Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 23
Ljósmynd/EuroLeague
Titilbarátta Martin Hermannsson
getur komist í úrslitin á Spáni.
Martin Hermannsson og samherjar
hans í Valencia eru áfram með í bar-
áttunni um spænska meistaratitilinn
í körfuknattleik eftir að þeir unnu
sannfærandi sigur á Real Madrid á
heimavelli, 85:67, í gærkvöld.
Þetta var annar leikur liðanna og
þar sem Real Madrid vann þann
fyrsta var að duga eða drepast fyrir
Valencia því það nægir að vinna tvo
leiki til að komast í úrslitaeinvígið.
Valencia náði góðu forskoti í öðr-
um leikhluta og var yfir í hálfleik,
44:29, eftir magnaða þriggja stiga
flautukörfu frá Martin. Valencia gaf
aldrei færi á sér í seinni hálfleiknum,
var um tíma með 22 stiga forskot á
deildarmeistarana og innbyrti að
lokum afar öruggan sigur.
Martin skoraði níu stig í leiknum,
öll í fyrri hálfleik, og átti auk þess
fimm stoðsendingar og tók eitt frá-
kast en hann lék í tæpar 19 mínútur.
Oddaleikur liðanna fer fram í
Madríd en liðið sem vinnur þetta
einvígi mætir Barcelona eða Tener-
ife í úrslitunum. Barcleona vann
fyrsta leikinn þeirra á milli með yfir-
burðum, 112:69, og annar leikurinn
verður háður á sólareyjunni Tener-
ife í kvöld. Tenerife endaði í þriðja
sæti deildarinnar í vetur og Valencia
í því fjórða.
Unnu sannfærandi sigur á Real Madrid
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021
_ Frakkar luku undirbúningi sínum
fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu í
gærkvöld með því að sigra Búlgara
3:0 í vináttulandsleik á Stade de
France í útjaðri Parísar. Antoine
Griezmann skoraði eftir hálftíma leik
en Olivier Giroud gerði út um leikinn
með tveimur mörkum á lokakaflanum.
Hann kom inn á sem varamaður undir
lok fyrri hálfleiks þegar Karim Ben-
zema fór meiddur af velli. Giroud hef-
ur nú skorað 46 mörk í 108 lands-
leikjum og aðeins Thierry Henry hefur
skorað fleiri mörk fyrir franska lands-
liðið, 51 mark í 123 leikjum.
_ Karim Benzema kom inn í franska
liðið á ný í vor eftir sex ára fjarveru og
hefur verið í byrjunarliðinu í vináttu-
landsleikjunum tveimur sem liðið hef-
ur spilað til upphitunar fyrir EM, án
þess að ná að skora mark. Frakkar
mæta Þjóðverjum í fyrsta leik sínum á
EM næsta þriðjudag, 15. júní, og leika
síðan við Ungverja og Portúgala 19.
og 23. júní.
_ Erlend félög eru þegar farin að
sýna Brynjari Inga Bjarnasyni, mið-
verði KA og íslenska landsliðsins í
knattspyrnu, mikinn áhuga. Akureyr-
i.net skýrði frá því í gær að KA hefði
þegar fengið tilboð í hann frá félögum
í Rússlandi og Ítalíu. Þá hefðu borist
fyrirspurnir frá félögum á Norð-
urlöndum. Brynjar Ingi hafði ekki leik-
ið með neinu yngra landsliði Íslands
áður en hann spilaði sinn fyrsta A-
landsleik gegn Mexíkó á dögunum og í
gær skoraði hann sitt fyrsta landsliðs-
mark þegar Ísland og Pólland gerðu
jafntefli í Poznan.
_ Vestri getur tryggt sér úrvalsdeild-
arsæti í körfubolta á föstudagskvöldið
eftir að hafa sigrað Hamar, 94:85, í
þriðja umspilsleik liðanna í Hveragerði
í gærkvöld. Staðan er 2:1 fyrir Vestra.
Ken-Jah Bosley skoraði 21 stig fyrir
Vestra, Nemanja Knezevic 19 og
Marko Dmitrovic 17 en hjá Hamri var
Ruud Lutterman með 28 stig og José
Medina 13 og átti 23 stoðsendingar.
_ Letesenbet Gidey frá Eþíópíu sló í
gærkvöld tveggja sólarhringa gamalt
heimsmet Safan Hassan frá Hollandi í
10.000 metra hlaupi kvenna. Hún
hljóp vegalengdina á 29:01,03 mín-
útum á móti í heimalandi sínu og
bætti met Hassan um rúmar fimm
sekúndur. Hassan hafði bætt fyrra
met um tíu sekúndur.
