Morgunblaðið - 14.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Elskuleg tengda-
móðir okkar Þóra
er farin frá okkur.
Þóra kom inn í líf
okkar tengda-
barnanna á ólíkum
tímum. Þó að hvert okkar hafi
átt sitt samband við Þóru var
upplifun okkar af henni samt að
mörgu leyti svipuð. Það er
vegna þess að fyrir okkur ut-
anaðkomandi var Þóra mið-
punktur fjölskyldunnar. Þóra
skipulagði fleiri fjölskyldusam-
verustundir en við áttum að
venjast úr okkar fjölskyldum.
Það var sama hvernig stóð á, í
nánast hverri viku fengum við
boð í vel útilátin matarboð eða
stórskemmtileg spilakvöld.
Það einkenndi Þóru líka að
hún gerði aldrei neitt með hang-
andi hendi. Þegar maður mætti í
téð matarboð voru skólaverkefni
á eldhúsborðinu því hún var að
undirbúa kennslu. Svo var borð-
að, spilað, hlegið og gengið frá.
Þegar gestirnir voru að fara þá
voru skólaverkefnin dregin fram
aftur og unnið meira í þeim því
Þóra gat ekki látið frá sér neitt
verk nema að vera búin að
leggja sig alla í það. Skipti þá
litlu hvort um var að ræða
vinnutengd málefni eða skipu-
lagningu á leikjum fyrir fjöl-
skylduna.
Hjálpsemi og dugnaður henn-
ar var ótrúlegur. Fyrir fjöl-
skyldubrúðkaup síðasta sumar
eyddi hún viku í undirbúningi
og stjórnaði öllu eins og herfor-
ingi. Þegar fór að líða á nóttina
og gestir fóru að tínast heim
sendi hún brúðhjónin heim því
hún skyldi taka til. Morguninn
eftir þegar fyrstu hetjurnar
mættu til að taka til gengu þær í
flasið á Þóru sem var langt kom-
in með fráganginn. Síðust heim.
Fyrst mætt daginn eftir.
Einnig höfum við fundið hve
mikið börn Þóru reiddu sig á
hennar ráð og visku. Hvort sem
verið var að taka ákvörðun um
íbúðarkaup eða saltmagn í la-
sagna var algengt að heyra: „Ég
held ég hringi í mömmu.“ Og
aldrei sáu þau eftir því.
Þóra og Bjarni festu kaup á
bústað fyrir þremur árum. Við
teljum að kaupin á bústaðnum
lýsi persónuleika Þóru að ein-
hverju leyti. Bústaðurinn er
mjög stór en það þarf að vinna
mikið í honum. Þarna sést sú
forgangsröðun að það skipti
minna máli þó það þyrfti að
vinna daga og nætur við að
koma bústaðnum í lag ef hægt
var að bjóða fleira fólki í bústað-
inn. Óhugsandi var að kaupa til-
búnari en minni bústað sem fjöl-
skyldan kæmist ekki öll í.
Að lokum viljum við minnast
á það skopskyn sem hún nýtti
óspart á tengdabörnin. Þegar
tengdamóðir manns er dug-
legasta og greiðviknasta mann-
eskja sem maður þekkir vill
maður alls ekki bregðast henni.
Þá átti Þóra það til að biðja
mann, svipbrigðalaust, um að
gera eitthvað sem við nánari
skoðun var fáránlegt. Þegar
tengdabörnin höfðu svo hlaupið
upp til handa og fóta til að
hjálpa þá braust fram hinn ein-
kennandi hlátur Þóru sem smit-
aði svo út frá sér.
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina, Þóra. Þín verður sárt sakn-
að í fjölskyldunni. Nú mun taka
við fjöldaátak að fylla í það risa-
stóra skarð sem þú hefur skilið
eftir í fjölskyldunni.
Þín tengdabörn,
Niels, Jóhannes og Særún.
Jóhannes Ingi Torfason,
Niels Lynggaard,
Særún Anna Traustadóttir
Þóra Víkingsdóttir
✝
Þóra Víkings-
dóttir fæddist
29. apríl 1958. Hún
lést 31. maí 2021.
Útförin fór fram
12. júní 2021.
