Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 20

Morgunblaðið - 08.06.2021, Page 20
✝ Trausti Thor- berg Óskarsson fæddist 19. nóv- ember 1927. Hann lést 27. maí 2021. Foreldrar hans voru Óskar Thor- berg Jónsson, f. 5.7. 1900, d. 4.4. 1957, og Edith Thorberg Jónsson, f. 18.5. 1901, d. 25.4. 1987, fædd á Borgundarhólmi í Danmörku. Systkini Trausta voru Georg Thorberg, f. 25.5. 1924, d. 29.5. 1947, og Elna Thorberg, f. 27.7. 1935, d. 7.10. 2008. Trausti kvæntist hinn 5. febrúar 1949 Dóru Sigfús- dóttur, f. 31.12. 1927, d. 19.5. 2007, húsmóður og hann- yrðakonu. Börn þeirra: 1) Elsa Thorberg, f. 1950, maki Stefán Gunnarsson, f. 1951. Börn þeirra: a) Elna Ósk, f. 1978, maki Fannar Freyr Sigurðsson, f. 1978. Börn þeirra: Dóra Sig- rún, Stefán Valur og Elsa Björg. Fyrir á Fannar soninn Sigurð Magna. b) Sigrún Elsa, f. 1981, maki Guðmundur Ragnarsson, f. 1979. Börn þeirra: Sólveig Elsa og Stefán Breki. c) Stefán Már, f. 1985. Unnusta Ólöf Elín Gunnlaugs- Trausti fæddist á Bröttugötu 3 í Grjótaþorpi en ólst upp á Bræðraborgarstíg 16, gekk í Miðbæjarskólann við Tjörnina og síðar Iðnskólann þar sem hann nam rakaraiðn. Byrjaði sem lærlingur á rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu en stofnaði eigin rakarastofu árið 1957 ásamt Herði Þórarinssyni á Vesturgötu 48. Meðfram rak- araiðninni spilaði Trausti á gít- ar og spilaði mikið m.a á Mjólk- urstöðinni og síðar á Borginni. Var hann einn af stofn- meðlimum KK-sextettsins sem byrjaði að spila 1947. Á kom- andi árum spilaði Trausti með allflestum tónlistarmönnum sem voru að spila á þessum tíma, m.a. í danshljómsveit á Keflavíkurflugvelli. Sem ungur maður fékk Trausti mikinn áhuga á ljósmyndun og árið 1963 stofnuðu Dóra og Trausti ljósmyndavöruverslunina Fótó- húsið, sem í byrjun var í Garða- stræti en var lengst af í Banka- strætinu. Ráku þau verslunina í rúm 20 ár. Að því liðnu nam Trausti hjá Eyþóri Þorlákssyni á gítar og lauk 8. stigi 1985. Eftir það starfaði hann sem tón- listarkennari bæði í Tónlistar- skóla Mosfellsbæjar og Hafn- arfjarðar. Trausti hafði mikinn áhuga á bókum og nam bók- band. Eftir Trausta liggur safn tónlistarbóka og nótna, ásamt stóru bókasafni. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 8. júní 2021, klukkan 13. dóttir, f. 1978. Son- ur þeirra er Breki. 2) Edith Thorberg, f. 1953, d. 2014. Fyrri eiginmaður hennar var Þor- steinn Þor- steinsson. Þau skildu. Dóttir þeirra var Dóra Thorberg, f. 1974, d. 1991. Seinni eig- inmaður Sigurður Brynjólfsson. Þau skildu. Börn þeirra: a) Sesselja Thorberg, f. 1978. Barnsfaðir Aðalsteinn Jörundsson. Sonur þeirra er Ísak Thorberg. Maki Magnús Sævar Magnússon, f. 1976. Son- ur þeirra er Matthías Thor- berg. Fyrir á Magnús dótturina Láru Theodóru. b) Trausti Thorberg, f. 1980. Maki Kistín Erla Þráinsdóttir, f. 1980. Dótt- ir þeirra er Thelma María. 