Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA HROLLVEKJANDI SPENNUMYND THE WRAP FILM SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI 97% SAN FRANCISCO CHRONICLE INDIE WIRE Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sýningarnar Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Mar- grétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson og Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson hljóta flestar tilnefningar til Grímunnar, Ís- lensku sviðslistaverðlaunanna, eða sjö talsins hvor sýning. Næst- flestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Gríman verður afhent í Tjarnarbíói fimmtu- daginn 10. júní og sýnd beint í Rík- issjónvarpinu. Veitt eru verðlaun í 19 flokkum auk heiðursverðlauna Sviðslista- sambands Íslands. Innsend sviðs- verk í ár voru 31 og útvarpsverkin 11. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum reyndist ekki unnt að tilnefna í flokknum Dans- höfundur ársins, en verðlaunahaf- inn verður kosinn beinni kosningu af valnefnd Grímunnar. Vegna yfir- standandi heimsfaraldurs hefur reglum Grímunnar verið hliðrað til annað árið í röð og því færast sýn- ingarnar Hælið, sem frumsýnd var í september, og Fullorðin, sem frumsýnd var í byrjun árs, til næsta verðlaunaárs. Sem kunnugt er var sýningin Níu líf, sem frum- sýnd var í mars 2020, ekki lögð fram til Grímunnar í fyrra þar sem ekki náðu nógu margir dóm- nefndarmenn að sjá hana vegna samkomubanns. Þar sem ekki reyndist unnt að sýna verkið á yfirstandandi leikári vegna sam- komutakmarkana færist Níu líf yfir á næsta verðlaunaár. Sproti ársins - Ekkert er sorglegra en manneskjan „Hér er óperuformið gætt nýju lífi þar sem samsöngur, samhljómur og sammannleg upplifun skiptir höfuðmáli. Höfundum tekst listavel að þræða saman hversdagsleg efn- istök textans, dramatíska tónlistina og stílhreina framkomu flytjenda. Óvænt og fyndin nútímaópera um leitina að hamingjunni, auknum afköstum í vinnunni og eilífa þrá Íslendingsins eftir betri tíð.“ - Kolfinna Nikulásdóttir „Í The Last Kvöldmáltíð sjáum við frumlegan stíl og húmor. Leik- skáldið brýtur viðtekin gildi og vekur upp spurningar um mann- eskjuna, þjóðernishyggju og þjóð- rembu. Skapar sterka leikhús- upplifun með frumlegu efnisvali, djörfum og áleitnum texta.“ - Leikhópurinn PolÍs „Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! er verk sem lifir með manni löngu eft- ir að tjaldið fellur. Leikhópurinn kafar ofan í tvo menningarheima og fléttar þá saman. Afraksturinn er kvöldstund þar sem listamenn og leikhúsgestir af íslenskum og pólskum uppruna ná samhljómi þvert á uppruna og tungumál.“ Barnasýning ársins - Dagdraumar - Kafbátur - Tréð Útvarpsverk ársins - Litlu jólin eftir leikhópinn Krið- pleir: Bjarni Jónsson, Árni Vil- hjálmsson, Ragnar Ísleifur Braga- son og Friðgeir Einarsson í leikstjórn hópsins. - Með tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leik- stjórn Silju Hauksdóttur. - Vorar skuldir eftir leikhópinn Kriðpleir í leikstjórn hópsins. Dans- og sviðshreyfingar ársins - Chantelle Carey – Kardemommubærinn - Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke – Allra veðra von - Unnur Eísabet Gunnarsdóttir – Veisla Dansari ársins - Charmene Pang – Dagdraumar - Emelía Benedikta Gísladóttir – Á milli stunda – Ég býð mig fram 3 - Inga Maren Rúnarsdóttir – Ævi Söngvari ársins - Hanna Dóra Sturludóttir – KOK - María Sól Ingólfsdóttir – Ekkert er sorglegra en manneskjan - Sveinn Dúa Hjörleifsson – Die Schöne Müllerin Hljóðmynd ársins - Aron Þór Arnarsson, Magnús Tryggvason Eliassen og Steingrímur Teague – Kafbátur - Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson – Vertu úlfur - Stefán Már Magnússon – Haukur og Lilja – Opnun Tónlist ársins - Davíð Berndsen, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Prins Póló og Snorri Helgason – Veisla - Friðrik Margrétar-Guðmunds- son – Ekkert er sorglegra en manneskjan - Þórunn Gréta Sigurðardóttir – KOK Lýsing ársins - Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson – Vertu úlfur - Hafliði Emil Barðason – Ekkert er sorglegra en mann- eskjan - Ólafur Ágúst Stefánsson – Haukur og Lilja – Opnun Búningar ársins - Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir – Ekkert er sorglegra en mann- eskjan - Júlíanna Lára Steingrímsdóttir – Dagdraumar - María Th. Ólafsdóttir – Kardemommubærinn Leikmynd ársins - Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir – Sunnefa - Elín Hansdóttir – Vertu úlfur - Finnur Arnar Arnarson – Kafbátur Leikari ársins í aukahlutverki - Arnmundur Ernst Backman Björnsson – Kópavogskrónika - Hilmir Snær Guðnason – Nashyrningarnir - Kjartan Darri Kristjánsson – Kafbátur Leikkona ársins í aukahlutverki - Ásthildur Úa Sigurðardóttir – The Last Kvöldmáltíð - Birna Pétursdóttir – Benedikt Búálfur - Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – Nashyrningarnir Leikari ársins í aðalhlutverki - Björn Thors – Vertu úlfur - Ólafur Ásgeirsson – Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! - Sigurður Þór Óskarsson – Veisla Leikkona ársins í aðalhlutverki - Edda Björg Eyjólfsdóttir – Haukur og Lilja – Opnun - Helga Braga Jónsdóttir – The Last Kvöldmáltíð - Ilmur Kristjánsdóttir – Kópavogskrónika - Vala Kristín Eiríksdóttir – Oleanna Leikstjóri ársins - Adolf Smári Unnarsson – Ekkert er sorglegra en mann- eskjan - María Reyndal – Haukur og Lilja – Opnun - Unnur Ösp Stefánsdóttir – Vertu úlfur Leikrit ársins - Haukur og Lilja - Opnun eftir Elísabetu Jökulsdóttur - The Last Kvöldmáltíð eftir Kolfinnu Nikulásdóttur - Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stef- ánsdóttur og Héðin Unnsteinsson Sýning ársins - Ekkert er sorglegra en mann- eskjan - Haukur og Lilja – Opnun - Vertu úlfur Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnar Manneskjan Ekkert er sorglegra en manneskjan hlýtur sjö tilnefningar. Ljósmynd/Jorri Úlfur Björn Thors í Vertu úlfur sem einnig hlýtur sjö tilnefningar í ár. Tvær sýningar með sjö tilnefningar - Sýningarnar Ekkert er sorglegra en manneskjan og Vertu úlfur með flestar Grímutilnefningar 2021 eða sjö hvor - Haukur og Lilja – Opnun með sex - Kafbátur og The Last Kvöldmáltíð fjórar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.