Mánudaginn 31.
maí hringdi Sessý
vinkona í mig og
færði mér þær
hræðilegu fréttir að
Þóra vinkona okkar
væri látin. Hún
hafði orðið bráð-
kvödd um morgun-
inn. Við svona frétt-
ir bregður manni
óskaplega og upplif-
ir sterkt hversu
stutt er á milli lífs og dauða. Þá
erum við minnt á mikilvægi þess
að lífið er núna. Það er óréttlátt
að Þóra sé farin frá sinni fjöl-
skyldu, manni, börnum og
barnabörnum. Kennslunni í
skólanum nýlokið og sumarið á
næsta leiti. Ég kynntist Þóru í
gegnum Sessý vinkonu okkar
fyrir um 50 árum, þegar við vor-
um 13 ára. Við vorum allar í
Hvassaleitisskóla og bjuggum
því í næsta nágrenni hver við
aðra. Við þrjár eyddum mörgum
skemmtilegum stundum saman
og sérstaklega á menntaskóla-
árunum. Sessý og Þóra voru í
MS en ég var í MH, fórum við
saman á skólaböll, vorum í
saumaklúbb, fórum mikið í bíó
eða eyddum tíma heima hvor hjá
annarri, bæði að spila eða jafn-
vel prjóna. En Þóra var mjög
flink í höndunum. Útþráin var
einnig mikil og fórum við á
interrail 18 ára og heilluðumst
þá af Kaupmannahöfn, Amster-
dam og París. Sumarið eftir fór-
um við síðan til Gotlands og unn-
um þar allt sumarið. Þessi tvö
sumur voru eftirminnileg og æv-
intýraleg og rifjuðum við alltaf
upp þegar við hittumst síðar
minningar og eftirminnileg atvik
frá þeim tíma. Við gátum hlegið
mikið að uppátækjum okkar og
skemmtilegum atvikum sem
gerðust þá. Þó að leiðir okkar
þriggja hafi ekki alltaf legið
saman eftir menntaskóla þá hafa
vináttuböndin aldrei rofnað.
Þóra var alltaf góð vinkona,
mjög traust og trygglynd. Mér
fannst sextugsafmæli Þóru end-
urspegla svo vel hennar líf, þar
sem var hennar frábæra fjöl-
skylda og margir vinir, þar ríkti
gleði og mikil tónlist, frábær
gestrisni og örlæti. Ég þakka
fyrir að hafa átt Þóru að vin-
konu.
Ég votta Bjarna, börnum
þeirra og barnabörnum og
systkinum hennar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigríður Einarsdóttir
Laxness.
Síminn hringir á hversdags-
legum mánudegi og mér er sagt
að Þóra vinkona mín hafi verið
bráðkvödd þann morgun. Hug-
urinn nemur þetta ekki í fyrstu,
svo óraunveruleg er þessi frétt.
Svo síast þetta smátt og smátt
inn, sorgin hellist yfir og maður
er illþyrmilega minntur á hverf-
ulleika lífsins.
Við Þóra kynntumst þegar við
lentum í sama bekk á þriðja ári í
Menntaskólanum við Sund og
urðum við og besta vinkona
hennar Sessý fljótlega miklar
vinkonur. Ég laðaðist strax að
Þóru, hún var skemmtileg, hæg-
lát og klár með ríka réttlætis-
kennd og stórt hjarta. Eftir
menntaskólann fórum við svo
saman að kenna í Grunnskóla
Eskifjarðar og vorum þar eitt
skólaár. Við vildum báðar standa
okkur vel og snerist lífið meira
og minna um það að undirbúa
sig fyrir kennsluna og kenna.
Þrátt fyrir mikla vinnu vorum
við báðar mjög ánægðar með
dvölina í þessu litla sjávarplássi,
lífið var einfaldara og nutum við
einfaldleikans. Í hádeginu
keyptum við t.d. alltaf heilhveiti-
brauð í kaupfélaginu og borð-
uðum það með sardínum í tóm-
atsósu, ekkert verið að flækja
málið. Þóra sagði við mig nýlega
að hún myndi svo sterkt eftir því
hvað hún hefði fundið fyrir mik-
illi ró og friði þegar við keyrðum
inn til Eskifjarðar eftir að hafa
farið í jólafrí til Reykjavíkur. Á
Eskifirði tengdumst við sterkum
vináttuböndum sem aldrei hefur
borið skugga á. Þegar kennsl-
unni lauk fórum við svo í þriggja
mánaða bakpokaferðalag um
Evrópu með Sessý. Við flugum
til margra af stórborgum Evr-
ópu en eftirminnilegastur er
tíminn á grísku eyjunum. Þar
nutum við sólarinnar, góðs mat-
ar og víns, syntum í sjónum og
það var mikið hlegið. Algjört
frelsi. Það var gott að ferðast
með Þóru, aldrei neitt vesen,
alltaf úrræðagóð ef upp komu
vandamál og alltaf til í að prófa
eitthvað nýtt. Ég held að þessi
ferð hafi verið sú skemmtileg-
asta sem ég hef farið og er hún
sveipuð ævintýraljóma.
