Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 ✝ Sigríður F. Jónsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 27. maí 1937. Hún lést á Land- spítalanum 27. maí 2021. Foreldrar Sig- ríðar voru Jón Ólafur Kristjánsson skipstjóri, fæddur á Alviðru í Dýrafirði 1876, d. 1966, og Arnfríður Lára Álfsdóttir, fædd í Hjarðardal ytri í Önundarfirði 1896, d. 1980. Jón og Arnfríður eign- uðust þrjú börn; Guðrúnu Mar- íu, f. 1933, d. 1957, Sigríði og tvíburabróður hennar Stefán Guðna, f. 1937. Systkini sam- feðra eru: Kristjana Vigdís, f. 1904, d. 1984, og Gunnar Gils, f. 1910, d. 1979. Móðir þeirra og fyrri kona Jóns var Guðrún María Gilsdóttir. Systkini sam- mæðra eru: Ebeneser, f. 1916, d. 1937, Sólveig, f. 1917, d. 1918, Álfheiður, f. 1920, d. 2010, og Arngrímur Vídalín, f. 1921, d. 2017. Faðir þeirra og fyrri mað- ur Arnfríðar var Guðjón Jör- undsson. Árið 1956 giftist Sigríður Guðna Albert Guðjónssyni rennismíðameistara, f. 16. maí úar 1958. Eiginmaður hennar er Viðar Böðvarsson, f. 1951. Dótt- ir þeirra er: a) Rakel, f. 1978. 3) Arnfríður Lára, f. 5. júlí 1960. Eiginmaður hennar er Svein- björn Lárusson, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Vera, f. 1981. b) Marta, f. 1988. c) Símon Guðni, f. 1995. 4) Kristín, f. 7. júní 1964. Sonur hennar og manns hennar Einars Vignis Sigurðssonar, f. 1964, er: a) Benedikt Leó, f. 2002. Börn Einars af fyrra sam- bandi eru Valgerður Brynja, f. 1985, og Pálmar Dan, f. 1988. 5) Jóna Björk, f. 31. mars 1967. Börn hennar og eiginmanns hennar Jóns Marinós Jónssonar, f. 1964, eru: a) Sonja Sigríður, f. 1994, og b) Sölvi Steinn, f. 1997. Að loknum barnaskóla á Flat- eyri dvaldi Sigríður hjá Álfheiði systur sinni á Ísafirði og stund- aði nám við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Sigríður vann fram- an af ævi ýmis hlutastörf á Suð- ureyri og í Reykjavík, samhliða barnauppeldi, en fór að fullu út á vinnumarkaðinn upp úr fer- tugu þegar dæturnar voru komnar vel á legg. Hún starfaði síðustu fimmtán ár starfs- ævinnar í Landsbankanum og þar áður í þjónustuÍbúðum aldr- aðra á Dalbraut 27. Útför Sigríðar verður gerð frá Neskirkju í dag, 9. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Slóð á streymi er: www.skjaskot.is/sigridur/. Virkan hlekk á streymið má finna á: www.mbl.is/andlat/. 1931, d. 21. febrúar 2013, frá Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru Rebekka Kristín Guðnadótt- ir, f. 1882, d. 1964, og Guðjón Hall- dórsson, f. 1881, d. 1960. Sigríður kynntist Guðna ung að árum og fyrstu búskapar- árin dvöldu þau í Reykjavík þar sem hún stundaði nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Þau voru búsett á Suðureyri 1958- 1966 en fluttust þá aftur til Reykjavíkur. Þau bjuggu lengi á Nesvegi 63 og frá 2011 á Sléttu- vegi 29. Sigríður dvaldi tvö síð- ustu æviárin á hjúkrunar- heimilinu Seltjörn á Seltjarnar- nesi. Sigríður og Guðni eignuðust fimm dætur. Þær eru: 1) Re- bekka Kristín, f. 29. febrúar 1956. Eiginmaður hennar er Anders Gundhus, f. 1956, og eiga þau soninn b) Christoffer, f. 1992. Dóttir Rebekku af fyrra hjónabandi er: a) Tinna Guð- mundsdóttir, f. 1981. Börn And- ersar af fyrra hjónabandi eru Daniel, f. 1981, og Caroline, f. 1983. 