Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 17
tileinkað sér, hver á sinn hátt. Oft
hafði Sigríður orð á því hvað hún
væri rík og ríkidæmið voru dæt-
urnar, tengdasynirnir og öll
barnabörnin. Hún var stolt af sínu
fólki og fylgdist vel með því. Ynni
einhver sér eitthvað til afreka eða
birtist í fjölmiðlum þá tók hún eft-
ir því og hélt til haga.
Skrítið er lífið, Þórður minn,
hvernig allt gengur til;
ég á svo margar gimburskeljar
og skipa þeim sem ég vil.
Þessar ljóðlínur hafa komið
upp í huga minn að undanförnu.
Þær eru upphaf ljóðabréfs sem
eignað er Matthíasi Jochumssyni,
og þær fór tengdamóðir mín oft
með. Sigríði fannst lífið nefnilega
stundum skrítið og vildi skipa
hlutum eins og hún vildi.
Eftir að Guðni eiginmaður
hennar lést breyttist skiljanlega
margt í lífi Sigríðar. Hún varð
öðrum háð varðandi akstur og
innkaup. Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn á
Seltjarnarnesi og þangað var
stutt að heimsækja hana. Ég er
þakklátur fyrir að hafa haft hana
svona nálægt síðustu árin. Þrátt
fyrir slæma heilsu tók hún á móti
manni brosandi og bauð upp á
kaffi eða góðgæti. Ég mun sakna
heimsóknanna til tengdamóður
minnar, sakna þess að sjá fallega
brosið og heyra hennar góðu orð.
Ég kveð hana með þakklæti og
bið Guð að blessa minningu henn-
ar.
Viðar Böðvarsson.
Amma mín, Sigríður Friðrikka,
er fallin frá. Hún var rétt rúmlega
fertug þegar ég fæddist og því
spanna minningarnar um hana
rúma fjóra áratugi. Hún var hlý
og gjafmild kona, félagslynd, með
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum, bar hag fjölskyldunn-
ar fyrir brjósti og var ættrækin.
Hún var einstaklega stolt af dætr-
um sínum fimm og öllum þeirra
afkomendum.
Eldamennska, bakstur og
handavinna lá vel fyrir henni og
dró hún fram kræsingar í hvert
skipti sem ég heimsótti hana. Við
fjölskyldan veltum fyrir okkur
hver jól hvað hún myndi nú baka
margar smákökusortir þessi jólin
og hvort það yrði ekki „slátrað
kálfi“ á Nesveginum á annan í jól-
um. Þannig var amma, passaði
upp á að allir fengju sína uppá-
haldssmáköku og að allir fengju
meira en nóg að borða.
Ég minnist margra skemmti-
legra stunda með henni, meðal
annars tívolíferðar þegar ég var á
að giska sjö ára gömul. Í þeirri
ferð náði ég að plata hana með
mér í tæki sem kallaðist Kol-
krabbinn, þar grétum við báðar
úr hræðslu. Einnig minnist ég
ættarmóta á Vestfjörðum, matar-
boða með stórfjölskyldunni á
Nesveginum þar sem ég hlustaði
á hana og afa segja sögur af því
þegar þau voru ung fyrir vestan.
Amma starfaði lengi á Dal-
braut 27 þar sem eru þjónustu-
íbúðir aldraðra og þar fengu íbúar
að njóta hennar hlýju og hugul-
semi. Ég fékk stundum að koma
með henni í vinnuna þegar ég var
lítil og fylgdist með störfum henn-
ar. Síðar starfaði hún í Lands-
bankanum og á báðum þessum
stöðum eignaðist hún vinkonur
sem hún hélt góðu sambandi við.
Þegar ég hugsa til hennar
heyri ég hana segja „Rakel mín“
með sinni blíðu röddu. Yfirleitt
fylgdi á eftir þeim orðum spurn-
ing um hvort ég væri ekki svöng
eða hvort mig vantaði ekki aur.
Mér fannst það frekar fyndið að
hún væri enn að spyrja 43 ára
gamalt barnabarn að þessu.
Það var erfitt að sjá heilsu
ömmu minnar hraka síðustu mán-
uði þar sem hún bjó á hjúkrunar-
heimilinu Seltjörn en ég hugga
mig við að nú sé hún komin til afa.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
að hafa átt hana sem ömmu í 43
ár.
Rakel Viðarsdóttir.
