Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 2

Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a s 595 1000 sé rr ét ll ið tti a lk . t . Tenerife Verð frá kr. 99.900 16. júní í 7 nætur Hotel Gala aaaa Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Síðasta þingi kjörtímabilsins lauk í fyrrinótt með ávarpi Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, og verður gengið til kosninga þann 25. september næstkomandi. Á þinginu hafa 133 stjórnarfrumvörp, ellefu nefndarfrumvörp og sex þingmanna- frumvörp orðið að lögum og því 150 lög verið samþykkt. Nokkur ágreiningsmál hlutu þá ekki afgreiðslu og ber þar hæst stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur og frumvarp Guð- mundar Inga Guðbrandssonar um- hverfis- og auðlindaráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs. Þá var rammaáætlun ekki tekin til af- greiðslu, né heldur mál um vindorku eða fiskveiðistjórnun. Aftur á móti var fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðs- dóttur samþykkt þrátt fyrir miklar mótbárur. Faraldurinn setti stóran svip Þá hefur 261 skriflegri fyrirspurn til ráðherra verið svarað auk 18 munnlegra fyrirspurna en sjö málum vísað til ríkisstjórnarinnar. Þá voru sérstakar umræður 26 talsins. Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á störf þingsins og nefndi þing- forseti í ræðu sinni að vel hafi tekist að halda Alþingi starfhæfu síðan það virkjaði viðbragðsáætlun sína við kórónuveirufaraldrinum þann 15. mars á síðasta ári. Síðan þá hefur Svandís Svavarsdóttir í tíu skipti gefið Alþingi skýrslu um stöðu kór- ónuveirufaraldursins og ráðstafanir vegna hans. Sagði Steingrímur það standa upp úr að tekist hefði að halda Alþingi starfhæfu á meðan far- aldurinn geisaði: „Í þeim efnum hafa þingmenn og starfsfólk lagst á eitt um að gera slíkt mögulegt og ég vil þakka fyrir það. Jafnframt er ljóst að stórfelld notkun fjarfundatækn- innar í þessum faraldri á eftir að hafa varanleg áhrif á starfshætti Alþing- is,“ sagði Steingrímur. Á tveimur síðustu löggjafarþing- um hafa 57 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir verið samþykktar sem tengjast faraldrinum og eru hrein viðbót við venjuleg störf Al- þingis. Þá jókst traust til þingsins verulega milli kannana sem gerðar voru í febrúar 2020 og febrúar 2021, þar sem það fór úr 23% í 34% á milli ára. „Ég vil í þessu sambandi ítreka það sem ég sagði í eldhúsdagsum- ræðum á dögunum, að traust og virð- ing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ sagði Steingrímur í þessu sambandi. 22% eiga ekki afturkvæmt Rúmur fimmtungur þingmanna (22%) hefur með beinum hætti ákveðið að sækjast ekki eftir endur- kjöri og er í þeim hópi forseti Alþing- is, sem kveður þingið eftir 38 ára þingsetu. „Þar sem ég er í hópi þeirra þing- manna sem láta nú af þingmennsku vil ég sérstaklega þakka samferða- fólki mínu hér í gegnum tíðina fyrir góð kynni þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir eins og í lífinu al- mennt,“ sagði Steingrímur í lokin. Síðasta þingi kjörtímabilsins lokið - Nokkuð um að mál hafi ekki hlotið afgreiðslu - Stofnun hálendisþjóðgarðs og stjórnarskrárfrum- varp fengu ekki framgöngu - 22% þingmanna sækjast ekki eftir endurkjöri - Steingrímur J. hættir Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þinginu lauk í fyrrinótt og verður gengið til kosninga í september. Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Í þessari viku er búist við 25.000 skömmtum af bóluefni. Á mánudag- inn verður Janssen-dagur, þar sem búist er við 10.000 skömmtum, Pfiz- er á þriðjudaginn þar sem er von á tæplega 10.000 skömmtum og síðan Moderna á miðvikudaginn þar sem er von á 5.000 skömmtum. Þá er bæði verið að bjóða endurbólusetn- ingar og eftir handahófsröðuninni. „Við óskum eftir því að þeir, sem koma og eiga strikamerki fyrir þann dag sem þeir mæta, komi á til- settum tíma, þeir sem ekki mættu þann dag sem þeir voru boðaðir geta mætt eftir kl. 14 til þess að ekki verði of langar biðraðir,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við Morgunblaðið. Þá ítrek- ar hún einnig að ef biðraðir myndist megi fólk sem á erfitt með að ganga endilega láta vita af sér og verði reynt að kippa því fram fyrir. Í síðustu viku var stór Janssen- bólusetningardagur á fimmtudeg- inum þar sem fjöldi fólk af yngri kynslóðinni streymdi inn í Laug- ardalshöll og fékk bóluefni eftir langa bið. Þá segir Ragnheiður að töluvert hafi verið um yfirlið þann dag. „Það er töluvert meira um yf- irlið hjá yngri kynslóðinni, það var mjög sjaldgæft að það væri að líða yfir fólk af eldri kynslóðinni en þetta er algengt hjá yngri,“ sagði Ragnheiður. Þá hvetur hún alla sem mæta í bólusetningu til þess að borða og drekka áður en þeir mæta. „Ekki koma til okkar á fastandi maga.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Búist er við 25.000 skömmtum af bóluefni í vikunni og bólusett á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Töluvert meira um yfirlið hjá yngri kynslóðinni - 25.000 skammtar í þessari viku - Töluvert um yfirlið Ný tilfelli » Einn greindist hér á landi með Covid-19-smit í innan- landsskimunum í gær, viðkom- andi var í sóttkví. » Tíu dagar eru síðan smit greindist síðast utan sóttkvíar. » Tveir greindust í landa- mæraskimun. Birgir Þór- arinsson, þingmaður Miðflokks- ins, var ræðukóngur 151. þings Alþingis sem lauk í fyrri- nótt. Heild- arræðutími hans var einn dagur, þrjár klukkustundir, 20 mínútur og sex sekúndur en samtals flutti hann 324 ræður. Næstur á eftir Birgi var Guð- mundur Ingi Kristinsson, þing- maður Flokks fólksins, en hann átti einnig flestar ræður þings- ins, 436 ræður. Þetta er þriðja árið í röð sem Birgir vermir toppsætið. Birgir flutti 324 ræður RÆÐUKÓNGUR Birgir Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.