3) Óskar Thorberg, f. 1958, maki Berglind Steindórsdóttir, f. 1957. Dætur þeirra: a) Þyrí Thorberg, f. 1979, maki Krist- inn Þór Ellertsson, f. 1973. Börn þeirra: Berglind Ósk, Helga Björk og Ellert Þór. b) Helga, f. 1983, maki Gunnar Valur Gunnarsson, f. 1982. Synir þeirra: Gunnar Bergur og Óskar Atli. Afi Trausti var einstakur maður og ég er þakklát fyrir að hafa fengið svona mikinn tíma með honum. Ég var tíður gestur hjá ömmu og afa, oftar en ekki var amma úti á svölum að prjóna. Afi sat þar og las fyrir ömmu blöðin, bækur eða spilaði á gít- arinn sinn. Þar var spjallað um stund, svo fór afi inn í vinnu- herbergið sitt, kveikti sér í pípu og byrjaði að spila á gítar. Eftir sat ég með ömmu að spjalla eða jafnvel prjóna. En eftir að elsku amma Dóra féll frá hélt ég heimsóknunum auðvitað áfram og þá byrjaði ég að kynnast afa fyrir alvöru. Hann var mikill húmoristi og sagði skemmtilega frá. Átti fullt af sögum enda hefur hann átt viðburðaríka ævi. Afi ólst upp á heimili kondi- torí-meistara á Bræðraborgar- stíg og var vanur að sjá sitt fólk vinna mikið. Enda var afi dug- legur og vann mikið alla tíð. Hann vildi ekki verða bakari líkt og faðir hans og svindlaði sér inn ári á undan í skóla og lærði til rakara. Afi klippti á daginn, fór heim til ömmu í mat og lúr, svo var arkað af stað að spila á balli um kvöldið. Afi spil- aði á rytmagítar með KK-sext- ett og fleiri hljómsveitum þess tíma. Svo fór að hann langaði á fullorðinsárum að læra að spila á klassískan gítar, og í fram- haldinu gerðist hann gítarkenn- ari líka. Hann lærði einnig bók- band og var ljósmyndari og átti og rak ljósmyndabúðina Fótó- húsið í Bankastrætinu. Fyrir þessar sakir dáði ég afa, hann lét ekkert stoppa sig í að fylgja eftir áhugamálunum sínum og ná að samtvinna það sinni vinnu. Afi var algjör fyrirmynd í mörgu. Hann var skipulagður, reglusamur og hugsaði vel um hvað hann borðaði. Hann gekk mikið og var heilsuhraustur. Það var mikill klassi yfir honum afa mínum. Hann var alltaf vel tilhafður, vel klipptur, rakaður og með rakspíra. Alltaf mun lyktin af Old Spice minna mig á afa Trausta. Hann afi átti sinn einkennisklæðnað sem var blá stuttermaskyrta við ljósar kakí- buxur. Ef það var kalt var dökkblá v-hálsmálspeysa yfir. Ég man ekki eftir honum öðru- vísi. „Ef ég væri ekki til … að þá væruð þið ekki til“ eins og hann sagði oft við okkur í gríni. Afi fylgdist vel með okkur fjöl- skyldunni, hvernig gengi hjá okkur Kidda, hvernig vinnan gengi, hvernig krakkarnir hefðu það og hann vildi vita hvað þau væru að læra nýtt í líf- inu. Börnin okkar elskuðu að hlaupa til langafa, spjalla og ræða um hvað skipti þau máli. Svo var alltaf gott að fá jóla- köku og mjólkurglas við eldhús- borðið og spjalla saman um allt milli himins og jarðar. Elsku afi, hvíl í friði, við elsk- um þig og eigum eftir að sakna þín. Þyrí, Kristinn, Berglind Ósk, Helga Björk og Ellert Þór. Afi Trausti var alveg stór- skemmtileg týpa og engum lík- ur. Hann var hlýr og góður, húmoristi, fróðleiksfús og ein- staklega frásagnarglaður. Hann gat talað lengi þegar hann átti sviðið, enda frá mörgu að segja. Afi var smekkmaður mikill, allt- af vel tilhafður og vissi hvað hann vildi. Þegar fjölskyldu- meðlimir voru að þvælast um heiminn fylgdu gjarnan með beiðnir frá afa um sendiferð í ákveðna búð til að kaupa pör af bestu