Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Valur – Víkingur R................................... 1:1
Staðan:
Valur 7 5 2 0 13:7 17
Víkingur R. 7 4 3 0 12:6 15
KA 6 4 1 1 11:3 13
KR 7 3 2 2 12:9 11
FH 6 3 1 2 12:7 10
Breiðablik 6 3 1 2 14:10 10
Leiknir R. 7 2 2 3 9:10 8
Fylkir 7 1 4 2 10:13 7
HK 7 1 3 3 9:13 6
ÍA 7 1 2 4 8:15 5
Stjarnan 7 0 3 4 3:11 3
Keflavík 6 1 0 5 6:15 3
Lengjudeild kvenna
KR – Grindavík......................................... 5:2
Staðan:
Afturelding 5 4 1 0 17:7 13
KR 5 4 0 1 16:6 12
FH 5 3 0 2 11:6 9
Víkingur R. 5 2 2 1 9:8 8
Grótta 5 2 1 2 8:9 7
ÍA 5 2 0 3 5:10 6
Augnablik 5 1 1 3 6:10 4
Haukar 5 1 1 3 4:8 4
HK 5 1 1 3 7:14 4
Grindavík 5 0 3 2 7:12 3
2. deild kvenna
Fram – SR................................................. 1:0
Völsungur – Einherji ............................... 1:0
Fjölnir – ÍR............................................... 3:1
Staðan:
Völsungur 4 4 0 0 16:1 12
FHL 4 4 0 0 17:6 12
Fjölnir 4 3 0 1 25:6 9
KH 4 3 0 1 14:3 9
Fram 3 3 0 0 9:4 9
Hamrarnir 4 2 0 2 14:8 6
Hamar 4 1 1 2 8:11 4
Álftanes 3 1 0 2 6:7 3
Sindri 3 1 0 2 7:10 3
ÍR 3 1 0 2 6:9 3
Einherji 4 0 1 3 2:10 1
SR 4 0 0 4 4:10 0
KM 4 0 0 4 0:43 0
Vináttulandsleikir karla
Serbía – Jamaíka ...................................... 1:1
Úkraína – Kýpur ...................................... 4:0
Færeyjar – Liechtenstein ....................... 5:1
Þýskaland – Lettland............................... 7:1
Andorra – Gíbraltar ................................. 0:0
>;(//24)3;(
Danmörk
Annar leikur um bronsverðlaun:
Tvis Holstebro – GOG ......................... 39:38
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex
mörk fyrir Tvis Holstebro.
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvö skot í
marki GOG, 11 prósent markvarsla.
_ Staðan er 1:1 og oddaleikur 16. júní.
E(;R&:=/D
Færeyingar
sýndu í gærkvöld
að góð frammi-
staða þeirra
gegn Íslend-
ingum á dög-
unum var engin
tilviljun en þeir
unnu stórsigur á
Liechtenstein,
5:1, í vináttu-
landsleik karla í
knattspyrnu á Tórsvelli í Þórshöfn.
Sigurinn er sögulegur fyrir Fær-
eyinga sem hafa aldrei áður skorað
fimm mörk í A-landsleik karla gegn
aðildarþjóð FIFA.
Maximilian Göppel kom Liecht-
enstein yfir á 19. mínútu en Fær-
eyingar sneru við blaðinu fyrir hlé.
Klæmint Olsen jafnaði og Brandur
Olsen, fyrrverandi FH-ingur, skor-
aði tvö mörk á þremur mínútum
skömmu fyrir hlé og staðan var
orðin 3:1.
Klæmint Olsen skoraði aftur á
65. mínútu og bakvörðurinn Vil-
jormur Davidsen skoraði fimmta
mark Færeyinga úr vítaspyrnu á
79. mínútu.
