Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
G
ert var ráð fyrir að Alþingi
myndi ljúka störfum á
morgun samkvæmt
starfsáætlun þess en allar
líkur eru á að það starfi lengur.
Samþykkt var einróma á fundi
forsætisnefndar í gær að taka
starfsáætlun þingsins úr sambandi
vegna mikils fjölda mála sem bíða
afgreiðslu. Steingrímur J. Sigfús-
son, forseti Alþingis, sagði í ræðu-
stól Alþingis í gær að enn væri
óljóst hversu lengi þingið myndi
starfa en það myndi skýrast á næstu
dögum.
Stjórnarskráin bíður
Fjölmörg mál liggja enn fyrir
þinginu og hafa nokkur þeirra verið
töluvert í umræðunni undanfarið.
Þar má einna helst nefna stjórnar-
skrárfrumvarpið sem lagt var fram
af Katrínu Jakobsdóttur forsætis-
ráðherra sem þingmannafrumvarp.
Í því eru lagðar til ýmsar breyt-
ingar, svo sem að lengja kjörtímabil
forseta í sex ár. Umdeildustu grein-
ar frumvarpsins snúa þó að nátt-
úruvernd og þjóðareign á auðlindum
landsins. Þar er meðal annars kveð-
ið á um að auðlindir náttúru Íslands
tilheyri íslensku þjóðinni og að eng-
inn geti fengið gæði í þjóðareign eða
réttindi þeim tengd til eignar eða
varanlegra afnota. Frumvarpið er
nú á borði stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar.
Óljóst er hvort samstaða næst
um breytingar frumvarpsins og hafa
þingmenn stjórnarandstöðu fullyrt
að andstaða Sjálfstæðisflokks standi
í vegi fyrir afgreiðslu og samþykkt
þess.
Áætlað var að síðasta umræða
um það færi fram á svokölluðum
þingstubbi í ágúst. Katrín Jakobs-
dóttir sagði hins vegar í samtali við
Víglínuna á Stöð 2 á sunnudag að
ekki yrði af því nema að „tiltölulega
breið samstaða“ næðist um breyt-
ingarnar. Þingstubburinn yrði ekki
nýttur til að ræða önnur mál.
Hálendisþjóðgarður
líklega ekki afgreiddur
Frumvarp umhverfis- og auð-
lindaráðherra um hálendisþjóðgarð
bíður einnig afgreiðslu en ekki hefur
náðst samstaða um málið innan rík-
isstjórnarinnar vegna andstöðu
þingmanna Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar. Því eru ekki taldar lík-
ur á að málið verði afgreitt á yfir-
standandi þingi.
Þá liggja fyrir tvö viðamikil
frumvörp frá félags- og barna-
málaráðherra, um stofnun Barna-
og fjölskyldustofu og samþættingu
þjónustu í þágu farsældar barna.
Frumvörp dómsmálaráðherra um
mannanöfn og sölu áfengis bíða
einnig afgreiðslu, svo eitthvað sé
nefnt. Frumvarp fjármálaráðherra
til fjáraukalaga 2021 verður tekið
fyrir á þinginu á morgun, að því er
fram kom í máli Steingríms.
Þingflokksformenn semja
Viðræður eru hafnar meðal
þingflokksformanna um þingloka-
samning, það er þau mál sem verða
sett á dagskrá þingsins fyrir þing-
lok. Formennirnir funduðu tvívegis í
gær og sagði Birgir Ármannsson,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokks, að málin þokuðust í rétta átt.
Þrátt fyrir að mörg mál bíði enn af-
greiðslu væri fjöldi þeirra langt
kominn í meðferð þingsins.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
sett töluvert strik í reikninginn en
Steingrímur J. Sigfússon lýsti því
yfir að um 60 frumvörp og þingmál
tengd faraldrinum hefðu bæst við
hefðbundin störf þingsins.
Mörg frumvörp óaf-
greidd við þinglok
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti síðustu eldhús-
dagsræðu sína sl. mánudagskvöld. Steingrímur tók sæti á Alþingi 1983.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sjávarútvegs-blað Morg-unblaðsins,
200 mílur, var gefið
út um síðustu helgi í
tilefni sjómanna-
dagsins. Blaðið var
að venju myndarlegt
og fróðlegt þó að sjómannadag-
urinn hafi enn ekki náð fullum
þrótti frekar en ýmislegt annað
vegna veirunnar. Þó eru hömlur
farnar að losna og útlit fyrir að
þær minnki hratt á næstunni og
hverfi næstum alveg. Á næsta ári
verður sjómannadagurinn vonandi
með hefðbundnu sniði um allt land
enda fullt tilefni fyrir landsmenn
til að minnast þess sem sjórinn
færir okkur og sjómannanna sem
gera það mögulegt.
Sjávarútvegur er þó annað og
meira hér á landi en einungis það
sem gefur augaleið, eins og sjó-
mennska, útgerð og fiskvinnsla.
