Morgunblaðið - 08.06.2021, Síða 32
Gjörningur eftir myndlistarmanninn Ragnar Kjart-
ansson verður fluttur í hinu þekkta Guggenheim-
safni í New York 2.-5. júlí og nefnist hann Romantic
Songs of the Patriarchy eða Rómantískir söngvar
feðraveldisins. Í samtali við The New York Times
segir Ragnar að mörgum þeirra söngva sem fluttir
verða sé ætlað að heilla og skjalla konur en að
samanlögðu sýni þeir þó uppbyggingu
samfélagsins. Söngvarnir verða fluttir
af konum og fólki sem skilgreinir sig
ekki eftir kyni og munu flytjendur
bæði leika lögin á gítar og syngja. Í
tilkynningu segir að í gjörn-
ingnum sé popptónlist hyllt en
um leið megi finna samfélags-
lega gagnrýni, og andstæður á
borð við kúgun og frelsi mæt-
ist, sem og taktur og glund-
roði. Gestir þurfa að panta sér
miða þar sem takmarkaður fjöldi
er heimilaður og einnig er
grímuskylda í safninu.
Ragnar með gjörning í Guggenheim
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fastagestir eru í öllum sundlaugum
og Steingrímur Þorvaldsson, fyrr-
verandi skipstjóri, er í þeim hópi í
Laugardalslaug. „Ég segi öllum að
ég syndi á hverjum degi en stundum
dettur úr dagur og dagur svo ætli ég
syndi ekki fimm sinnum í viku að
meðaltali,“ segir hann kankvís.
Þegar Steingrímur var á sjónum
brá hann sér gjarnan í laugina á milli
túra. „Ég synti alltaf í inniverum en
aldrei eins mikið og oft og eftir að ég
hætti á togurunum fyrir um 12 ár-
um.“
Sóknin er stundum háð veðri, rétt
eins og á sjónum. „Ég reyni að
synda 500 metra í hvert sinn en
stundum fer ég bara 300 metra.“ Um
tveggja metra hái maðurinn þarf sitt
pláss og því vill hann helst vera á
„dauða“ tímanum í lauginni. „Það er
rólegast um miðjan daginn og það
hentar mér vel,“ segir hann, en þrjá
morgna í viku fer hann í göngutúra
með Korpúlfum, félagi eldri borgara
í Grafarvogi. „Við leggjum af stað
klukkan tíu á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum.“
Allir á móti borgarlínunni
Steingrímur útskrifaðist úr Gagn-
fræðaskólanum við Lindargötu fyrir
um 60 árum og hitti nokkra skóla-
félaga sína af því tilefni á dögunum.
„Flesta þeirra hafði ég ekki séð í 60
ár, ekki einu sinni á förnum vegi, en
þegar ég byrjaði að synda reglulega
hitti ég nokkra þeirra fyrir tilviljun í
lauginni og síðan höfum við fengið
okkur kaffi saman eftir sundið. Við
setjumst við borðið í anddyrinu um
klukkan þrjú og förum yfir sviðið.“
Þessir skóla-, sund- og kaffifélagar
eru Trausti Valsson skipulagsfræð-
ingur, Hjálmar W. Hannesson, fyrr-
verandi sendiherra, og Erlendur
Magnússon, fyrrverandi forstjóri
Samsölubakaríanna. „Við ræðum
það sem er efst á baugi hverju sinni,
skipulagsmálin hjá Trausta og borg-
arlínuna. Það eru allir á móti henni
og því held ég svolítið með henni til
þess að halda umræðunni gang-
andi.“
Að loknu námi í Gaggó Lind fór
Steingrímur á sjóinn og stundaði
sjómennsku í rúm 49 ár. „Ég var
alltaf með það í maganum að fara til
sjós og þegar ég hætti í gaggó kom
ekkert annað til greina,“ segir hann.
Hann hafi síðan komist að því í nem-
endahittingnum um daginn að einn
annar hafi verið um stund á sjónum.
Steingrímur byrjaði 15 ára sem
háseti og netamaður á Víkingi AK,
skaust í síldina á Hafrúnu ÍS áður en
silfur hafsins hvarf af miðunum und-
ir lok sjöunda áratugarins, fór svo
aftur á Víking, var síðan 2. stýrimað-
ur á Þormóði goða RE, 1. stýrimað-
ur á Röðli GK, 1. stýrimaður á skut-
togaranum Vigra RE í þrjú ár og
síðan skipstjóri á honum og síðar
skipstjóri á frystitogaranum með
sama nafni frá fyrsta degi 1992, sam-
tals í um 34 ár. Þess má geta að 1989
voru fyrst veitt verðlaun fyrir sér-
staka árvekni í öryggismálum kaup-
skipa og fiskiskipa og fékk áhöfn
Vigra undir stjórn Steingríms annan
bikarinn. „Ég var með strand-
veiðibátinn Þorvald SH undanfarin
tíu ár, fór bara út mér til gamans á
sumrin, þegar veðrið var gott, en
seldi hann fyrir stuttu. Held samt
áfram að stíga ölduna í lauginni,“
segir skipstjórinn síkáti.
Stígur ölduna í lauginni
- Sundið og þjóðmálin tekin við af áratuga sjómennsku
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Skóla-, sund- og kaffifélagarnir Erlendur Magnússon, Hjálmar W. Hann-
esson, Steingrímur Þorvaldsson og Trausti Valsson til hægri.
Á strandveiðum Steingrímur naut veiðanna á Þorvaldi SH í áratug.
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900
Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900
Við erum sérhæfð í
gluggatjöldum
TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
GLUGGATJÖLD
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
alnabaer.is
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Keflvíkingar eru komnir í úrslit á Íslandsmóti karla í
körfuknattleik eftir sannfærandi sigur á KR-ingum,
88:70, í þriðja leik liðanna í gærkvöld. Þar með er ein-
okun Vesturbæinga á Íslandsmeistaratitlinum að ljúka
en þeir hafa unnið hann sex sinnum í röð frá árinu
2014. Nú er ljóst að Keflavík, Þór úr Þorlákshöfn eða
Stjarnan tekur við Íslandsbikarnum í sumar. »26
Keflvíkingar sendu KR-inga í frí
ÍÞRÓTTIR MENNING