Stórsigur
Færeyinga
Brandur
Olsen
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit karla, fyrri leikir:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ................. 18
TM-höllin: Stjarnan – Haukar ................. 20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Umspil karla, þriðji úrslitaleikur:
Hveragerði: Hamar – Vestri (1:1)....... 19.15
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sögulegum kafla á Íslandsmóti karla
í körfuknattleik lauk í Keflavík í gær-
kvöld. KR hefur verið Íslandsmeist-
ari samfellt frá árinu 2014, unnið
meistaratitilinn í síðustu sex skipti
sem keppni um hann var lokið, en eft-
ir þriðja tapið í þremur leikjum gegn
Keflavík í undanúrslitunum, 88:70, er
endanlega ljóst að nýir Íslandsmeist-
arar verða krýndir í sumar.
Þrjú félög koma til greina, Keflvík-
ingar hafa unnið alla sex leiki sína í
úrslitakeppninni og það verður erfitt
fyrir hvort sem er Þór frá Þorláks-
höfn eða Stjörnuna að ráða við þá í
úrslitaeinvíginu. Keflavík varð síðast
meistari 2008 og hvorki Þór né
Stjarnan hafa orðið Íslandsmeist-
arar.
„Heimamenn mættu vel gíraðir í
körfuknattleik og strax á upphafs-
mínútum voru þeir komnir í 12 stiga
forystu, sem var líkast til ein mesta
forysta einvígisins fram að þessu.
Þarna var tónninn strax settur fyrir
kvöldið og studdir dyggilega af fullri
höll spiluðu þeir gríðarlega vel.
Það var rétt í upphafi seinni hálf-
leiks sem smáhiksti kom í leik þeirra
en ekkert í raun sem ógnaði sigri
þeirra af alvöru,“ skrifaði Skúli B.
Sigurðsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Jakob er hættur
Þá kom fram eftir leikinn að Jakob
Örn Sigurðarson, hinn reyndi leik-
maður KR-inga og landsliðs- og at-
vinnumaður um langt árabil, myndi
nú leggja skóna á hilluna. Helgi Már
Magnússon félagi hans var hinsvegar
ekki tilbúinn til að staðfesta að hann
myndi sömuleiðis hætta að svo
stöddu.
_ Deane Williams skoraði 26 stig
fyrir Keflavík, Calvin Burks 23 og
Dominykas Milka 22 og Milka tók
auk þess 13 fráköst. Hörður Axel Vil-
hjálmsson átti 13 stoðsendingar í
leiknum og Valur Orri Valsson 7.
_ Brandon Nazione var eini KR-
ingurinn sem náði sér þokkalega á
strik en hann skoraði 24 stig. Tyler
Sabin hefur oftast verið betri en hann
skoraði 14 stig.
Sögulegum
kafla er lokið
- Keflavík vann KR-inga í þriðja sinn
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Þrettán Hörður Axel Vilhjálmsson átti þrettán stoðsendingar fyrir Keflavík
í gærkvöld og hér reyna tveir KR-ingar að stöðva hann í leiknum.
KR-ingar styrktu stöðu sína í öðru
sæti 1. deildar kvenna í fótbolta
með því að vinna botnlið Grindavík-
ur 5:2 á Meistaravöllum. Guðmunda
Brynja Óladóttir skoraði þrjú
fyrstu mörk KR-inga og þær Lauf-
ey Björnsdóttir og Kathleen Pingel
hin tvö á lokamínútum leiksins. Una
Rós Unnarsdóttir skoraði hins-
vegar fyrsta mark leiksins fyrir
Grindvíkinga og Christabel Oduro
jafnaði metin í 2:2 í seinni hálfleik.
En Grindavík missti Írenu Björk
Gestsdóttur af velli með rautt
spjald í stöðunni 3:2.
Guðmunda
með þrennu
Morgunblaðið/Eggert
Þrjú Guðmunda Brynja Óladóttir á
ferðinni í leiknum í gærkvöld.
