Morgunblaðið - 08.06.2021, Qupperneq 21
HINSTA KVEÐJA
Afi var besti rakari á
landinu, klippti mig seinast
þegar hann var 88 ára.
Hann var góður maður og
hafði ekkert til að sjá eftir í
lífinu. Góðar minningar að
koma og fá einn súkku-
laðimola og hlusta á sög-
urnar þínar. Elska þig
elsku afi langi minn. Kyss,
Stefán Valur
Ég ætla að gera minn-
ingarbók um þig. Afi langi
ég elska þig og sakna þín.
Kveðja
Elsa Björg.
Elsku besti afi Trausti.
Ég elska þig svo mikið!
Ég elskaði að sitja og
hlusta á allar gömlu sög-
urnar þínar og ég er svo
glöð að þú hafir átt svona
gott líf, ég hefði aldrei get-
að óskað mér betri langafa.
Mér þykir svo óendanlega
vænt um þig og þú munt
alltaf eiga þitt pláss í hjart-
anu mínu. Þú ert frábær
fyrirmynd fyrir mig og alla,
ég er svo glöð að ég hafi náð
að koma að kveðja þig, ég
sakna þín svo mikið og er
glöð að ég hafi fengið að
hafa þig í lífi mínu. Stórt
knús
Dóra Sigrún.
rekstri á Fótóhúsinu og sneri
sér að hinu stóra áhugamáli
sínu, klassískum gítarleik.
Ég kveð Trausta Thorberg
með þakklæti fyrir frábært
samstarf og fallega vináttu í
gegnum tíðina.
Börnum hans, þeim Elsu og
Óskari, og fjölskyldum þeirra
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Gísli Gestsson.
Mér er ljúft og skylt að minn-
ast og kveðja Trausta Thorberg
Óskarsson. Hann fylgdi mér og
fjölskyldu minni frá því ég man
eftir mér. Ungur fór ég oft með
foreldrum mínum í heimsókn á
einstaklega fallegt heimili
Trausta og Dóru. Hún og
mamma voru miklar vinkonur.
Þær spjölluðu í eldhúsinu með-
an ég og pabbi fórum inn til
Trausta, gítarar teknir upp,
spilað og æft. Þessar heimsókn-
ir voru mjög gefandi og
skemmtilegar. Trausti var hátt-
vísari en almennt gerist og mik-
ill heimsborgari. Dóra var
elskuleg og ljóðelsk hannyrða-
kona. Þessi yndislegu hjón
reyndust mér og pabba einstak-
lega vel þegar mamma fórst í
flugslysi 1978.
Trausti var mikill fagurkeri
og ástríðufullur safnari. Hann
átti fjölda af gítarnótum og gít-
artímaritum. Hann safnaði tón-
bókmenntum, efnisskrám og úr-
klippum; öllu sem tengdist
klassískum gítar, af mikilli alúð
og fagmennsku. Tónlistarsafn
Íslands hefur sýnt þessu efni
athygli og viðtal við Trausta
hljóðritað. Unnið verður í því að
koma efninu til varðveislu.
Eyþór Þorláksson faðir minn
og Trausti voru ekki nema mál-
kunnugir um miðja síðustu öld,
þótt báðir lékju á rafgítara
fyrstir manna á Íslandi. Árið
1946 heyrði Trausti sænskan
gítarleikara spila á klassískan
gítar á tónleikum í Tjarnarbíói.
Þarna opnaðist Trausta heimur
klassíska gítarsins og hann
ákvað að gera þetta göfuga
hljóðfæri að sínu. En talsverð
bið varð á að hann ætti kost á
kennslu í þeim gæðaflokki sem
hann krafðist. Hann starfaði
sem hárskeri en á kvöldin var
hann á kafi í tónlist, lék þá á
rafgítar. Pabbi var við gítarnám
í Englandi og Spáni. Trausti
leitaði til hans að kenna sér og
var það upphaf samvinnu og
göfugrar vináttu sem varaði til
æviloka.
Pabbi spilaði mikið með námi
hér heima og á Spáni. Hann og
Trausti héldu alltaf sambandi
og var Trausti auk þess í dans-
hljómsveit pabba í nokkur ár.
Pabbi fylgdist vel með nýjung-
um, og 1960 kom hann heim
með þýskan rafbassa. Trausti
lék á hann í bandinu og var
þetta fyrsti rafbassinn í ís-
lenskri djass- og danstónlist.
Trausti var áhugasamur
nemandi og hafði tekið ástfóstri
við klassíska gítarinn. Kennslan
var öðru fremur samstarf og
vinátta og Trausti stöðugt að
bæta sig. Hann sagði mér síðar
að samhliða kennslu hefði pabbi
ákaft stutt sig og hvatt. Það
hefði leitt til þess að hann sett-
ist á skólabekk og lauk tónlist-
arskólaprófi frá Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar með pabba sem
aðalkennara. Hann fékkst heil-
mikið við kennslu undir lok
starfsaldurs og gaf út bókina 33
íslensk sönglög, vandaða útgáfu
á þekktum íslenskum sönglög-
um sem hann útsetti fyrir klass-
ískan gítar.