inniskónum eða ákveðinni skyrtu. Alveg eins og hann klæddist alltaf samskonar fatn- aði þá var regla á flestu og nægjusemin í fyrirrúmi, sami morgunmatur um helgar sem hann hlakkaði alltaf til að fá; fullkomið magn af neskaffi í bollann, skyr og grautur og rétt magn af marmelaði á brauð – bara rétt aftan á teskeið. Ég hugsa alltaf til hans þegar ein- hver fær sér ótæpilega af marmelaði eða sultu. Við nutum þess að vera með ömmu og afa á jólunum á árum áður, og síð- ustu árin kom hann einn til okk- ar og jólin voru alltaf hátíðlegri þegar hann var hjá okkur. Allt- af skyldi lesa af gjafamiðum upphátt, hátt og skýrt, og fara yfir hvaða frænka eða vinur væri að gefa. Þegar gjöfin kom í ljós var gott að láta hana ganga og gefa öllum færi á að skoða, áður en farið var í þá næstu. Maðurinn minn skildi ekki á okkar fyrstu árum hvernig við gátum verið að opna gjafir fram yfir miðnætti, en áttaði sig fljótt á því eftir að hann kynnt- ist jólum með afa. Hugðarefnin voru æði mörg og honum leiddist aldrei. Hann sagði við mig um áttrætt að það væru hreinlega ekki nógu margar klukkustundir í sólar- hringnum til að komast yfir allt það sem hann vildi sinna. Hann las mikið alla tíð og eftir að amma Dóra féll frá fylltist borð- stofuborðið af alls kyns bókum, nótum, úrklippum og öðru efni sem hann var að lesa. Orrustur í heimsstyrjöldum frá öllum sjónarhólum og hvaðeina. Bók- bandið átti líka hug hans en alltaf var tónlistin stór hluti af lífi hans. Minningin af honum sitjandi við skrifborðið með píp- una og gítarinn í hendi hripandi á nótnablöð lifir með okkur. Móttökurnar voru alltaf góð- ar þegar við komum og nærvera hans hlý. Hann fylgdist vel með lífi og starfi fjölskyldumeðlima og hafði einskæran áhuga á langafabörnunum. Stúderaði hvert og eitt þeirra og var svo naskur að sjá styrkleika þeirra og spáði bjartri framtíð fyrir þau öll. Alltaf smá grín, mjólk og jólakaka og allfast klapp á bakið. Samband okkar var alltaf gott en varð nánara eftir að elsku amma Dóra lést. Þá komu sögurnar hver af annarri og ég er þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með honum. Ævi hans var löng og viðburðarík og hann var alla tíð vinnusamur. Hann sagðist samt hafa gaman af því á vetrardögum að fylgjast með fólki skafa bíla og moka til að koma sér til vinnu og hugsa með sér „búinn með’idda!“ og fá sér svo kaffibolla í hlýjunni. Við munum sakna þess sárt að sjá hann við skrifborðið, finna pípulyktina, fá klapp á bakið og spjalla á svölunum í Lækjarsmáranum. Og eins og hann sagði svo oft: ef hann hefði ekki verið til þá værum við ekki til! „På gensyn,“ elsku afi. Helga, Gunnar Valur og strákarnir. Takk fyrir að koma og kveðja mig sagðir þú við mig elsku afi Trausti, tilbúinn að hefja ferð- lagið yfir. Elsku afi minn, takk fyrir að ég gat kvatt þig, það var mjög mikilvægt fyrir mig að geta það og fyrir mér eru þessir seinustu dagar og allar stund- irnar í gegnum lífið mjög dýr- mætar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Ég lofa að ég fer með myndirnar, læt gera þrjú stykki, glossy, svarthvítt í 13x18 eins og þú