Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi Af hverju er Sam- fylkingunni svona illa við Reykjavíkur- flugvöll? Allir vita að borgar- fulltrúar Samfylking- arinnar vilja flugvöll- inn í burtu úr borginni, en átti ekki flokkurinn líka stuðningsmenn úti á landi í síðustu kosn- ingum? Mig minnir það. Í um 20 ár hefur Samfylkingin barist fyrir því að loka Reykjavík- urflugvelli. Aðalrökin hafa verið að það brýnt sé að búa til lóðir fyrir þjóðina, sem vill búa í Vatnsmýrinni. Hin þjóðin, sem býr utan 101 og Kvosarinnar, virðist ekki skipta máli. Það er tómahljóð í röksemda- færslunni. Öllu skynsömu fólki er ljóst að staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er afar ákjósanleg, eiginlega að öllu leyti. Þar er hann öruggastur með tilliti til veðurs og nálægð hans við þjóðarsjúkrahúsið er einstök. Þetta er gagnlegt fyrir landsmenn alla, sem kunna að þurfa að komast þangað þegar líf liggur við. Það þekkja því miður margir. Höfuðborgin dregur til sín meira og minna alla sérfræðilækna þjóð- arinnar og fólk á landsbyggðinni þarf þjónustu þeirra eins og borg- arbúar og tími fólks úti á landi er dýrmætur, ekkert síður en höfuð- borgarbúa. Stór hluti þjónustu í landinu og nánast öll stjórnsýsla þjóðarinnar er í Reykjavík; aragrúi stofnana og opinberra embætta, sem landsmenn allir þurfa að eiga jafnan aðgang að. Þar á meðal eru Land- helgisgæslan og al- mannavarnir, sem hafa miðstöðvar sínar við flugvöllinn. Það vekur svo aðra spurningu: Hvers vegna er óvíst um athafnasvæði fyrir Landhelgisgæsluna? Um árið seldi ráð- herra Samfylking- arinnar borgarstjóra Samfylkingarinnar land í Skerjafirði fyrir smánarpening. Landið er innan girðingar flugvallarins og þar er viðkvæm, og reyndar einstök strandlengja. En tilgangurinn helg- ar meðalið og ekkert skal til sparað við að þrengja svo að flugvellinum að hann verði í lokin illnothæfur. Eftir að Valsmönnum var tryggð- ur byggingarréttur austan megin vallarins, á Hlíðarenda, er aðeins eitt svæði eftir sem getur tryggt Landhelgisgæslunni, sjúkraflugi og almannaflugi landsmanna athafna- svæði til frambúðar. Það er suðvest- urhluti neyðarbrautarinnar, sem bú- ið er að eyðileggja. Er Samfylkingunni (og Viðreisn) líka illa við Landhelgisgæsluna? Í umræðum um lokun flugvallar í Vatnsmýri hefur meirihluti Sam- fylkingarinnar falið sig á bak við hugmyndir um að flytja völlinn í Hvassahraun. Sú hugmynd ætti nú að vera endanlega úr sögunni vegna eldsumbrotanna, sem allir lands- menn fylgjast með. Nú síðast kom fram í fjölmiðlum, að dómsmálaráðuneytið hafi óskað eftir því bréfleiðis fyrir þremur ár- um, í júlí 2018, að Landhelgisgæsl- unni yrði tryggt athafnasvæði á Reykjavíkurflugvelli. Pawel Við- reisnarfulltrúi virðist samt sem áður þeirrar skoðunar að til framtíðar verði Gæslan best sett á elds- umbrotasvæði í Hvassahrauni. Hvar er ríkisstjórn Íslands og Alþingi? Það yrði óafturkræft skemmd- arverk, sem erfitt er að meta til fjár, ef suðvesturendi neyðarbrautar- innar verður lagður undir gæluverk- efni Samfylkingarinnar í borginni. Landhelgisgæslan, almannavarnir og almannaflug á landinu eiga ský- lausa kröfu til þess að ríkisstjórn Ís- lands og Alþingi stöðvi það óheilla- verk. Ömurlegt afturhald Það er svo reyndar grátbroslegt að fyrirætlanir Samfylkingarmeiri- hlutans í borginni taka ekkert mið af því að með tilkomu rafmagns- flugvéla verður bylting gengin yfir innan örfárra ára, sem mun breyta viðhorfum til flugvalla, ekki síður en flugs. Það þarf fólk með framsýni að leiðarljósi til að taka ákvarðanir fyr- ir framtíðina, en ekki forpokað aft- urhald, því áður en við er litið verður flugið orðið umhverfisvænsti ferða- mátinn. Samfylkingin og Landhelgisgæslan Eftir Friðrik Pálsson » Pawel Viðreisnar- fulltrúi virðist samt sem áður þeirrar skoð- unar að til framtíðar verði Gæslan best sett á eldsumbrotasvæði í Hvassahrauni. Friðrik Pálsson Höfundur er áhugamaður um öryggi landsmanna og rafmagnsflug. Því ber að fagna þegar ungt og kraft- mikið fólk gefur kost á sér í stjórnmálin. Framundan er próf- kjör Sjálfstæðis- flokksins í Suðvest- urkjördæmi og er mikilvægt að á listann veljist öflugur hópur frambjóðenda með fjölbreytta reynslu að baki og á ýmsum aldri. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, býður sig fram í fyrsta sinn til Alþingis. Hún er ung fjölskyldukona sem á und- anförnum árum hefur getið sér gott orð fyrir dugnað og skýra framtíðarsýn í störfum sínum fyrir heimabæinn sinn Hafnarfjörð. Þar hefur hún verið fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í fræðslu- og fjöl- skylduráði, íþrótta- og tómstunda- nefnd, stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar og gegnir nú for- mennsku í menningar- og ferða- málanefnd. Það er styrkur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að ung og skelegg kona eins og Guðbjörg Oddný, sem hef- ur hugrekki til að taka slaginn, bjóði sig fram í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún setur á oddinn málefni fjölskyldunnar og er ég því sammála að rödd fjöl- skyldufólks megi vera skýrari og markvissari á hinu háa Alþingi. Ég treysti Guðbjörgu Oddnýju mjög vel til að vera þessi rödd og standa vörð um þau mikilvægu og fjölbreyttu mál. Fjöl- skyldan og börnin eru framtíðin og líklega aldrei verið mikilvæg- ara að hlúð sé vel að þeim, að reynt verði að einfalda líf fjöl- skyldufólks og skapa aðstæður þar sem best er að búa og starfa. Guðbjörg Oddný hefur þessa hugsjón og byggir hugmyndir sína og stefnu á grunngildum sjálfstæðisstefnunnar sem gengur út á frelsi ein- staklingsins og að allir fái að njóta sín á eigin forsendum. Ég veit að hún hefur náð vel til yngri kjós- enda flokksins og mun gera það áfram þegar kosið verður til Al- þingis í haust. Því styð ég Guð- björgu Oddnýju í 4. sætið. Styðjum Guðbjörgu á Alþingi Eftir Magnús Gunnarsson Magnús Gunnarsson »Hún er ung fjöl- skyldukona sem á undanförnum árum hef- ur getið sér gott orð fyr- ir dugnað og skýra framtíðarsýn í störfum sínum fyrir heimabæinn sinn. Höfundur er fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Hafnarfirði. magnus@haukar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.