Morgunblaðið - 09.06.2021, Side 15
UMRÆÐAN
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
Vilhjálmur Bjarna-
son, fyrrverandi
bankaútibússtjóri, há-
skólakennari og al-
þingismaður, leitar nú
að nýju eftir setu á Al-
þingi Íslendinga.
Hann biður um 3.
sæti eða ofar á lista
Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Ég tel þetta þjóð-
þrifamál, það er þörf á
að fá Vilhjálm aftur á Alþingi.
Vinnuþjarkur eins og hann hefur
þar margt fram að færa og til að
berjast fyrir.
Í grein Vilhjálms í Morgunblaðinu
4. júní sl. koma fram nokkur skýr
stefnumál hans og viðhorf, í anda
sjálfstæðisstefnunnar.
Ég treysti engum betur
en honum, í góðu sam-
starfi við aðra þing-
menn Sjálfstæðis-
flokksins, sem og aðra
þingmenn samstarfs-
flokka, til að fylgja mál-
um eftir.
Ég minnist áratuga
samstarfs við Vilhjálm
á sviði banka- og fjár-
mála, og á sviði sjávar-
útvegsins og íslensks
atvinnulífs.
Oftast var Vilhjálmur
fyrstur til að sjá lausnir verkefna og
vandamála og vinna þeim fylgi. Ég
hafði bæði gagn og gaman af sam-
skiptum og samvinnu okkar. Erlend-
ir bankamenn voru mjög ánægðir
eftir heimsóknir til hans í Vest-
mannaeyjum, þar sem þeir sáu ís-
lenskt atvinnulíf í hnotskurn undir
leiðsögn Vilhjálms. Þær heimsóknir
höfðu jafnvel áhrif á lánakjör ís-
lenskra fyrirtækja!
Og svo hefur Vilhjálmur sjaldgæf-
an áhuga á menningu og listum! Er
einhver annar frambjóðandi sem
deilir þeim áhuga?
Við þurfum Vilhjálm Bjarnason
aftur á þing! Til þess þarf hann
öruggt sæti á lista!
Góð kosning í prófkjöri tryggir
það! Í þriðja sæti eða ofar!
Eftir Guðmund
Gíslason
Guðmundur
Gíslason
»Ég tel þetta þjóð-
þrifamál, það er þörf
á að fá Vilhjálm aftur á
Alþingi.
Höfundur var forstöðumaður erlendra
viðskipta í Útvegsbanka Íslands.
Til stuðnings við
Vilhjálm Bjarnason
Einstaklingar sem
hætta sér út í eigin
rekstur eru að mínu
mati hetjur. Hetjur að
því leytinu til að þeir
veita öðrum atvinnu
og öryggi.
Með atvinnuöryggi
er ég ekki að vísa
bara til þess að þeim
ber að greiða starfs-
mönnum sínum sann-
gjörn laun. Samhliða þessu greiða
fyrirtæki einnig í mikilvæga sam-
eiginlega sjóði, s.s. mótframlög í líf-
eyrissjóði, tryggingargjald, veik-
indadaga, laun á lögbundnum
frídögum, sjúkratryggingar, upp-
sagnarfrest og orlofsrétt. Við þetta
vinnu-samband launamanns og at-
vinnurekanda myndast skattar sem
eru grundvöllur öflugs velferðar- og
heilbrigðiskerfis.
Sú óvissa sem stundum hefur
verið uppi í íslensku samfélagi hef-
ur reynst fyrirtækjum erfið. Það á
því að vera frumskylda stjórnmála
að veita þessum fyrirtækjum fyr-
irsjáanleika í sínum rekstri. Það
hefur verið miserfitt og má nefna í
því sambandi eitt stykki bankahrun
og núna seinna kórónufaraldurinn.
