Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri. 20. apríl - 20. maí + Naut Samræður munu snúast um allt annað en hagnýta hluti í dag. Taktu af dagskránni þá liði sem þér leiðast. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft að hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og taka þinn þátt í því sem gera þarf. Settu markið hátt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Einhver kemur þér skemmtilega á óvart svo taktu þátt í gamninu. Líkur eru á því að athyglin beinist að þér og því gott að vera undir það búinn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert að skilja uppeldiseðlið í þér og byrjar að gefa fólki vinaleg ráð í stað þess að ráðskast með það. Eitthvað ger- ist sem breytir sýn þinni á veröldina. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú væri gott að koma skipulagi á líf sitt. Leitaðu ráða hjá góðum vini og þá mun allt liggja ljóst fyrir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Ævintýrin bíða þín handan hornsins og það er ekkert annað að gera en að drífa sig og njóta þess að vera til. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ekki reiðast fólki sem er bara kunningjar þínir. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Sú áætlun sem menn ætla þér að fylgja er of áhættusöm fyrir þig. Hnýttu lausa enda varðandi tryggingar, erfðamál og sameiginlegar eignir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir þig óöruggan. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hugmyndirnar þyrlast í kring- um þig og það er ósköp gaman. Fílaðu það sem aðrir fíla ekki, hlýddu innsæinu og taktu að þér málstaði sem enginn kærir sig um. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það getur hent sig illa ef þú reyn- ir að leika einhvern einleik þegar sá ár- angur sem við blasir er verk margra manna. Taktu þér stund á hverjum degi og gefðu ímyndunaraflinu lausan taum- inn. 50 ÁRA Einar Bjarki Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 13. júní 1971. Hann hóf skólagönguna í gamla Kató, en var svo í Öldutúnsskóla til út- skriftar árið 1987. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1988-89 og útskrifaðist frá Hótel- og veitinga- skólanum vorið 1994 og lauk seinna MBA-námi frá GLION í Swiss árið 2013. „Ég var svo hepp- inn að komast undir leið- sögn Gísla Thoroddsen matreiðslumeistara og strákanna í Óðinsvéum og síðan hef ég ekki litið upp frá matargerðinni, sem er krefjandi en einnig skapandi vinna. Einar fluttist til Bandaríkj- anna eftir sumar í Frakklandi, þar sem hann vann á þriggja stjörnu Michellin-veitingastað og hefur búið þar síðan haustið 1994. „Ég kynntist ungri stúlku þegar ég var skiptinemi og það kom ekkert annað til greina en að elta hana og hef síðan verið svo heppinn að hafa verið kvæntur henni í 28 ár.“ Einar starfaði sem kokkur, yf- irkokkur og veitingastjóri á nokkr- um veitingastöðum og lúxushótelum í New York, South Carolina, Georgia, Virginia og Alabama. Í dag er hann prófessor við University of North Alabama og kennir mat- reiðslu og veitingarekstur. Hann býr með eiginkonu og einum ketti í Athens í Alabama, en börnin eru flutt að heiman. FJÖLSKYLDA Einar Bjarki kvæntist Amöndu Jean Guðmundsson árið 1993, en hún kennir sögu í menntaskóla og er fædd 31.7. 1972. Börn þeirra eru Sigurður John Einarsson, f. 17.7. 1996, og Anja Björk Einarsdóttir, f. 30.11. 2000. Foreldrar Einars Bjarka eru Guðmundur Lárusson húsasmíðameistari, f. 14.4. 1931, og Unnur Einarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 12.6. 1934. Þau búa í Hafn- arfirði. Einar Bjarki Guðmundsson S veinn Snorri Sighvatsson fæddist 14. júní 1971 í Reykjavík og þegar hann var fimm ára gam- all flutti fjölskyldan í Garðabæinn þar sem hann ólst upp. „Ég var í sveit hjá móð- ursystur minni á Raufarhöfn og þar náði ég í þessa náttúru sem ég er svo hrifinn af. Ég elskaði að vera í sveitinni, veiða minka og sil- ung. Ég var þarna fleiri sumur og þar hófst hrifning mín af landinu okkar fagra. Áföll leiddu til ákvörðunar Sveinn gekk í Hofsstaðaskóla í tvö ár og fór þaðan í Flataskóla og síðan í unglingadeildina í Garða- skóla. „Vinafólk foreldra minna bjó í Aratúninu og foreldrar mínir fluttu í sömu götu. Þar kynntist ég æskuvini mínum, Ívari Helga Ósk- arssyni, en við vorum miklir vinir í gegnum æskuna, enda vorum við í sama bekk í gegnum skólakerfið al- veg upp í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Sveinn átti þó eftir að upplifa mikla sorg, en Ívar Helgi lést árið 1991 og var það mikill harmdauði. Fleiri vinir og kunn- ingjar hans létust langt fyrir aldur fram, og árið 2011 voru fimm úr vinahópnum látnir. Það hafði djúp- stæð áhrif á Svein. „Ég segi alltaf að það hafi markað mig fyrir lífstíð og gert það að verkum að ég sá að ég yrði að ákveða hvernig ég ætl- aði að lifa lífinu. Ég ákvað að njóta augnabliksins bara hér og nú, því eftir allan þennan missi, þá horfi ég á lífið allt öðruvísi og vil njóta hverrar mínútu sem ég hef. Þannig lifi ég lífinu enn þann dag í dag og ég geri ekkert sem er leiðinlegt heldur einbeiti mér að því sem ég hef gaman af. Sveinn byrjaði í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ en færði sig yfir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði rafvirkjun með áherslu á ensku. „Ég var svolítið að ströggla í náminu á þessum tíma, og tók mér pásu og lauk náminu seinna og fór þá líka í eitt ár í ensku í Há- skólann í Reykjavík. Í náminu var ég að vinna hjá Samútgáfunni Korpus sem gaf út tímarit og var að taka ljósmyndir og fara í sendi- ferðir og fleira. Ég fann að sá hreyfanleiki og fjölmiðlunin átti vel við mig, en ég get ekki hugsað mér að sitja við skrifborð heilu og hálfu dagana. Ég var síðan aðeins að vinna við rafvirkjun, en fann mig ekki þar. Fjöllin og ævintýra- mennskan kölluðu alltaf í mig.“ Sveinn byrjaði að vinna í útvarpi 1988 og var lengst á Bylgjunni og var með ýmsa þætti, t.d. Reykjavík síðdegis með Þorgeiri Ástvalds og Hvata (Sighvati Jónssyni). „Starfið var fjölbreytt og fjölmiðlun átti vel við mig að mörgu leyti, en það var mikill hraði sem mér fannst gam- an, en eftir á að hyggja var hrað- inn kannski of mikill.“ Sveinn hélt alltaf tengslum við íslenska náttúru og var í Hjálparsveit skáta í Garðabæ og Björgunarhundasveit Íslands frá 1990 fram að 2007, auk þess að vera í Oddfellow. „Ég hætti í fjölmiðlun árið 2003 og fór að vinna sem öryggisráðgjafi og sölustjóri, en árið 2010, eftir krepp- una miklu, tók ég snarpa beygju og gerðist leiðsögumaður. Þar finn ég mig og vissi að fara um Ísland með fólki og vera úti í náttúrunni var lífið sem ég vildi lifa.“ Núna þegar þjóðin og allur heimurinn var í einangrun í heima- húsum og margir orðnir ansi fram- lágir sá Sveinn tækifærið í stöð- unni, og smíðaði hlaðvarpsstúdíó. „Já, ég og Linda Baldvins, sem er pistlahöfundur á Morgunblaðinu líka, erum með hlaðvarpið 180 gráður Lindu og Svenna og hægt er að hlusta á það á hlaðvarpi Morgunblaðsins og á Spotify. Berrassaður í eldgosi Sveinn komst í fréttir fyrr á árinu þegar myndir af honum ber- rössuðum við gosið í Geldingadal fóru eins og eldur í sinu á Tik Tok út um heiminn. „Við vorum á þriðja degi uppi við gosstöðvar, margir leiðsögumenn og allir at- vinnulausir eftir Covid. Það voru líklega 500 manns í fjallinu að horfa á gosið. Ein góð vinkona mín hnippir í mig og segir að það væri nú flott að láta taka af sér myndir nöktum með gosið í baksýn. Það þurfti ekki að segja mér það aftur, þvílík er hvatvísin, og ég hugsaði hvað gæti verið meira "extreme" en að vera nakinn með sólgleraugu að pósa með eldglæringarnar í bak- sýn. Svo ég reif mig úr fötunum, henti sólgleraugunum á nefið og stillti mér upp. Einhver tók þetta upp á Tik Tok og það fór hringinn um jörðina á innan við sekúndu. Sveinn Snorri Sighvatsson leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi – 50 ára 180 gráður Lindu og Svenna Sveinn Snorri byggði hlaðvarpsstúdíó í kófinu. Geri ekkert sem er leiðinlegt Í heimspressunni Þetta er myndsem birtist m.a. á CNN og fleiri frétta- miðlum þegar Sveinn Snorri kom fram nakinn í gosinu í Geldingadal. Til hamingju með daginn Þór bærin g Alla v irka d aga fr á 10-1 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.