2) Anna Ólafía, f. 19. jan- Það er einkennilegt til þess að hugsa að Sigríður tengdamóðir mín hafi kvatt þetta tilverusvið. Hún hefur verið hluti af lífi mínu meiri hluta ævinnar, verið þátt- takandi í gleði og sorg og haft áhrif. Sigríður vildi hafa röð og reglu á hlutunum og sagði stund- um í gamansömum tón: „Nú er þetta orðið eins og hjá fólki.“ Þegar hún bauð til veislu var hvergi til sparað, veisluborðið svignaði undan kræsingum og tryggt var að enginn yfirgæfi samkvæmið án þess að hafa feng- ið sér tvisvar eða oftar á diskinn. Hún hélt margar veislur fyrir dætur sínar og eftirminnilegust er brúðkaupsveislan okkar Önnu sem haldin var á heimili hennar, á Nesveginum, með þátttöku nán- ustu fjölskyldu okkar beggja. Þar var nóg af öllu en þar sem veiting- arnar voru aðkeyptar treysti hún því ekki að það yrði nóg og var því að smyrja vestfirskar hveitikökur skömmu áður en veislugestir mættu á staðinn. Undir yfirborði fyrirmyndar- húsmóðurinnar leyndist bráð- greind kona með frjóan hug og framkvæmdavilja. Hún og Guðni, eiginmaður hennar, tóku þá ákvörðun að flytja frá Suðureyri við Súgandafjörð meðan dæturn- ar voru ungar, meðal annars til að tryggja þeim góða menntun. Flutningur milli landshluta hefur örugglega verið stærra skref á þessum tíma en hann er í dag og ber vitnisburð um vilja til að standa sig og tryggja sínu fólki allt það besta. Heimilið einkenndist af smekk- vísi sem dætur hennar hafa allar Sigríður Friðrikka Jónsdóttir ✝ Oddhildur Benedikta Guð- björnsdóttir fædd- ist 1. október 1937 að Felli í Kollafirði í Strandarsýslu. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi þann 29. maí 2021 Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Benediktsson, f. 29.8. 1898, d. 20.5. 1990, og Guð- rún Björnsdóttir, f. 9.4. 1906, d. 11.10. 1997. Systur Oddhildar eru: 1) Ingi- björg Þuríður, f. 20.7. 1928, d. 12.6. 2008, 2) Gerður Guðbjörns- dóttir, f. 29.11. 1931, d. 2.2. 2020, 3) Ingveldur Gunnars Guðbjörnsdóttir, f. 11.6. 1942. Árið 1959 giftist Oddhildur Sigurði G. Sigurðssyni, f. 1.12. 1937, d. 9.11. 2015. Eignuðust þau þrjár dætur. 1) Dýrfinna Hrönn, f. 15.4. 1957. Maki Oddur Theodór Guðnason og dætur þeirra eru Nína Hildur, Rakel María og Guðrún Día. 2) Guðrún Birna, f. 12.6. 1959. Maki Kristján Gunnar Pálsson. Börn þeirra eru Sigurður Arnar, Páll Karel og Ásthildur Anna. 3) Ingibjörg Erla, f. 16.1. 1961. Börn hennar eru Ásta Þórunn og Ingvar. Barnabörn Oddhildar og Sig- urðar eru átta talsins og lang- ömmubörnin 21. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. júní 2021, klukkan 13. Nú kveðjum við yndislegu mömmu okkar Oddu. Hún lést laugardaginn 29. maí 2021. Mamma var besta móðir sem hægt var að hugsa sér. Hún var vinnuþjarkur mikill, alltaf með jafnaðargeð og sérstaklega ástrík, bæði við börn og dýr. Þær voru ófáar ferðirnar sem hún fór út í náttúruna til að vera innan um dýrin. Söngelsk var hún og spilaði á gítar. Seinni árin fannst henni ekkert skemmtilegra en að spila fyrir börnin. Mamma átti yndislega foreldra og systur og var glatt á hjalla þeg- ar þau hittust. Átti hún góðar og traustar vinkonur. Hún var góður kokkur og natin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Alltaf