Eftir þetta ævintýrasumar lá
leið okkar Þóru í líffræðina við
HÍ. Ég er mjög heppin að hafa
verið samferða henni í gegnum
líffræðinámið. Við vorum hvor-
ugar miklir stígvélalíffræðingar
en höfðum meiri áhuga á frumu-
líffræði og erfðafræði. Það var
gott og skemmtilegt að læra
með Þóru, hún var mjög góður
námsmaður og gafst ekki upp
fyrr en hún skildi hlutina.
Á háskólaárunum fórum við
að leigja saman með Sessý og
Ingibjörgu. Þar var oft glatt á
hjalla og ógleymanlegar eru
ferðirnar á Borgina. Á þessum
tíma kynntist Þóra Bjarna sín-
um sem varð fljótt samleigjandi.
Þau tvö voru eins og sköpuð fyr-
ir hvort annað, bæði róleg og
miklir pælarar og áttu eftir að
ganga saman lífsins veg. Þóra og
Bjarni eignuðust þrjú börn,
Þóru Hrund, Völu og Kára sem
öll bera merki góðs atlætis. Þóra
sinnti sínum nánustu af mikilli
alúð og var alltaf til staðar fyrir
þau. Börnin og barnabörnin
voru augasteinar hennar.
Elsku stórfjölskylda, hugur
minn er hjá ykkur á þessum erf-
iðu tímum, missir ykkar er mik-
ill.
Það eru erfið skref að fylgja
Þóru síðasta spölinn, við áttum
svo margt eftir ógert, en minn-
ingin um yndislega vinkonu mun
lifa í huga mínum og hjarta.
Unnur Þorsteinsdóttir.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þetta líf, þetta undarlega líf
sem er aldrei fyrirséð og kemur
með hæðum og lægðum, eins og
nú þegar sorgin bankar upp á,
án nokkurs fyrirvara.
Sorgin er hluti af lífinu, sem
fylgir því að hafa þótt vænt um
og elskað. Henni fylgir söknuður
og eftirsjá þess sem hefði getað
orðið, harmur, sársauki og erf-
iðar tilfinningar.
Þóra vinkona mín hefur kvatt
mjög skyndilega og óvænt. Það
síðasta sem okkur fór á milli var
er hún sagði „ég er að detta inn í
sumarfrí og þá gerum við eitt-
hvað skemmtilegt,“ og það var
tilhlökkunarefni hjá mér.
Ég kynntist Þóru þegar við
vorum nemendur í HÍ, í líffræði,
og úr varð vinskapur sem aldrei
bar skugga á. Við leigðum sam-
an nokkrir háskólanemar og
Bjarni. Mikið var þetta yndisleg-
ur tími og skemmtilegur. Þá
kynntist ég mannkostum Þóru
sem voru margir og góðir. Hún
var vel gefin, yfirveguð, sam-
viskusöm og skipulögð. Hún var
skemmtileg, þrjósk, rökföst,
dugnaðarforkur sem alltaf var
með eitthvað á prjónunum. Snill-
ingur í matargerð og vinur vina
sinna.
Hún kynntist Bjarna sínum á
þessum tíma og úr varð eining
sem aldrei slitnaði og stóð sterk
og stolt alla tíð.
Bjarni, þrjú mannvænleg
börn, tengdabörn og barnabörn
hafa í dag misst mikið. Þóra
elskaði fólkið sitt, dekraði við
það og uppskar í samræmi við
það.
Það verða aðrir sem gera ævi-
ferlinum betri skil en mig lang-
aði að leiðarlokum að þakka
kærri vinkonu fyrir samfylgdina
og það sem hún var mér og mín-
um. Góðu minningarnar munu
lifa.
Elsku Bjarni, Þóra Hrund,
Valgerður, Kári Kristinn og
Sveinbjörg, og aðrir aðstand-
endur. Við fjölskyldan sendum
ykkur öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg, Jón Þrándur,
Halldóra, Arnar og Haukur.
Fyrir hönd kennara og ann-
arra starfsmanna við Mennta-
skólann við Sund rita ég með
sorg í hjarta stutta kveðju um
eftirminnilega samstarfskonu.
