Morgunblaðið - 30.06.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
TILBOÐ TIL TENERIFE
GF ISABEL 4*
FANABE STRÖNDIN Á COSTA ADEJE
SKEMMTILEGT OG FJÖLSKYLDUVÆNT ÍBÚÐAHÓTEL NÁLÆLGT
STRÖNDINNI MEÐ SKEMMTIDAGSKRÁ FYRIR ALLA.
09. - 14. JÚLÍ
FLUG OG
GISTING
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ:
75.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR INNIFALINN
FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ:
39.900 KR.*
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Blóðgjafafélag Íslands fagnar 40 ára
starfsafmæli 16. júlí nk. Félagið var
formlega stofnað af Ólafi Jenssyni,
þáverandi yfirlækni Blóðbankans, í
þeim tilgangi að efla tengsl íslenskra
blóðgjafa og almennings við Blóð-
bankann og um leið fræða almenn-
ing og stjórnvöld um mikilvægi
blóðs til lækninga.
„Meginhlutverk félagsins er að
hvetja fólk til blóðgjafar og veita
viðurkenningar fyrir blóðgjafir,“
segir Sigríður Ósk Lárusdóttir,
stjórnarmaður í félaginu, við blaðið.
Fleiri geta nú gefið blóð
Síðastliðin ár hafa miklar breyt-
ingar orðið á því hverjir mega gefa
blóð og hverjir ekki, að sögn Sigríð-
ar. „Hér áður fyrr mátti fólk ekki
gefa blóð ef það var á einhverjum
ákveðnum lyfjum en eftir því sem
vísindunum hefur fleygt fram hafa
þær reglur breyst,“ segir hún. „Svo
eru margar aðrar ástæður fyrir því
að einstaklingar geta ekki gefið
blóð. Oft er það þó bara tímabundið,
eins og þegar fólk fær sér húðflúr.
Þá þarf það að bíða í sex mánuði
með að gefa blóð. Ef það ferðast til
landa þar sem malaría er landlæg
þarf fólk að sama skapi að bíða í
heilt ár.“
Heimsfaraldur kórónuveiru hafði
veruleg áhrif á blóðgjafir, að sögn
Sigríðar. Minna hafi verið sóst eftir
nýjum blóðgjöfum og komið var á
nýju bókunarkerfi. „Fyrir Covid gat
fólk bara gengið inn í Blóðbankann
og gefið blóð en í Covid þurfti fólk að
skrá sig fyrirfram í bókunarkerfinu.
Þetta var gert svo við gætum virt
samkomu- og fjarlægðartakmörkin
sem voru í gildi á þeim tíma,“ segir
hún. „Þetta er eitt af því jákvæða
sem hefur komið út úr þessum far-
aldri finnst okkur. Þetta auðveldar
skipulag þegar kemur að mönnun
starfsfólks í Blóðbankanum og stytt-
ir bið blóðgjafanna. Ég hugsa að
þetta kerfi sé komið til að vera.“
Blóðbankabíllinn var fyrst tekinn í
notkun árið 2002 og hefur reynst vel
fram til þessa. „Á honum höfum við
farið í skólana og fyrirtæki þar sem
við höfum náð mikið til nýrra blóð-
gjafa. Í Covid þurftum við þó að
leggja bílnum þar sem ekki var
hægt að virða tveggja metra regluna
í honum. Bíllinn er líka orðinn gam-
all og þreyttur svo það er alveg kom-
inn tími á að endurnýja hann.“
Einn hefur gefið 243 sinnum
Blóðbankinn þarf um 2.000 nýja
blóðgjafa á hverju ári til að ná að
anna eftirspurn. Það náðist þó ekki í
fyrra vegna heimsfaraldursins, að
sögn Sigríðar. Þá komu reglulegir
blóðgjafar sterkir inn og hafa sumir
þeirra gefið blóð hundrað sinnum
eða oftar. Í hverri gjöf eru teknir
450 ml. Þannig jafngilda hundrað
blóðgjafir um 45 lítrum af blóði.
Sá sem á metið heitir Gísli I. Þor-
steinsson, 69 ára gamall fyrrverandi
lögreglumaður. Hann hefur gefið
blóð 243 sinnum og segir blóðgjafir
verða að lífsstíl. „Þetta er bara mitt
framlag til líknarmála á Íslandi og
mér finnst að maður eigi að gera
þetta á meðan maður er heil-
brigður,“ segir Gísli.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Gjöf Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn var blóðgjöf í gangi en Íslendingar eru margir gjafmildir á blóð sitt.
