Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 2

Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Margréti Hugrúnu Gústavsdóttur margret.hugrun@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Sigurjón Pétursson. Á Íslandi, þar sem sumarið varir kannski ekki sérlega lengi og er ekki mjög hlýtt í veðri, hefur fólk tekið til sinna ráða. Það er hægt að gera alls konar sniðugt til að hafa það sem best. Fólk er til dæmis farið að gera útisvæðin hjá sér þannig að hægt sé að nota þau allan ársins hring. Fólk steypir sökkla undir garðhýsi, stækkar pallana og byggir jafnvel yfir þá ef það er í mjög miklu stuði. Glerjar hjá sér svalirnar og býr til skjólveggi. Í veirunni varð sprenging í sölu á heitum pottum og sumir gerðust svo djarfir að fjárfesta í tveimur pottum, einum heitum og öðrum köldum. Vin- sældir sauna-ferða jukust mikið og veit ég um marga sem hafa byggt sér saunu í garðinum til að auka lífsgæði sín. Sauna með útsýni er líka eitthvað sem einhverjir sækjast eftir. Nefni engin nöfn en játa að ég hef hringt nokkur símtöl í stolta saunu-eigendur til að leita ráða. Ef þetta fólk er spurt um ágæti saununnar þá er svarið alltaf á þá leið að ég verði að eignast slíkan grip. Svo er mér bent á arkitekta sem teikna flottustu saunur landins og landslagsarkitekta sem passa upp á að útisvæðið verði ekki eins og rusla- haugur. Veiran hefur kennt sund- og sauna-þyrstu fólki að það er kannski ekki alltaf hægt að treysta á að komast og þá er kannski betra að hafa allt sem þarf í bakgarðinum. Þegar fólk verður háð ferðum í saununa þá finnur það mikinn mun ef það kemst ekki. Þess vegna skil ég þetta fólk sem hefur ákveðið að verja sparifé sínu í slíkan munað. Þegar mannkynssagan er skoðun má sjá að fólk hefur oft eytt spariféi sínu í meiri vitleysu en saunu. Það að komast í hitann og ná að slaka á gerir mjög mikið fyrir heilsu fólks. Það er þó ekki sama hvernig saunu-ferðir eru pródúseraðar. Það er til dæmis ástæða fyrir því að það er alltaf stundaglas í saunum heimsins. Fólk á að mæla tímann ef það ætlar að fá sem mest út úr sauna-ferðinni. Í mörg ár hafði ég farið töluvert í saunu en saunu-ferðirnar í sundlauginni voru ómarkvissar. Ég fór í kalda pottinn og gufuna til skiptis. Ég tók ekki tím- ann og pældi ekkert í því hvað saunan væri raunverulega að gera. Ég fann þó að hún gerði mér gott. Eitt það dýrmætasta við mína uppáhaldssundlaug er að stórmenni landsins venja komur sínar þangað. Í saununni eru heimsmálin krufin og oftar en ekki er nýjum hugmyndum plantað. Í eitt skipti hitti ég mann sem hafði lesið sér svo vel til um saunu-ferðir að hann sannfærði mig um að best væri að vera inni í henni í alla vega kortér í senn, helst lengur. Það væri líka gott að vera í kortér, hvíla sig smá frammi á sundlaugarbakkanum, og taka svo annað kortér. Hann hafði lesið sér til um það að fólk ætti ekki að fara í kalda pottinn inn á milli því þannig eyðilegðust áhrif gufunnar. Hann fullyrti líka að sauna-ferðir gætu lengt lífaldur okkar heilmikið. Það sem gerist í saununni er að blóðflæði í líkamanum eykst og púlsinn fer upp. Fólk svitnar sem gerir það að verkum að það losar sig við þung- málma úr líkamanum eða