Það er sárt að kveðja og sökn-
uðurinn ristir djúpt. Eftirsjá
magnar upp söknuðinn. Ég sé eft-
ir að hafa ekki getað farið oftar í
heimsókn síðasta árið. Sé eftir að
hafa ekki setið lengur hjá þér í
síðustu heimsókninni. Ég sé eftir
að hafa ekki skilið hve stutt væri í
endalokin. Ég sé eftir öllum sög-
unum sem aldrei verða sagðar.
Ég held þó í þakklæti yfir öllum
góðu minningunum um elsku
ömmu. Ég var undurheppin með
ömmu og afa og nú loksins eruð
þið saman á ný.
Á kveðjustund er gott að rifja
upp minningarbrot. Mér þykir
vænt um að hugsa til þess hvað
amma tók mér alltaf vel og alltaf
var ég hjartanlega velkomin.
Amma átti alltaf hlýjan faðm og
alltaf fékk maður eitthvað gott í
gogginn hjá ömmu. Ég á góðar
minningar frá því að vera lítil
stelpa í pössun hjá ömmu og afa.
Ég minnist sérstaklega bústaða-
ferðanna, sem alltaf voru eins og
ævintýri. Það voru líka ófáar æv-
intýraferðir farnar að heimsækja
ömmu í vinnuna. Það gleður mig
að rifja upp hvernig amma bakaði
bestu kleinur í heimi og hvernig
hún galdraði fram dýrindisveisl-
ur, stórar og smáar. Amma var
flink að hekla og mér fannst gam-
an að sjá fínustu myndir verða til.
Ég man eftir skemmtilegum bíó-
ferðum með ömmu. Það gleður
mig að hugsa um allar vísurnar
sem amma fór með fyrir mig og
mér fannst skemmtilegt að eiga
ömmu sem kunni ýmis trix, eins
og að juggla boltum. Amma
hringdi stundum með góð og um-
hyggjusöm ráð og alltaf fékk ég
að finna hvað hún var stolt af
barnabörnunum og barnabarna-
börnunum.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt elsku ömmu að, og ég mun allt-
af geyma ömmuhlýjuna í hjart-
anu. Ég kveð þig með þakklæti í
huga. Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og gefið mér. Takk fyr-
ir samfylgdina, elsku amma mín.
Ég geri orðin þín að mínum; Guð
geymi þig. Gleði og gæfa fylgi þér
og minningu þinni ávallt.
Vera Sveinbjörnsdóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Sigríði Friðrikku Jóns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
✝
Þorsteinn Svan-
ur Jónsson fædd-
ist á Ytri-Þorsteins-
stöðum í Haukadal í
Dalasýslu 8. sept-
ember 1935. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Kópa-
vogi 29. maí 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Ágúst Einarsson
bóndi, f. 1888, d.
1981, og Kristín Þorsteinsdóttir
húsfreyja, f. 1902, d.1987. Syst-
ur Þorsteins Svans: Ágústa, f.
1926, Ingveldur, f. 1929, d. 2007,
og Ólöf Erla, f. 1937, d. 2009.
Þorsteinn Svanur kvæntist Ás-
laugu Guðrúnu Torfadóttur, f.
28.1. 1931, d. 5.2. 1978. Þau
skildu. Börn þeirra eru:
1. Torfi Þorsteinn, f. 2.2.
1955, kvæntur Sólveigu Páls-
dóttur. Börn þeirra eru Áslaug,
Björg og Páll Ásgeir. Sambýlis-
maður Áslaugar er Ragnar Eg-
ilsson, Björg er gift Pétri Hrafni
Hafstein og eiga þau dæturnar
Sólveigu Kristjönu og Ingu
Láru, sambýliskona Páls Ás-
geirs er Aðalheiður Einars-
dóttir.
Bríet Inga, Bjarni Þorgeir og
Kolfinna Bergþóra.
Þorsteinn Svanur ólst upp á
Ytri-Þorsteinsstöðum til 14 ára
aldurs og flutti þá í Kópavoginn
með foreldrum sínum. Hann
lærði trésmíði og starfaði við
það allt til síðasta dags. Þor-
steinn Svanur var ákaflega góð-
ur smiður og eftirsóttur sem
slíkur. Hann byggði fjölmörg og
margs konar hús víða um landið.