Þóra Víkingsdóttir var mikil
skólakona þrátt fyrir að hafa að-
eins eytt hluta starfsferilsins
sem kennari. Hún var í raun alla
tíð „ungur“ kennari, ávallt upp-
full af hugmyndum og lagði mik-
ið upp úr því að þróa kennsluað-
ferðir og verkefni nemenda.
Hún hafði mikinn metnað fyrir
námi nemenda sinna og var ann-
áluð fyrir útsjónarsemi sína og
stórhug þegar hún vildi kveikja
áhuga nemenda sinna á mikil-
vægum viðfangsefnum, eftir
standa margar eftirminnilegar
kennslustundir sem nemendur
munu seint gleyma. Þóra sætti
sig aldrei við neitt hálfkák í því
sem hún tók sér fyrir hendur og
var sinn eigin harðasti gagnrýn-
andi þegar eitthvað fór ekki eins
og til stóð, jafnan fór þó svo að
hún komst á áfangastað og fann
nýja leið til þess að kveikja
neistann.
Þóru verður sárt saknað í
starfsmannahópnum, fyrir suma
var hún sannkallaður mentor en
fyrir okkur öll í MS var hún ein
þeirra sem stráðu gleði og visku
í okkar góða hópi. Þóra var allt-
af tilbúin að gefa af sér og leggja
mikið á sig til að skipuleggja
leiki og uppákomur sem vöktu
kátínu hjá samstarfsfólkinu, það
verður ekki auðvelt að fylla í það
skarð.
Á stundum sem þessari erum
við minnt á það með afgerandi
hætti að lífið er það dýrmætasta
sem við eigum og því er gott að
lifa því lifandi og í þakklæti fyrir
hvern dag. Kæri Bjarni, börn og
barnabörn, hugur okkar er hjá
ykkur og við sendum ykkur
samúðarkveðjur og styrk í sorg-
inni.
Helga Sigríður Þórsdóttir,
rektor Menntaskólans
við Sund.
Okkur líffræðikennara við MS
langar til að segja nokkur orð í
minningu elsku Þóru sem við
misstum svo skyndilega.
Þóra var fagstjóri líffræði-
deildarinnar þegar við Guðbjörg
komum til starfa og hafði hún
ávallt brennandi áhuga á
kennslufræðunum. Hún var
stöðugt að þróa námið og alltaf
óhrædd við að prófa eitthvað
nýtt. Þar vorum við algerlega á
sömu línu enda fóru umræður
okkar um námið oft á flug og
urðu gjarnan lengri en upphaf-
lega stóð til. Því má með sanni
segja að Þóra hafi verið á réttri
hillu þegar hún kom sterk inn
sem verkefnisstjóri starfenda-
rannsókna í MS. Þar fengu þeir
kennarar sem vildu tækifæri til
að ræða eigin tilraunir, sigra og
ósigra í faglegu, öruggu og
hvetjandi umhverfi. Þá fengu
allir faglega endurgjöf, hrós,
klapp á bakið, kaffi og með því –
döðluköku með heitri karamellu-
sósu þegar Þóra var í stuði. Þóra
var fagmaður fram í fingurgóma
og hafði mikinn metnað fyrir
hönd líffræðideildarinnar og
skólans. Á sama tíma var hún
mjög uppátækjasöm og setti
nemendum fyrir ýmis skapandi
og krefjandi verkefni eins og t.d.
samningu leikþáttar eða rapp-
lags um undraveröld frumunnar.
Sköpunargleði Þóru blómstraði
einnig í starfsmannafélaginu en
þar skipulagði hún m.a. eftir-
minnilegan ratleik sem olli al-
mennum æsingi, töluverðum
spenningi, kátínu og jafnvel
hryllingi meðal ónefndra starfs-
manna.
Við erum miður okkar yfir
þessum ótímabæra missi en er-
um á sama tíma þakklátar fyrir
að hafa fengið tækifæri til að
vinna með Þóru, við tökum
margt úr því samstarfi með okk-
ur inn í framtíðina.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu
Þóru.
Fyrir hönd líffræðideildarinn-
ar við Menntaskólann við Sund,
Brynja Gunnlaugsdóttir og
Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir.
Andlát Þóru vinkonu minnar
kom eins og reiðarslag! Fráfall
hennar er svo óendanlega sárt
og ótímabært. Á svona stundum
er ómögulegt að átta sig á til-
gangi lífsins.
