Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 11

Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Sýkingar af völdum kórónuveir- unnar eru aftur á uppleið í Evrópu. Er það skrifað á svonefnt Delta- afbrigði sem er í örri fjölgun í Bret- landi og Rússlandi. Sýkingum hafði fækkað jafnt og þétt í hálfan þriðja mánuð en nú er sú þróun að snúast við. Síðustu sjö dagana hafa Rússar greint 20.400 smit á dag sem er 25% aukning á viku. Í Bretlandi eru smitin um 16.400 á dag sem er 70% aukning. Í nær öllum tilvikum skella embætt- ismenn í þessum tveimur löndum skuldinni á Delta-afbrigðið sem fyrst var greint á Indlandi. Vegna þróunarinnar í Bretlandi og Rússlandi eru sýkingar í Evrópu allri á uppleið, eða um 56.800 ný- smit á dag sem er 21% hærra en fyrir viku. Dagana 12. til 18. júní voru smitin 46.000 á dag, sem var minna en nokkru sinni frá í sept- ember sl. agas@mbl.is EVRÓPA Delta-afbrigðið á uppleið í Evrópu Jacob Zuma, fyrrverandi Suð- ur-Afríkuforseti, var í gær dæmd- ur í hæstarétti landsins til 15 mánaða fangels- isvistar vegna spillingar. Hann fékk fimm daga frest til að gefa sig fram við lög- reglu ella verður hann leitaður uppi og tekinn fastur. Zuma var dæmdur sekur um óhlýðni við réttarkerfið með því að virða að vettugi fyrirkall hæstaréttar um að hann mætti hjá nefnd sem rannsakaði spillingu í forsetatíð hans, sem lauk 2018. Rak þá hvert málið annað þar sem bisnessmenn voru sakaðir um að hafa borið fé á stjórnmálamenn til að hafa áhrif á ákvarðanir yfir- valda. Zuma mætti ekki fyrir réttinn í gær en hann hefur haldið því fram að stofnað hafi verið til pólitísks samsæris gegn honum. Ákærur á hendur honum snúast um milljarða dollara mútugreiðslur. agas@mbl.is SUÐUR-AFRÍKA Zuma í steininn Jacob Zuma Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Uppreisnarmenn náðu héraðinu Tigray í norðurhluta Eþíópíu á sitt vald í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út og embættis- og yfirmenn stukku á flótta. Lýstu íbúar fagnaðarlátunum sem hátíð væri gengin í garð, flugeld- um var skotið á loft við undirspil og þúsundir veifuðu fána. Stjórnarherinn náði höfuðstaðnum Mekele á sitt vald í nóvember sl. eftir að uppreisnarmenn höfnuðu pólitísk- um umbótum og lögðu undir sig her- stöðvar. Lýsti ríkisstjórnin í gær yfir „vopnahléi í þágu mannúðar“ í Tigray. Bardagar stjórnarhersins og sveita uppreisnarmanna hafa kostað þúsund- ir mannslífa, um 350.000 manns búa við hungursneyð og rúmlega tvær milljónir manna hafa hrakist á ver- gang. Fregnir að undanförnu hafa skýrt frá bardögum milli Frelsisfylkingar Tigray (TPLF) og stjórnarhersins utan við Mekele. Leiftursókn inn til borgarinnar leiddi óvænt til töku henn- ar. Sérfræðingar telja að það geti átt eftir að verða vendipunktur í hinni hat- römmu deilu. Í yfirlýsingu sem send var út í gær í nafni ríkisstjórnar Tigray-ríkis var hrósað sigri og Mekele öll var sögð undir traustum yfirráðum varnar- sveita Tigray. Almenningur og sveitir uppreisnarmanna voru hvött til að vera á stífu varðbergi uns Tigray væri að fullu hreinsuð af öllum innrásar- sveitum. Talsmaður uppreisnarmanna, Ge- tachew Reda, gaf til kynna að þeir hefðu litla lyst á vopnahléi. „Takmark okkar er að draga vígtennurnar úr óvinaherjunum. Við munum ekki linna látum fyrr en Tigray hefur verið hreinsað af óvinasveitum, sama hversu langan tíma það tekur.“ Háttsettur embættismaður staðfesti töku Mekele. Sagði hann AFP-frétta- stöðinni að bráðabirgðastjórn sem tók við völdum í borginni í nóvember sl. hefði flúið þegar uppreisnarsveitir sóttu að „úr öllum áttum“ inn til henn- ar. „Allir eru á brott, þeir síðustu fóru síðdegis, það er engin stjórn í Tigray núna,“ sagði embættismaðurinn. Íbúar tjáðu BBC-stöðinni að þeir héldu nú upp á brottför stjórnarhers- ins. AFP-stöðin hafði eftir einum þeirra: „Allir eru farnir úr húsi að fagna. Allir eru spenntir og tónlist glymur á götunum. Fólkið veifar fán- um og spilar músík.“ Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (Unicef) sagði að eþíópskir stjórnar- hermenn hefðu farið inn í stöðvar stofnunarinnar í fyrradag og eyðilagt fjarskiptabúnað fyrir samskipti um gervihnetti. Sagði hann að barnahjálp- in væri aldrei og ætti aldrei að vera skotmark í stríðsátökum. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur ekkert tjáð sig um heimkvaðningu hersveita. Sagði stjórnin einungis að herinn hvetti til vopnahlés af mannúðarástæð- um því nauðsynlegt væri að starfs- menn hjálparsamtaka gætu sinnt störfum sínum og bændur gróðursetn- ingu. Þá þyrfti að hjálpa fólki af ver- gangi svo það kæmist aftur til heim- kynna sinna. Fagna töku Mekele á götum úti - Uppreisnarmenn í Tigray í Eþíópíu náðu aftur höfuðstaðnum Mekele á sitt vald AFP Tigray Lífið gekk sinn vanagang á þessum markaði í Mekele í gær. Málverk sem Pablo Picasso ánafnaði grísku þjóðinni fyrir 49 árum fyrir and- spyrnu hennar gegn nasistum 1941-45 og stolið var 2012 í innbroti í rík- islistasafnið í Aþenu kom í leitirnar í fyrradag. Málverkið, „Höfuð konu“, var eitt þriggja verka sem stolið var í innbrotinu bíræfna. Það fannst í gljúfri á afskekktu og fáförnu svæði, Keretea, um 45 km suðaustur af Aþenu. Byggingarverka- maður á miðjum aldri hefur gengist við stuldinum. Situr hann í varðhaldi. Hann faldi verkin fyrst um sinn á heimili sínu en færði þau nýverið í gjána. Annað verk úr ráninu fannst í gljúfr- inu, af vindmyllunni í Stammer í Hol- landi eftir Piet Mondrian. Þriðja myndin sem stolið var, skissa frá 16. öld eftir Guglielmo Cacci, mun hafa skemmst í ránsferðinni og verið fargað. agas@mbl.is Picasso fannst í gljúfri AFP Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsalan er hafin Verið velkomin Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.