treystir mér fyrir, láttu mig svo vita hvað þú vilt að ég geri við þær. Ég mun aldrei gleyma stundunum með þér, öllum sög- unum þínum, þvílíkur upplýs- ingabanki, hafsjór af fróðleik og minningum. Ég er svo þakklát fyrir að Fannar minn og börnin okkar fengu að kynnast þér og við munum halda minningum um þig á lífi um ókomin ár. Þeg- ar ég kom og kvaddi þig þá lagði ég hendur mínar á þínar, þær voru svo fallegar, mjúkar, æðaberar og stórar. Alvöru- vinnulúkur sem eru búnar að standa vaktina með þér öll þessi ár, klippa og raka óteljandi marga, spila á gítar á dansleikj- um, tónleikum, í Stigahlíðinni, á Sólvallagötunni, í Lækjasmár- anum, erlendis og á miklu fleiri stöðum. Þær eru búnar að skrifa ótal nótur, bréf, teikna öll fallegu kortin með fánanum, smella af óteljandi ljósmyndum og halda utan um okkur fólkið þitt. Elsku afi, þú varst gull- moli, ég veit að þú ert kominn á góðan stað núna með ömmu Dóru og öllum hinum, sáttur og þakklátur fyrir lífið þitt, öll 93 árin þín hér á jörðinni. Lýsi, egg, ristað brauð með sterkum osti eða Búra, smá marmelaði bara öðrum megin á skeiðinni og dreifa vel úr því, jólakaka og kaffibolli er greinilega súper- fæða miðað við hraustleika þinn. Eins og þú sagðir svo oft: Vissuð þið að án mín væruð þið ekki til! Elsku afi Trausti: „På gensyn.“ Þín Elna Ósk. Langri og farsælli lífsgöngu Trausta Thorberg er lokið. Kynni okkar Trausta hófust fyrir um hálfri öld, þegar hann stofnaði ljósmyndavöruversl- unina Fótóhúsið ásamt eigin- konu sinni, Dóru Sigfúsdóttur, en þau innleiddu miklar breyt- ingar á sölu ljósmyndavara hér á landi. Trausti varð fyrsti ljós- myndavörukaupmaður landsins sem bauð vandaðar myndavélar til sölu „yfir búðarborðið“. Áður hafði slík vara komið til Íslands eftir „krókaleiðum“, þar sem tollar og önnur aðflutningsgjöld voru ekki í hávegum höfð. Trausti í Fótóhúsinu var ein- stakur séntilmaður, sem veitti viðskiptavinum sínum ávallt frábæra þjónustu og kennslu á nýja tækni í ljósmyndun. Í sam- starfi okkar var mottóið „að auðvelda fleirum að taka betri myndir, fyrir minni pening“. Mitt hlutverk var að aðstoða við val og útvegun á nýjum tækni- búnaði til myndatöku. Trausti var vinmargur og því oft fjölmennt á litlu kaffistof- unni baka til í Fótóhúsinu. Þar höfðum við, margir dellukallar, góðan stað til að spá og spjalla um okkar áhugamál. Fjölskylda Trausta var mjög samhent og bæði Dóra og Elsa, dóttir þeirra, unnu hörðum höndum við rekstur fyrirtækis- ins. Fljótlega var okkur Trausta boðið í heimsókn til ljósmynda- vöruframleiðenda í Japan og varð sú ferð árangursrík og skemmtileg. Meðan á heim- sókninni stóð voru kirsuberja- trén í fullum blóma og einn dag- part týndi ég Trausta við myndatökur af dýrðinni. Ég óttaðist að eitthvað hefði komið fyrir hann, en þegar ég fann kappann í kirsuberjagarðinum takandi nærmyndir af fegurð- inni hafði ég orð á því að ég hefði verið orðinn stressaður. Sallarólegur svaraði hann að stressið í mér væri mun hættu- legra en friðurinn hjá kirsu- berjatrjánum. Ánægjulegt samstarf okkar hélt áfram þar til hann hætti Trausti Thorberg Óskarsson 