_ Þrír leikmenn í 1. deild karla í fót-
bolta hafa verið úrskurðaðir í tveggja
leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd
KSÍ vegna rauðra spjalda sem þeir
fengu um síðustu helgi. Þetta eru
Emmanuel Eli Keke og Kareem
Isiaka, leikmenn Víkings í Ólafsvík, og
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson,
leikmaður Kórdrengja. Enginn leik-
maður í úrvalsdeild karla var úrskurð-
aður í bann á fundi nefndarinnar í gær
en Ólafur Pétursson, aðstoðarþjálfari
kvennaliðs Breiðabliks, fékk eins leiks
bann vegna brott-
vísunar í leik
gegn
Keflavík
í úrvals-
deild
kvenna um
síðustu
helgi.
Eitt
ogannað
Slóvenski körfuboltamaðurinn
Jaka Brodnik, sem hefur leikið hér
á landi undanfarin þrjú ár, hefur
samið við Keflvíkinga um að leika
með þeim á næsta keppnistímabili.
Brodnik er 29 ára gamall fram-
herji, 2,03 metrar á hæð, en hann
hefur leikið undanfarin tvö ár með
Tindastóli og áður eitt ár með Þór í
Þorlákshöfn. Hann hefur einnig
leikið með félagsliðum í Tékklandi,
Svíþjóð og Litháen. Brodnik skor-
aði að meðaltali 15 stig og tók sex
fráköst í leik með Tindastóli á síð-
asta keppnistímabili.
Brodnik samdi
við Keflavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flytur Jaka Brodnik tekur frákast í
leik með Tindastóli.
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er
með tveggja högga forystu eftir tvo
hringi á Opna breska áhugamanna-
mótinu sem fram fer í Kilmarnock í
Skotlandi. Ragnhildur lék stórkost-
legt golf í gær þegar hún lék annan
hringinn á 66 höggum, sjö höggum
undir pari, en hún var eini kylfing-
urinn sem lék á undir 70 höggum.
Hún er á samtals sex höggum undir
pari eftir tvo hringi. Hulda Clara
Gestsdóttir er í 12. sæti á þremur
höggum yfir pari og Jóhanna Lea
Lúðvíksdóttir á ellefu höggum yfir
pari í 53. sæti.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Efst Ragnhildur Kristinsdóttir lék
hringinn á 66 höggum í gær.
Ragnhildur átti
frábæran hring
HANDBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Aldís Ásta Heimisdóttir stýrði leik
Íslandsmeistara KA/Þórs í hand-
knattleik af mikilli yfirvegun á tíma-
bilinu þrátt fyrir að vera einungis 22
ára gömul.
Þetta var fyrsti Íslandsmeistara-
titill KA/Þórs sem hafnaði í sjötta
sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu
leiktíð en liðið varð einnig deildar-
meistari í ár, ásamt því að leggja
Fram að velli í Meistarakeppni HSÍ,
30:27, í úrslitaleik í Framhúsi í sept-
ember í upphafi tímabilsins.
Leikstjórnandinn skoraði fjögur
mörk að meðaltali í leik með KA/Þór
á tímabilinu, ásamt því að gefa þrjár
stoðsendingar að meðaltali í nítján
leikjum.
„Þessi árangur okkar á tímabilinu
kom okkur flestum á óvart,“ sagði Al-
dís Ásta í samtali við Morgunblaðið.
„Það ríkti mikil spenna innan leik-
mannahópsins þegar félagið tilkynnti
að Rut [Jónsdóttir] væri á leið til fé-
lagsins. Við vorum með nýjan þjálf-
ara líka og aðalmarkmiðið okkar fyrir
tímabilið var fyrst og fremst að kom-
ast í úrslitakeppnina.
Meistarakeppni HSÍ var góð próf-
raun fyrir okkar því eftir að hafa lagt
Fram að velli vissum við betur hvar
við stóðum og hvað við gátum. Við
héldum áfram á sömu braut og eftir
að liðið varð deildarmeistari var
stefnan sett á Íslandsmeistaraititlinn.
Það tókst og ég held að það sé óhætt
að segja við séum allar í skýjunum
með tímabilið í heild sinni,“ sagði Al-
dís Ásta.
Ótrúleg innkoma Rutar
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir
sneri aftur heim til Íslands eftir tólf
ár í atvinnumennsku og reyndist hún
hvalreki fyrir félagið.