Í tengslum við kófið vil ég hrósa
ríkisstjórninni fyrir sínar aðgerðir
undanfarið ár. Ég er sannfærð um
að þau risastóru skref sem hafa
verið tekin í faraldrinum hafa orðið
til þess að færri fyrirtæki fóru í
þrot og afkoma einstaklinga og fjöl-
skyldna var vernduð. Fyrir þetta
þakka ég, og sýnir okkur að það
skiptir máli hverjir stjórna, það
skiptir nefnilega mjög miklu máli.
Mér hugnast ekki hugmyndafræði
vinstrimanna, sem felur iðulega í
sér hærri skatta og það furðulega
viðhorf að fjármunir myndist í
skúffum embættismanna en ekki
með verðmætasköpun einka-
framtaksins.
Það er því oft þungbært að
hlusta á ýmsar raddir og það jafn-
vel innan verklýðsforystunnar að
fyrirtækjaeigendur séu iðulega að
reyna að svindla á starfsfólkinu
frekar en skaffa því lífsviðurværi og
öryggi. Vissulega eru svartir sauðir
á ýmsum stöðum.
Í miðjum faraldr-
inum var einnig ákveð-
ið að stytta vinnuvik-
una. Það má vel vera
að slíkt sé auðvelt á
ákveðnum vinnustöðum
og þá helst hjá ríkis-
stofnunum, sem ein-
faldlega loka fyrr á
daginn og veita þá okk-
ur minni þjónustu, á
meðan tekjur stofn-
ananna, skattféð, drag-
ast ekkert saman. En
ég vil benda á að fyrir
lítil þjónustufyrirtæki sem hafa ein-
göngu tekjur af útseldri vinnu er
þetta ekki auðvelt og augljóslega
hlýst af þessu aukakostnaður sem
einhvers staðar þarf að mæta. Ég
vil einnig nefna skattþrepin þrjú.
Ungt fólk, sem mögulega vill auka
við sig vinnu, hikar við yfirvinnu
þar sem það er ekki mikill hvati að
vinna meira og fara yfir í viðmið
hátekjuskattþreps, sem er um
980.000. Þar hækkar skattheimtan
um u.þ.b. 10%, þar sem hátekju-
skattur er 46,25%. Ég tel að í ljósi
launaþróunar þurfi að breyta við-
miðum skattþrepanna svo þau dragi
ekki úr metnaði fólks að vinna sér
inn hærri tekjur.
Það er gífurlega mikilvægt að
stjórnmálaflokkar taki afstöðu með
atvinnulífinu en vinni ekki á móti
því með endalausum skattahækk-
unum og ófyrirsjáanleika. Að mínu
mati tekur Sjálfstæðisflokkurinn,
einn flokka, þessa skýru afstöðu,
þar sem fólkið innan hans skilur að
án öflugs atvinnustigs er enginn
grundvöllur fyrir góðu velferðar-
kerfi.
Hetjur í
atvinnulífinu
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
» Það er gífurlega mik-
ilvægt að stjórn-
málaflokkar taki afstöðu
með atvinnulífinu en
vinni ekki á móti því
með endalausum skatta-
hækkunum og ófyrir-
sjáanleika.
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur-
kjördæmi.
kareneha@gmail.com
Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins
hafa farið mikinn í
fjölmiðlum að und-
anförnu í tilraun til að sýna fram á að-
haldsleysi í rekstri Svf. Árborgar.
Fyrir tveimur vikum birtust slíkar
greinar þeirra í Morgunblaðinu og í
Dagskránni. Einnig birtist í Frétta-
blaðinu frétt á sama veg, þar sem
fréttamaður hafði verið mataður á
röngum upplýsingum. Blaðamað-
urinn birti afsökunarbeiðni í Frétta-
blaðinu daginn eftir og baðst velvirð-
ingar á því sem hann hafði eftir
D-listamönnum í Árborg.
Það er eitt að rita grein með röng-
um upplýsingum og setja nafn sitt
undir en allt annað að mata frétta-
menn með ósannindum. Fréttamenn
verða að fara með réttar upplýsingar
en í greinum sínum geta greinarhöf-
undar farið rangt með á eigin ábyrgð.
Hér verður reynt að rétta af stað-
reyndahalla D-listans og greiða úr
óreiðu í málflutningi hans.
