Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Friðrik Rafnsson er nýkjörinn for- maður stéttarfélags leiðsögu- manna, Leiðsagnar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi tímum í ferðaþjónustunni en nýja hlut- verkið leggst vel í hann. Friðrik segir að þótt pásan í ferðaþjónustunni hafi ekki verið kærkomin hafi hún nýst vel til að sinna innra félagsstarfi, en það hafi setið á hakanum frá því ferða- mannasprengingin varð á Íslandi árið 2010. Fólk hafi verið yfir sig störfum hlaðið, allt þar til farald- urinn skall á. Fagmennska mikilvæg Leiðsögn hefur nú staðið fyrir fræðslufundum og verið að huga að nýrri stefnumótun ásamt því að skoða hvernig efla megi menntun og endurmenntun leiðsögumanna í framtíðinni. „Við höfum svona al- mennt litið í eigin barm og skoðað hvernig við getum styrkt okkur sem starfsfólk,“ segir Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Fagleg efling greinarinnar er einn af þeim þáttum sem Friðrik vill leggja aukna áherslu á en sam- hliða því sem greinin óx upp úr 2010 telur Friðrik að óneitanlega hafi dregið aðeins úr faglegum metnaði. Telur hann mikilvægt að við leggjumst í úrbætur í þessum málum, sérstaklega í ljósi þess að leiðsögumenn eru oft í forsvari fyrir landið okkar þegar þeir taka á móti gestum. „Við lítum á okkur sem aðal- gestgjafa erlendu gestanna okkar. Leiðsögumaðurinn er sá sem fólk- ið sér mest, hefur mestu kynnin af og þar af leiðandi skipti máli að við séum fagleg og traust,“ segir Friðrik. Spurður hvað það er sem ein- kennir fagmennsku segir hann marga þætti koma til greina og nefnir hann meðal annars mennt- un í greininni. Telur hann einnig hæfileika í mannlegum sam- skiptum algjört lykilatriði ásamt góðri tungumálakunnáttu. Samræmdir staðlar í skoðun Að sögn Friðriks er nú verið að skoða hvort hægt sé að sam- ræma menntunina og kröfur til leiðsögumanna á Íslandi í takt við það sem viðgengst í Evrópu og víðar. Hefur starfshópur á vegum ferðamálaráðherra verið að líta til þess að taka upp einhvers konar gæðastaðal sem allir þeir sem vinna sem leiðsögumenn þurfa að uppfylla. Telur Friðrik mikilvægt að fólk sem starfar í þessari at- vinnugrein sé með ákveðna grund- vallarþekkingu og -þjálfun, sér- staklega þegar kemur að öryggismálum. Margþætt hlutverk og ótrúlegar uppákomur Friðrik segir leiðsögumenn sinna margþættu hlutverki og hafa ótrúlegustu uppákomur átt sér stað. Að sögn Friðriks getur það verið heljarinnar kúnst að samþætta annars vegar það að tryggja öryggi fólks og vernda náttúru Íslands, og hins vegar að sjá til þess að hópurinn skemmti sér vel og njóti ferðarinnar. „Það er þessi línudans að halda elsku- lega um hópinn án þess að vera alltaf að banna og hræða,“ segir Friðrik. Telur hann einnig mikilvægt að leiðsögumenn sjái til þess að væntingar ferðamanna gagnvart ferðalaginu séu uppfylltar enda er marga búið að dreyma í ár ef ekki áratugi að ferðast til Íslands, á jaðar veraldar. Er það sameig- inlegt hagsmunamál allra í brans- anum að því sé fylgt eftir. Hann bætir þó við að það séu forréttindi að fá að starfa við það að ferðast um landið og kynna náttúru Íslands þótt það sé ekki alltaf dans á rósum. Spurður hvort margir hefðu sagt skilið við leiðsögumanna- störfin í faraldrinum segist Frið- rik ekki vera með töluna á hreinu. Hann gerir þó ráð fyrir að eitt- hvað hafi kvarnast úr hópnum og fólk leitað sér annarra starfa líkt og í öðrum greinum innan ferða- mannageirans. Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður Leiðsagnar Forysta Friðrik Rafnsson er nýkjörinn formaður Leiðsagnar. Halda verður elskulega um hópinn - Friðrik Rafnsson er bók- menntafræðingur, þýðandi og leiðsögumaður fæddur árið 1959. Hann stundaði nám í Frakklandi frá 1981 til 1988 og er menntaður í bókmennta- fræðum frá EHESS í París. Hann lauk einnig námi við Leið- söguskóla Íslands árið 2018. - Áður en hann tók við sem formaður sinnti hann starfi rit- ara hjá Leiðsögn. Hann hefur starfað sem forseti Alliance française á Íslandi og var með- al annars sæmdur ridd- arakrossi frönsku lista- og bók- menntaorðunnar árið 2009. Hver er hann? Morgunblaðið/Björn Jóhann Leiðsögn Friðrik segir mikilvægt að leiðsögumenn séu vel menntaðir og hafi góða þjálfun, þá sérstaklega með tilliti til öryggismála. Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert, en dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. Dagurinn var valinn til heiðurs Karl Land- steiner, sem fæddist á þessum degi, en hann innleiddi ABO-blóð- flokkakerfið árið 1900. Í fréttatilkynningu frá Blóðgjafa- félagi Íslands, sem send var af þessu tilefni segir að mikil þörf sé á að fjölga blóðgjöfum, og að því sé til- valið að nýta þennan hátíðisdag til að ganga í hóp „vaskrar sveitar blóð- gjafa sem tryggja samfélaginu dýr- mætt framboð af blóði og blóð- hlutum. Án framlags okkar góðu blóðgjafa yrði erfitt, jafnvel ómögu- legt, að framkvæma skurðaðgerðir og aðstoða einstaklinga í gegnum erfið veikindi,“ segir í tilkynningu félagsins. Þar kemur einnig fram að sum- artíminn reynist gjarnan erfiður fyr- ir starfsemi Blóðbankans þar sem ferðalög eru tíðari og blóðgjafar síð- ur heima við en annars. Bankinn þarf 70 blóðgjafir á dag allan ársins hring til þess að anna eftirspurn, og því sé dýrmætt þegar blóðgjafar muni eftir að gefa blóð áður en þeir halda í sumarfrí. Í tilkynningunni segir að ekki verði slegið upp garðveislu að Snorrabraut 60 vegna kórónuveiru- faraldursins, en blóðgjafar, og fólk sem hefur áhuga á því að bætast í hóp blóðgjafa, eru hins vegar hvattir til þess að mæta í Blóðbankann að Snorrabraut 60 eða á 2. hæðina að Glerártorgi á Akureyri og láta gott af sér leiða. sgs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Blóðbankinn Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag, en brýn þörf er á því að fjölga blóðgjöfum á Íslandi að sögn Blóðgjafafélags Íslands. Mikil þörf á að fjölga blóðgjöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.