Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
50 ára Sigþrúður er
Reykvíkingur, ólst upp
í Laugardalnum og býr
þar. Hún er íslensku-
fræðingur frá HÍ, með
MA-próf. Sigþrúður er
ritstjóri hjá Forlaginu
og einnig ritstjóri
Tímarits Máls og menningar.
Maki: Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972,
bókmenntafræðingur og lektor við
menntavísindasvið HÍ.
Dætur: Valgerður, f. 1993, Silja, f. 1998,
og Steinunn, f. 1999. Dóttursonur er
Eyvindur Yngvi, f. 2020, sonur Val-
gerðar.
Foreldrar: Gunnar Karlsson, f. 1939, d.
2019, sagnfræðingur og Silja Aðal-
steinsdóttir, f. 1943, bókmennta-
fræðingur, búsett í Reykjavík.
Sigþrúður Gunnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Notaðu daginn til þess að gera við
og dytta að á heimilinu. Leystu því eigin
vandamál áður en þú fæst við vanda ann-
arra.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú mátt ekki missa móðinn, þótt eitt-
hvað blási á móti. Haltu þínu striki, þrátt
fyrir alla áhættu, höfnun og allt það.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þig langar til að brjótast út úr viðj-
um vanans. Næmi þitt á líðan annarra mun
koma sér vel í samskiptum við náinn vin.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Finndu eitthvað þrennt sem aukið
getur afköst þín í vinnunni. Það eru alls-
konar viðvik sem eru þrautfúl og leiðinleg
en þarf engu að síður að inna af hendi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ef fólk gerir lykkju á leið sína til að lið-
sinna þér, er ætlast til að þú gerir slíkt hið
sama. Farðu vel með það vald sem þú hefur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Miklar breytingar hafa átt sér stað
hjá þér hvað vinnu varðar á liðnum árum.
Hafðu það hugfast þegar þú veltir fyrir þér
máli sem snertir þig og þína nánustu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Farðu varlega í viðkvæmum fjölskyldu-
málum. Þér finnst mikið hvíla á þér og þú
hefur áhyggjur af fjárhagnum og afkomu
heimilisins.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Nú er ekki rétti tíminn til þess
að vera óframfærinn. Þú hefur lagt hart að
þér við að skipuleggja tíma þinn í vinnunni
og í einkalífinu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hugsaðu um öll smáatriðin sem
skipta svo miklu máli. Lausn verkefnis þíns
liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Svo virðist sem þér hafi tekist að
finna það form, sem hentar þér best í leik
og starfi. Sýndu málstað annarra þann
skilning sem þú vilt mæta sjálfur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ert í keppnisskapi. Umhverfi
þitt hefur mikil áhrif á þig og þér mun því
líða betur þegar allt er í röð og reglu. Alls
kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir
hendi núna.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Vertu á varðbergi því óvænt tíðindi
berast og slá þig út af laginu ef þú stendur
berskjaldaður gegn þeim. Komið er að því
að horfast í augu við nokkur úrlausn-
arefni.
kennarafélags Íslands 1958-1961,
formaður Stéttarfélags barnakenn-
ara í Reykjavík 1959-1960, formað-
ur Félags íslenskra organleikara
1980-1985, sat í stjórn Félags kenn-
ara á eftirlaunum, í ritnefnd Organ-
istablaðsins 1970-1975 og 1981-1985
og er félagi í Reglu Musterisriddara
frá því árið 1983.
þröng, messað var í Laugarnes-
kirkju annan hvern sunnudag og á
ýmsum öðrum stöðum. Þetta gekk
þar til Áskirkja var byggð árið
1983. Þetta var mikið starf, allar
helgar og æfingar á kvöldin en það
var ánægjulegt að vinna að þessu.“
Kristján sinnti margs konar fé-
lagsstörfum, var formaður Söng-
K
ristján Sigtryggsson
fæddist 8. júní 1931 á
Leiti í Dýrafirði en
ólst upp að mestu
leyti á Alviðru. „Þar
vann maður venjuleg sveitastörf og
fór á sjóinn, vann í byggingarvinnu
og vegavinnu og við allt sem til féll
þar til ég fór suður til náms.“
Kristján lauk landsprófi frá Hér-
aðsskólanum á Núpi 1948 og kenn-
araprófi frá Kennaraskóla Íslands
1952. Hann stundaði enskunám í
Námsflokkum Reykjavíkur 1953-
1955, nam píanóleik hjá Páli Kr.