Trausti og Dóra komu nokkr-
um sinnum til Costa Brava, þar
sem við feðgar dvöldum á sumr-
in. Pabbi naut þess að sýna
þeim allt sem svæðið hafði upp
á að bjóða og var ég iðulega
með í ferðum um ströndina og
til Barcelona. Sérstaklega
minnist ég bílferðar frá Spáni
til Danmerkur þar sem okkur
var fagnað á heimili Elnu syst-
ur Trausta.
Ég þakka Trausta Thorberg
vináttu hans og góðvild og votta
aðstandendum hans samúð
mína og fjölskyldu minnar.
Sveinn Eyþórsson.
Öðrum þræði er það dulítið
hæpið að nefna Trausta Thor-
berg í íslensku samhengi, enda
var hann í eðli sínu evrópskur
hefðarmaður, ættaður frá Borg-
undarhólmi í móðurlegg. Við
ræddum aldrei um stjórnmál.
Þankar hans á því sviði eru mér
því lokuð bók. En í lifnaði var
hann íhaldsmaður af bestu
gerð. Hann reykti pípu eftir
ákveðnu ritúali, sem ekkert
fékk raskað. Já, og hann var
Vesturbæingur í þeirri merk-
ingu, sem flestum er hulin nú til
dags. Það breyttist ekki, þótt
hann byggi í Kópavogi í lok
sinnar fáguðu lífsgöngu.
Trausti fór ekki varhluta af
sorginni á sinni vegleið, en hann
bar hana af þeirri reisn er eðli
hans bauð. Og sveið þó undan.
Um miðjan síðasta áratug lið-
innar aldar, þegar Trausti hafði
fyrir löngu horfið frá rakaraiðn-
inni til annarra starfa, brá svo
við að hann féllst á að leysa af
hólmi Pétur rakara á Skóla-
vörðustíg, sem sökum heilsu-
brests þurfti að hverfa frá rak-
arastólnum. Þá átti ég leið um
þessa ágætu rakarastofu. Ég
settist í stólinn hjá rakara, sem
ég þekkti ekki. Það var Trausti.
Ekki hafði hann lengi farið
fingrum um hár mitt þegar
hann lét þess getið að ég væri
sonur hans Lalla Bjarna. Ég
hváði við og spurði hvernig
hann vissi það. Jú, það var
vegna þess að hann þekkti þetta
þykka og stríða hár. Faðir minn
lést árið 1974, en þá hafði
Trausti ekki starfað sem rakari
í rúman áratug. Ef þetta er ekki
næmi, þá veit ég ekki hvað
næmi er.
Trausti var ástríðufullur
bókamaður. Meðal annars sank-
aði hann að sér nótnabókum,
enda tónlistarmaður af Guðs
náð. Má í því sambandi nefna að
hann spilaði m.a. með fyrsta
KK-sextettinum, auk þess sem
hann fékkst lengi við gítar-
kennslu. Er þá fátt eitt nefnt af
tónlistarstörfum hans.
Nú er það svo með nótna-
bækur, að þær eru gjarnan
prentaðar á slakan pappír, auk
þess sem þær slitna mjög þegar
þeim er flett við notkun. Trausti
þurfti því oft að verða sér úti
um fjölda eintaka af sömu
nótnabókinni, til þess að geta
steypt síðum saman í heilsteypt
verk. Þegar líða tók á ævikvöld-
ið vildi hann koma þessu ein-
staka safni sínu á einn stað og
var Þjóðarbókhlaðan honum
efst í huga, sem vert var. Það
féll í minn hlut að leita hófanna
þar á bæ. Því miður reyndust
staðarmenn ekki hafa næmari
skilning á sínu hlutverki en svo,
að þeir vildu aðeins taka á móti
því efni, sem ekki var fyrir á
safninu. Hvers metum við sum-
ar, án fuglasöngs og blárra
heiðarvatna í órofa heild?
Og nú er hann horfinn, minn
aldraði vinur, á vit þeirra er
hurfu honum of snemma af
braut. Fjölskyldu hans vottum
við fjölskyldan okkur innileg-
ustu samúð.
Þess skal að lokum getið, að
29. desember 1996 birtist í
Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins viðtal sem ég tók við
Trausta.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Í dag kveð ég samferðamann
minn Trausta Thorberg Ósk-
arsson hárskerameistara, sem
giftur var Dóru Sigfúsdóttur
móðursystur minni. Starfs-
tengdur félagi, vinur og
tryggðatröll um alla tíð, svo
vitna má allt til uppruna míns
og ævi í sjötíu ár. Um stórt svið
er að fara, skyldi allt til talið er
Trausti hefur fengist við: Send-
ill, sundkappi, sjóari, sigldur,
bakstur, rakstur, hárskurður,
hljómlist af ýmsum toga, skrif-
uð, kennd og leikin, ljósmynd-
un, bókband, lestur, grúsk og
söfnun margs lags fróðleiks
með varðveislugildi. Fyrri og
seinni ára samverustundir með
Trausta leiddu til áhugaverðs
fróðleiks um hugðarefnin, og
ríflega það.