Listin að gjaldfella
sinn eigin málflutning
Meðvitað eða ómeðvitað hafa bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins beitt
þeirri list ítrekað á þessu kjörtímabili
að gjaldfella sinn eigin málflutning.
D-listafólk fer hamförum í fjölmiðlum
og segir óviðunandi að auka skuld-
irnar, vegna fjárfestinga sem eru til-
komnar vegna aukinnar þjónustu við
þann fjölda fólks sem flutt hefur í
sveitarfélagið undanfarin ár, fjárfest-
ingar í íþróttahúsi, leikskóla og veitu-
kerfum. Á sama tíma eru þau tilbúin
til að skuldsetja sveitarfélagið upp á
nærri hálfan milljarð fyrir bílastæða-
hús í einkaframkvæmd.
Höldum okkur við staðreyndir
Hag- og upplýsingasvið Sambands
íslenskra sveitarfélaga tekur ár hvert
saman helstu þætti ársreikninga
sveitarfélaga landsins. Þar kemur
fram að 21 sveitarfélag er skuldsett-
ara en Svf. Árborg ef litið er til skulda
á hvern íbúa. Dæmi um sveitarfélög
sem eru ofar á listanum eru Reykja-
víkurborg, Hafnarfjörður, Akureyri,
Fjarðabyggð og Hveragerðisbær.
Þrátt fyrir fordæmalausar fjárfest-
ingar í innviðum eru skuldir Árborg-
ar í dag svipaðar og árið 2015.
Skuldir sveitarfélaga landsins hafa
almennt hækkað töluvert á milli ár-
anna 2019 og 2020 vegna áhrifa kór-
ónuveirunnar. Hjá Svf. Árborg er
skuldaaukningin hinsvegar að mestu
tilkomin vegna nauðsynlegra fjárfest-
inga og er aukning skuldanna nánast
á pari við aukningu eigna í íþrótta-
húsi, leikskóla og veitukerfum.
Það er beinlínis villandi framsetn-
ing hjá bæjarfulltrúum Sjálfstæð-
isflokksins að setja fram tölur og ha-
laklippt súlurit sem sýna aukningu í
tekjum, skuldum og stöðugildum án
þess að taka tillit til íbúafjölda. Fæst-
um dettur í hug að bera 8.000 manna
sveitarfélag saman við 10.000 manna
sveitarfélag án tillits til íbúafjölda.
Hag- og upplýsingadeild Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hefur
nýverið lýst miklum áhyggjum af því
hve mikið fjárfestingar sveitarfélaga
drógust saman á síðasta ári. Það er
þeirra mat að miðað við stöðuna í
þjóðarbúskapnum hefði verið nauð-
synlegt að bæta verulega í fjárfest-
ingar. Ef öll sveitarfélög hefðu árið
2020 verið rekin á þann hátt sem
minnihlutinn í Árborg hefur viljað
gera þá væri enn þyngra hljóðið í
Sambandi íslenskra sveitarfélaga og
fjármálaráðherra landsins sem talaði
fyrir hinu gagnstæða allt síðastliðið
ár.
Með virðingu og vinsemd
Það væri óskandi að bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hættu að þyrla
upp svo miklu ryki að byrgir þeim
sjálfum sýn. Við, bæjarfulltrúar
meirihlutans í Svf. Árborg, setjum
hér fram þá ósk að þeir hætti að bera
fram rangar og villandi upplýsingar
um málefni sveitarfélagsins, á lands-
vísu og innan sveitarfélags. Slíkt er
ekki sveitarfélaginu eða íbúum þess
til gagns og tæplega D-listanum held-
ur, þegar upp er staðið.
Tölum um staðreyndir og förum rétt með
Eftir Örnu Íri
Gunnarsdóttur,
S-lista, Eggert Val
Guðmundsson,
S-lista, Helga S.
Haraldsson,
B-lista, Sigurjón
Vídalín Guð-
mundsson, Á-lista
og Tómas Ellert
Tómasson, M-lista.
