Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 20
skólastjóri Álftamýrarskóla. „Þar starfa ég í hópi frábærra sam- starfsmanna og nemenda sem hafa þau áhrif að það er alltaf spenn- mýrarskóla sem starfaði undir nafni Háaleitisskóla þar til síðast- liðið haust þegar skólarnir fengu aftur sitt fyrra nafn og er hún nú H anna Guðbjörg Birg- isdóttir er fædd 9. júní 1971 á fæðing- ardeild Landspít- alans og bjó alla sína bernsku í Mosfellssveit/bæ. „Ég átti frábæra æsku í Mos- fellssveit, amma og afi í föðurætt bjuggu í Mosfellsdal sem er para- dís á jörðu og þaðan á ég frábær- ar bernskuminningar. Ég fékk að prófa alls konar sem krakki, var í ýmsum íþróttum, lærði á fiðlu, fór í dansskóla, fimleika og djassball- ett en var alls ekki nein afreks- manneskja enda með eindæmum metnaðarlaus fyrir slíku þegar á reyndi, fannst hins vegar alltaf skemmtilegt og naut mín vel í hópi, fannst alltaf gaman alls stað- ar, líka í skólanum. Besti skóli bernskunnar var lík- lega þátttaka í Leikfélagi Mos- fellssveitar. Það var svo sem ekki mikið fyrir unglinga að gera í minni sveit ef þeir kunnu hvorki handbolta né að blása í lúður. Í leikfélaginu lærði maður ótrúlega margt sem ég held að hafi gagnast mér síðar í lífinu, maður efldist í samskiptafærni, varð sveigjan- legur, lærði að meta ólíkar þarfir fólks, þjálfaðist í framkomu, tján- ingu og sköpun. Líka í því að halda geggjuð partý og fagna góðu verki.“ Hanna gekk í Varmárskóla og Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ. Eftir grunnskóla fór hún í Menntaskólann við Sund og síðan í Kennaraháskóla Íslands, þaðan útskrifaðist hún 1996. „Árið 2012 útskrifaðist ég svo með MA-gráðu frá HÍ í menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði en ég hafði þá einnig lagt stund á nám í stjórnun menntastofnana við sömu deild í HÍ.“ Hanna hóf kennslu við Vestur- bæjarskóla haustið 1996 þar sem hún starfaði til 2013, fyrst sem umsjónarkennari, síðan deildar- stjóri sérkennslu, aðstoðar- skólastjóri og svo eitt ár sem skólastjóri. Haustið 2013 var hún svo ráðin sem skólastjóri yfir sam- einaðan Hvassaleitis- og Álfta- andi að vakna á morgnana og mæta til vinnu.“ Hanna sat í nokkur ár í stjórn Félags skólastjórnenda í Reykja- vík og í fagráði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hún var um tíma í hlaupahópi KR en er núna komin á fullt í golfið. „Ég var mjög lélegur hlaupari, hljóp reyndar einu sinni hálft maraþon en var mjög lengi að því en mikið þótti mér alltaf gaman að þessu og félagsskapur- inn var frábær. Eftir að ég varð mér úti um vottorð um getuleysi í hlaupum hef ég stundað golf í nokkur ár, það er algerlega frá- bær íþrótt og loksins er ég hætt að segja að ég sé léleg, ég er orð- in efnileg. Við hjónin erum í Nes- klúbbnum á Seltjarnarnesi og það er algerlega frábært. Nú er maður búinn að vera að hita sig upp fyrir seinni hálfleik og ég mun koma sterk til leiks.“ Hanna ætlar að sjálfsögðu að gera vel við sig í tilefni stórafmæl- isins. „Ég ætla að fá til mín vin- konur sem ég hef kynnst í gegn- um tíðina og aðrar konur sem mér þykir vænt um og við ætlum að Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla – 50 ára Stórfjölskyldan Foreldrar Hönnu, systkinin, makar og börn í Þýskalandi. Kem sterk inn í seinni hálfleik Hjónin Hanna og Halldór, alltaf kát. Systkinin Þóra, Sigurður og Hanna fyrir utan heimili Sigurðar. 