Morgunblaðið - 30.06.2021, Qupperneq 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hvað sem kórónuveirufaraldri líður
þarf fólk að næra sig, hressa og
kæta og hjá mörgum er enginn
dagur án kaffisopa. Þuríður Sverr-
isdóttir, Torfi Þór Torfason og Íris
Neri Gylfadóttir, eigendur og starf-
andi hluthafar kaffihúsakeðjunnar
Reykjavík Roasters, þekkja það vel
og opnuðu nýjan kaffistað í Gerðar-
safni í Kópavogi 20. maí. „Okkur
hefur verið tekið mjög vel enda
hlaupum við hratt, leggjum mikið
upp úr góðu kaffi og meðlæti allan
daginn, traustum morgunverði og
salati og súpu í hádeginu auk
brauðmetis,“ segir Íris Neri, sem
hefur staðið vaktina frá byrjun.
„Við sjáum fram á bjartari tíma
og opnuðum ekki í Gerðarsafni fyrr
en aðstæður leyfðu, en höfum hald-
ið hinum kaffihúsunum opnum all-
an tímann,“ segir Þuríður, en
samningur um leigu á rýminu var
undirritaður í lok nóvember á liðnu
ári. Þar var áður kaffihús og að
sögn Þuríðar þurfti því ekki miklu
að breyta vegna opnunar nýja stað-
arins. Virka daga er opið frá kl.
8.30 til 18, 9 til 18 á laugardögum
og 10 til 18 á sunnudögum.
Söfnin kallast á
Reykjavík Roasters er byggt á
grunni Kaffismiðju Íslands, sem
var opnuð við Kárastíg í Reykjavík
2008. Þuríður Sverrisdóttir og Torfi
Þór Torfason gerðust meðeigendur
í fyrirtækinu 2013, rekstrinum var
breytt og nafnið varð Reykjavík
Roasters. Annað kaffihús var opnað
í Brautarholti 2 2015 og það þriðja í
Ásmundarsal við Freyjugötu haust-
ið 2018, en það ár kom Íris Neri inn
sem hluthafi. Þá voru kaffi-
brennslan, pökkunin og heildsalan
flutt frá Kárastíg í húsnæði Svans-
prents í Auðbrekku í Kópavogi.
Kaffihúsið í Gerðarsafni kallast á
við kaffistaðinn í Ásmundarsal.
Þuríður, sem vann á kaffihúsum
með skóla frá 2005 og er listfræð-
ingur frá Háskóla Íslands, bendir á
að bæði kaffihúsin séu í söfnum,
innan um verk karlkyns mynd-
höggvara í Reykjavík og kvenkyns
myndhöggvara í Kópavogi. „Við
höfum verið með listsýningar á
stöðunum okkar og viljum halda
áfram á sömu braut,“ segir hún og
vísar meðal annars í sýningaröðina
„Í kring“ þar sem sami listamaður
sýndi verk á öllum stöðunum og
fólk fór á milli. „Útfærslan á kaffi-
húsinu í Gerðarsafni er háð sam-
þykki fagráðs safnsins, en hug-
myndin er að opna næstu sýningu á
öllum stöðunum á Menningarnótt.“
Kaffibaunirnar eru einkum flutt-
ar inn frá Suður- og Mið-Ameríku
auk Afríku og er markmiðið að
vera alltaf með bestu mögulegu
baunirnar, að sögn Þuríðar. Heims-
faraldurinn hefur riðlað starfsem-
inni en aðgerðir stjórnvalda hafa
gert eigendum mögulegt að halda
starfseminni áfram gangandi.
„Vegna samkomutakmarkana og
tveggja metra reglunnar komust
ekki allir að sem vildu og því þurfti
fólk stundum frá að hverfa, ekki
síst á morgnana, en það tók þá bara
kaffið með sér út,“ segir Þuríður.
Hún bætir við að það sé ekkert
nýtt, sumir hafi alltaf tekið kaffi
með sér á hlaupum og í faraldr-
inum hafi aðrir bæst í þann hóp.
„Mesta höggið var auðvitað að
missa ferðamennina en við vonum
að nú séu bjartari tímar fram und-
an.“
Listalíf með kaffinu
- Reykjavík Roasters með kaffihús í Gerðarsafni í Kópavogi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eigendur Íris Neri Gylfadóttir, Þuríður Sverrisdóttir og Torfi Þór Torfason.
Reykjavík Roasters Vítt er til veggja og hátt til lofts í Gerðarsafni.
Þurrk-
grindur
Laugavegi 29 | sími 552 4320
verslun@brynja.is | brynja.is
3 stærðir
Vefverslun
brynja.is
Innan- og utandyra
60 cm x 4,9 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 10.330
Útdraganleg
5x4,2 lm
Verð kr. 8.410
80 cm x 6,7 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 11.450
100 cm x 8,5 lm,
ber 20 kg
Verð kr. 12.395
Opi
ð v
irka
dag
a fr
á 9-
18
lau
frá
10-
16Nýtt sýningarrými, Gallerí undirgöng, verður opnað viðHverfisgötu 76 í Reykjavík í dag. Rýmið er í rúmgóðum
upplýstum undirgöngum sem liggja í gegnum húsið og
verða þau vettvangur fyrir tímabundin útilistaverk og
áskorun fyrir listamenn þar sem sýningarrýmið er held-
ur óhefðbundið. Sýnd verða verk eftir tvo listamenn á
ári til að byrja með og er Anna Hallin þeirra fyrst og
nefnist verk hennar Loftmynd. Er það unnið beint á
veggi rýmisins og byggt á blekteikningum Önnu sem
sækja innblástur í loftmyndir af mannvirkjum, eins og
segir í tilkynningu. Gallerí undirgöng er styrkt af
Reykjavíkurborg.
Nýtt sýningarrými í undirgöngum
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 181. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Ég mun nálgast þetta af æðruleysi og taka þetta á
gleðinni. Ég held að það sé skynsamlegast fyrir mig
núna. Ég æfi þokkalega mikið en gæti þess að fara ekki
of geyst í það. Þar sem ég hef ekkert verið að keppa þá
er erfitt að vera með miklar væntingar. Ég mun reyna
að njóta þess að fá að gera það sem mér finnst gaman
að gera, með þeim bestu í heiminum. Það eru ekki allir
sem fá slíkt tækifæri,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson með-
al annars í blaðinu í dag, en hann mun í næsta mánuði
keppa í skotfimi á Ólympíuleikum í annað sinn. »23
Ásgeir Sigurgeirs fer til Japan með
gleði og æðruleysi í farteskinu
ÍÞRÓTTIR MENNING