Kvöldstundir okkar með
„náttmatnum“, jólaköku og létt-
mjólk í hóflegu magni, kyntu
undir einkennilega hvetjandi
frásagnarvilja til umræðu og
upprifjunar lífsferils Trausta og
dagfarslegra atburða. Sagt hef-
ur verið og nærri má geta að
með nánd sinni komist fáar
starfsstéttir nær persónuein-
kennum einstaklingsins en hár-
skerinn. Hvað sem því líður þá
átti það við um Trausta. Vin-
margur og víðlesinn með þekk-
ingu á þverskurði lífs og sögu
þjóðar og þjóða og margvíslegr-
ar menningar, ætíð reiðubúinn
að ræða og fræða. Þekktur mið-
borgari hinnar gömlu Reykja-
víkur, og sagan þar um var skýr
allt til hins síðasta, athyglisverð
og mörgum til eftirbreytni að
fræðast um: Hver byggði hvað,
hver bjó þar, hvernig var hand-
verkið eða skreytingin á þak-
skegginu? Hönnuður fram í
fingurgóma við hvert handtak.
Allt þekkti Trausti.
Við leiðarlok. Takk minn
kæri fyrir samfylgd, tryggð og
umhyggju við fjölskyldur okkar
allra afkomenda Sigrúnar Berg-
ljótar Þórarinsdóttur og Sigfús-
ar Elíassonar.
Aðstandendum er vottuð
samúð.
Þorberg Ólafsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Elskuleg móðir mín,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Birkigrund 63, Kópavogi,
sem lést 11. desember sl., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
10. júní klukkan 15.
Öll velkomin, streymt er frá athöfninni á
https://hljodx.is/index.php/streymi
Björn Friðgeir Björnsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
KARLOTTA BIRGITTA
AÐALSTEINSDÓTTIR,
löggiltur endurskoðandi,
lést þriðjudaginn 1. júní.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 10. júní
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Lárus Pétur Ragnarsson
Ragnar Jóhann Lárusson Ann Sofie Egholm
Sigurbjörn Birkir Lárusson Brynhildur Magnúsdóttir
Jón Bjartmar Lárusson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR FRIÐRIKKA JÓNSDÓTTIR,
sem lést 27. maí, verður jarðsungin frá
Neskirkju miðvikudaginn 9. júní klukkan 13.
Slóð á streymi er:
https://www.skjaskot.is/sigridur.
Rebekka G. Gundhus Anders Gundhus
Anna Ólafía Guðnadóttir Viðar Böðvarsson
Arnfríður Lára Guðnadóttir Sveinbjörn Lárusson
Kristín Guðnadóttir Einar Vignir Sigurðsson
Jóna Björk Guðnadóttir Jón Marinó Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SAMÚELSSON,
Sólheimum 23,
lést laugardaginn 29. maí á hjartadeild
Landspítalans. Útför hans fer fram frá
Áskirkju fimmtudaginn 10. júní klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Landsbjörg.
Edda Ögmundsdóttir
Kristján Sigurðsson
Sigurður Sigurðsson Guðrún Lilja Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og ómetanlegan stuðning
vegna andláts og útfarar ástkærs sonar
okkar og bróður,
PATREKS JÓHANNS
KJARTANSSONAR EBERL
Veronika Eberl Kjartan Þór Kristgeirsson
Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Eberl
Þormar Fálki Kjartansson Eberl
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN FJELDSTED
öryggisstjóri,
Lundi 21, Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi 3. júní, útför auglýst síðar.
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Ásta Björk Sveinsdóttir Jón Júlíus Elíasson
Kristján Þór Sveinsson Hulda I. Magnúsdóttir
Guðmundur Sveinsson Hulda Sævarsdóttir
afa- og langafabörn
Ástkær eiginkona og besti vinur minn,
móðir, tengdamóðir og amma,
EYGLÓ ÓSKARSDÓTTIR,
Sóleyjagötu 10,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
laugardaginn 5. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
19. júní klukkan 14.
Svavar Steingrímsson
Óskar Svavarsson Anna Sigríður Erlingsdóttir
Halla Svavarsdóttir Ólafur Ágúst Einarsson
Steingrímur Svavarsson Katrín Stefánsdóttir
ömmubörn
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á heimili sínu laugardaginn 29. maí.
Ólafur Einarsson Jenný Davíðsdóttir
Böðvar Ólafsson Katarzyna Anna Kapitan
Ragna Ólafsdóttir Geir Garðarsson
Dagný Fjóla Ómarsdóttir Jón Sverrisson
og barnabörn