Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
„Mér finnst þetta líka ótrúlega
skemmtilegt,“ sagði Þorbergur.
„Ég hef oft líkt þessum lang-
hlaupum við lífið sjálft. Þú upplifir
bæði hæðir og lægðir í lífinu, alveg
eins og í langhlaupunum þar sem
þú ferð upp á toppa og niður í djúpa
dali. Þú lendir í því að verða alveg
hamraður í hausnum og
það er ótrúlega gefandi tilfinning
að halda alltaf áfram, gefast ekki
upp og koma þannig út úr þessu
sem sterkari einstaklingur,“ bætti
Þorbergur við.
„Það er eitthvað svo gott við það að
verða, þreyttur, svangur og bug-
aður í löppunum,“ sagði Þorbergur
Ingi Jónsson, fremsti langhlaupari
landsins, í Dagmálum, frétta- og
menningarlífsþætti Morgunblaðs-
ins.
Þorbergur, sem er 38 ára gamall,
tók þátt í heimsmeistaramótinu í ut-
anvegahlaupum í Annecy í Frakk-
landi árið 2015, fyrstur Íslendinga,
þar sem hann hafnaði í 9. sæti.
Eftir þetta fór hann að leggja
meiri áherslu á utanvegahlaup en
hann hefur tvívegis tekið þátt í erf-
iðasta langhlaupi heims, Ultra-
Trail du Mont-Blanc, sem fram fer í
Chamonix í Frakklandi en þar eru
hlaupnir 170 kílómetrar með rúm-
lega 10.400 metra hækkun.
Sambærilegt við lífið sjálft
Ljósmynd/Ultra-Trail du Mont-Blanc
Seigla Þorbergur endaði í 25. sæti í
Ultra-Trail du Mont-Blanc 2019.
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Leikir annarrar umferðar úrslita-
keppni NBA-deildarinnar hófust um
helgina og eins og oft hefur verið
bent á í þessum pistlum í gegnum ár-
in hefst þá loksins keppnin fyrir al-
vöru – þótt fyrsta umferðin í ár hafi
veitt nokkra spennu nú þegar.
Brooklyn Nets vann fyrsta leik
sinn í viðureigninni við Milwaukee
Bucks á laugardag í Austurdeildinni
og léku liðin aftur í nótt. Þetta virðist
topprimman í umferðinni og gæti
sigurvegarinn farið alla leið.
Við hér á Morgunblaðinu vorum á
sjöunda leik Clippers og Dallas hér í
Staples Center á sunnudag. Ávallt
gaman að fara á sjöunda leik í NBA-
rimmu. Leikurinn var jafn og spenn-
andi þar til Clippers skoruðu 24 af
síðustu 28 stigum þriðja leikhlutans.
Eftir það klóraði Dallas nokkuð í for-
ystuna, en heimamenn innsigluðu
sigurinn, 126:111, af yfirvegun.
Luka Doncic var besti maður
leiksins með 46 stig og 14 stoðsend-
ingar fyrir Dallas, en hann fékk ekki
nægan stuðning samherja og það
gerði gæfumuninn. Svo virðist sem
Clippers séu að skríða saman og að
meiri stöðugleiki sé í leik liðsins en
ég hef áður séð frá hópi Tyronne Lue
þjálfara. Kawhi Leonard lék sinn
venjulega leik með 28 stig, tíu frá-
köst og níu stoðsendingar.
Of mikið álag
Bent var á í þessum pistlum fyrir
fyrstu umferð að meiðsl lykilmanna
hefðu sett stórt strik í stöðu liðanna
fyrir úrslitakeppnina. Sú staða held-
ur áfram að hafa áhrif í úrslita-
keppninni. Meiðsl lykilmanna hjá
meisturum Lakers leiddu til þess að
þeir áttu aldrei gott tækifæri til að
verja titilinn.
Þetta bendir til þess að ákvörðun
forráðamanna deildarinnar um að
stytta bilið milli tímabila og leika síð-
an fleiri leiki hverja viku en að venju
sé að skila sér í auknum meiðslum
þeirra sem mest reynir á hjá topp-
liðunum. Charles Barkley, nú talandi
höfuð hjá TNT-sjónvarpsstöðinni,
benti á að ekki væri hægt að ætlast
til þess að toppleikmenn gætu komið
beint úr meiðslum inn í keppnina í
úrslitakeppninni.
„Um leið og úrslitakeppnin hefst
eru þessir leikmenn að spila annan
hvern dag í nokkrar vikur og ákefð
leikjanna eykst töluvert. Ef þú ert að
koma til baka úr meiðslum á legg eða
ökkla áttu litla möguleika á að koma
líkamanum í keppnisform í sjúkra-
þjálfun. Þú gengur ekki bara úr
sjúkraherberginu beint inn í leiki úr-
slitakeppninnar.“
Meiðsl Hardens dýrkeypt?
