Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Mönnum kom saman um að ljós-móðir væri það orð meðal
orða sem hvað mest hlýja stafaði
frá. En nýverið kom, að sögn Páls
Vilhjálmssonar, fulltrúi Biden-
stjórnarinnar „fyrir þingnefnd og
sagði orðið móðir mannréttinda-
brot á þeim sem
hvorki eru karl eða
kona. Það ætti að
tala um „fæðing-
arfólk“ í stað
mæðra. Á ensku
„birthing people“.
- - -
Í Bretlandi er þaðað frétta að kona
þurfti að fara fyrir
dómstóla til að fá
þann úrskurð að það
væri ekki haturs-
orðræða að tjá þá
skoðun að kynin
væru tvö, karl og kona. Breska kon-
an, Maya Forstater, missti vinnuna
fyrir að hafa þá skoðun að maður
gæti ekki breytt líffræðilegu kyni.
- - -
Maya Forstater segir í viðtali aðkarlar leiki þann leik að þykj-
ast konur og fá aðgang að
kvennaklósettum til að þjóna eðli
sínu með viðskeytið „trans“ að
vopni. Karlar sem þykjast konur
taka gullið í kvennaíþróttum án
þess að hafa mikið fyrir því. Um 40
prósent meintra kvenna á lesb-
ískum stefnumótasíðum eru í raun
transkarlar. Allt er þetta undir
þeim formerkjum að maður geti
sjálfur ákveðið af hvaða kyni mað-
ur er.
- - -
Nonni getur sem sagt verið Jón-ína þegar hann vill á
kvennaklósettið eða komast á verð-
launapall á Ólympíuleikunum.
- - -
Dæmin tvö frá Bandaríkjunumog Bretlandi sýna að helsta
áhugamál frjálslyndra og vinstri-
manna nú um stundir, er að brjóta
tungumálið undir ímyndun þeirra
veruleikafirrtu.“
Joe Biden
Ljósfæðingarfólk
STAKSTEINAR
Páll Vilhjálmsson
Bílds 577-
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Elsti Íslendingurinn, Dóra Ólafs-
dóttir, er nú níundi elsti íbúi á Norð-
urlöndum, 108 ára og 343 daga,
samkvæmt tölum sem finna má á
vefsíðunni Gerontology Wiki.
Þetta kemur fram á Facebook-
síðunni Langlífi, sem Jónas Ragn-
arsson rithöfundur heldur úti, en
þar er fjallað um langlífa Íslendinga,
haldgóð hjónabönd, stóra systk-
inahópa og þess háttar.
Dóra er ættuð úr Eyjafirði og bjó
lengi á Akureyri. Hún hefur verið á
Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík síð-
ustu átta árin.
Anna Greta Carlson í Svíþjóð er
elst á Norðurlöndum, 109 ára og 220
daga, en landi hennar Ingrid Svens-
son er 109 ára og 111 daga gömul.
Elsti Finninn, Astrid Qvist, er 109
ára og 22 daga og er hún þriðja elsta
manneskjan á Norðurlöndum. Elsti
Daninn er Else Rehling, en hún er
108 ára og 276 daga gömul, en hún
er jafnframt 11. elsti Norður-
landabúinn. Þá er elsti Norðmað-
urinn 107 ára skv. Langlífi, elsti
Færeyingurinn 105 ára og elsti
Grænlendingurinn 102 ára. Fimm
Íslendingar, allt konur, hafa orðið
109 ára og getur Dóra náð þeim
áfanga hinn 6. júlí næstkomandi.
Dóra níunda elst
á Norðurlöndum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langlífi Dóra Ólafsdóttir er nú níunda elst á Norðurlöndum.
Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald vegna stunguárásar sem átti sér
stað í Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags. Mað-
urinn sem um ræðir er grunaður um að hafa
stungið annan mann í kviðinn með hníf fyrir utan
veitingastaðinn Fjallkonuna.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær og úr-
skurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á grundvelli
rannsóknarhagsmuna, eða til 18. júní. Grímur
Grímsson yfirlögregluþjónn fer með rannsókn
málsins og miðar henni vel að sögn lögreglu. Fórn-
arlamb árásarinnar, sem er á svipuðum aldri og
árásarmaðurinn, liggur þungt haldið á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Enn liggur ekkert fyrir um
aðdraganda árásarinnar og er árásarvopnið enn
ófundið. Hvað varðar tengsl mannanna hefur lög-
regla ekkert gefið upp. Allir sem tengjast málinu
eru Íslendingar. Sömu nótt var kveikt í bíl við
íbúðarhús í Kópavogi. Rannsókn málsins miðar að
því að tengsl séu milli árásarinnar og íkveikjunnar
en þó er ekkert enn staðfest í þeim efnum. Lög-
reglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að
líkamsárásinni að hafa samband í tölvupósti á net-
fangið abending@lrh.is. ari@mbl.is
Stunguárás við Hafnarstræti
Morgunblaðið/Eggert
Árás Maðurinn verður í varðhaldi til 18. júní.
- Sá grunaði úrskurð-
aður í gæsluvarðhald