Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 24

Morgunblaðið - 30.06.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við erum í Kaldalóni að taka upp þessa dagana og ætlum að bjóða fólki á tónleika og að taka þátt í þessu upptökuferli með okkur,“ seg- ir saxófónleikarinn Óskar Guð- jónsson um tónleika kvartetts hans, MOVE. Kvartettinn leikur í Kalda- lónssalnum í Hörpu í kvöld, mið- vikudaginn 30. júní, kl. 20. Ásamt Óskari skipa MOVE þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassa- leikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari. Tónleikarnir eru hluti af sumardagskrá Jazzklúbbs- ins Múlans. Kvartettinn kom fyrst saman árið 2017 og tekur nú upp efni sem þeir hafa verið að vinna að síðan. Gert er ráð fyrir að plata verði gefin út á næsta ári. Lögin eru eftir Óskar en að hans sögn eru þau unnin í mikilli samvinnu við liðsfélagana í kvart- ettinum. „Það er algjört samsuðu- verkefni hvernig þessi lög verða til. Þó að grunnurinn komi frá mér þá eiga þau sér einhvern veginn annað líf í hljómsveitinni. Þau eru að ein- hverju leyti ómótuð þótt það sé ein- hver ákveðin hugmynd sem maður er að reyna að koma frá sér,“ segir Óskar og bætir við að þessi hug- mynd þróist alltaf áfram í samvinnu við þá sem maður er að vinna með. „Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta. Þetta verður alltaf að vera einhvers konar samvinnuverkefni til þess að hægt sé að flæða saman í þessu.“ Snýst um samruna Það sem er óvenjulegt við sam- vinnu MOVE er að kvartettinn hef- ur komið saman vikulega frá árinu 2017 með einungis það að markmiði að æfa. Hópurinn hefur aðeins kom- ið fram örfáum sinnum á þessum fimm árum sem eru liðin frá því æf- ingar hófust. „Oft æfir maður bara vegna þess að það eru einhverjir tónleikar fram undan sem þarf að æfa fyrir,“ segir Óskar. „Við ákváðum að búa til nafn á bandið með fyrstu stöfum okkar þótt það sé eins hallærislegt og það getur verið. Það er fyrsta „no-no“-ið sem er í bransanum því þetta er svo hall- ærislegt en mér fannst þetta nafn svo viðeigandi því þetta er einhver hreyfing sem ýtir manni upp af stólnum og að fara að gera, þrátt fyrir að það sé ekkert fram undan. Hún hvetur mann til þess að gera bara til þess að gera, til þess að þroska sjálfan sig. Þetta er svona sjálfsstyrkingarnámskeið í þessari leit að því hver ég er. En af því að þetta er listform sem snýst ekki bara um mann sjálfan heldur um þennan samruna þá þarf maður fleiri með sér. Þetta tókst hér því að það var algjör löngun og vilji allra til þess að hittast í hverri viku og halda áfram að vinna, til að halda sér við, liðka sig og reyna að upplifa eitt- hvað nýtt og reyna að takast á við eitthvað annað en maður er kannski vanur að gera.“ Saxófónleikarinn lýsir yfir þakk- læti í garð hinna meðlima kvart- ettsins og segir viljann til þess að hittast og halda áfram að spila hafa bjargað sér í kófinu. „Það hélt manni gangandi að vera með svona verkefni til að hugsa um.“ Þörf til að skilja tónlistina Óskar hlær þegar hann er beðinn að segja frá tónlistinni sem þeir fé- lagarnir séu að taka upp og segir: „Eins og ég hef sagt áður þá er svo- lítið sérstakt að vera alltaf að tala um músík sem á sér bara líf inni í manni án texta, án orða, og á sér einhvern veginn tilfinningalíf sem maður er alla ævina að reyna að skilja. Maður hefur einhverja þörf til að koma henni frá sér og til þess að skilja hana betur og betur hvort sem einhver niðurstaða fæst eða ekki.“ Hann gerir þó tilraun til að út- skýra hugmyndina á bak við lögin fyrir forvitnum blaðamanni. „Upp- runalega hugmyndin fæddist í raun og veru út úr þessari réttritunar- hugsun, þessari málfarshugsun um það hvað er rétt,“ segir hann og spyr: „Hvaða reglur beygja þig af leið og leyfa þér ekki að skoða það sem er rangt? Hvaða reglur beina þér að því að leita að því hvað er rétt fyrir þér?“ Hann veltir því fyrir sér hvort það sé eitthvað til sem heitir rétt og rangt. „Er það ekki bara til inni í hausnum á þér af því hvernig þú skynjar hlutina? Og hvað ertu tilbúinn til þess að leyfa þér?