Þurfa 2.000 nýja blóðgjafa á ári
- Blóðgjafafélag Íslands hefur hvatt landsmenn til blóðgjafar í 40 ár - Margt hefur breyst frá stofn-
un félagsins í gegnum árin, segir stjórnarmaður - Heimsfaraldur hafði veruleg áhrif á starfsemina
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók um hádegisbilið í gær
mann við Sæbraut, sem vopnaður
var hlaðinni skammbyssu. Tilkynn-
ing barst um átök milli tveggja
manna við brautina, og virtist sjón-
arvotti að atburðarásinni sem ann-
ar þeirra væri með skammbyssu.
Voru lögreglubílar notaðir til að
stöðva umferð við brautina vegna
áfloganna og skárust lögreglumenn
svo í leikinn. Sérsveit Ríkislög-
reglustjóra handtók svo vopnaða
manninn á göngubraut við götuna
skömmu síðar.
Ekki var vitað í gær hvað mann-
inum gekk til, en hann hafði fyrst
komið við í kaffistofu Samhjálpar.
Þráinn Bj. Farestveit, fram-
kvæmdastjóri Verndar áfanga-
heimilis fyrir fanga, sagði í samtali
við mbl.is að honum hefði virst sem
maðurinn hefði komið til Sam-
hjálpar í ákveðnum erindagjörðum.
Handtekinn með hlaðna skammbyssu
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Þrjú ofanflóðamannvirki verða vígð
á Eskifirði á föstudaginn. Um er að
ræða varnir í þremur árfarvegum í
bænum, í Hlíðarendaá, Bleiksá og
Ljósá, þar sem hætta er á krapa- og
aurflóðum. Stoðveggir voru reistir
þar sem árnar liggja inn í bæinn,
brýr endurnýjaðar og farvegir ánna
dýpkaðir til að koma í veg fyrir flóð.
Jón Björn Hákonarson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir varnirn-
ar afar mikilvægar samfélaginu fyrir
austan. „Þetta er gríðarlega mikil-
vægt fyrir líf og eigur fólks, fyrst og
síðast auðvitað líf fólks. Við þekkjum
það, hafandi gengið í gegnum það ár-
ið 1974 þegar tólf manns týndu lífi í
Neskaupstað í mannskæðum snjó-
flóðum og svo fyrir vestan, bæði á
Flateyri og Súðavík, hversu mikil-
vægt þetta er,“ segir hann.
Varða á langri vegferð
Sveitarfélög fá framlög úr ofan-
flóðasjóði til að fjármagna varnir.
„Árið 1996 voru sett lög um ofan-
flóðavarnir og þá var gert hættumat
fyrir landið allt, meðal annars hér í
forverum Fjarðabyggðar, í Norð-
firði, á Eskifirði og Fáskrúðsfirði.
Við erum búin að vera í þessu
verkefni frá því um 2000 en þá hófst
gerð fyrsta varnargarðsins á Norð-
firði vegna snjóflóðahættu. Þar er nú
þriðji varnargarðurinn í byggingu og
fer langleiðina með að klárast í sum-
ar, en tveimur er lokið. Sá fjórði er
órisinn en það er verið að hanna
hann og ekki vitað hvenær fram-
kvæmdir hefjast,“ segir Jón.
Einnig var hætta talin á krapa-
flóðum í árfarvegi á Fáskrúðsfirði og
var framkvæmdum lokið þar fyrir
nokkrum árum. Til viðbótar við
varnirnar þrjár sem verða vígðar á
Eskifirði á föstudaginn er nú unnið
að vörnum í Lambeyrará sem verða
tilbúnar á næsta ári. Að því loknu
verður aðeins ein óvarin á eftir á
Eskifirði, en það er Grjótá. Unnið er
að hönnun varna þar og Jón vonar að
framkvæmdir hefjist á næstunni.
„Þessu á náttúrlega öllu að ljúka
fyrir árið 2030, þá á að vera búið að
verja Ísland fyrir ofanflóðum. Það er
búið að fresta endadagsetningunni
nokkrum sinnum og við höfum gagn-
rýnt það mjög. Það hefur gengið allt-
of hægt að klára þessar varnir sem
eru byggðunum okkar nauðsynleg-
ar,“ segir hann.
Reisa varnir í árfar-
vegum á Eskifirði
- Þrjú ofanflóðamannvirki vígð vegna krapa- og aurflóðahættu
Ljósá Á föstudag verða varnir vígðar í árfarvegum Hlíðarendaár, Bleiksár
og Ljósár á Eskifirði sem munu verja bæinn fyrir krapa- og aurflóðum.
Hlíðarendaá Stórir stoðveggir voru reistir þar sem árnar liggja inn í bæ-
inn, brýr voru endurnýjaðar og farvegir ánna dýpkaðir til að hindra flóð.