Morgunblaðið - 30.06.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021
Dagskrá
10:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra opnar Oddabrú ásamt forstjóra Vegagerðarinnar og sveitar-
stjóra Rangárþings ytra. Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir vígir brúnna.
11:00 Helgistund í Oddakirkju. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir
11:45 Veitingar í veislutjaldi. Kvenfélag Oddakirkju.
12:15 Ágúst Sigurðsson, formaður Oddafélagsins, setur hátíðina.
12:30 Ávarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
13:00 Sinfóníuhljómsveit Suðurlands ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni
einsöngvara, Kvennakórnum Ljósbrá, Karlakór Rangæinga
og félögum úr Kammerkór Rangæinga undir stjórn
Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Í lok tónleikanna frumflytur hljómsveitin og kórarnir nýtt lag Gunnars
Þórðarsonar við kvæði Matthíasar Jochumssonar: Á Gammabrekku.
Oddahátíð lýkur um kl. 14.
ODDAHÁTÍÐ 3. JÚLÍ
Í tilefni af 30 ára afmæli Oddafélagsins á síðasta ári bjóðum við til mikillar tónlistarhátíðar í Odda á Rangárvöllum laugardaginn
3. júlí. Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar ásamt Kvennakórnum Ljósbrá, Karlakór
Rangæinga, félögum úr Kammerkór Rangæinga og Eyjólfi Eyjólfssyni einsöngvara.
Gestum stendur til boða að kaupa 30 ára afmælismerki
félagsins til styrktar undirbúningi að uppbyggingu
Sæmundarstofu, menningar- og fræðaseturs í Odda.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsemi útibús Landsbankans á
Ísafirði var nú um miðjan júní flutt í
ný húsakynni þar í bæ. Er nú í Hafn-
arstræti 19, eftir að hafa verið síð-
astliðin 63 ár að Pólgötu 1. Hin svip-
sterka bygging sem áður hýsti
starfsemi bankans, tæplega 900 fer-
metra hús sem reist var árið 1959,
hefur nú verið selt.
Ýmis þjónustufyrirtæki eru til
húsa í Hafnarstræti 19 og útibú
Landsbankans er í 300 fermetra
rými þar sem starfsemi Sparisjóðs
Vestfjarða var á sínum tíma.
Í húsnæði sem hentar
Starfsemi Landsbankans á Ísa-
firði á sér langa sögu. Þar var opnað
útibú frá bankanum árið 1904, sem
hefur verið starfrækt allar götur síð-
an. Ræturnar eru sterkar.
„Gamla húsið, sem er fjórar hæð-
ir, var orðið alltof stórt fyrir okkur
og að sama skapi óhentugt. Nú erum
við komin á jarðhæð á einum gólf-
fleti. Þetta er húsnæði sem hentar
afar vel í bankaþjónustu nútímans
sem reyndar færist í sívaxandi mæli
yfir á netið og í sjálfsafgreiðslu,“
segir Sævar Þór Ríkharðsson úti-
bússtjóri í samtali við Morgunblaðið.
„Þá erum við hér með eina hrað-
bankann á Vestfjörðum þar sem
hægt er að leggja inn peninga og
einnig gjaldeyrishraðbanka þar sem
hægt er að sinna gjaldeyris-
viðskiptum. Eigi að síður þarf alltaf
þjónustu og ráðgjöf í bönkum, en
starfsemin og öll vinna hefur breyst
mikið á undanförnum árum.“
Eggin eru í fleiri körfum
Á Vestfjörðum hefur verið fólks-
fækkun og samdráttur í atvinnulíf-
inu um langt skeið. Nú telja menn
hins vegar að jafnstöðu sé náð og
tækifæri sé til viðspyrnu. Með meiri
fjölbreytni í atvinnulífinu eru eggin
nú í fleiri körfum en áður var. „Stað-
an hefur breyst mikið. Í sjávarútvegi
á Vestfjörðum hefur náðst jafnvægi.
Þá er fiskeldið orðið stór og vaxandi
atvinnugrein hér, sem skapar fjölda
starfa og peninga hér á svæðinu.
Slíkt er mjög mikilvægt. Þá er ferða-
þjónusta hér alltaf að styrkjast sem
kemur auðvitað fram í bókum bank-
ans. Umfang viðskipta verður meira
og tölur hærri,“ segir Sævar og
heldur áfram:
„Samgöngurnar verða svo sífellt
betri. Dýrafjarðargöng voru tekin í
notkun síðasta haust. Þá er nú verið
byggja upp heilsársveg yfir Dynj-
andisheiði. Slíkt skapar þá tengingu
að í framtíðinni verða Vestfirðir eitt
atvinnusvæði. Meginleiðin milli Ísa-
fjarðar og höfuðborgarsvæðisins
verður svo í framtíðinni væntanlega
um sunnverða firðina. Væntingar
Vestfirðinga gagnvart tækifærum
næstu ára eru miklar.“
Í Landsbankanum í 33 ár
En aftur að Landsbankanum þar
sem Sævar hefur starfað nær óslitið
í 33 ár. Kom 16 ára gamall til starfa í
útibúinu í Mjódd í Breiðholti í
Reykjavík og var settur í tékka-
deildina. „Mér leiddist í unglinga-
vinnunni og var svo heppinn að fá
tækifæri í bankanum, þó ungur
væri. Hef á löngum ferli verið í ýms-
um hlutverkum; bæði í útibúunum
fyrir sunnan og í fræðsludeild. Hef
reynslu úr mörgum hlutverkum inn-
an bankans,“ segir Sævar sem kom
til starfa á Ísafirði í lok árs 2010.
„Lára Fanney Jónsdóttir, konan
mín, er úr Bolungarvík og stukkum
við til, þegar tækifærið bauðst hér
vestra. Hér líður okkur vel,“ segir
Sævar. Störfin í Landsbanka-
útibúinu á Ísafirði, hvar starfa átta
manns, segir hann vera fjölbreytt og
alls ekki bundin við þjónustu í sam-
félaginu á Vestfjörðum. Öll viðskipti
í dag séu stafræn og verkefni megi
því leysa óháð því hvar starfsmenn
séu staðsettir. Afgreiðsla íbúðalána
á landsvísu sé nú orðin stór þáttur í
starfsemi útibúsins á Ísafirði. Þá sé
ýmsum öðrum afgreiðsluverkefnum
sinnt með líku lagi í öðrum starfs-
stöðvum bankans sem eru um landið
allt.
Landsbankinn
á nýjum stað
- Í hentugra hús á Ísafirði - Umfang
viðskipta meira og tölurnar eru hærri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bankafólkið Hluti af starfsliði útibús Landsbankans á Ísafirði, sem nú hefur verið flutt á nýjan stað. Frá vinstri
talið eru: Birna Helgadóttir, Hrafnhildur Sörensen, Sævar Þór Ríkharðsson útibússtjóri og Hulda Pálmadóttir.
Bolungarvík Sjávarútvegur er undirstaða í atvinnulífi á
Vestfjörðum, enda þótt margir nýir sprotar dafni þar nú.
Húsakynni Útibú Landsbankans er í þessu húsi við
Hafnarstræti, á jarðhæð og í endanum sem er nær.