» Það er eitt að rita
grein með röngum
upplýsingum og setja
nafn sitt undir en allt
annað að mata frétta-
menn með ósannindum.
Tómas Ellert
Tómasson
Höfundar eru bæjarfulltrúar í Sveit-
arfélaginu Árborg.
Eggert Valur
Guðmundsson
Helgi S.
Haraldsson
Sigurjón Vídalín
Guðmundsson
Arna Ír
Gunnarsdóttir
Aldursdreifing ís-
lenskrar þjóðar hefur
breyst mikið á síðustu
áratugum. Fæðingum
fækkað og meðalald-
urinn hækkað. Um
30% kjósenda eru kom-
in yfir sextugt eða
75.000 manns. Margir
telja að þessi hópur sé
bæði orðinn of stór og
þurftafrekur. Krafa
samtímans er að aldraðir séu lítt
sýnilegir. Fólk á að hætta sem fyrst
að vinna, flytja í elliblokk og skipta
veraldlegum eigum sínum milli erf-
ingjanna. Rosknir borgarar þekkja
vel spurningar eins og: „Ertu enn að
vinna?“ „Ertu enn að ferðast?“
„Ertu ennþá lifandi?“
Áhrif þessa stóra hóps eru fremur
lítil. Sárafáir ellilífeyrisþegar eru í
framboði í komandi kosningum og
enginn í öruggu sæti. Flokkarnir
vilja að gamla fólkið kjósi en láti að
öðru leyti sem minnst fyrir sér fara.
Enginn skyldi þó efast um andlegt
og líkamlegt atgervi gamals fólks.
Sighvatur Sturluson
barðist vel og drengi-
lega á Örlygsstöðum
ásamt nokkrum ellilíf-
eyrisþegum úr Dala-
sýslu 1238. Egill Skalla-
grímsson orti Sonar-
torrek orðinn vel
aldurhniginn. Jón Ara-
son fór í herför á Suður-
land í ellinni til að berja
á lúterstrúarmönnum.
Bergþóra Skarphéð-
insdóttir hvatti syni
sína til mannvíga þótt
hún væri nokkuð við aldur. Ekkert
þessara höfðingja hefði náð inn á
framboðslista stjórnmálaflokkanna
þar sem eitt helsta kosningaslagorðið
er „kjósum framtíðina“ þótt hún sé
jafn ófyrirsjáanleg og gosvirknin á
Reykjanesi.
Það er mér mikil ánægja að Vil-
hjálmur Bjarnason viðskiptafræð-
ingur skuli gefa kost á sér til þing-
setu í komandi kosningum.
Vilhjálmur þekkir vel kjör aldraðra
og er djarfur og óhræddur baráttu-
maður. Hann hefur alltaf þorað með-
an aðrir þögðu.
Sveinn frá Elivogum flutti eitt
sinn húnvetnskum stórbónda þessa
vísu:
Ættarsvip af Agli ber’ann
orðaleikni Grettis sterka.
Spaki Njáll í anda er’ann
Ólafur pá til rausnarverka.
Ég ætla mér ekki að snúa þessu
oflofi upp á Vilhjálm en enginn fram-
bjóðenda í Suðvesturkjördæminu
kemst nær þessari mannlýsingu en
einmitt hann. Vilhjálmur þekkir alla-
vega þessa ellilífeyrisþega sem ort
er um. Ég vil hvetja sjálfstæðismenn
til að kjósa Vilhjálm í öruggt sæti í
komandi prófkjöri og sérstaklega
eldri borgara. Okkur veitir ekki af
að eiga öflugan málsvara eins og Vil-
hjálm á þingi.
Eftir Óttar
Guðmundsson »Ég vil hvetja sjálf-
stæðismenn til að
kjósa Vilhjálm í öruggt
sæti í komandi prófkjöri
og sérstaklega eldri
borgara.
Óttar Guðmundsson
Höfundur er læknir og rithöfundur.
Til stuðnings
Vilhjálmi Bjarnasyni