“ Óskar segir djassinn fara allan skalann frá því að einkennast af al- gjöru frjálsræði og yfir í að vera mörgum reglum háð. „Það sem við fundum út þegar við byrjuðum að vinna saman er að það þarf bara að vinna mjög lengi til þess að opna upp ákveðna hluti. Ef það er einhver djúpstæð harmonía sem liggur að baki sem kannski flækir hlutina þá þarf bara endalausa vinnu til þess að skoða hvort það sé ekki hægt að opna það. Það kemur ekkert endi- lega af sjálfu sér. En svo opnast á ákveðna hluti með ákveðnu fólki og lokast á ákveðna hluti með ákveðnu fólki. Þetta er alltaf einhvers konar samsetning af því hvað maður vill opna hverju sinni og hvað maður vill kannski aðeins strúktúra og það er einmitt það sem er svo skemmti- legt.“ Melódían setur ramma Óskar útskýrir hvernig melódía og harmónía setja ákveðin mörk og hvernig djasstónlistarmenn leita að frelsinu innan þeirra marka. „Það er laglína og melódía sem er kjarninn í laginu og innan þessarar melódíu er ákveðinn hljómastrúktúr, svona harmóníustrúktúr. Bassinn spilar oft neðstu nótuna, grunnnótuna í harmóníunni, og oft er melódían ein- hvers konar toppnóta og það eru einhverjar nótur þarna á milli. En svo tekur við þessi snarstefjun sem er það sem við tónlistarmennirnir erum að eltast við að fá að tjá okkur í, að snara fram stefi innan þessa hljómfræðiramma sem melódían skipar okkur í. Þá takast á ólíkir heimar um hversu mikið má teygja þessa harmóníu og þennan ramma sem melódían setur okkur. Við erum búnir að vera að skoða hvað gengur ekki að teygja og hvar er hægt að toga og teygja þar sem við getum flætt saman án þess að þráðurinn slitni, þannig að sannfæringin hald- ist. Þetta er hin eiginlega ganga djassmannsins að leita að þessu frelsi innan strúktúrsins. Hún snýst um það að toga og teygja án þess að missa sannfæringarþráðinn.“ Ljósmynd/Spessi Djasskvartett Óskar, Matthías, Eyþór og Valdimar hafa unnið saman undir nafninu MOVE síðan árið 2017. Óskar segir samvinnuna hafa haldið sér gangandi í kófinu og er þakklátur hinum tónlistarmönnunum þremur. Leita að frelsi innan strúktúrsins - Kvartett Óskars Guðjónssonar, MOVE, heldur tónleika í Kaldalóni í kvöld - Hluti af upptökuferli - Óskar segir tónlistina samvinnuverkefni þar sem teygt sé á mörkum en haldið í sannfæringuna Erlingur Thor- oddsen mun leik- stýra hrollvekj- unni The Piper, eða Flautuleik- arinn, eftir eigin handriti og í aðalhlutverkum verða tveir Eng- lendingar, leik- konan Charlotte Hope og leik- arinn Julian Sands. Hope hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjón- varpsþátta, m.a. Game of Thrones og Sands, sem er mun þekktari, lék m.a. í The Killing Fields og A Room With a View. Á vef Deadline segir að myndin sé myrk endursögn á þjóðsögunni um Rottufangarann frá Hameln og segi af ungu tónskáldi, sem Hope leikur, sem fær það verkefni að klára konsert eftir lærimeistara sinn. Hún kemst fljótlega að því að flutningur á verkinu hefur ban- vænar afleiðingar og í kjölfarið hvaðan það er í raun komið. Reyn- ist tónlistin kveða upp hinn djöf- ullega flautuleikara sem losaði Ha- meln við rottur með flautuleik sínum en fékk ekki greitt fyrir og hefndi sín með því að lokka börn bæjarbúa á brott. Í frétt Deadline segir að Erlingur hafi skrifað hrollvekjandi handrit upp úr hinni þekktu sögu af flautuleikaranum og gert flautuleikarann að nútíma- legra illmenni. Tónlist við kvikmyndina semur Christopher Young sem hefur sam- ið fyrir fjölda kvikmynda, þátta og tölvuleikja og m.a. tónlistina í hrollvekjunni Hellraiser frá árinu 1987. Fyrirtækið Millennium Media framleiðir myndina ásamt fleirum. Ljóst er af frétt Deadline að ein- valalið mun koma að kvikmynd Er- lings sem hefur gert tvær kvik- myndir áður í fullri lengd, Child Eater og Rökkur, og fjórar stutt- myndir að auki. helgisnaer@mbl.is Erlingur leikstýrir Sands og Hope Julian Sands - Hrollvekja byggð á kunnri þjóðsögu Erlingur Thoroddsen Charlotte Hope Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.