vildi hún allt fyrir okkur gera sem hún gat en sagði stundum „spyrjið þið pabba ykkar“. Það var erfiðara en stundum kom já. Flestalla laugardaga áttum við góðar stundir með mömmu og tókum til og hlustuðum á Óskalög sjúklinga. Hún dekraði við okkur á þessum dögum þegar hún átti frí frá vinnu. Mamma bakaði og gaf krökkunum í blokkinni á Álfaskeiðinu nýbökuð vínar- brauð út um eldhúsgluggann. Hún kallaði okkur ýmsum gælunöfnum, kallaði okkur oft ljósin sín. Árin eftir að pabbi dó urðum við enn samrýndari og vildum við allt fyrir hana gera. Við fórum ýmsar ferðirnar með henni til út- landa. En árið 2019 fórum við systur og Oddur til Spánar því við vissum að heilsu hennar var farið að hraka eftir stóru hjartaað- gerðina 2017. Það var yndislegur tími þessi síðasta utanlandsferð okkar. Daginn fyrir andlátið átti hún góðan dag, fór til kirkju og í skírn, en svo kom kallið mjög óvænt. Elsku mamma okkar, við munum sakna þín og takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þínar dætur, Dýrfinna, Guðrún og Ingibjörg. Amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þó að þú værir búin að eiga þín æviár þá átti ég ekki von á því þegar ég kom með mömmu og Matthildi Rósu til þín vikuna fyrir andlátið að það yrði síðasta skiptið sem ég fengi að hitta þig. Mér þykir vænt um að hafa getað átt þá stund með ykkur og þú varst svo ánægð að sjá minnstu skottuna mína sem lék á als oddi eins og hún er vön. Við kíktum á fuglana og löbbuðum um og Matthildi Rósu fannst svo gam- an að fá að sitja á göngugrindinni hjá langömmu Oddu þegar við gengum um gangana. Ég á margar góðar minningar sem ég geymi í hjartanu og ylja mér við í framtíðinni. Þú varst svo óendanlega góð kona og gerðir allt fyrir alla og fjölskyldan var þér svo mikilvæg. Þú varst svo stolt af öllum börnunum þínum, barna- börnunum og barnabarnabörnun- um og varst dugleg að segja þeim hvað þau eru yndisleg og dugleg. Þegar ég var lítil var ég stund- um hjá ykkur afa í Lækjarkinn- inni og þú dansaðir í kringum mig og lést allt eftir mér. Ég man svo vel eftir því að við fórum í sól og blíðu að skoða hestana saman og eitt sinn ákvað ég að fara í gegn- um rör með læknum sem þér leist nú ekki á í fyrstu. En í gegnum rörið fórum við og þér fannst svo skondið að hugsa til þess að ég hafi sko ekki ætlað að gefa mig. Þegar við vorum að fara að sofa fékk ég að sofa í þínu rúmi og þú last fyrir mig úr bláu ljóðabókinni þinni sem mér fannst svo notalegt. Þú signdir mig líka alltaf og fórst með bænirnar og það veitti mikið öryggi og hlýju fyrir litla stelpu sem vissi nú ekki alveg hvort það væri til einhver Guð. Þú talaðir alltaf svo fallega til mín og okkar allra sem stóðum þér næst. „Guð geymi þig dýrðin mín“ man ég sérstaklega eftir að hafa heyrt þig svo oft segja og þykir svo vænt um þau orð. Þessi setning hljómar í huga mér þessa dagana og henni gleymi ég aldrei. Ég veit að þú munt fylgja mér og skottunum mínum fjórum og passa upp á okkur eins og engl- arnir í bæninni sem þú kenndir mér amma mín. Elsku amma Odda. Guð geymi þig. Þín Nína Hildur. Elsku amma Odda mín ég minnist þín með hlýju og ást. Ég trúi því að nú sértu búin að fá góða hvíld og sért komin