Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Lambafell – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smá- hýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu. Völlur 1 – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða nýtt deiliskipulag á ca 22 ha svæði jarðarinnar Völlur 1. Gert er ráð fyrir alls 21 lóð undir frístundahús. Steinaborg og Fagurholt – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tvær frístundahúsalóðir. Annars vegar Steinborg sem er 3,7 ha og hins vegar Fagurholt sem er 2,1 ha. Innan lóðar Steinborgar er heildarbyggingarmagn allt að 740 m2 og að hámarki 5 hús. Innan lóðar Fagurholts er heildarbyggingarmagn allt að 420 m2 og að hámarki 3 hús. Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 30. júní nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 11. ágúst nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Strætóferð í Hallagarðinn kl. 10.30 ætlum að taka þar göngutúr. Klukkan 13 er skák og eru allir velkomnir jafnt ungir sem aldnir og klukkan 13.30 er hjá okkur ættfræðigrúsk, ókeypis námskeið, fyrra skiptið af tveimur. Kaffið á sínum stað kl. 14.30. Aflagrandi 40 Bíó í dag, KATLA. Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með- læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jóns- húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Hreyfihópur í garði Ísafoldar, farið frá Jónshúsi kl. 13.30. Smiðjan Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn- unni. Döff, félag herynarlausra frá kl. 13. Félagsvist frá kl. 13. Útifjör, ganga, teygjur og fleira með Höllu Karenu og Bertu, frá kl. 13. (Sól- stofa, fer eftir veðri hvort farið er út). Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Einstakl- ingskennsla á snjallsíma og spjaldtölvur kl. 9-12. Dans- og stólaleik- fimi með Auði Hörpu kl. 10. Boðið uppá sýndarflug yfir gosstöðvarnar frá 13-16. Allir velkomnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á postulíns- málun klukkan 9 og pílu klukkan 10.30. Eftir hádegi er svo nóg um að vera. Klukkan 13 verður spilað frisbígolf á Klambratúni með hreyfi- teyminu okkar, mikið fjör og veitingar í boði. Einnig verður núvitund hjá okkur klukkan 13.30 og dansleikur klukkan 14, en Vitatorgsbandið mætir í hús í seinasta skiptið í sumar. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg! Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9. Botsía í salnum Skóla- braut kl. 10. handavinna og samvera kl. 13. Hlökkum til að hitta sem flesta á morgun í Sumargleðinni. Grill og söngur. Byrjum kl. 15. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr Hyundai Tucson Plugin Hy- brid Premium væntanlegir. Verða til afhendingar í byrjun Júlí. Nokkrir litir í boði á afar hagstæðu verði. Kr. 6.490.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. 200 mílur ✝ Nichólína Rósa Magnúsdóttir (Nanna Rósa) fædd- ist á Ísafirði 7. apríl 1932. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 22. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Magnús Ei- ríksson, vélstjóri og sjómaður á Ísafirði, f. 24.6. 1899, d. 3.2. 1985, og Jóna Kristín Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 6.3. 1907, d. 9.6. 1980. Systur Nönnu Rósu voru Helga Ruth, f. 3.4. 1928, d. 8.2. 2005, Ásdís Sólveig, f. 3.4. 1928, d. 12.2. 1997. Nanna Rósa giftist 13.4. 1963 Tryggva Jónssyni, vélvirkja og verkstjóra, f. 11.3. 1925, d. 28.7. 2014, í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu allan sinn búskap að Brekkugötu 9 í Vestmannaeyjum. Börn Nönnu og Tryggva eru Magnús, íþróttafræðingur, sund- þjálfari og stálsmiður, f. 18.12. 