„Þegar við heyrðum fyrst af því að
Rut væri á leiðinni til félagsins þá
ákváðum við að taka aukaæfingar yf-
ir sumartímann. Við vildum halda
ránni í hámarki fyrir komu hennar og
við mættum þar af leiðandi inn í tíma-
bilið í frábæru formi. Á sama tíma
bættum við okkur allar sem leikmenn
og með tilkomu Rutar urðum við
ennþá betri ef svo má segja. Hún er
búin að vera atvinnumaður í íþrótt-
inni lengi og hún einfaldlega gerir
aðra leikmenn í kringum sig betri
líka. Hún var mjög dugleg að miðla af
reynslu sinni og lét mikið að sér
kveða á æfingum.
Við æfðum líka aukalega í hádeg-
inu oft á tíðum yfir tímabilið en þá var
enginn þjálfari á svæðinu. Þá tók Rut
það á sig að stýra skotæfingum sem
dæmi og í hreinskilni sagt þá bættu
margir leikmenn skotin sín á tíma-
bilinu, þökk sé Rut. Eins kom hún
með marga frábæra punkta fyrir
okkur í gegnum tímabilið og við tók-
um það allt til okkar og fórum eftir
því sem hún var að segja enda mikil
fyrirmynd. Ég þekkti hana ekki áður
en hún kom til félagsins en hún er ein
besta manneskja sem ég hef kynnst
og tilbúin að gera allt fyrir okkur
stelpurnar í liðinu.“
Andri Snær Stefánsson tók við
þjálfun KA/Þórs fyrir tímabilið en
hann var að stíga sín fyrstu skref í
þjálfun.
„Andri kom frábærlega inn í þetta
og hann lagði strax mikla áherslu á
liðsheildina og að við hefðum gaman
af því sem við værum að gera. Það
vantaði aðeins upp á það á síðasta
tímabili fannst mér. Andri er frábær
þjálfari og hann leyfir leikmönnum að
gera sín mistök.
Alveg sama hvað þá hvetur hann
okkur áfram á hliðarlínunni. Hann er
alltaf jákvæður, jafnvel þó maður eigi
það sjálfur til að detta í einhverja nei-
kvæðni, og það er frábært að vera
með þannig þjálfara á hliðarlínunni.“
Treysta hver annarri
Margir ungir leikmenn KA/Þórs
fóru fyrir sínu liði þegar mest á
reyndi á nýliðnu tímabili en liðið gerði
ótrúlega vel í að stýra klukkunni, eins
og það kallast á íþróttamáli, í leikjum
sínum í vetur og þá sérstaklega þegar
inn í úrslitakeppnina var komið.
„Ég satt best að segja veit ekki al-
veg hvaðan þessi mikla ró innan liðs-
ins kom. Þetta hefur alls ekki verið
svona hjá okkur alltaf en á sama tíma
erum við allar mjög góðar vinkonur
utan vallar og við treystum hver ann-
arri 100%.
Rut var líka mjög dugleg að stýra
spilinu og róa okkur niður þegar mest
á reyndi. Þá var Andri alltaf rólegur á
hliðarlínunni, sama hvað, og það
smitaði klárlega út frá sér og inn í all-
an leikmannahópinn.“
Leikmenn KA/Þórs voru vel studd-
ir af stuðningsmönnum liðsins allt
tímabilið og hálfur Akureyrarbær var
mættur til þess að taka á móti þeim á
sunnudaginn síðasta þegar liðið kom
heim með bikarinn.
„Stuðningurinn sem við höfum
fengið í gegnum allt tímabilið og í úr-
slitakeppninni hefur verið algjörlega
geggjaður. Í öðrum leik úrslitaeinvíg-
isins á Hlíðarenda sá maður alla Ak-
ureyringa í stúkunni vera að hvetja
okkur áfram á meðan það var
kannski ekki alveg þannig Vals-
megin. Við áttum satt best að segja
ekki von á svona mörgum Akureyr-
ingum í stúkunni og það var frábært
að verða Íslandsmeistari fyrir framan
þá alla.
Heimkoman til Akureyrar var líka
frábær þar sem slökkvilið flugvall-
arins sprautaði vatni yfir flugvélina
þegar hún ók heim að flugstöðinni,
liðinu til heiðurs. Eftir það tók troð-
full flugstöð af stuðningsmönnum á
móti okkur. Ég var skjálfandi þegar
ég gekk inn í flugstöðina því ég átti
satt best að segja ekki von á svona
mörgum að taka á móti okkur og það
kom mjög skemmtilega á óvart,“
bætti Aldís Ásta við í samtali við
Morgunblaðið.
Gekk skjálf-
andi inn í
flugstöðina
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Öflug Aldís Ásta Heimisdóttir var í stóru hlutverki í Íslandsmeistaraliði
KA/Þórs og segir að allt hafi gengið framar björtustu vonum.
- Leikstjórnandinn Aldís Ásta var lykil-
kona í Íslandsmeistaraliði KA/Þórs