Meðal starfa hans var
byggingarstjórn kísilgúrverk-
smiðjunnar við Mývatn og sum-
arbúða þjóðkirkjunnar við Vest-
mannsvatn í Reykjadal. Einnig
var hann byggingarstjóri
heimavistarinnar við Lauga-
skóla og fóðurverksmiðjunnar í
Saurbæ í Dalasýslu. Þá vann
hann um tíma við endurbætur á
Núpsskóla í Dýrafirði. Þorsteinn
Svanur stofnaði eigið fyrirtæki,
Krosshamra, sem flutti inn ein-
ingahús frá Bandaríkjunum og
framleiddi einnig fjölda sumar-
bústaða. Síðustu árin vann hann
á eigin verkstæði við ýmiss kon-
ar sérsmíði, s.s. glugga, hurðir
og fleiri verkefni, m.a. fyrir end-
urgerð gamalla húsa og nýtti
þar sérþekkingu sína á slíkri
smíði. Þorsteinn Svanur hafði
mikið yndi af veiðiskap og naut
sín hvergi betur en við Laxá í
Laxárdal.
Útför Þorsteins Svans fer
fram frá Digraneskirkju í dag,
9. júní 2021, klukkan 11.
2. Jón Ágúst f.
26.2. 1958,
kvæntur Hildi
Jónsdóttur. Börn
þeirra eru Sigrún
og Þorsteinn
Svanur. Sam-
býlismaður Sig-
rúnar er Ragnar
Ingi Gunnarsson.
Sambýliskona
Þorsteins Svans
er Brynja Jóns-
dóttir og eiga þau soninn Flóka.
3. Kolfinna Bergþóra, f.
17.11. 1963, gift Stephen Pat-
rick Bustos. Dætur Kolfinnu
Bergþóru eru Áslaug Ragn-
arsdóttir, Kolfinna Von Arn-
ardóttir og Melkorka Ýr Bu-
stos. Eiginmaður Áslaugar er
Friðbert Elí Kristjánsson og
eiga þau Viktoríu og Kristján
Daníel. Fyrir á Friðbert Elías
Arnar. Eiginmaður Kolfinnu
Vonar er Björn Ingi Hrafnsson
og eiga þau börnin Jóhannes
Örn og Björk Von. Fyrir á
Björn Ingi þá Hrafn Ágúst og
Eyjólf Andra.
4. Kristín Þorsteinsdóttir, f.
6.9. 1965, gift Bjarna Þorgeiri
Bjarnasyni. Börn þeirra eru
Svanur tengdafaðir minn hafði
lagt sig meðan hann beið eftir
barnabarni sínu sem var að koma í
heimsókn með bakkelsi. Hundur
hans Pjakkur hjá honum. Nokkr-
um dögum áður hafði hann verið á
einum af uppáhaldsstöðunum sín-
um, trésmiðjunni, að bauka eitt-
hvað með smíðafélögunum. En nú
hafði læknir sagt honum að hann
ætti að sleppa verkstæðisferðun-
um og það hefur honum þótt mið-
ur. Hann lést í svefni. Þetta er eins
gott brotthvarf frá jarðvistinni og
nokkur getur hugsað sér. Hann
hafði átt við hjartabilun að stríða
lengi og lát hans kom ekki á óvart.
Ég vildi samt að ég hefði getað
kvatt hann betur.
Svanur reyndist mér góður
tengdafaðir og vinur. Hann tók að
sér að smíða timburhús okkar
hjónanna í Kópavogi sem síðar
varð líka hans hús. Ég naut
kennslu hans í stangveiði en hann
var mjög flinkur stangveiðimaður
fram eftir öllum aldri og einnig
þótti hann mjög góður skotveiði-
maður á sínum yngri árum. Svan-
ur var óspar á góð ráð og stuðning
varðandi ýmsar framkvæmdir í
húsum mínum. Við áttum það
sameiginlegt að hafa mjög gaman
af framkvæmdum og húsabrasi
ýmiss konar og eyddum stundum
kvöldstundum í að grúska í bygg-
ingateikningum.
Svanur var ættaður úr Dölun-
um og fórum við ferðir þangað að
skoða og rifja upp sögur, bæði frá
hans uppvexti og úr Íslendinga-
sögunum sem hann var hrifinn af.
Hann var minnugur og kunni
ýmsar sögur af viðburðum og fólki
sem gaman var að hlusta á. Eft-
irminnilegar eru kvöldstundirnar
þar sem við Jón röktum úr honum
garnirnar um lífið fyrir vestan á
æskuslóðum hans og í Kópavogi
þar sem hann bjó með foreldrum
sínum á unglinsárum þegar bær-
inn var að byggjast upp. Svanur
var almennt ekki mjög skrafhreif-
inn maður en á þessum stundum
lék hann á als oddi og brá upp
myndum af samferðafólki sínu og
atburðum úr viðburðaríku lífi
sínu.
