yfirvegun og kvartaði aldrei. Hún hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum, helst á hlýrri slóðir, og ferðir þeirra Ragnars til Bandaríkj- anna voru henni eftirminnilegar. Spánn, Kanarí og Tenerife voru í uppáhaldi þar sem hún naut sumars og sólar. Hafdís fylgdist með byggingu hjúkrunarheimilisins Sléttunnar úr stofuglugganum á Sléttuvegi 21 og sagði oft að þarna ætlaði hún að fá pláss þegar þar að kæmi. Og það rættist, því hún var meðal þeirra fyrstu sem fluttu á heimilið, í upphafi covid- faraldursins. Það var gott að vita af henni í öruggum höndum en erfitt að geta ekki heimsótt hana langtímum saman. Við fór- um því gjarnan og heimsóttum hana á gluggann í herberginu hennar, sáum hana og spjöll- uðum um leið í farsíma. Við hefðum líka viljað halda upp á níræðisafmælið hennar í október á annan hátt en covid-farald- urinn leyfði. Síðast hittist öll fjölskyldan á opnunardegi ljós- myndasýningar Sigurhans, tengdaföður hennar heitins. Það var dýrmæt stund og verður í minnum höfð. En langri ævi er lokið. Hafdís var mér ávallt góð og hlý tengdamóðir og aldrei bar skugga á okkar samskipti. Börn- um mínum og barnabörnum var hún ástrík amma og langamma og fyrir það er ég þakklát. Blessuð sé minning elsku Hafdísar, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Sjöfn. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína í hinsta sinn. Ég minnist þess þegar hún tók svo hlýlega á móti mér í Gilja- landi þegar ég mætti í fjöl- skylduafmæli og hitti stórfjöl- skylduna í fyrsta skiptið. Minn verðandi eiginmaður hafði tafist í veiði en á þessum tíma var ekki hægt að senda skilaboð um slíkt. Það var því ekki laust við að hjartað í mér 19 ára tæki aukaslög þegar ég labbaði upp tröppurnar inn í stofu og mætti verðandi mági og mágkonum ásamt fjölskyldum þeirra. Ég róaðist þó fljótt því Hafdís lét mér strax líða vel og það var það sem einkenndi hana og hennar samskipti við aðra. Hún hafði einstakt lag á því að láta fólki liða vel með nærveru sinni, sýndi samferðafólki sínu athygli og lét sig velferð þess varða. Þau Ragnar heitinn nutu þess að fylgjast með barnabörnum og síðar barnabarnabörnum vaxa og dafna og sinntu ömmu- og afahlutverkinu einstaklega vel. Í mörg ár var það fastur liður hjá Hafdísi og Ragnari að mæta til okkar á þriðjudögum og taka á móti krökkunum okkar úr skóla og leikskóla. Krakkarnir eiga ljúfar minningar um þessa eftirmiðdaga þar sem þau mættu iðulega með uppáhalds- bakkelsið þeirra og dekruðu við þau. Þetta létti óneitanlega und- ir hjá okkur vinnandi foreldr- unum en oftar en ekki enduðum við á því að eiga góða stund öll saman yfir kvöldverði. Þessar minningar ylja. Hafdís hafði unun af því að ferðast og talaði hún oft um Flórídaferðirnar en þau Ragnar fóru árlega í slíkar ferðir í mörg ár þar sem þau nutu sín vel. Á samband okkar Hafdísar bar aldrei skugga og ég minnist tengdamóður minnar með þakk- læti og hlýju. Ljúf minning um einstaka tengdamóður og ömmu mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Margrét Gunnlaugsdóttir. Elsku amma Hafdís er búin að kveðja okkur og margar minningar rifjast upp. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar og afa Ragnars og vel tekið á móti okkur. Amma átti alltaf með kaffinu og passaði að leggja fallega á borð og kveikja á kerti. Hún vildi hafa fallegt í kringum sig og var sjálf alltaf fín og flott; hárið dökkt, krullað og lagt og með skæran varalit. Amma fylgdist vel með okkur fólkinu sínu og vissi hvað var í gangi hjá öllum. Hárgreiðslu- meistarinn amma tók líka alltaf eftir nýjum hárgreiðslum eða háralit – jafnvel þegar sjónin var farin að daprast. Við amma áttum útþrána sameiginlega. Amma elskaði að ferðast og leið vel í útlöndum. Samkvæmt henni hófst ferðin í Fríhöfninni og áður en ég fór til útlanda gaukaði hún oft að mér seðli og hvíslaði: „Kauptu þér eitthvað fallegt í Fríhöfninni.“ Mér er minnisstætt þegar ég bjó í Frakklandi og heimsótti hana og afa á Costa Brava yfir langa helgi. Þau tóku vel á móti mér með íslenskum flatkökum og hangikjöti og dagarnir liðu í afslöppun á ströndinni og við sundlaugina. Kvöldin voru samt best en þá sátum við úti á svöl- um við kertaljós í góða veðrinu og spjölluðum um heima og geima yfir köldum drykk. Nú er amma lögð af stað í síð- ustu ferðina sína. Ég er viss um að afi Ragnar bíður eftir henni á svölunum á áfangastað með kveikt á kerti og kaldan drykk. Hvíldu í friði elsku amma, við munum sakna þín. Elísabet Anna Vignir. „Jæja/Hæhæ Raggi minn, amma hér.“ Það var ekki endilega orða- valið heldur hvernig amma Haf- dís talaði alltaf við mig, einhver hógværð og hlýja … alltaf. Á yngri árunum voru fastir punktar í tilverunni sem tengd- ust samverustundum hjá henni og nafna heitnum hakkabuff og/ eða spagettí með hakki. Kruð- urnar voru alltaf til hjá ömmu og þær voru bestar með vel þykku lagi af smjöri. Jafnframt brá mér ekki við að heyra: „Hann afi þinn er úti í bakaríi að kaupa vínarbrauð.