1964, kvæntur Ragnhildi Eiríks- dóttur, sonur þeirra er Tryggvi Freyr, f. 2004, og dætur Ragn- hildar eru Gunndís Eva, f. 1991, gift Tómasi Guðmundssyni, börn þeirra eru Guðmundur Tryggvi, f. 2013, Ragnildur María, f. 2015, Elísabet Rún, f. 2016, Einar Gauti, f. 2019, og Helga Rún, f. 1996, í sambúð með Arnari Helga Magnússyni og sonur þeirra óskírður, f. 2021. Helga, náms- og starfs- ráðgjafi, f. 22.2. 1966. Börn henn- ar eru Rósa Sólveig Sigurðar- dóttir, f. 22.5. 1993, í sambúð með Sigurði Ómarssyni, og Karen Rut Gísla- dóttir, f. 22.8. 1995, í sambandi með Bjartmari Örnu- syni. Nanna Rósa ólst upp í Grímshúsinu við Túngötu á Ísa- firði. Starfaði m.a. á Ljósmyndastofu Simsons á Ísafirði og á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði áður en hún hóf nám við Hjúkrunarskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 1955. Starfaði hún sem hjúkr- unarfræðingur alla tíð síðan við Sjúkrahús Ísafjarðar, Baldwin Community Hospital í Baldwin í Wisconsin í Bandaríkjunum, við Sjúkrahús Keflavíkur, Barna- spítala Hringsins og Kleppsspít- alann, en lengst af við Sjúkrahús Vestmannaeyja og á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, þar til hún lét af störfum 2001. Nanna Rósa var félagi í Slysa- varnadeildinni Eykyndli í Vest- mannaeyjum í áraraðir, sat í stjórn hennar og var formaður í fimm ár. Hún var virkur félagi í Vestmannaeyjadeild Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Ís- firðingafélaginu, Norræna félag- inu og starfaði í sundráði ÍBV. Útförin fer fram frá Landa- kirkju í dag, 30. júní 2021, klukk- an 14. Streymt verður frá útför: https://www.landakirkja.is/ Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat/ Það er erfitt að kveðja elsku mömmu. Hún var minn helsti bandamaður og samherji í gegnum lífið. Það var alveg sama hvað mér datt í hug, alltaf studdi hún mig og hvatti áfram. Hún fór sjálf sínar eigin leiðir í lífinu og fannst sjálfsagt að ég gerði það líka. Hún gaf mér vængi en hjá henni var alltaf öruggur lendingarstaður. Það var aldrei vesen í kring- um mömmu. Hún var hrein og bein, regla var á hlutunum en samt voru einhver veginn ekki stífar reglur. Hún var nýtin og hafði ekki áhyggjur af hvað öðrum fannst, sem dæmi má nefna að þegar þau pabbi giftu sig klæddist hún sínum fínasta kjól, þó svo hann væri svartur. Hún var fróðleiksfús, ferðaðist og las mikið. Hún lærði bók- band sér til ánægju og fór á ættfræðinámskeið og síðustu árin má segja að Íslendingabók hafi verið uppáhaldsvefsíðan hennar en þar þvældumst við um og hún sagði mér sögur for- feðra og ættingja okkar. Mamma var mikill húmoristi, svolítill prakkari og tók lífinu yfirleitt létt. Ég hugsa til mömmu með þakklæti og hlýju og sé hana fyrir mér sitjandi við eldhús- borðið á Brekkugötunni að leggja kapal með litlu spilunum sínum og Rás 1 ómar í bak- grunni. Í þessum aðstæðum voru málin oft leyst og ákvarð- anir teknar. Stelpurnar mínar áttu líka hjá henni skjól og var þeirra annað heimili á Brekku- götunni, enda sagði hún alltaf að ég hefði eignast þær fyrir hana. Það var oft fjölmennt á Brekkugötunni þegar vinir okk- ar systkinana mættu og við lék- um okkur um allt hús. Það hélt svo áfram næstu kynslóð þegar dætur mínar mættu með sína vini, þá var mamma hætt að vinna og hafði góðan tíma, skellti í pönnukökur og sagði sögur. Margar vinkonur Rósu og Karenar kalla hana ömmu pönnuköku, viðurnefni sem hún hafði ákaflega gaman af. Við stóðum saman. Svona næstum því alltaf, og alltaf þeg- ar það skipti máli. Hún studdi mig með stelpurnar mínar og ég studdi hana þegar heilsu bæði hennar og pabba hrakaði. Ég held að við höfum verið ágætisteymi. Við áttum líka ýmislegt sameiginlegt, t.d. að kunna að meta bókmenntir, prjóna og að geta alls ekki sungið. En það dýrmætasta sem ég held að hún hafi kennt mér var umburðarlyndi, að mæta fólki þar sem það er statt og að allir eiga sinn tilverurétt. Þetta sýndi hún í verki. Við töluðum saman. Oft tím- unum saman. Stundum um veðrið, en ef það var eitthvað sem hún treysti ekki þá voru það veðurspár. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og síðustu misserin talaði hún mikið um æskuna á Ísafirði, en við vorum sammála um að þó svo heilsan leyfði ekki ferðalög væri vel hægt að ferðast í hug- anum, bæði í tíma og rúmi. Mamma var sem sagt mikill spjallari, en hún var líka góður hlustandi og ótalmargir leituðu til hennar í gegnum tíðina. Mamma bjó á Hraunbúðum síðustu árin umvafin umhyggju og elsku, sem var gagnkvæm, og fær starfsfólkið hjartans þakkir. Mikið á ég eftir að sakna þín elsku mamma, en ég finn fyrir knúsinu þínu og klappi á kinn. Ég kveð þig að sinni elsku mamma, við sjáumst síðar. Helga Tryggvadóttir. Móðir mín, amma Nikkó eins og börnin mín kölluðu hana, hjúkkan, sagnaþulurinn og sál- fræðingurinn, þessi fasti sem ávallt hefur verið til staðar í lífi mínu, hefur lokið sinni síðustu vakt. Mamma var alin upp á Ísafirði. Ótal sögur sagði hún af uppátækjum sínum og vina sinna. Mamma var ævintýra- manneskja og töffari. Reri á grænlenskum kajak um Pat- reksfjörð, ók Barðaströnd og Suðurfirðina á Willys-jeppa. Átti rússneska Póbeda-bifreið með pabba sínum. Síðar ók hún um Reykjavík á 250 kúbika Husquarna-vespu. Innan við tvítugt hóf hún störf á Sjúkrahúsinu á Patró. Þar fann hún svo sannarlega fjölina sína og starfaði við hjúkrun upp frá því, kláraði Hjúkrunarskólann 1955. Mamma var Hjúkka með stóru Hái, væntumþykja, glaðlyndi og næmni fyrir mannlegu eðli hjálpaði henni við að ná til bæði sjúklinga og aðstandenda. Árin 1959-1960 bjó mamma hjá Helgu systur sinni í Wisconsin í Bandaríkjunum og starfaði á spítalanum þar. Mamma var mikið náttúrubarn, áhugamann- eskja um jarðfræði, eldgos, hafði unun af því að ferðast inn- anlands og utan, fór margar ferðir um hálendið en það var einmitt þar sem þau pabbi kynntust. Hún var mikil áhuga- manneskja um skáldskap, ljóða- og kvæðamanneskja. Mamma var tungumálamanneskja, tal- aði ensku og skandinavísku og kynntist alls konar fólki á ferðalögum sínum. Mamma var stoltur Íslend- ingur og Ísfirðingur. Hún sagð- ist vera ísfirskur eðalkrati, mætti á Sólarkaffi Ísfirðinga- félagsins ef hún átti þess kost og var endalaus uppspretta sagna og fróðleiks um Ísafjörð og Vestfirði. Vinum mínum þótti gott að koma á Brekkugötuna, því fylgdi alltaf spjall við mömmu og eitthvert grín, glens og sög- ur. Helga systir átti örugga höfn á Brekkugötunni og dætur hennar Rósa Sólveig og Karen Rut áttu þar sitt annað heimili og vöfðu að sjálfsögðu afa og ömmu um fingur sér og veittu þeim ómælda ánægju og gleði. Þegar ég kynntist Ragnhildi konu minni urðu þær strax miklar vinkonur, dætrum Ragnhildar, Gunndísi Evu og Helgu Rún, tók hún fagnandi. Hún var ákaflega stolt af syni okkar Tryggva Frey og milli þeirra mynduðust sterk tengsl og ekki minnkaði ánægjan þeg- ar langömmubörnunum fór að fjölga. Með tengdamóður minni, Helgu í Vaðnesi, og mömmu myndaðist líka mikil og góð vinátta. Þær stöllur hafa mælt sér mót á Heimakletti þegar sá tími mun koma. Oft dvöldu mamma og pabbi hjá okkur töluverðan tíma og auð- vitað urðu vinir okkar vinir hennar líka. Samband okkar var alltaf gott og töluðum við saman á hverjum degi og stundum oft á dag, tókum stöðuna á fjölskyld- unni, landsmálunum, heimsmál- unum og veðrinu. Síðan fylgdu oft með hugleiðingar um æsk- una á Ísafirði og á Ströndunum. Mamma var mikil kvenrétt- indakona, einstaklega fordóma- laus manneskja og ræddi af virðingu og á jafnréttisgrund- velli við alla, allir voru jafnir í hennar huga. Helsta veganesti hennar til mín tel ég að sé manngæskan, væntumþykjan, fordómaleysi að ógleymdri ferðagleði og Ísafjarðarhjart- anu. Hvíl í friði, elsku mamma, þú verður ávallt í hjarta mínu. Magnús Tryggvason. Nichólína Rósa Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.