Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 151. tölublað . 109. árgangur . PERLUFLUGIÐ HEFUR FARIÐ VEL AF STAÐ TÓNLEIKAGESTIR TAKA ÞÁTT Í UPPTÖKUFERLI DRAUMI LÍK- AST AÐ VERA Í ÞÓRSMÖRK KVARTETT ÓSKARS 24 FERÐALÖG 16 SÍÐURVIÐSKIPTI 12 SÍÐUR SKRÁNING OPNAR Á MORGUN! ALLT Á ULM.IS Unglingaland smót Selfossi um vers lunarmannahelg ina Mikil veðurblíða var á landinu og böðuðu borg- arbúar sig í sólinni. Gott var til sjós og til- tölulega mikið logn í Nauthólsvík og var því til- valið að taka af skarið og fara í hressandi kajaksiglingu í gær. Besta veðrið var þó á Norður- og Austurlandi þar sem hitastig var með hæsta móti og mældist hitinn á Egilsstöðum í kringum 26 gráður. Marg- ir verða eflaust sólbrenndir næstu daga. Morgunblaðið/Unnur Karen Sólarblíða og siglingaveður gott um allt land Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir útlit fyrir meiri hagvöxt í ár en Greining bank- ans áætlaði í vor. Þá gerði hún ráð fyrir 2,7% hagvexti og hóflegum vexti í neyslu og fjárfestingu. „Við gætum fengið rúmlega 3% hagvöxt í ár. Það er fljótt að segja til sín þegar einkaneyslan vex hraðar en við áætluðum,“ segir Jón Bjarki og vísar m.a. til þess að væntinga- vísitala Gallup er í hæstu hæðum. Spá allt að 3,7% hagvexti Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir nú útlit fyrir 3,5-3,7% hagvöxt í ár. Til samanburðar hafi Analytica spáð 2,5-3% hagvexti í vor. Líkt og hjá Íslandsbanka er vísað til bata- merkja í einkaneyslunni. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir sam- tökin ekki hafa gert hagspá. Hins vegar séu kröftug merki um við- snúning á breiðum grundvelli í hag- kerfinu. Þar með talið í iðnaðinum. „Ég myndi reikna með að síðari hluti ársins verði mjög góður og að við munum sjá mikinn vöxt frá árinu 2020. Samanburðurinn er hins vegar við samdráttarár í fyrra og við eigum nokkuð í land með að ná upp sömu landsframleiðslu og við vorum með fyrir niðursveifluna,“ segir Ingólfur. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir útlit fyrir meiri hagvöxt í ár en spáð var. „Til dæmis var Hagstofan að áætla að það væru 7.600 laus störf á öðrum ársfjórðungi, sem er mikil fjölgun,“ segir Konráð. Spá nú meiri hagvexti í ár - Sérfræðingar Íslandsbanka og Analytica endurmeta hagvaxtarspá fyrir þetta ár - Vöxtur í einkaneyslu meðal skýringa - Fjöldi lausra starfa þykir líka batamerki M »ViðskiptaMogginn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar sem urðu nýlega á gos- óróa í gígnum í Geldingadölum urðu mögulega vegna hruns úr gígbarm- inum, að mati Þorvaldar Þórðar- sonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. „Við höfum séð svipað gerast áður eftir að það hrundi niður í gíginn,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að það hafi hugsanlega tafið eitthvað fyrir hraunflæðinu og hægt á afgösun sem hafi valdið minni gosóróa eins og sást á jarðskjálftamælum. Lélegt skyggni hefur verið á gosstöðvunum undanfarið og lítið sést í vefmynda- vélum nema þoka. Það hefur því ekki verið hægt að fletta upp í myndum þeirra til að sjá hvort það hrundi úr gígbarminum. „Gígurinn náði svo að hreinsa sig og þá fylgdi smá sjónarspil eins og venjulega,“ sagði Þorvaldur. „Meginrásin, sem viðheldur hraunflæðinu, er undir yfirborðinu og við sjáum hana ekki. Hún hlýtur að vera þarna því vöxturinn á hraun- inu er svo stöðugur. Breytileiki sem við sjáum í gígnum virðist ekki hafa áhrif á hraunflæðið.“ »4 Mögulega varð hrun ofan í gíginn - Breytinga varð vart á gosóróa í Geldingadölum - Svipað sást áður Morgunblaðið/Eggert Nátthagi Þessi litli hraunhellir hafði myndast í jaðri nýja hraunsins. Mæl- ingar benda til þess að um 13 rúmmetrar af hrauni renni á sekúndu hverri. Fjárfestar hafa hafið sölu lóða undir íbúðarhúsnæði í nýju hverfi í Vogum en fullbyggt gæti það rúmað um tvö þúsund íbúa. Með því myndi íbúa- fjöldinn í Vogum ríflega tvöfaldast. Sverrir Pálmason, lögmaður og fasteignasali, er einn þeirra sem standa að verkefninu. Hann segir í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann að þróunin á höfuðborgarsvæðinu hafi skapað tækifæri til uppbyggingar á svæð- inu. Lóðarverð á hverja íbúð sé frá þremur milljónum króna sem sé allt að þrefalt lægra en á þéttingar- reitum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir vikið verði hægt að bjóða hagkvæmt húsnæði sem henti meðal annars fyrstu kaupendum og eldra fólki sem er að minnka við sig. Morgunblaðið/Eggert Í Vogum Nýtt hverfi er að rísa. Mun lægra lóðaverð - Byggt í Vogum _ Rykkorn úr Sahara-eyðimörkinni hafa oft borist hingað til Íslands samkvæmt nýrri vísindagrein, sem birtist í tímaritinu Nature Scientific Reports á dögunum. Í greininni kemur m.a. fram að ekki hafi að- eins verið um fínkorna ryk að ræða, heldur einnig stærri agnir, sem voru allt að 0,1 mm í þvermál. Pavla Dagsson-Waldhauserová, einn af höfundum greinarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að leitað verði stuðnings við frekari rannsóknir á þessu sviði. »12 Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.