20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021 með stórt heimili. Á sólardögum var oft farið með straujárnið, saumavélina eða vöfflujárnið suður undir vegg og heimilis- störfin unnin úti við. Alvanalegt var að Svana settist við píanóið og spilaði „Fjárlögin“, allir sungu með og þegar foreldrar mínir komu í heimsókn um helgar sungu Sæmi og pabbi tvísöng við undirleik hennar, ógleymanlegt þeim sem á hlýddu. Svana hafði einstakt lag á að umgangast fólk sem jafningja og láta það finna til sín, sér- staklega átti hún gott með og fannst gaman að tala við yngra fólkið, hún var mjög listhneigð og sótti sýningar og tónleika al- veg til hins síðasta. Hún var eldhress í anda til hinsta dags, fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Við vorum alltaf miklar vin- konur, hittumst reglulega, töl- uðum oft saman í síma, einmitt kvöldið fyrir andlát hennar átt- um við okkar síðasta símtal, þá lá mjög vel á henni sem endra- nær og var hlegið og skríkt. Þau verða ekki fleiri símtölin, ekki fleiri heimsóknirnar. Ég á eftir að sakna þeirra. Blessuð sé minning Svönu minnar. Katrín Finnbogadóttir. Svanfríður Ingvarsdóttir, eða amma Svana eins og hún var iðulega kölluð á mínu heimili, ku hafa sagt nýverið að hún þyrfti helst að komast í gleðskap einu sinni í viku, það héldi henni gangandi. Það má því með sanni segja að síðustu vikurnar í lífi hennar hafi verið einkar gleði- legar því þá fagnaði hún fertugs- afmæli elsta barnabarns síns og eiginmanns míns, Sæmundar Ara, og afmælum yngstu dóttur sinnar, Soffíu, og Erlendar sonar hennar. Þar var hún umvafin nánustu fjölskyldu og vinum og hrókur alls fagnaðar eins og svo oft áður. Svanfríður var sannkölluð ættmóðir og rótfesta í lífi fjöl- skyldunnar, glæsileg kona með bros á vör og blik í auga. Það var alltaf gaman með Svönu, hún var síung, forvitin og áhugasöm um lífið. Aldrei upp- lifði maður Svönu sem gamal- menni; hún var einfaldlega hress týpa fram á síðustu stundu. Eftirminnilegar stundir með ömmu Svönu voru hádegishléin sem ég varði með henni þegar ég kenndi um hríð við Skóla- hljómsveit Árbæjar og Breið- holts. Þá kom ég gjarnan við hjá henni og hún reiddi fram hádegishlaðborð án þess að hafa nokkuð fyrir því að því er virtist, þá komin hátt á níræð- isaldur. Oftar en ekki birtust gleðigjafarnir dætur hennar í þessum heimsóknum eða aðrir góðir gestir því fólk laðaðist að henni. Svana opnaði heimili sitt fyrir fjölskyldu minni í Íslandsferð- um okkar þegar við vorum bú- sett í Kaliforníu. Þar með vor- um við komin í hóp nánast allra fjölskyldumeðlima sem hafa bú- ið í Urðarstekk 12 til lengri eða skemmri tíma. Þar rak hún einnig gistiheimili til fjölda ára og tengdist þannig umheimin- um. Margir hverjir komu ár eft- ir ár til hennar og mynduðu sterk vinatengsl við Svönu. Stórfjölskyldan var minnt á það með veglegu konfektkössunum sem bárust henni frá ýmsum heimshornum fyrir hver einustu jól. Maður gat líka átt von á að rekast á heimsfrægar popp- stjörnur hjá Svönu en Gisti- heimili Svanfríðar átti í nánu samstarfi við Gróðurhúsið, hljóðver Valgeirs