á góðan stað hjá englunum. Á svo góðar minningar með þér amma mín úr Hafnarfirðinum. Eins og allir vita þá voru allar dætur þínar þrjár, Día, Gunna og Imba, svo miklar mömmustelpur og hittust svo oft hjá þér og afa í Lækjarkinninni í Hafnarfirði ásamt barnabörnunum þínum. Þar man ég eftir að við tókum all- ar saman slátur og einnig þótti allri stórfjölskyldunni svo vænt um jólaboðið góða sem þið afi hélduð saman á hverju ári yfir há- tíðirnar vel fram á efri ár. Man hvað mér fannst íslensku sviðin sem ég fékk bara hjá þér ótrúlega góð. Þú varst svo mikil húsfreyja og svo gestrisin og í rauninni allt sem þú töfraðir fram var alveg æðislegt, hvort sem það voru heimalagaðar kótilettur (sem voru þær bestu) eða karamellusósan þín góða. Amma, þú ert konan sem kynnti mig fyrir ljóðum og er ég þér svo þakklát fyrir það. Man þegar við vorum bara tvær saman þegar ég var lítil stúlka, þá hélstu á mér í fanginu og fórst með eitt af uppáhaldsljóðunum þínum, „Kon- an sem kyndir ofninn minn“. Oftar en ekki féllu niður tár við ljóða- lesturinn en við báðar erum mikl- ar tilfinningaverur. Einnig þegar við vorum bara tvær man ég eftir að hafa gengið með þér með til- hlökkun meðfram læknum og að hesthúsunum í Hafnarfirði þar sem við fórum með brauð til að gefa hestunum, strjúka þeim og tala við þá, þú varst svo mikill dýravinur, elsku amma mín. Fyrir vikið varð ég svo áhugasöm um hesta að ég „vældi“ út úr foreldr- um mínum tvö hestanámskeið fyr- ir fermingaraldur. Á svo ótal- margar góðar minningar með þér sem ég er endalaust þakklát fyrir. Takk elsku amma mín, elska þig. Hitti þig næst hjá englunum. Þitt barnabarn, Rakel María. Oddhildur Benedikta Guðbjörnsdóttir - Fleiri minningargreinar um Oddhildi Benediktu Guð- björnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sóley Ómars- dóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1969. Hún lést 1. apríl 2021 á líknar- deild í Stokkhólmi. Foreldrar hennar eru Ragnheiður M. Blöndal, f. 9. mars 1943, og Ómar Kjartansson, f. 22. ágúst 1946. Systkini Sóleyjar eru: a) Róbert, f. 9. mars 1965, sambýliskona hans er Anna Thor- sell, f. 5. október 1964. Börn Ró- berts eru Max Tindri, f. 18. des- ember 2002, Simon, f. 22. febrúar 2006, og Miranda, f. 18. nóvember 2008. b) Saga, f. 8. desember 1973, eiginmaður hennar er Matt- hías H. Johannessen, f. 6. desem- ber 1973. Börn þeirra eru Har- aldur, f. 10. mars 2004, Daníel, f. 10. mars 2004, Tómas, f. 17. maí 2007, og Eva, f. 23. apríl 2012. c) Sturla, f. 8. desember 1973, eigin- kona hans er Anna Hulda Sigurðardóttir, f. 13. júní 1976. Börn Önnu eru Salma Björk, f. 8. 2002, og Sara Kristín, f. 5. febr- úar 2004. Sóley fæddist í Reykjavík en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Uppsala í Svíþjóð sjö ára gömul. Fjölskyldan flutti aftur til Íslands sex árum síðar. Sóley tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989 og flutti þá aftur til Svíþjóðar og bjó þar þangað til hún hóf nám í lækn- isfræði við Háskóla Íslands 1991. Hún útskrifaðist með embættis- próf í læknisfræði 1997 og byrj- aði að vinna á Landspítalanum. Að kandídatsárinu loknu flutti hún ásamt Guðjóni og syni þeirra til Svíþjóðar og hóf sérfræðinám í