Ég kynntist Þóru haustið
2010 en þá vorum við báðar nýir
kennarar í Menntaskólanum við
Sund. Við spjölluðum nokkrum
sinnum saman í upphafi skóla-
ársins og ég fann strax að þetta
var kona sem mig langaði til að
kynnast betur. Einn morguninn
þegar ég stóð við upplýsingatöfl-
una á kaffistofunni og var að
lesa auglýsingu um væntanlega
jólagleði starfsmannafélagsins
kom Þóra til mín og spurði:
„Hvað segirðu um að við verðum
með atriði á jólagleðinni?“ Mér
fannst þetta skemmtileg hug-
mynd hjá þessari nýju sam-
starfskonu minni og sagði auð-
vitað já! Upp frá þessu urðum
við góðar vinkonur.
Mér finnst þetta atvik við
upplýsingatöfluna lýsa Þóru vel.
Hún var alltaf til í glens og grín
og alls konar leikir og þrautir
voru hennar ær og kýr. Enda
varla haldin starfsmannagleði
eða starfsmannaferð í MS án
þess að Þóra stjórnaði einhverj-
um leik til að hrista hópinn sam-
an.
Nokkru seinna bættist kær
vinkona í okkar hóp, hún Jónína
sem kenndi félagsfræði í MS.
Hún lést langt fyrir aldur fram
fyrir tveimur árum, við söknuð-
um hennar mikið.
Við Þóra áttum það sameig-
inlegt að fara seint í kennslu-
réttindanám og vorum því að
stíga okkar fyrstu spor í kennsl-
unni á miðjum aldri, með
margra ára starfsreynslu á öðr-
um vettvangi. Þrátt fyrir að
kenna ólík fög, hún líffræði og
ég hagfræði, náðum við einstak-
lega vel saman. Við vorum dug-
legar að prófa okkur áfram í
kennsluaðferðum, bera saman
bækur og skiptast á skoðunum
og hugmyndum. Ég mun sakna
þessara fróðlegu og skemmti-
legu spjallstunda með Þóru.
Þóra naut þess að kenna og
var alltaf að þróa námsefni,
kennsluaðferðir og námsmat til
að ná sem best til nemenda
sinna. Einn veturinn vorum við á
námskeiði í samvinnunámi og
vorum látin kynna verkefnin
okkar með ýmsum hætti eins og
að rappa, vera með leikþátt
o.s.frv. Þóra fór þá að mæta með
tösku í kennslustundir hjá sér
fulla af alls konar búningum,
leikmunum og hljóðfærum sem
nemendur máttu nota til að lífga
upp á kynningarnar sínar. Ég sé
hana alveg fyrir mér hlæjandi
með sínum skemmtilegu bakföll-
um þegar hún lýsti viðbrögðum
nemenda sinna við þessu uppá-
tæki. Hún Þóra mín kunni sann-
arlega að gefa lífinu lit!
Skólaheimsóknirnar sem við
fórum saman með MS til útlanda
eru ógleymanlegar, þá deildum
við Þóra gjarnan herbergi og
það sem við gátum spjallað og
hlegið. Margar dásamlegar
minningar skjóta upp kollinum
þegar ég hugsa til þessara ferða.
Ferðin til Toronto í Kanada
2019 var öðruvísi en hinar að því
leyti að mennirnir okkar komu
með. Við Gummi áttum margar
notalegar stundir með Þóru og
Bjarna í þessari ferð sem dýr-
mætt er að eiga í minningunni.
Ég er þakklát fyrir árin með
elsku Þóru minni í MS, mikið
verður tómlegt að hefja nýtt
skólaár í haust án hennar. Bless-
uð sé minning yndislegrar vin-
konu.
Elsku Bjarni og fjölskylda,
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Dóra.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR PÉTURSSON,
bóndi á Hjaltastöðum,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. júní.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en
þeim sem vilja minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Skagafjarðar.
Anna Jóhannesdóttir
Sigurður Þ. Þórólfsson
Sigríður S. Þórólfsdóttir
Ragnheiður Þórólfsdóttir
Hafdís Huld Þórólfsdóttir
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
Helga Björg Þórólfsdóttir
Pétur Óli Þórólfsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
REIMAR ALFREÐ ÞORLEIFSSON,
Bjarkarbraut 25,
Dalvík,
lést miðvikudaginn 9. júní.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 18. júní kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Guðlaug Antonsdóttir
Dóróþea G. Reimarsdóttir Viðar Kristmundsson
Anna Lilja Reimarsdóttir Kristinn Brynjólfsson
Þorleifur Albert Reimarsson
Gunnar Örn Reimarsson Bjarney Anna Sigfúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn