Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Hotel Rosamar 4*
Levante ströndin
BENIDORM
01. - 08. júlí
Flug og gisting með ALLT INNIFALIÐ!
Skemmtilegur sundlaugargarður og stutt frá strönd
www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400
verð frá 136.900kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir niður-
stöðu prófkjörsins í Suðvesturkjör-
dæmi bera vott um stuðning til þing-
manna kjördæmisins. Bjarni bauð
sig einn fram til forystu í kjördæm-
inu og hlaut sannfærandi kosningu í
oddvitasætið, eða 3.825 atkvæði.
Í öðru sæti hafnaði Jón Gunnars-
son, ritari flokksins, en hann hlaut
1.134 atkvæði í
1.-2. sæti. Einung-
is munaði þrettán
atkvæðum á hon-
um og Bryndísi
Haraldsdóttur,
sem hlaut 1.121
atkvæði í 2. sæti,
en hún fékk þriðja
sætið á listanum
með samtals 1.616
atkvæði í 1.-3. sæti.
Spurður hvernig úrslitin horfi við
honum segir Bjarni: „Ég auðvitað
gleðst yfir því að fá mikinn stuðning.
Mér fannst fín þátttaka í þessu próf-
kjöri og það er nú oft sagt að það sé
erfitt að hreyfa við þingmönnum í
prófkjörum en það er nú ekki algilt.
En það er ljóst að niðurstaðan sýnir
stuðning við þingmenn kjördæmis-
ins,“ segir Bjarni.
Hann bætir við að prófkjör séu af
hinu góða og þátttakan muni veita
flokknum mikinn styrk inn í haustið.
„Síðan er ég nú bara mjög ánægður
með hvernig prófkjörið fór fram. Það
var uppbyggilegur tónn og mjög
bjart yfir þeim sem tóku þátt,“ segir
Bjarni.
Bryndís Haraldsdóttir er eina
konan sem náði kjöri í efstu fimm
sætin en Sigþrúður Ármann hafnaði
í því sjötta. Vakti hún máls á því í
samtali við mbl.is í gær að sér hefði
þótt listinn sterkari með fleiri konur
í efstu sætum. Spurður um þessi um-
mæli segir Bjarni: „Ég virði alveg
þessa skoðun og það má vera að
þetta sé rétt. Ég held engu að síður
að þetta sé sterkur listi og vonast til
þess að hún verði með okkur í sjötta
sætinu og að við getum farið í kosn-
ingabaráttuna til þess að bæta við
okkur þingmönnum,“ segir hann.
Öllum prófkjörum flokksins er nú
lokið að Norðvesturkjördæmi und-
anskildu, þar sem Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunar-
og ferðamálaráðherra, og Haraldur
Benediktsson þingmaður berjast um
fyrsta sætið.
Gleðst yfir miklum stuðningi
- Bjarni Benediktsson segir niðurstöðu prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi sýna stuðning við þingmenn
- Jón Gunnarsson varð hlutskarpari í baráttunni um annað sætið - Aðeins Norðvesturkjördæmi eftir
Bjarni
Benediktsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun
segir að vatnsleysi í farvegi Gren-
lækjar í Skaftárhreppi sé umhverfis-
slys. Og því miður sé þetta ekki í
fyrsta skipti sem það gerist.
Athugun Hafró á Grenlæk sýnir að
efstu ellefu kílómetrar lækjarins, á
svæðinu ofan við Stórafoss, eru nán-
ast þurrir. Vatn situr eftir í pollum
sem ekki flæðir á milli. Guðni Guð-
bergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs
hjá Hafrannsóknastofnun, segir að
eðlilega þrífist ekki mikið líf í þurrum
farvegi. Ein helstu hrygningar- og
uppeldissvæði sjóbirtings sem ein-
kenna lindarlækinn eru á þurra
svæðinu og telur stofnunin að hann
hafi orðið illa úti þar sem nær öll seiði
á þessu svæði hafi drepist, eða 2-3 ár-
gangar. Síðar muni koma í ljós
hversu alvarlegur skaði hafi orðið á
fullorðnum fiski en líkur taldar á að
hluti stærri fiska hafi náð að forða sér
neðar í lækinn þar sem enn er vatn og
út í sjó.
Ekki í fyrsta skipti
Guðni segir að vatnsþurrð hafi haft
slæm áhrif á lífríki Grenlækjar árin
2008 og 2016. Á síðara árinu var hluti
sjóbirtingsstofnsins genginn til sjáv-
ar og skilaði sér til baka síðsumars og
um haustið til hrygningar eftir að
vatn var aftur tekið að renna.
Vatnabúskapur Grenlækjar er
háður því að nægjanlegt vatn flæði úr
Skaftá og út á Eldhraun. Því rennsli
er stýrt og deilur hafa lengi verið um
það, meðal annars á milli Land-
græðslunnar og bænda.
Guðni vekur athygli á því að verð-
mæt veiðihlunnindi eru í Grenlæk.
Þykir honum einkennilegt að menn
standi í vegi þess að veita vatni út á
hraunið til að tryggja svæði á nátt-
úruminjaskrá. Grenlækur sé eitt af
fágætum íslenskrar náttúru og slík
svæði finnist óvíða í veröldinni.
Hafrannsóknastofnun telur að
finna þurfi leiðir sem til frambúðar
tryggi háa grunnvatnsstöðu í hraun-
um á svæðinu svo vatnsrennsli til
lindarvatna verði nægt til að viðhalda
vatnsrennslinu og því ríkulega líflíki
og fiskgengd sem þar er að finna.
Ellefu kílómetra farvegur
Grenlækjar nánast þurr
- Tveir til þrír árgangar af sjóbirtingi hafa drepist í læknum
Grenlækur Farvegurinn er nánast þurr en vatn situr þó eftir í litlum ein-
angruðum pollum. Lífríkið hefur beðið tjón af vatnsþurrðinni.
Klifurskríkja er nú í heimsókn á
Íslandi eftir flug yfir Atlantshaf
frá vesturheimi. Litli flækings-
fuglinn er aðeins 11-13 cm að
lengd og hefur undanfarna daga
haldið til á Snæfellsnesi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sr. Sig-
urði Ægissyni er þetta einungis í
fjórða sinn sem sést hefur til
klifurskríkjunnar hérlendis en
áður sást hún árin 1970, 1991 og
2020.
Klifurskríkja verpir í Norður-
Ameríku og vetrarstöðvarnar ná
frá Suðurríkjum Bandaríkjanna,
suður um Mið-Ameríku og Vest-
ur-Indíur til Ekvador, Kólumbíu
og Venesúela.
Klifurskríkja heldur sig eink-
um í votlendum laufskógum.
Flestar tegundir ættarinnar tína
skordýr af laufblöðum, en klif-
urskríkjan fetar sig eftir trjá-
stofnum og stórum greinum og
leitar skordýra í holum og rifum,
ekki ósvipað og glókollur og mús-
arrindill gera. Af þessu dregur
hún nafn.
Klifurskríkjan sem nú er í
heimsókn hérlendis er karlfugl. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson
Sjaldséður
gestur á
Snæfellsnesi