Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 40
Á lóðinni er mikið af táknrænum hlutum. Villt náttúran vex í sátt við blóm sem reglulega eru sett niður. Draumahúsið stendur í miðri náttúruparadís 40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 R ayan Patrekur og Fríða Rakel búa í fallegu heilsárshúsi í Grímsnes- inu. Áður en kórónuveiran skall á voru þau bæði að vinna í stórborg- inni. Saman eiga þau Hydra Flot Spa á Hlemmi sem er eins konar vellíð- unarstaður fyrir borgarbúa sem hafa ekki tíma til að fara út í náttúruna. „Böðin eru með 500 kg af epsom-salti sem gefur afslöppun og dregur úr streitu. Það get- ur reynt á að vera allan daginn í vinnu og hafa ekki afdrep til að núllstilla sig enda tíminn eitt- hvað sem við borgarbúar þurfum að keppast við stöðugt. Það var síðan í apríl á síðasta ári í miðri kórónuveiru sem við byrjuðum að leita að húsnæði til að kaupa utan borgarinnar.“ Fríða Rakel veit fátt betra en að vera úti í náttúrunni og þótt Ryan Patrekur hafi verið orðinn þreyttur á borginni þá hefur aðlögun að lífi úti í sveit tekið hann aðeins lengri tíma. Stórbrotin náttúra einungis klukkustund frá borginni Á landinu sem fylgir húsinu í Grímsnesi er einstök náttúra. Fríða Rakel er völva eða eins konar seiðkona. Það lærði hún í shamanísku jógakennaranámi í Perú árið 2019. Seiðkona er sú sem gengur í báðum heimum og hefur trú á að allt hafi anda. Bæði fólk, dýr, plöntur, steinar, fjöll, ár, tungl og stjörnurnar. Það er því ekki að undra að hún uni sér vel í nýja húsinu þeirra. „Heimilið okkar úti í náttúrunni styður fal- lega við lífsstíl okkar beggja þar sem mikið er af plöntum og auðvelt að tengjast náttúrunni. Ég verð samt að viðurkenna að það hefur tekið mig tíma að venjast náttúrunni og að búa hér. Orkan er svo allt önnur og ég er með þannig huga að það er erfitt að slökkva á honum. Skil- in á milli vinnu og leiks eru svo óskýr þegar maður býr í borginni. Ég veit að ég er ekki sá eini sem finnst erfitt að vera með fókusinn al- veg við heimilið sér í lagi þegar maður á og rekur fyrirtæki sjálfur. Ég hef hins vegar lært að slaka á í þá klukkustund sem ég keyri á leið til vinnu og aftur heim. Þannig hef ég náð að aftengja mig alveg og vera heima með hugann þegar ég er kominn heim í sveitina. Það er einnig notalegt að hlusta á hljóð- bækur í bílnum og að spjalla við vini og ætt- ingja í gegnum bluetooth í bílnum. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Að geta spilað tónlist hátt en þó ekki þannig að hún ónáði nágrannanna er lúxus. Að hlusta á kyrrðina og fallegu náttúruhljóðin sem róa hugann og færa okkur vellíðan svo ekki sé tal- að um að fara í heita pottinn án sundfata. Allir þessir litlu hlutir hafa skapað ótrúleg verð- mæti við að búa hér.“ Þau vildu eiga landið sem þau búa á og fannst það gefa þeim meiri tengingu við stað- inn. „Við vildum vera með fallegt útsýni en þó með þannig náttúru að hún héldi fallega utan um okkur. Við fundum það á þessum stað.“ Hvernig hefur viðhald garðsins gengið? „Við höfum upplifað mikla ánægju af því að viðhalda gróðrinum á landinu. Trén sem voru hér fyrir hafa vaxið talsvert og svo höf- um við plantað nokkrum til viðbótar. Við ræktum grænmeti, blóm og ávexti. Við erum einnig með hugmyndir um að setja upp gróð- urhús og meiri grænmetisræktun í náinni framtíð.“ Ryan Patrekur Kevinsson og Fríða Rakel Kaaber segja fátt jafnast á við það að vinna í garðinum. Þau vona að fleiri Íslendingar geti fest kaup á heilsárshúsi á landsbyggðinni enda fátt eins gott fyrir heils- una og að vera úti í náttúrunni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Fríða og Ryan mæla með því að vera úti að vinna í garðinum á daginn. Fríða og Ryan hafa komið sér fallega fyrir á Bjarkarbrautinni. Fríða og Ryan vita fátt skemmtilegra en að búa í sveitinni þar sem þau rækta garðinn og sambandið hvort við annað. Húsinu fylgir stór garð- ur sem er táknrænn og skemmtilegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.