Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 27
ar bandarísku Regan Smith, um 12
sekúndubrot. McKeown synti á 57,45
sekúndum.
_ Serbinn Novak Djokovic vann Opna
franska mótið í tennis eftir sigur í
hörkuúrslitaeinvígi gegn Grikkjanum
Stefanos Tsitsipas í gær. Djokovic
vann leikinn 3:2 eftir að hafa tapað
fyrstu tveimur settunum, 6:7 (6:8 eftir
upphækkun) og 2:6. Því næst vann
hann þrjú í röð, 6:3, 6:2 og 6:4, en ein-
vígið tók alls rúmar fjórar klukku-
stundir.
_ Aron Pálmarsson varð Evr-
ópumeistari í handbolta í þriðja sinn er
Barcelona vann öruggan 36:23-sigur á
Álaborg í úrslitaleik í Köln í gær. Aron
skoraði ekki fyrir Barcelona. Arnór
Atlason er aðstoð-
arþjálfari Álaborg-
ar. Er þetta í fyrsta
skipti sem Aron
vinnur Evróputit-
ilinn með Barce-
lona.
_ Knatt-
spyrnudeild
Stjörnunnar hefur samið við danska
miðjumanninn Casper Sloth og mun
hann spila með liðinu síðari hluta
tímabilsins. Sloth á níu A-landsleiki að
baki fyrir Danmörku. Fótbolti.net
greinir frá. Hann hefur á ferlinum spil-
að á Bretlandseyjum, þar á meðal fyrir
Leeds United.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus
Orri Ágústsson heldur vestur um haf
og spilar með liði í Bandaríkjunum á
næstu leiktíð en hann er á leiðinni í há-
skóla þar í landi. Það er Karfan.is sem
greinir frá fréttunum og segir að Júlíus
sé á leiðinni í Caldwell-háskólann í
New Jersey.
_ Körfuknattleikskonan Thelma Dís
Ágústsdóttir er á leiðinni aftur til
Bandaríkjanna en hún spilaði með
Keflavík í undanúrslitunum á Íslands-
mótinu í sumar. Thelma Dís var við
nám í Ball State-háskólanum í Indiana
en útskrifaðist á dögunum. Hún sneri
svo heim til að leika með Keflavík í úr-
slitakeppninni en er nú á leið aftur til
sama skóla í meistaranám.
_ Körfuknattleiksdeild Hauka hefur
gengið frá ráðn-
ingu á Máté
Dalmay og tekur
hann við karlaliði
félagsins. Haukar
féllu úr efstu deild
í vetur. Máté kem-
ur til Hauka frá
Hamri þar sem
hann hefur tvö síð-
ustu ár verið nálægt því að koma liðinu
upp í efstu deild.
_ Knattspyrnuþjálfarinn Milos Miloj-
evic hefur tekið við sænska úrvals-
deildarfélaginu Hammarby. Milos hef-
ur stýrt Breiðabliki og Víkingi úr
Reykjavík hér á landi og m.a. verið að-
stoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í
Serbíu og aðalþjálfari Mjällby í Svíþjóð.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Domusnova-völlur: Leiknir R. – KR .. 19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór........................ 18
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni karla
Undanúrslit, oddaleikur:
Þór Þ. – Stjarnan.................................. 92:74
_ Þór Þ. sigraði 3:2 og leikur til úrslita við
Keflavík um meistaratitilinn.
Umspil kvenna
Fimmti úrslitaleikur:
Njarðvík – Grindavík ........................... 68:75
_ Grindavík sigraði 3:2 og leikur í úrvals-
deildinni á næsta tímabili.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Atlanta – Philadelphia ..................... 111:127
_ Staðan er 2:1 fyrir Philadelphia.
Milwaukee – Brooklyn ....................... 107:96
_ Staðan er 2:2.
Vesturdeild, undanúrslit:
Denver – Phoenix ............................. 102:116
_ Staðan er 3:0 fyrir Phoenix.
LA Clippers – Utah.......................... 132:106
_ Staðan er 2:1 fyrir Utah.
>73G,&:=/D
Meistaradeild karla
Undanúrslit:
Barcelona – Nantes ............................. 31:26
- Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna-
hópi Barcelona.
París SG – Aalborg.............................. 33:35
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Úrslitaleikur:
Barcelona – Aalborg........................... 36:23
- Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir
Barcelona.
Leikur um bronsverðlaun:
París SG – Nantes ................................ 31:28
Þýskaland
RN Löwen – Melsungen...................... 31:22
- Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir
Löwen.
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr-
ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son er þjálfari liðsins.
Göppingen – Magdeburg.................... 21:29
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá
vegna meiðsla.
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er frá keppni.
Coburg – Lemgo.................................. 23:27
- Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir
Lemgo.
B-deild:
Aue – Gummersbach........................... 29:26
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 14 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
- Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Bietigheim – Eisenach........................ 32:35
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í
marki Bietigheim.
E(;R&:=/D
Noregur
Bodö/Glimt – Mjöndalen ........................ 2:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Kristiansund – Odd ................................. 2:0
- Brynjólfur Willumsson kom inn á sem
varamaður á 73. mínútu og lagði upp mark
fyrir Kristiansund.
Sandefjord – Molde ................................. 1:3
- Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 73 mínút-
urnar með Sandefjord.
Sarpsborg – Brann .................................. 0:0
- Emil Pálsson lék allan leikinn með
Sarpsborg.
Strömsgodset – Rosenborg .................... 2:1
- Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á
sem varamaður á 90. mínútu hjá Ströms-
godset en Ari Leifsson var allan tímann á
bekknum.
- Hólmar Örn Eyjólfsson var allan tímann
á bekknum hjá Rosenborg.
Viking – Vålerenga ................................. 4:1
- Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 79
mínúturnar með Viking og skoraði.
- Viðar Örn Kjartansson lék ekki með
Vålerenga vegna meiðsla.
B-deild:
Aalesund – Fredrikstad.......................... 2:2
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund og lagði upp mark.
Ítalía
C-deild
Úrslit umspils, fyrri leikur
Padova – Alessandria ............................. 0:0
- Emil Hallfreðsson lék fyrstu 84 mínút-
urnar með Padova.
KNATTSPYRNA
MEISTARAMÓT ÍSLANDS
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA
gerði afar góða hluti á 95. Meist-
aramóti Íslands í frjálsíþróttum sem
fram fór á Þórsvelli á Akureyri um
helgina. Glódís keppti í fimm grein-
um, vann í þremur þeirra, tók eitt
brons og setti mótsmet í 100 metra
grindahlaupi er hún hljóp á 13,43
sekúndum. Hún kom einnig fyrst í
mark í 400 metra hlaupi og 400
metra grindahlaupi. Þá fékk hún
brons í kúluvarpi.
„Ég er mjög ánægð með hvernig
þetta gekk, sérstaklega í 100 metra
grindinni sem ég hef lagt mikla
vinnu í. Ég er að keppa í sjöþraut og
ég stefni á hana. Ég er fjöl-
þrautakona og keppi því í mörgum
greinum,“ sagði Glódís í samtali við
Morgunblaðið.
Glódís, sem er aðeins 18 ára, segir
árangurinn ekki endilega koma sér á
óvart. „Þetta kom mér ekki á óvart
því ég vissi að ég ætti þetta inni. Ég
get svo gert enn betur en ég var
mjög glöð með að ná loksins svona
góðu hlaupi í 100 metra grindinni.
Ég var ekki búin að setja mér tíma-
markmið, en ég ætlaði bara að
hlaupa eins hratt og ég gat.“
Krefjandi en skemmtilegt
Aðstæður voru erfiðar á Akureyri
á seinni deginum í gær; blautt og
kalt. Þrátt fyrir það hljóp Glódís 400
metra grindahlaup og kom fyrst í
mark á 1:01,36 mínútu. „Það var
krefjandi og ég er ekki með mikla
reynslu. Það var samt sem áður
skemmtilegt,“ sagði Glódís og við-
urkennir að það hafi tekið á að keppa
í fimm greinum á einni helgi. „Ég er
þreytt núna og ég viðurkenni að ég
var orðin vel þreytt í síðustu grein-
inni sem var kúlan. Ég er komin
heim að hvíla mig fyrir næsta mót.“
Það eru spennandi tímar fram
undan hjá Glódísi og nóg að gera er-
lendis. „Ég er að fara í landsliðsferð
næstu helgi til Búlgaríu þar sem
Evrópubikarkeppni landsliða fer
fram. Ég er mjög spennt fyrir því og
mun hvíla mig vel þar til að því kem-
ur. Svo ætla ég mér að ná lágmörk-
um fyrir EM U20 ára og U23 ára og
svo HM U20 ára. Þau eru öll í sum-
ar. Ég er búin að ná tímanum í 100
metra grindinni en meðvindurinn
var aðeins of mikill,“ sagði hún.
Glódís segir þjálfarann sinn eiga
stóran þátt í velgengninni. „Þetta
væri ekki hægt án þjálfara míns, Ís-
aks Sigurðssonar. Hann er mjög
mikill partur af þessu,“ sagði Glódís.
Síðasta mót Vigdísar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
keppti aðeins í 200 metra hlaupi og
hljóp á 24,03 sekúndum og var hálfri
sekúndu á undan Tiönu Ósk Whit-
worth sem varð önnur.
Keppnin var gríðarlega hörð í
sleggjukasti kvenna þar sem Ís-
landsmethafinn Elísabet Rut Rún-
arsdóttir bar sigur úr býtum með
59,51 metra kasti. Vigdís Jónsdóttir
varð önnur með 59,37 metra. Vigdís
tilkynnti eftir mótið að hún væri
hætt. Þá gerði Irma Gunnarsdóttir
mótsmet í þrístökki en hún stökk
lengst 12,89 metra.
Guðni Valur Guðnason úr ÍR vann
öruggan sigur í kringlukasti karla er
hann kastaði 61,60 metra, sem er
lengsta kast ársins. Íslandsmet hans
er 69,35 metrar. Þá vann Hilmar
Örn Jónsson úr FH afar sannfær-
andi sigur í sleggjukasti. Hilmar
kastaði lengst 70,57 metra. Arnar
Pétursson úr Breiðabliki hljóp 5.000
metra hlaup og 3.000 metra hlaup og
vann sannfærandi í báðum greinum.
Fleiri úrslit mótsins má nálgast á
mbl.is/sport/adrar/.
Ætlaði bara að hlaupa
eins hratt og ég gat
- Glódís Edda náði glæsilegum árangri um helgina - Nóg að gera í sumar
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Öflugur Guðni Valur Guðnason vann öruggan sigur í
kringlukasti á Meistaramótinu á Þórsvelli.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sigursæl Glódís Edda á fleygiferð á Þórsvelli um
helgina. Hún vann þrjú gull á Meistaramótinu.
skoraði með skalla skömmu síðar.
Heimamenn náðu þó að krækja í
sigur í fyrsta leik sínum á mótinu,
Denzel Dumfries skoraði sig-
urmark á 85. mínútu.
Holland er því með þrjú stig á
toppi C-riðilis, rétt eins og Aust-
urríki sem vann 3:1-sigur á Norð-
ur-Makedóníu er þjóðirnar mætt-
ust í Svíþjóð. Stefan Lainer,
Michael Gregoritsch og Marko Ar-
nautovic skoruðu mörk Austurrík-
ismanna en gamli markahrókurinn
Goran Pandev jafnaði metin fyrir
Norður-Makedóníu snemma leiks.
Holland vann nauman 3:2-sigur á
Úkraínu í bráðskemmtilegum leik á
Evrópumóti karla í knattspyrnu á
heimavelli sínum í Amsterdam
frammi fyrir um 15 þúsund áhorf-
endum í gærkvöldi.
Hollenska liðið komst í tveggja
marka forystu snemma leiks þökk
sé mörkum Georginio Wijnaldum
og Wout Weghorst og virtist eiga
sigurinn vísan áður en Úkra-
ínumenn jöfnuðu metin á ótrúleg-
um fjögurra mínútna kafla, Andriy
Yarmolenko minnkaði muninn á 75.
mínútu áður en Roman Yaremchuk
England vann loks fyrsta leik
Það tók tíu tilraunir en Englend-
ingum hefur loks tekist að vinna sinn
fyrsta leik á EM eftir 1:0-sigur gegn
Króatíu á Wembley. Raheem Sterl-
ing skoraði sigurmarkið í síðari hálf-
leik en Englendingar voru sterkari
lengst af og verðskulduðu sigurinn.
Enskir höfðu aldrei áður unnið
fyrsta leik á EM, tapað fjórum og
gert fimm jafntefli en England hefur
sömuleiðis aldrei unnið mótið sjálft.
Skotland mætir Tékklandi í kvöld í
hinum leiknum í D-riðlinum.
AFP
Sigurmark Denzel Dumfries
Sluppu með skrekkinn
- Dramatískt sigurmark Hollendinga í Amsterdam