Sjávarútvegi tengist gríðarlegur
fjöldi starfa í öðrum greinum og
var það meðal þess sem fjallað var
um í fyrrnefndu blaði, 200 mílum.
Þar kom fram að yfir 2.500 árs-
verk tengd sjávarútvegi eru unnin
í öðrum greinum og eru þar um-
fangsmest, með ríflega helming
þessara starfa, fyrirtæki sem þróa
og framleiða tæki og tæknilausnir.
Meðal þessara fyrirtækja eru
Valka, Marel og Skaginn 3X, sem
eru umsvifamikil erlendis en hafa
byggst upp á þjónustu við sjávar-
útveginn hér á landi.
Þetta er afar þýðingarmikið
fyrir landið og stuðlar að aukinni
breidd í verðmæta-
sköpun hér á landi.
Seðlabankastjóri
lýsti einmitt þeirri
skoðun í viðtali við
Morgunblaðið að
skjóta þyrfti fleiri
stoðum undir hag-
kerfið og dreifa áhættu, það sé
lærdómurinn af kórónuveiru-
kreppunni.
Sú uppbygging sem hefur orðið
til í fyrirtækjum sem tengjast
sjávarútvegi og þjónusta hann
stafar af því að sjávarútvegurinn
hér á landi er öflug atvinnugrein
sem ekki hefur tekist að grafa
undan þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Sjávarútvegsfyrirtækin
eru nægilega burðug til að geta
fjárfest í nýjustu tækni og unnið
að þróun í nýtingu á þeim fiski
sem veiddur er, sem er nauðsyn-
legt til að auka verðmætin úr tak-
markaðri auðlind. Um leið verða
þessar fjárfestingar til þess að
fyrirtæki fá að vaxa til hliðar við
greinina og geta, eins og dæmin
sanna, orðið öflug fyrirtæki sem
selja vörur sínar á alþjóðlegum
markaði og stuðla að aukinni at-
vinnu hér á landi og auknum út-
flutningstekjum.
Þetta mikilvæga framlag sjáv-
arútvegsins til uppbyggingar ís-
lensku atvinnulífi gleymist gjarn-
an þegar rætt er um greinina.
Umræðan um hana vill gjarnan
verða afar þröng og því miður
gætir ekki alltaf mikils skilnings á
eðli hennar og heildarframlagi til
íslensks þjóðarbús.
Í kringum sjávar-
útveginn hefur vaxið
upp fjöldi ólíkra
atvinnutækifæra}
Öflugar hliðargreinar
Bólusetninglandsmanna fer
vaxandi, sér áhrifa
þess víða stað. Eftir
því sem hærra hlut-
fall hefur fengið
sinn skammt eykst
bjartsýni og sú
tiltrú eykst dag frá
degi að raunhæft sé að ætla að
vandinn mikli verði að baki innan
tíðar. Og ekki skiptir minna máli
að vel hefur gengið víðar í þess-
um efnum en hér, svo sem í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Ísrael svo þekkt dæmi séu nefnd.
Evrópulöndin eru sem betur fer
loks að taka við sér. Brussel-
valdið tók bólusetningarmálin til
sín og fór einkar klaufalega af
stað eftir að hafa haldið með ein-
dæmum illa á samningsgerð sinni
um bóluefni.
Virtust æstustu menn þar á bæ
missa við það stjórn á skaps-
munum sínum við þá tilburði sína
að koma sök af sínum málum yfir
á aðra. Þeir tóku að efna til ill-
inda og fráleitra þræta við bólu-
efnaframleiðendur, iðulega með
hótunum um málshöfðun og kröf-
um um skaðabætur. Sem var æði
sérkennilegt því að sambandið
gat með engu móti leynt því að
meginhluti sakar lá hjá því sjálfu.
Næst hófu sumir leiðtogar
aðildarlanda að gera einstök
bóluefni tortryggileg með hreint
ótrúlegum kenning-
um. Þar hitti sam-
bandið sjálft sig fyr-
ir því að ruglingur-
inn sem þessi
sérkennilega fram-
ganga skapaði hafði
truflandi áhrif á
framleiðslu bóluefna
og áform einstakra ríkja um
bólusetningar.
Á daginn kom svo að ekki var
heil brú í þessum pólitísku gervi-
vísindum og á endanum varð nýt-
ing einstakra bóluefna þvert á
óheppilegt inngrip sumra „leið-
toganna“. Ekki bætti óskiljanlegt
fimbulfamb um hin og þessi „af-
brigði“ veirunnar vondu, sem
skyndilega bárust frá hinum og
þessum löndum og fengu loks
sérstök nöfn af hinu óvænta
veirurölti á milli ríkja. Átti hvert
afbrigðið sem skírt var að hafa
stórólíka eiginleika og vera meira
eða minna bráðsmitandi og til
fallið að draga allan mátt úr þeim
bóluefnum sem þegar voru fram
komin. Sem betur fer hrukku
þeir sérfræðingar, sem helst
héldu utan um málefni bólusetn-
inga og annarra varnaraðgerða
gegn faraldrinum af Íslands
hálfu, ekki af hjörunum vegna
þessa. Hefur yfirvegun þeirra, ró
og festa skipt miklu máli um að
um flest hefur vel tekist til hér.