Sigurðssonar í Breiðholti. Ein þeirra, Will Old- ham eða hann Will vinur minn eins og Svana kallaði hann, sagði frá því í viðtali við Grape- vine að stórkostleg eldri kona að nafni Svana hefði hjálpað sér að aðlagast samfélaginu með því að bjóða upp á gistingu með morgunmat á notalegu heimili sínu og þannig hefði Íslands- dvölin orðið töfrum líkust. Svana kunni nefnilega að draga fram töfrana í lífinu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Svanfríði. Hún er sterk fyrirmynd sem lifir áfram í hjörtum okkar. Berglind María Tómasdóttir. Minningarnar ryðjast fram, Svana brosandi, Svana syngj- andi. Og svo er það Bjallinn, nafli heimsins, þar áttu systkinin frá Látalæti samastað hjá elstu syst- urinni eftir að faðir þeirra lést árið 1912 og fjölskyldunni var tvístrað. Allar götur síðan hefur 3., 4. og 5. ættliður Látalætis- fólks, jafnvel 6. liður, numið tengslin, enda Bjallasystkinin ættrækin og glaðsinna. Systurn- ar önnuðust uppeldi fjölda systk- inabarna, Lokastígsbræðurnir Hrafn og Jakob voru þar á með- al. Fyrstu minningar okkar eldri systkinanna um Svönu frænku eru frá því að hún sótti Kvenna- skólann í Reykjavík og kom í hádegismat til foreldra okkar á Lokastíg. Svönustóll, kollur af Lokastígnum, er enn í notkun. Og það var spilað og sungið. Svo var ekki lengur Svana heldur Svana og Sæmi, það var riðið út í bjarta vornóttina og sungið. Þau buðu litlu Loka- stígssystkinunum, Jóni Ár- manni og Valgerði, með sér í sveitina og þar var meira að segja gist. Ævintýri sem aldrei gleymist. Katrín sá dagsins ljós, barn- eignarfrí voru ekki löng, hlaupið var undir með pössun svo Svana gæti snúið aftur til vinnu á Rannsóknastofu Landspítalans þar sem hún var dáð. Síðan bættust Þóra Fríða og Signý í hópinn og Svana og Sæmi flutt- ust að Kornbrekkum. Jón Ár- mann bróðir okkar dvaldist hjá þeim, vistmennirnir á Akurhóli urðu allir vinir hans. Svana bakaði heimsins bestu tertur, tertur með glassúr og sítrónuflusi. Það var á við dvöl á húsmæðraskóla að fylgjast með. „Nú ætla ég að spara,“ sagði Svana, „ég ætla að hætta að baka tertur.“ Foreldrar okkar hlupu í skarðið eitt sinn þegar Svana og Sæmi fóru barnlaus í utanlandsferð, þvílík upplifun, jafnaðist á við sólarlandaferð fyrir okkur. Fjölskyldan flutti suður og Soffía bættist í hópinn. Hist var á jólum, í afmælum eða af engu tilefni og það var sungið. Eitt gleymist aldrei. Vorið 1969 kom eitt okkar systkina heim eftir sex ára dvöl erlendis. Það var alltaf rok, rigning, einmanalegt og kalt. Svana og Sæmundur tóku viðkomandi með sér í út- reiðartúr eina vornóttina, þarf ekki að taka fram að hún var ekki hestamanneskja. Riðnar voru leirurnar frá Hvalfirði til Kollafjarðar. Nóttin var björt, veðrið stillt, allt var hljótt nema hófaslögin. Þetta var fegursta nótt sem hún hafði lifað, hún var komin heim. Við Lokastígssystkinin kveðj- um Svönu frænku okkar með þakklæti fyrir allan sönginn og gleðina og vottum dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hrafn, Guðrún og Valgerður Hallgrímsbörn. Svanfríður Guðrún Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.