Pólland og Ísland mætast í sjöunda
skipti í A-landsleik karla í fótbolta í
Poznan í dag klukkan 16 að íslensk-
um tíma. Þetta er vináttuleikur eins
og fjórir þeir síðustu en fyrstu tveir
fóru fram árin 1978 og 1979, í und-
ankeppni EM 1980, og Pólverjar
unnu báða 2:0. Um það leyti voru
þeir með eitt af bestu landsliðum
heims. Liðin gerðu jafntefli á Laug-
ardalsvelli, 1:1, árið 2001 þar sem
Andri Sigþórsson skoraði mark Ís-
lands. Pólverjar unnu hina á heima-
velli, 1:0 árið 2000, 3:2 árið 2005 og
4:2 árið 2015.
Sjöundi leikurinn
við Pólverja
Ljósmynd/Foto Olimpik
16 Jón Daði Böðvarsson og Grze-
gorz Krychowiak mætast á ný.
VALUR – VÍKINGUR R. 1:1
1:0 Kaj Leo i Bartalsstovu 57.
1:1 Nikolaj Hansen 90.
M
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Johannes Vall (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Kaj Leo í Bartalsstovu (Val)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Kári Árnason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
Kwame Quee (Víkingi)
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
– 8.
Áhorfendur: Á að giska 800.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Danski framherjinn Nikolaj Hansen
sá til þess að halda Víkingum áfram
í seilingarfjarlægð frá Íslandsmeist-
urum Vals í toppbaráttu úrvals-
deildar karla í fótbolta þegar hann
jafnaði metin á fimmtu mínútu í
uppbótartímanum í viðureign lið-
anna á Hlíðarenda í gærkvöld.
Allt stefndi í að fallegt mark fær-
eyska kantmannsins Kaj Leo í Bar-
talsstovu myndi nægja Val til sigurs
og færa Hlíðarendaliðinu fimm stiga
forystu.
_ Hansen skoraði hinsvegar sitt
fimmta mark í fimm leikjum og í
þriðja leik Víkings í röð og er nú
orðinn næstmarkahæsti leikmaður
deildarinnar ásamt tveimur öðrum.
Þá var þetta hans 20. mark í deild-
inni en fyrstu fjögur gerði hann ein-
mitt fyrir Val á árunum 2016-17.
Valur og Víkingur eru þar með
áfram bæði taplaus í tveimur efstu
sætum deildarinnar.
Jöfnunarmark Hansens var því
ekki bara dýrmætt fyrir Víkinga
heldur önnur lið í efri hluta deild-
arinnar sem gera sér vonir um að ná
að slást við Valsmenn um meistara-
titilinn þegar líður á tímabilið.
„Jöfnunarmark Víkinga var verð-
skuldað. Gestirnir voru heilt yfir
betri, pressuðu meira og sköpuðu
sér fleiri og betri færi. Víkingar
voru alltaf líklegri til að jafna en
Valur að bæta við eftir að Kaj Leo
skoraði. Arnar Gunnlaugsson vann
ákveðinn sigur á Heimi Guðjónssyni
á hliðarlínunni á lokakaflanum. Allir
fjórir varamenn Víkinga komu með
mikinn kraft í liðið en varamenn
Vals, sem áttu fyrst og fremst að
reyna að drepa leikinn og sigla sigr-
inum í hús, gerðu lítið til að minnka
pressu Víkinga,“ skrifaði Jóhann
Ingi Hafþórsson m.a. í grein um
leikinn á mbl.is.
_ Haukur Páll Sigurðsson fyrir-
liði Vals lék sinn 200. leik í efstu
deild fyrir félagið í gærkvöld og er
fjórði leikmaður karlaliðs Vals sem
nær því. Hinir eru Bjarni Ólafur Ei-
ríksson (244), Sigurbjörn Hreið-
arsson (240) og Sævar Jónsson
(201).
Mikilvægt
mark Hansens
Morgunblaðið/Eggert
Jafnaði Nikolaj Hansen í baráttu við Valsmenn á Hlíðarenda í gærkvöld.
Hann uppskar jöfnunarmark á fimmtu mínútu uppbótartímans.
- Jafnaði í blálokin gegn Valsmönnum