svo segja saunu-sérfræðingarnir. Þessir sérfræð- ingar segja líka að sauna geti bætt árangur á íþróttasviðinu ef fólk hefur áhuga á því. Einhverjir sérfræðingar halda því líka fram að sauna-ferðir auki efnaskipti í líkamanum. Hvað sem sérfræðingar segja þá veit ég bara að sauna-ferðir auka vellíðan. Þær draga úr þreytu, bólgum og stressi og ein- hvern veginn nær líkaminn alltaf að núllstillast í gufunni sama hvað gengið hefur á yfir dag- inn. Þessar ferðir í saununa skila meiri virkni ef tíminn er mældur heldur en ef fólk gerir bara eitthvað. Ég mæli því hiklaust með því að þið gefið þessu séns ef þið eruð ekki nú þegar búin að hoppa á vagn- inn. En hvort ég þurfi mína prívat- saunu er svo annað og stærra mál. Gleðilegt sumar! Ljósmynd/Colourbox Góð leið til að auka lífsgæðin MartaMaría Jónasdóttir H vaða blóm er uppáhaldsblómið í garð- inum? „Öll blóm eru uppáhalds en þessa dagana eru silfursóley og blásólir mjög ofarlega á listanum. Annars finnst mér erfitt að gera upp á milli plantna, það er eins og að gera upp á milli barnanna sinna.“ Hvar kaupirðu þér garðyrkjufatnað? „Síðasta flík sem ég keypti til garðvinnu voru geggj- aðar vinnubuxur hjá Sindra nema það vantar á þær rass- vasa. Ég skil ekki af hverju konur ættu að þurfa færri vasa en karlar! Annars enda allar flíkur einhvern veginn sem vinnuföt nema kannski sparikjólarnir. Mig langar samt mjög mikið í bleik- ar vinnubuxur eins og vinkona mín á, held það sé toppurinn að garð- yrkjast í bleikum vinnu- buxum.“ Hvað er best að borða í garðinum? „Grillmatinn að sjálf- sögðu en annars er súkkulaði alltaf sér- staklega ljúffengt utan- húss.“ Hvar fást flottustu garðáhöldin? „Þetta er mjög erfið spurning, ég sækist aðallega eftir því að kaupa áhöld sem endast og kaupi því aðeins dýrari verkfæri sem duga. Yfirleitt fer ég á milli garðyrkjuverslana og kaupi kannski eitthvað alls staðar. Það fer allt eftir því hvað mig vantar.“ Hver er draumasláttuvélin? „Draumasláttuvélin er lík- lega gamla sláttuvélin sem maður ýtir á undan sér. Hún mengar ekki og tryggir að sá sem ýtir henni á undan sér kemst í mjög gott form. Ég sé alveg fyrir mér að ég gæti staðið á hliðarlínunni og hvatt eiginmanninn dyggilega áfram við sláttinn.“ Áttu þér uppáhaldstré í garðinum? „Uppáhaldstréð mitt þessa dagana er gullregn. Það er með þvílíku blóma- hafi, fallegu vaxtarlagi. Er harð- gert og duglegt við íslenskar að- stæður.“ Hver er uppáhaldsiðjan í garðinum? „Ég elska að reyta arfa. Mér finnst svo ótrúlega gaman að sjá árangurinn eftir að hafa hreinsað arfa úr beðum. Það hlakkar í mér í hvert sinn sem ég næ illgresisplöntu sem ekki er búin að ná að fella fræ og fjölga sér þannig. Það eru jú litlu sigrarnir í lífinu sem krydda tilveruna.“ Hver er flottasti garður utan landsteinanna sem þú hefur komið í? „Garður konunglega breska garðyrkjufélagsins (RHS) í Wisley, rétt fyrir sunnan London. Það er dásamlegur garður sem ég heimsæki eins oft og mögulegt er.