Að keppni Philadelphia og Atlanta
ólastaðri verður það rimma Mil-
waukee gegn Brooklyn sem mun
vekja mesta athygli. Þetta eru tvö
bestu liðin austanmegin og búast
flestir sérfræðingar við hörkuslag.
Milwaukee er nú þriðja árið í röð
með stórar væntingar á bakinu eftir
góða deildakeppni, en liðið hefur
valdið vonbrigðum í úrslitakeppninni
undanfarin tvö ár. Verði liðið nú
slegið út í átta liða úrslitunum mun
það setja stórt spurningarmerki á
allt apparatið hjá klúbbnum.
Undirritaður var bjartsýnn á
Brooklyn í upphafi þessarar úr-
slitakeppni og sú skoðun hefur lítið
breyst eftir að liðið rúllaði Boston
upp í fyrstu umferðinni. Þríeyki
þeirra Kevins Durants, Kyrie Irv-
ings og James Hardens virðist
óstöðvandi, en ef Harden verður frá
keppni það sem eftir lifir tímabilsins,
gæti það sett strik í reikninginn. Hjá
Bucks er þetta hins vegar besti hóp-
ur liðsins undanfarin þrjú ár, þannig
að þetta verður hörkurimma þar sem
sigurinn gæti lent hvorum megin
sem er. Sigurvegarinn ætti að kom-
ast alla leið í lokaúrslitin.
Í hinni rimmu Austurdeildarinnar
vann Atlanta enn á ný, nú fyrsta leik-
inn gegn Philadelphia, 128:124, á
sunnudag. Þrátt fyrir ævintýraleik
Trae Young hjá Atlanta í fyrstu um-
ferð held ég að reynsla Philadelphia
muni gera gæfumuninn í þessu ein-
vígi. Ef Joel Embiid nær að komast í
leikform er erfitt að sjá Atlanta
merja sigur. Þetta verður samt jafn-
ari rimma en margir hefðu haldið.
Utah stefnir á lokaúrslitin
Keppni Phoenix og Denver vest-
anmegin ætti að verða spennandi.
Miðherjanum Nikola Jokic hjá Den-
ver er spáð nafnbótinni Mikilvægasti
leikmaður deildarinnar (MVP) á
næstu dögum og sókn Nuggets
gengur alfarið í gegnum hann. Den-
ver er hins vegar með jafnan hóp í
kringum hann, en þeir verða að eiga
svar við þeim Chris Paul og Devin
Booker hjá Suns. Paul og Booker
gætu þó tekið yfir þetta einvígi ef
dæma má af baráttu Phoenix gegn
meisturum Lakers í fyrstu umferð.
Er Phoenix eitt eða tvö ár frá því
að komast í lokaúrslitin, eða er þetta
loksins tími Denver? Við veðjum ein-
um dal á Denver hér. Ekki meira.
Fyrsti leikurinn fór fram í nótt.
Í hinni rimmunni verður erfitt að
veðja á móti Utah í viðureigninni við
Clippers. Stjörnuleikmaðurinn Don-
ovan Mitchell er nú aftur í leikstjórn-
endastöðunni eftir að hafa náð sér af
meiðslum og það sem undirritaður
hefur séð af báðum liðum í vetur
finnst manni að Utah sé heilsteypt-
ara lið. Jazz vann ekki toppsætið í
góðri Vesturdeildinni að ástæðu-
lausu.
Ungir leikmenn taka völdin
Úrslitakeppnin í ár hefur sýnt að
framtíðin virðist björt þrátt fyrir að
nokkrar af skærustu stjörnum deild-
arinnar séu komnar yfir þrítugt: Le-
Bron James (36), Kevin Durant (32),
James Harden (31), Chris Paul (37),
og Stephen Curry (33). Aðrir leik-
menn eru nú á hátindi getu sinnar,
svo sem Joel Embiid (76ers), Kawhi
Leonard (Clippers), Donovan Mitch-
ell (Jazz), Nikola Jokic (Nuggets),
Giannis Antetokounmpo (Bucks),
Jason Tatum (Celtics), Bradley Beal
(Wizards), Damian Lillard (Blazers)
og Anthony Davis (Lakers), þannig
að komandi kynslóðaskipti hjá topp-
leikmönnum ættu sjálfsagt að ganga
snurðulaust fyrir sig.
Það sem hefur vakið athygli und-
irritaðs í þessari úrslitakeppni er
frammistaða yngri leikmanna sem
eru að taka liðin á herðar sínar.