Hann bar alla tíð mikinn hlý-
hug til Halldórsstaða í Laxárdal í
Þingeyjarsýslu, þar sem hann bjó
í nokkur ár með fjölskyldu sinni,
en þar í sveit varð hann þekktur
fyrir völundarsmíði. Það þótti
heldur betur heppni að svona
reffilegur og handlaginn ungur
maður hefði komið í dalinn. Hann
var fenginn í stór og smá verk, allt
frá að vinna við nýbyggingar við
kísilgúrverksmiðjuna til þess að
lagfæra ýmislegt sem þarfnaðist
endurbóta í húsum víða um sveit-
ina. Til Halldórsstaða kom hann
síðar oft með sínum börnum og
tók þátt í að viðhalda gamla bæn-
um.
Þó að hjartað væri veikt var
hugurinn skarpur og hann fylgd-
ist ávallt vel með fréttum og við-
burðum í lífi afkomendanna en
barnabörnin, Pjakkur og fyrir-
liggjandi smíðaverkefni voru það
sem veittu Svani hvað mesta ham-
ingju undir það síðasta.
Ég kveð hann með söknuði.
Hildur Jónsdóttir.
Við grínuðumst stundum með
það að afi Svanur myndi lifa okkur
öll. Að svo lengi sem hann kæmist
á verkstæðið með Pjakk sinn
myndi ekkert bíta á hann. En eng-
inn er víst eilífur og nú er kominn
tími til að kveðja elsku afa. Afi var
kannski ekki alveg hefðbundinn
afi. Hann tjáði tilfinningar sínar
sjaldnast berum orðum og sýndi
væntumþykju sína í garð fjöl-
skyldunnar fremur í verki. Kær-
leikann og hlýjuna var að finna í
augunum og húmorinn aldrei
langt undan. Við munum öll eftir
því að hafa farið með pabba á
verkstæðið til afa og fengið að
smíða og eftir að hann eignaðist
barnabarnabörn voru þau ávallt
velkomin þangað að smíða hvað
Þorsteinn Svanur
Jónsson
SJÁ SÍÐU 18
- Fleiri minningargreinar
um Sóleyju Ómarsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
batnaði en svo kom annar skell-
ur. Aftur batnaði þér en svo kom
lokaskellurinn. Við reyndum allt,
fengum ráðgjöf frá ýmsum lönd-
um en ekkert gekk. Síðasta árið
var erfitt, þú föst í einangrun í
nokkra mánuði og engin ferða-
lög sökum Covid. Við áttum svo
margt eftir.
Ég finn að þú verður með mér
áfram og fyrir það er ég þakklát.
Minningarnar ylja, þú birtist hér
og þar. Þegar ég bakka bíl, það
mun enginn bakka bíl eins og
þú, Abba-lögin okkar, djúpnær-
ing fyrir hárið, naglalökk, hiti
sólarinnar, eyrnalokkar, þegar
ég vökva blómin, rósavín, mynd-
ir af sætum hundum og kan-
ínum, smátt skornir ávextir út í
jógúrt og þegar ég horfi á fal-
legu börnin þín. Þar ert þú.
Þú verður alltaf aðaldísin mín,
ég elska þig.
Þín systir,
Saga.
Elsku Sóley. Ljósið sem af
þér skein var svo skært, að hver
sá sem var svo heppinn að hitta
þig gleymir því ekki. Ég man vel
þegar ég hitti þig fyrst, það var
aðeins seinna en aðra úr fjöl-
skyldunni minni nýju því þú
bjóst í Svíþjóð. Ég hélt á Tóm-
asi, sem þá var bara ungi, og þú
gekkst allt í einu til mín og lag-
aðir hendurnar á mér til, gerðir
fangið mitt betra fyrir litla Tóm-
as. Ég vissi ekki hvort ég ætti að
þakka þér eða móðgast en svona
varstu; gekkst beint til verks og
gerðir allt betra í kringum þig
með þínu einstaka handbragði.