“ Áttu þér uppháldsgarð hér heima? „Uppáhaldsgarðarnir mínir hér heima eru Grasa- garðurinn í Laugardal og Lystigarðurinn á Akureyri. Þetta eru ótrúlega flottir garðar, snyrtilegir og grósku- miklir. Það er mikill metnaður í þeim sem sjá um garðana og þarna má finna allar mögulegar og ómögu- legar plöntur. Fyrir plöntuáhugamanneskju eins og mig er nauðsynlegt að fara oft og mörgum sinnum í þessa garða á hverju sumri og maður sér alltaf eitthvað nýtt. Svo er ég alltaf veik fyrir fallegum matjurtagörðum hvar svo sem þá er að finna.“ Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn þinn? „Ég held að það sé veitingahúsið Mika í Reykholti í Biskupstungum. Þar er frábær matur sem hentar allri fjölskyldunni og þjónustan dásamleg.“ Hvaða snjallforrit notar þú mest? „Facebook eins og kannski þorri fólks á mínum aldri.“ Hver er fyrirmynd þín í garðvinnu? „Ég get ekki sagt að ég eigi einungis eina fyr- irmynd í garðyrkju. Það eru svo margir sem eru að gera góða hluti sem hægt er að læra af. Mér finnst fag- ið vera í stöðugri þróun. En ef ég ætti að nefna einn aðila þá væri það Vernharður Gunnarsson, eigandi Gróðr- arstöðvarinnar Storðar. Ég vann hjá honum um árabil og var það mjög lærdóms- ríkt. Hann getur ræktað allt.“ Hver er uppáhaldsupplýsinga- veitan þín um garðrækt? „Ég fylgist með fjölda frá- bærra hópa á Facebook eins og Ræktaðu garðinn þinn og Stofublóm – inniblóm – pottablóm sem þeir félagar Vilmundur Hansen og Haf- steinn Hafliðason halda úti. Þar skiptist fólk á alls konar upplýsingum og miðlar þekkingu og reynslu til annarra. Svo eru facebook- og heimasíður Garðyrkjufélags Íslands (www.gardurinn.is) og heimasíður er- lendra garðyrkjufélaga töluverðir tíma- þjófar. Fyrir utan ýmsar faglegar upp- lýsingaveitur sem við garðyrkjufræðingar fylgjumst með til að halda okkur við í faginu.“ Af hverju ætti fólk að rækta garðinn sinn? „Garðyrkja er áhugamál fjölda fólks og frábært að sjá hvað áhuginn hefur vaxið og hreinlega sprungið út síðustu árin. Fyrir utan útiveruna, já- kvæðu áhrifin á andlega og lík- amlega heilsu og gleðina við það að búa til fallegt umhverfi í garðinum sínum þá eru allar plöntur sem við ræktun í fullri vinnu við kolefnisbindingu og stuðla þannig að betra umhverfi fyrir okkur öll. Heima- ræktað grænmeti er alltaf besta grænmetið og auðvitað eigum við að rækta sem mest sjálf. Hvert einasta brok- kolí sem við ræktum hér á Íslandi þarf þá ekki að flytja til landsins með tilheyrandi mengun.“ „Toppurinn að garð- yrkjast í bleikum vinnubuxum“ Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræð- ingur hefur kennt garðyrkju um árabil í Garðyrkjuskólanum á Reykjum og frætt almenning um garðyrkju með ýmsum hætti í gegnum árin. Hún skilur ekki af hverju vinnubxur kvenna eru með færri vösum en karla og dreymir um bleikar vinnubuxur í garðinn í sumar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Guðríði finnst best að borða góðan grillmat í garðinum. Silfursóley er í uppáhaldi hjá Guðríði núna. Gullregn er með fallegt vaxtarlag og er harðgert tré sem stendur vel af sér veður og vind á Íslandi. Ljósmynd/Colourbox Allar plöntur sem við ræktum eru í fullri vinnu við kolefnisbindingu og stuðla þannig að betra umhverfi fyrir okkur öll. Ljósmynd/Colourbox Ljósmynd/Colourbox Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur er stundum kölluð Gurrý í garðinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.