20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 70 ára Sveinn er Skagamaður, fæddur og uppalinn á Akranesi og býr þar. Hann vann til sjós og var útgerð- arstjóri hjá Haraldi Böðvarssyni í tæp 30 ár. Sveinn er fjárfestir og hefur verið að leigja út iðnaðar- húsnæði en er að minnka við sig. Maki: Halldóra Friðriksdóttir, f. 1950, tannsmiður. Synir: Albert, f. 1969, og Sturlaugur Friðrik, f. 1976. Barnabörnin eru sex og eitt langafabarn, sem verður eins árs 17. júní. Foreldrar: Sturlaugur H. Böðvarsson, f. 1917, d. 1976, útgerðarmaður og Rann- veig Böðvarsson, f. 1924, d. 2005, hús- móðir. Þau voru búsett á Akranesi. Sveinn Sturlaugsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Gættu þess að blanda þér ekki um of í málefni annarra því það gæti orðið til þess að þér yrði kennt um annarra mistök. Ekki hætta við ferðalög á þeim forsendum að þú getir farið seinna. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er hætt við að þú lendir í árekstr- um í dag. Hafnaðu þeim boðum sem þú hef- ur efni á að hafna og haltu ró þinni hvað sem á dynur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þótt þú sért gefinn fyrir einveru og þína torfu máttu ekki loka á allt og alla í kringum þig. Vertu óhrædd/ur við að segja fólki að þér þyki vænt um það. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér finnst samstarfsmenn þínir halda aftur af þér og þig langar til þess að slíta þig lausan. Notaðu tækifærið og komdu þínum hjartans málum á framfæri. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ættir að velta því fyrir þér hvað þú getur gert til að bæta samband þitt við maka þinn og nánustu vini. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gættu þess að lofa ekki upp í ermina í ákafa þínum til þess að leggja vini lið. Ekki þrasa um það hvernig á að deila einhverju niður. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þótt nauðsynlegt sé að skoða mál frá öllum hliðum kemur að því að ákvörðun verður að taka. Reyndu að fá aðra til að sjá þína hlið á málinu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ef samband á að haldast þurfa báðir aðilar að leggja sig fram um að hlúa að því. Nú er rétti tíminn til að ganga frá laus- um endum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú nýtur þess að vera til þessa dagana því þú hefur hitt skemmtilegt fólk og gert margt sem þú hefur ekki upplifað áður. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gættu þess að lenda ekki í óþarfa orðaskaki við vin þinn eða vandamann. Þú munt sjá að misjafn sauður er í mörgu fé. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Láttu það ekki á þig fá, þótt sam- skipti þín við suma séu ekki öll á blíðu nót- unum. Gættu þess þó að gera ekki úlfalda úr mýflugu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þig þyrstir í ævintýri og það er eins gott því þú munt sannarlega fá nóg af þeim á næstunni. Vertu sjálfum þér samkvæmur og þá muntu uppskera laun erfiðis þíns. 30 ára Anna ólst upp í Hafnarfirði og síðar á Húsavík en flutti ný- verið í Hafnarfjörð aft- ur eftir þriggja ára bú- setu í Þingeyjarsýslu. Hún lærði í Noregi, fyrst umhverfis- og þróunarfræði og lauk síðan meistara- gráðu í sérkennslufræðum frá Háskól- anum í Ósló. Anna vinnur hjá Reykja- nesbæ og þjónustar flóttafólk. Maki: Ívar Örn Axelsson, f. 1987, málari en er í fæðingarorlofi. Börn: Mattías Inza, f. 2014, Elsa Katrín, f. 2018, og Kári Björn, f. 2020. Foreldrar: Sveinbjörn Sigurðsson, f. 1965, sjúkraþjálfari og Elsa Sigríður Sveinbjörnsdóttir, f. 1961, iðjuþjálfi. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Kári Björn fæddist 9. júní 2020 kl. 06.45. Hann vó 4.136 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir og Ívar Örn Axelsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.