Ég sá fljótt að þú varst stórkost-
leg kona, fallegri fyrirmynd er
vart hægt að finna í lífinu, fyrir
mann sjálfan eða börnin manns,
enda skírði ég frumburð minn í
höfuðið á þér. Ég veit ekki um
manneskju sem ber hag ann-
arra, manna og dýra, meira fyrir
brjósti en þú. Svo mikill dýravin-
ur varstu að ég hef aldrei kynnst
öðru eins, hjarta þitt virtist
stærra en annarra, svo mikið
gafstu af þér og svo mikið snert-
irðu við öðrum. Elsku Sóley, ég
hefði óskað mér að eignast mun
fleiri minningar með þér og fjöl-
skyldunum okkar, veislur með
Abba á fóninum, ég skulda þér
einn dans. Ég trúi því að þín bíði
gefandi verkefni í næsta heimi,
þar sem þín heilandi orka fær að
njóta sín. Ég trúi því að við hitt-
umst aftur þar. Þú elsku magn-
aða Sóley. Þín verður sárt sakn-
að.
Inga Maren Rúnarsdóttir.
Sóley mágkona mín er látin.
Mágkona, orð sem segir manni
lítið. Sóley var náinn vinur minn,
hluti af mínu eigin lífi. Saga,
konan mín, upplifir að hún hafi
einfaldlega misst hluta af sinni
eigin sál, innsta kjarna. Þær
systur voru hluti hvor af ann-
arri. Sorgin hjá þeim Guðjóni,
Ómari Kára, Írisi og Söru er
nístandi og missir þeirra mestur.
Sóley elskaði vorið, sumarið og
sólina. Þoldi ekki slæmt veður.
Ég trúi því að hún sé nú í eilífri
sól og yl og geti þar fylgst með
börnunum sínum og auðvitað
hljóta að vera þar einhver dýr.
Sjúkdómurinn sem dró hana til
dauða var kaldur og frekur. Sól-
ey barðist í mörg ár. Kynnti sér
allt sjálf en vissi kannski á sama
tíma of mikið um stöðuna og
næstu skref. Sóley var ekki
tilbúin að fara. Það er enginn
friður í því að segja að hún hafi
það nú betra og sé laus við sjúk-
dóminn, hún átti allt of mikið
ógert. Hún skildi sjálf eftir skila-
boð á sinn hátt þar sem hún
trúði því að geta verið með börn-
unum sínum á þeirra stóru
stundum í lífinu. Ég trúi því í
hjarta mínu að það sé á einhvern
hátt mögulegt. Það væri hið
minnsta einhver huggun. Henn-
ar uppáhaldstími er kominn,
sumarið og birtan. Af hverju má
hún ekki sitja í garðinum sínum í
Sollentuna í sólinni, finna ilminn
af blómunum, nostra við dýrin á
heimilinu og einfaldlega njóta
þess að vera til? Sóley verður
með okkur áfram, hún lifir í
hjarta okkar. Fínleg en samt svo
firnasterk. Ég á sjálfur erfitt
með að hugsa til þess að hún sé
farin. Vil ekki viðurkenna raun-
veruleikann. Bíð eftir að fara til
Svíþjóðar og faðma hana. Stutt
faðmlag enda engin óþarfa við-
kvæmni. Við öll sem þekktum
Sóleyju finnum til sorgar en
samt er það sumarið, sólin, þessi
birta í hjartanu sem er minning
um yndislega konu. Stelpu miklu
frekar sem var fjörug, skemmti-
leg, heiðarleg en umfram allt
lífsglöð og björt.
Matthías H. Johannessen.
Útför í kirkju
Kirkjan til staðar
fyrir þig þegar
á reynir
utforikirkju.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ EGILSDÓTTIR,
áður búsett í Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Sléttuvegi, föstudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju mánudaginn 14. júní klukkan 15. Þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á Parkinsonsamtökin.
Oddný Þóra Sigurðardóttir Hrafn S. Melsteð
Eva G. Sigurðardóttir
Erna G. Sigurðardóttir
Anna Signý Sigurðardóttir Kamel Benhamel
Einar, Aldís, Sigurður Már, Sigursteinn Orri,
Örn Calvin, Sólon, Embla Signý, Guðný Líf,
Telma Lovísa og Sigurður Leó
Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir, dóttir og
systir,
BENGTA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR,
varð bráðkvödd miðvikudaginn 19. maí.
Útför verður frá Árbæjarkirkju föstudaginn
11. júní klukkan 13.
Blóm og kransar er afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á líknarfélög.
Benoný H. Margrétarson
Sunneva Lind Benonýsdóttir
Petrina Kristjánsdóttir Magnús J. Magnússon
Ólafur Þorláksson
Davíð Örn Ólafsson
Eva Rakel Magnúsdóttir Ívar logi Grétarsson