“ Gistinæt- urnar í Giljalandinu og síðar Breiðuvík voru svo alltaf skemmtilegar. Ég man alltaf eftir ömmu sem fínni frú; ef hún var ekki búin að setja í hárið á sér þá var það á leiðinni. Henni fannst svo gaman að bera skart enda fór það henni vel. Pelsinn góði var aldrei langt undan þegar átti að gera sér glaða stund með sínu fólki. Amma var líka þannig að hún bæði hlustaði af natni á það sem við barnabörnin sögðum henni af okkar stöðu og síðar meir af barnabarnabörnunum. Það gladdi ömmu að heyra sögur. Í mörg mörg ár var hefð hjá mér að fá að sækja ömmu og nafna og fara í áramótagleði Vignir-fjölskyldunnar og það var eins og sækja hefðarkonuna sem er lýst hér að ofan. Þessi kvöld tel ég að lifi í minningu stórfjöl- skyldunnar því ömmu fannst skemmtilegast að vera með sínu fólki á nýju ári. Það komu allir til hennar, kysstu á kinn og ósk- uðu gleðilegs nýs árs. Eftir að amma varð ekkja fannst mér ef eitthvað okkar samband verða enn hlýrra því við ræddum mikið um alnafna heitinn og það hefur gefið mér mikið, og vonandi henni auka- bros. Hin síðari ár voru heim- sóknirnar hvort sem var á sjúkrahús eða síðar Hrafnistu alltaf góðar samverustundir. Hverri heimsókn fylgdu nýjustu fréttir af ungviðinu, venju sam- kvæmt. Ég kveð elsku ömmu Hafdísi með mikilli hlýju, þakklæti og söknuði. Hvíl í friði elsku amma Haf- dís og takk fyrir allt. Ragnar Vignir. Elsku besta amma mín, það er með miklum söknuði sem ég kveð þig í hinsta sinn en einnig miklu þakklæti fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér og þær minningar sem eftir sitja. Ég hef alla tíð litið upp til þín enda ákvað ég að feta í þín fót- spor og lærði hársnyrtiiðn og seinna meistarann. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er úr Giljó þar sem við Hafdís Tinna systir vorum að leika okkur í hárgreiðsludótinu þínu og tókst mér að flækja einn krulluburstann í hárinu á henni með þeim afleiðingum að þú þurftir að klippa hann lausan. Uppáhaldsminningarnar mínar eru þegar þú komst sem módel til mín í skólann, þar ljómaðir þú öll og varst svo spennt yfir öllum nýjungunum. Þú varst ástæðan fyrir því að mér fannst gaman að setja permanent og leggja hár, þó svo að við værum ekki alveg sammála um það í hvaða röð skrefin væru tekin, auðvitað fór ég eftir þínum ráð- um enda kona með mikla reynslu. Þú varst alltaf svo stolt af fólkinu þínu og eignaðir þér allt- af bestu eiginleikana okkar og er ég sannfærð um að þú hafðir alltaf rétt fyrir þér. Viku fyrir andlát þitt var ég með Rökkva Frey hjá þér og þú ljómaðir öll við að fylgjast með honum og varst að velta fyrir þér hvað þú ættir í honum. Ég setti mynd af þér á gamla borðið frá ykkur afa og Stormur Þór bendir á hana oft á dag og segir stoltur „langamma“. Takk fyrir að vera mín fyr- irmynd elsku amma. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég verð ykkur afa ævinlega þakklát fyrir hlýjuna og kær- leikann. Minningarnar um þig munu lifa með mér alla ævi. Þín Karitas Anna. Elsku amma Hafdís var sjálf- stæð, hörkudugleg og glæsileg kona sem fór sínar eigin leiðir í lífinu. Hún hugsaði svo vel um sitt fólk og vildi allt fyrir mann gera. Amma var alltaf áhugasöm um hvað við barnabörnin vorum að bralla. Hvort sem það var skólinn, vinna eða félagslífið þá spurði amma af áhuga og var alltaf tilbúin að hlusta. Hún og afi voru stór hluti af lífi mínu og er ég svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum. Þegar maður er krakki áttar maður sig ekki jafn mikið á því hversu dýr- mætar stundirnar sem maður á með fólkinu sínu eru og í dag eru minningar um bakarísmat eftir skóla, gistingar og ömm- umat nokkuð sem ég held fast í og þykir svo vænt um. Mér finnst enn ekki raun- verulegt að þú sért farin frá okkur elsku amma en ég veit að afi Ragnar tók á móti þér opn- um örmum og að þið munuð passa vel hvort upp á annað. Jóna Rut Vignir. Hafdís Vignir HINSTA KVEÐJA Uppáhaldsfrúin mín, hefur núna kvatt. Bruður, snúða, appelsín snæddi með henni, smart. Er hún til okkar gáði, penan pels og hálsklút sá og þá hún alltaf tjáði: „Mikið ertu orðin há!“ Hennar verður sárt saknað, para saman sokka, fá majorkaperlulokka. En þó allt sé nú heldur grátt, þá mun hún Hafdís fljúga hátt Takk fyrir allt elsku amma mín, hvíl í friði. Þín María. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍS GUNNAR KRISTJÁNSSON húsasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. júní klukkan 13. Ólafur Elísson Stella Skaptadóttir Anna Björg Elísdóttir Stefán Jóhann Björnsson Atli Þór Elísson Hlynur Elísson Addý Ólafsdóttir Trausti Elísson Sif Þórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.