Pálssyni 1952-1957 og sótti sum-
arnámskeið fyrir söngkennara hjá
íslenskum og þýskum tónlistar-
mönnum 1952-1957. Hann lauk tón-
menntakennaranámi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík 1961 og
stundaði jafnframt nám í orgelleik
hjá dr. Páli Ísólfssyni. „Vorið 1961
kynnti ég mér stærðfræðikennslu
og kennaramenntun í Ósló í Noregi
og árið 1963 hlaut ég Fulbright-
styrk og dvaldi um sex mánaða
skeið í Bandaríkjunum. Þar kynnti
ég mér stærðfræðikennslu, náms-
tjórn, skólastjórn, tónlistarkennslu
og kennaramenntun. Sumurin 1965-
1967 sótti ég stærðfræðinámskeið í
Danmarks Lærerhöjskole. En sum-
arið 1989 stundaði ég framhalds-
nám í orgelleik hjá prófessor
Gerhard Dickel í Hamborg.“
Kristján var kennari við Laugar-
nesskóla í Reykjavík 1952-1964, yf-
irkennari við Álftamýrarskóla 1964-
1965, yfirkennari við Hvassaleitis-
skóla 1965-1966 og skólastjóri
Hvassaleitisskóla 1966-1994. „Ég
var svo einstaklega heppinn í öllum
mínum störfum að eiga gott sam-
starfsfólk og hef það sama að segja
um mína ágætu nemendur sem voru
líka samstarfsfólk mitt. Þetta gekk
allt saman mjög vel.“
Sumurin 1956-1958 var Kristján
verkstjóri við Vinnuskóla Reykja-
víkur og eftirlitskennari í reikningi
við barnaskóla Reykjavíkur 1960-
1965. Einnig var hann organisti og
kórstjóri í Áskirkju í Reykjavík
1965-2001. „Ég byrjaði sem organ-
isti rétt eftir að Ásprestakall var
stofnað en aðstaðan var frekar
Kristján ritaði greinar í blöð
kennara og einnig í Organistablaðið
og samdi reikningsbækur fyrir
grunnskólanemendur: Ég reikna
(ásamt Jónasi B. Jónssyni), þrjú
hefti fyrir 7, 8 og 9 ára börn. Þessar
bækur voru gefnar út árin 1964 og
1965. Að því loknu endursamdi
hann Reikningsbók Elíasar Bjarna-
sonar, fyrir 10, 11 og 12 ára börn.
Þær bækur komu út árið 1966.
„Ég hef ekkert sérstakt fyrir
stafni núna, ég heimsæki konu mína
daglega, en hún er komin á Hrafn-
istu, og ég geri bara það sem þarf
til að lifa eðlilegu lífi. En orkan er
ekki meiri til að gera eitthvað um-
fram það og heyrnin er orðin þann-
ig að ég hef dregið mig aðeins í hlé.
Ég gríp í hljóðfærið mér til dægra-
styttingar en heyrnartækin nema
ekki eins nákvæman hljóm svo ég
hef ekki jafn gaman af því og áður.“
Kristján verður að heiman í dag,
á afmælisdaginn.
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Sigrún
Guðmundsdóttir, f. 3.10. 1931. Þau
Kristján Sigtryggsson, fyrrverandi skólastjóri – 90 ára
Hjónin Sigrún og Kristján á heimili sínu á Álfhólsvegi 147 í Kópavogi, en þau áttu heima þar frá 1967 til 2011.
Farsæll ferill í skóla- og kórstjórn
Organistinn Kristján í Áskirkju.Afmælisbarnið Kristján 22 ára.
30 ára Bjarni ólst upp
í Hólabæ í Langadal í
Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann er stúdent
af náttúrufræðibraut
frá VMA og er bú-
fræðingur frá Hvann-
eyri. Bjarni er bóndi á
Mannskaðahóli á Höfðaströnd í Skaga-
firði og er með blandað bú; kýr, kindur
og hross.
Maki: Sunna Dís Bjarnadóttir, f. 1991,
bóndi.
Börn: Árný Birta, f. 2018, og Halldór
Helgi, f. 2020.
Foreldrar: Pétur Pétursson, f. 1957,
húskarl í Hólabæ, og Þorbjörg Bjarna-
dóttir, f. 1966, sjúkraliði á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands. Þau eru búsett á
Blönduósi.
Bjarni Salberg Pétursson
Til hamingju með daginn
Höfðaströnd Halldór Helgi
Bjarnason fæddist 14. ágúst
2020. Hann vó 4.552 g og var
55 cm langur. Foreldrar hans
eru Bjarni Salberg Pétursson
og Sunna Dís Bjarnadóttir.
Nýr borgari