Morgunblaðið - 30.06.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Stækkun þjóðgarðsins gefur okkur
möguleika á að útbúa áhugaverða
útivistarstaði á stöðum, sem eru
býsna afskekktir. Starfsemi þjóð-
garðs er í eðli sínu lifandi og fjöl-
breytt. Stækkun er hluti af slíku
ferli,“ segir Jón Björnsson, þjóð-
garðsvörður í
Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli, í
samtali við
Morgunblaðið.
Fjöllin Búrfell
og Skál auk
Dýjadalsvatns í
Hólsdal bætast
við þjóðgarðinn,
skv. reglugerð
sem Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra undirritaði sl. sunnudag á
samkomu þar sem 20 ára afmæli
þjóðgarðsins var haldið hátíðlegt.
Stækkunin nær yfir svæði sem
liggur norðan Snæfellsjökls niður í
átt að byggðinni á Hellissandi og
Rifi. Alls verður þjóðgarðurinn með
viðbótinni 183 ferkílómetrar, frá
strönd að fjallstoppi.
Breytingar á friðlýsingu
Nýmæli sem nú kemur til í starf-
semi þjóðgarðsins er endurskoðaðir
skilmálar friðlýsingar ákveðinna
svæða. Hert verður á ákveðnum at-
riðum friðlýsingar en önnur færð á
lægri þrep. Nú verður til dæmis
heimilt slá upp viðlegutjöldum til
einnar nætur á völdum tjald-
stæðum innan þjóðgarðsins. Einnig
verður jeppa- og vélsleðamönnum
heimilt að aka inn á jökulinn, án
þess að sérstaka heimild þjóðgarð-
svarðar þurfi til. Séu almennar um-
gengnisreglur og ákvæði náttúru-
verndarlaga virt verður leyfilegt að
aka á hjarninu, þó göngufólk njóti
forgangs á jöklinum sem er 10 fer-
kílómetrar að flatarmáli og minnk-
ar stöðugt. Einnig verður eftir
föngum reynt að greiða leið hesta-
manna sem um svæðið fara með
reiðstígum.
„Meginlínan með breyttum
ákvæðum friðlýsingar er að draga
úr boðum og bönnum en auka þess
í stað fræðslu og leiðbeiningar til
ferðafólks,“ segir þjóðgarðsvörð-
urinn.
Þjóðgarðsráðið virki þátttöku
Annað nýmæli sem nú tekur gildi
í starfseminni við Snæfellsjökul er
stofnun þjóðgarðsráðs, hvar sitja
munu fulltrúar Snæfellsbæjar, Um-
hverfisstofnunar, Minjastofnunar,
ferðaþjóna á Snæfellsnesi og um-
hverfissamtaka. Ráðið verður Um-
hverfisstofnun og þjóðgarðsverði til
ráðgjafar um störf og áherslur í
starfi þjóðgarðsins, rétt eins og
svæðisráð innan Vatnajökuls-
þjóðgarðs gerir einnig.
„Umhverfis- og náttúruvernd
hefur notið góðs liðsinnis fólks héð-
an af Nesinu sem hefur verið
óspart á að deila reynslu sinni með
öðrum víða um land. Fyrir það er
ég þakklátur,“ sagði Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra í ávarpi sem hann flutti á
hátíðinni á Snæfellsnesi um sl.
helgi.
„Þjóðgarðsráðið mun stuðla að
meiri þátttöku hinna margvíslegu
hagaðila í mótun þjóðgarðsins enda
er það skoðun mín að heimamenn
eigi að gegna lykilhlutverki í
stefnumótun og stjórn friðlýstra
svæða í sínum bakgarði,“ segir ráð-
herrann.
Vatn, dalur og tvö fjöll
viðbót á verndarsvæði
- Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 20 ára - Fræðslustarfið
kemur í stað boða og banna - Starfsemin er í stöðugri þróun
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Undirritun Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirritar reglugerð um þjóð-
garðinn. Með á myndinni er Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landslag Ingjaldshólskirkja og tignarlegur Snæfellsjökull er í bakgrunni.
Jón Björnsson
Glöggir vegfarendur í Reykjavík hafa
vafalítið undrað sig á nýju götuskilti sem
stendur við gatnamót Fellsmúla og
Grensásvegar, en í fyrstu mætti halda að
búið væri að skipta um nafn á hinum rót-
gróna Grensásvegi. Svo mun þó ekki vera.
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavík-
urborg var verið að endurnýja umrætt
götuskilti og slæddist þá auka „r“ með í
götuheitið. Ekki stóð til að endurnefna
götuna.
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, verk-
efnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg,
segir borgina hafa fengið ábendingar um
villuna og að starfsmenn hafi um leið áttað
sig á henni, þó ekki fyrr en eftir að skiltið
var komið upp. Nú sé unnið að því að útbúa
nýtt og villulaust götuskilti sem sett verð-
ur upp fljótlega. khj@mbl.is
Óvelkomið
„r“ rataði
óvænt inn á
Grensásveg
Morgunblaðið/Eggert
Logi Sigurðsson
logis@mbl.is
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð
í Skagafirði á fjórða tímanum í gær.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög-
regluþjónn á Norðurlandi vestra,
sagði í samtali við mbl.is í gær að
enginn hefði slasast við aurskrið-
una, en að eitthvert eignatjón hefði
orðið á húsunum.
„Skriðan fer þarna á tvö hús, það
er eitthvert tjón á þessum húsum,
en við gerum okkur ekki grein fyrir
því alveg hvað það er mikið, en það
er verið að vinna að því á vettvangi
að hreinsa frá og meta tjónið. Það
slasaðist enginn,“ sagði Stefán
Vagn og bætti við að lengi hafi ver-
ið fylgst með sprungunni sem olli
aurskriðunni.
„Það er barð sem fer af stað, sem
menn vissu að væri orðið laust. Það
var kominn vinnuflokkur til þess að
reyna að létta á því, en það fór áður
en menn komust í það. Þetta var
sprunga sem var að stækka og
menn voru búnir að vera að skoða
þetta, eftir því sem ég best veit.
Það var búið að fylgjast með þessu
í einhvern tíma,“ sagði Stefán
Vagn.
Frímann Viktor Sigurðsson, eig-
andi annars hússins, sagði í samtali
við mbl.is í gær að líklega hefði
þetta ekki getað farið betur, í ljósi
þess að ekki varð tjón á mönnum.
Hann taldi ekki að mikið tjón
hefði orðið á húsinu en ljóst var að
fjölskylda hans myndi þurfa að
gista annars staðar þá um nóttina.
„Ég mundi skjóta á einhverja 100
þúsund kalla í viðgerðir, en það er
ekkert sem kemur í staðinn fyrir
mannslíf.“
Enginn slasað-
ist í aurskriðu
- Tvö hús urðu fyrir tjóni í Varmahlíð
Ljósmynd/Erna Geirsdóttir
Varmahlíð Enginn slasaðist en aur-
skriðan lenti á tveimur húsum.