Hjá Atlanta er það leikstjórnand-
inn Trae Young sem sá um New
York í fyrstu umferðinni. Meistarar
Lakers áttu ekkert svar við stórleik
Devins Bookers hjá Phoenix, sem
virðist nú geta gert hvað sem hann
vill. Luka Doncic hjá Dallas er nú al-
mennt talinn einn af fimm bestu leik-
mönnum deildarinnar og hann er
leikmaður sem Clippers einfaldlega
ákváðu að þeir gætu ekki stöðvað. Í
staðinn ákváðu þjálfarar Clippers að
reyna að stöðva aðra leikmenn Dall-
as. Loks er það Ja Morant hjá
Memphis, sem er nú lykilmaður liðs-
ins þótt hann sé aðeins 21 árs. Utah
átti í stökustu vandræðum með hann
í fyrstu umferðinni og það var ekki
fyrr en Donovan Mitchell kom aftur
til leiks hjá Jazz eftir að missa af
fyrsta leiknum að Utah náði loks að
yfirbuga Memphis.
Þessir fjórir leikmenn og lið þeirra
sjá góða daga framundan ef forráða-
menn liðanna ná að byggja í kringum
þessar ungu stjörnur. gval@mbl.is
Jafnast ekkert á við Jazz
- Önnur umferð úrslitakeppni NBA hafin - Margir lykilmenn glíma við meiðsli
- Fara Brooklyn Nets og Utah Jazz alla leið? - Ungir leikmenn að taka völdin
AFP
Lykilmaður Trae Young er í stóru hlutverki hjá Atlanta Hawks og hér
rennir hann sér framhjá Matisse Thybulle hjá Philadelphia 76ers.
Bandaríski framherjinn Aerial Chavarin var besti leikmaður 6. umferðar
úrvalsdeildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Hún átti stjörnu-
leik og skoraði tvö mörk í gríðarlega óvæntum sigri Keflvíkinga á Breiða-
bliki, 3:1, og fékk þrjú M fyrir frammistöðu sína. Chavarin, sem er 23 ára
og kom til Keflavíkur frá Chicago Red Stars fyrir þriðju umferð deild-
arinnar, hefur gjörbreytt sóknarleik liðsins og skoraði fjögur mörk í þess-
um fjórum leikjum, og hefur fengið sex M í þeim í einkunnagjöf blaðsins.
Samherjar hennar þær Tiffany Sornpao markvörður og fyrirliðinn Na-
tasha Anasi eru einnig í liði 6. umferðar sem sjá má hér að ofan. Natasha er
í liðinu í þriðja sinn, eins og Katherine Cousins hjá Þrótti. vs@mbl.is
6. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-3-3
Tiffany Sornpao
Keflavík
Anna María
Baldursdóttir
Stjarnan
Málfríður Erna
Sigurðardóttir
Stjarnan
Liana Hinds
ÍBV
Lorena Baumann
Þróttur
Ásdís Karen
Halldórsdóttir
Valur
Natasha Anasi
Keflavík
Aerial Chavarin
Keflavík
Þóra Björg
Stefánsdóttir
ÍBV
Katherine Cousins
Þróttur
Elín Metta Jensen
Valur
2
3
2
3
Chavarin best í 6. umferð
Svokallað offramboð ríkir
í heimi íþróttanna þessa dagana.
Þetta er auðvitað allt hið besta
mál, fyrir áhugafólk um íþróttir
hið minnsta. Maður átti þetta
reyndar inni eftir þennan bless-
aða kórónuveirufaraldur þar sem
allt íþróttalíf lá í dvala svo mán-
uðum skiptir.
Maður er í raun í þeirri stöðu
að þurfa að velja og hafna hvaða
viðburði maður ætlar að horfa á
og mæta á. Sem starfandi
íþróttablaðamaður hefur mér
tekist að fara á bæði leiki í úr-
slitakeppni Íslandsmótsins í
handboltanum og körfubolt-
anum, að meðtöldum leikjum í
Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Ég veit ekki hvort það sé eitt-
hvað í vatninu hjá handknatt-
leiks- og körfuknattleiksfólki
landsins þessa dagana. Kannski
er maður búinn að gleyma því
hvernig stemningin var í úr-
slitakeppnunum eftir að þær
voru blásnar af á síðasta ári
vegna kórónuveirufaraldursins.
Það hefur alla vega verið þannig
hingað til í ár að maður er að
horfa á skemmtilegustu og mest
spennandi leiki í báðum íþróttum
sem maður hefur séð lengi.
Hingað til hafa 95% af leikj-
unum, bæði í handboltanum og
körfuboltanum, alls ekki verið
fyrir hjartveika. Maður óskar sér
þess helst að þetta taki aldrei
enda og ef fólk hefur ekki haft
tækifæri til þess að kíkja á leik í
úrslitakeppninni í vor mæli ég
svo sannarlega með því.
Að lokum verður maður að
nýta tækifærið og óska KA/Þór
til hamingju með fyrsta Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik í
sögu félagsins. Það er alltaf eitt-
hvað rómantískt við það að sjá
heilu bæjarfélögin fylkja sér á
bak við íþróttaliðið sitt og maður
getur ekki annað en samglaðst
þegar svoleiðis lið, og auðvitað
bæjarfélög, uppskera bikar.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is