barnalækningum við Karol- inska spítalann í Stokkhólmi. Sól- ey hlaut doktorsgráðu í barna- lækningum 12. júní 2015 og vann sem yfirlæknir á barnagigt- ardeild Karolinska þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Útför Sóleyjar fer fram frá Silverdalskapellet í Sollentuna í Stokkhólmi í dag, 9. júní 2021, klukkan 10.30 að íslenskum tíma. Athöfninni verður streymt á: tinyurl.com/soley2021 Virkan hlekk á streymið má finna á: www.mbl.is/andlat febrúar 1999, og Grétar Víðir, f. 7. júní 2001. d) Kjart- an Már, f. 29. maí 1981, eiginkona hans er Inga Maren Rúnarsdóttir, f. 3. mars 1983. Börn þeirra eru Sóley, f. 24. janúar 2016, og Edda, f. 11. apríl 2019. Sóley giftist eig- inmanni sínum, Guðjóni G. Kára- syni, 27. júní 1998. Foreldrar Guðjóns voru Sigríður Guðjóns- dóttir, f. 3. mars 1940, d. 2. ágúst 2015, og Kári Steingrímsson, f. 4. október 1941, d. 16. júní 2015. Bróðir Guðjóns er Steingrímur Kárason, f. 6. janúar 1968, eigin- kona hans er Þórhildur Einars- dóttir, f. 1. október 1966. Börn þeirra eru Sonja, f. 8. mars 1999, og Ragnhildur, f. 7. febrúar 2002. Börn Sóleyjar og Guðjóns eru Ómar Kári, f. 8. apríl 1998, sam- býliskona hans er Sara Tanner, f. 10. maí 2000, Íris María, f. 1. júlí Í örstutta stund á morgnana, milli svefns og vöku, nær hug- urinn að blekkja mig. Þá ertu enn á lífi og allt er mögulegt. Þú varst fjórum árum eldri og ég leit svo upp til þín. Þú vissir svo margt og alltaf hægt að fá ráð hjá þér. Þegar ég kláraði grunn- skólann var aldursmunurinn milli okkar horfinn, þú varst ekki bara systir mín heldur líka besta vinkona mín. Þú ert það enn. Við vorum saman í Svíþjóð í tvö sumur þegar ég var í menntaskóla, unnum þar og skemmtum okkur, áttum okkar ævintýri. Við lærðum saman, þú fyrir clausus í læknisfræðinni og ég fyrir jólapróf í MR. Þú skip- aðir mér að læra allar sannan- irnar fyrir stærðfræðina utan- bókar. Hafðir mun meiri aga en ég til að sitja við. Okkur tókst framan af að búa nálægt hvor annarri, fyrst í miðbæ Reykjavíkur, síðar í Lindahverfi Kópavogs. Við Matti fluttum til Kaupmannahafnar og þið Guðjón til Stokkhólms. Fjöl- skyldurnar okkar stækkuðu. Á sumrin komum við alltaf öll til ykkar. Þetta var okkar tími. Sundlaugin, trampólínið, litla húsið í garðinum, Guðjón á grill- inu og fullur frystir af ís. Þú átt- ir allt í skápunum sem okkur vantaði; bílstóla, meðferð við kanínubiti, aukareiðhjól, með- ferð við biti frá bróður, barna- kerru, aukahjól, meðferð við brenninetlu, leikföng fyrir alla aldurshópa, dýr til að klappa, bæði þín eigin og úr næstu hús- um. Draumaheimur. Fyrir fimm árum kom svo skellurinn, ristilkrabbamein. Við vorum öll sannfærð um að þetta færi vel, þú sterk sem ljón. Þér Sóley Ómarsdóttir Lokað Skrifstofa Foldar fasteignasölu er lokuð frá hádegi í dag vegna útfarar SIGRÍÐAR FRIÐRIKKU JÓNSDÓTTUR Fold-fasteignasala Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ EYJÓLFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík föstudaginn 28. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólína Ágústa Jóhannesdóttir Kjartan Georg Gunnarsson Jóhannes Ágúst Jóhanness. Anna Margrét Jóhannesd. Högni Hróarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.