Er það þakkarefni.
Kaflaskil eru orðin í
stöðu faraldursins
og vaxandi bjartsýni
gætir nú á flestum
sviðum}
Bólusetning á beinni braut
P
rúðbúin ungmenni, með bros á vör,
skjal í hendi og jafnvel húfu á
höfði, hafa undanfarið sett svip
sinn á borg og bæ. Tímamót unga
fólksins eru sérlega táknræn í
þetta skiptið, því skólaslit og útskriftir eru
staðfesting á sigri andans yfir efninu. Stað-
festing á samstöðu skólafólks, kennara, skóla-
stjórnenda, nemenda og kennara í einhverri
mestu samfélagskreppu síðari tíma. Á sama
tíma berast góðar fréttir af bólusetningum,
atvinnustigið hækkar, íþrótta- og menningar-
líf er komið á skrið og ferðaþjónustan lifnar
við. Og þegar litið er um öxl rifjast upp vetrar-
kveðja Páls Ólafssonar, sem auðveldlega má
yfir færa á Covid-veturinn sem nú er að baki:
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Fram undan er sumarið í allri sinni dýrð, tími hlýju,
birtu og uppskeru. Og það er óhætt að segja að á hinum
pólitíska vettvangi séu túnin græn og uppskeran góð.
Verkefnalisti ríkisstjórnarinnar er svo til tæmdur.
Framboðslistar Framsóknarflokksins eru skipaðir kraft-
miklu fólki, þar sem blandast saman í réttum hlutföllum
fólk úr ólíkum áttum. Reynsluboltar úr landsmálunum,
dugmiklir sveitarstjórnarmenn og ungt fólk með sterkar
hugsjónir. Við munum áfram vinna að framförum, berj-
ast fyrir hagsmunum fjölskyldna af öllum stærðum og
gerðum, og jafna tækifæri barna til menntunar.
Barnamálin hafa svo sannarlega verið okk-
ur hugleikin á kjörtímatímabilinu. Barna-
málaráðherra hefur lyft grettistaki og m.a.
gert kerfisbreytingar svo hagsmunir barna
séu í forgangi, en ekki þarfir kerfisins. Í
skólamálum hafa skýrar línur verið mark-
aðar, þar sem áherslan er lögð á ólíkar þarfir
barna og stuðning við þá sem þurfa á honum
að halda. Við viljum sjá framúrskarandi
menntakerfi og með nýrri menntastefnu höf-
um við lagt veginn í átt að árangri.
Þessi vetur sem nú er liðinn minnti okkur
hins vegar á að til að ná árangri þarf að berj-
ast með kjafti og klóm. Við lögðum gríðarlega
áherslu á að halda skólunum opnum, til að
tryggja menntun barna og lágmarka áhrifin á
líf þeirra. Það tókst og samanburður við önn-
ur lönd sýnir glögglega að árangurinn er
merkilegur, því víða voru skólar lokaðir með ófyrir-
séðum langtímaáhrifum á börn. Þessi vetur kenndi okk-
ur að þegar allir leggjast á eitt, þá er menntakerfið okk-
ar gríðarlega sterkt afl sem stendur vörð um hagsmuni
barnanna á hverjum einasta degi.
Það er því ekki að ástæðulausu að um mann fer gleði-
straumur, þegar maður sér leik-, grunn-, framhalds- og
háskólaútskriftarmyndir á samfélagsmiðlum. Stoltir for-
eldrar og frelsinu fegnir unglingar. Ungmenni sem eiga
framtíðina fyrir sér, horfa stolt í myndavélina. Eftir erf-
iðan vetur er þetta afrek okkar allra – samfélagsins alls –
og því má aldrei gleyma.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Prúðbúin ungmenni eru tímanna tákn
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Alls hafa 297 frumvörp verið
lögð fyrir Alþingi á yfirstand-
andi þingári. Af þeim 168
stjórnarfrumvörpum sem lögð
hafa verið fram hafa 97 verið
samþykkt. 71 stjórnarfrumvarp
bíður því enn afgreiðslu.
Þá hefur ekkert þeirra 117
þingmannafrumvarpa sem
liggja fyrir þinginu hlotið fulla
afgreiðslu. Nefndir Alþingis
hafa lagt fram samtals tíu frum-
vörp á þingárinu og hafa níu
þeirra verið samþykkt.
Fjármála- og efnahags-
ráðherra er sá ráðherra ríkis-
stjórnarinnar sem hefur fengið
flest frumvörp samþykkt, eða
27 af þeim 40 frumvörpum sem
hann hefur lagt fram. Næst á
eftir er dómsmálaráðherra, sem
hefur fengið 15 af 25 fram-
lögðum frumvörpum samþykkt.
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, er sá þingmaður sem
hefur lagt fram flest frumvörp á
þingárinu, 20 talsins.
297 frumvörp
lögð fram
ALÞINGI Í VETUR