Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 28
góðir vinir og sammála með flest þó svo að við
tökumst auðvitað á eins og eðlilegt er í hjóna-
bandi.“
Sigurjón er sonur Báru Sigurjónsdóttur
sem margir muna eftir sem Báru bleiku.
Sigurjón Einarsson togaraskiptstjóri faðir
Báru og Rannveig Vigfúsdóttir eiginkona
hans létu byggja húsið fyrir sig í upphafi
fjórða áratugar síðustu aldar. Tveimur árum
eftir að þau Sigurjón og Þóra Hrönn eign-
uðust það fóru þau í að gera upp garðinn.
„Ég var þá ófrísk að Báru dóttur okkur og
settum við heitan pott í garðinn og fengum
falleg grenitré frá Þingvöllum.“
Gerðu garðinn fyrst upp árið 1986
Þó að Sigurjón hafi ekki alist upp í húsinu
þá á hann margar góðar minningar þaðan.
Þau hjónin vildu því leggja vel í að gera um-
hverfið fallegt fyrir fjölskylduna, ekki síst ut-
andyra.
„Við byrjuðum á að taka húsið í gegn að
innan og fengum svo samhliða því Ragnhildi
Skarphéðinsdóttur landslagshönnuð til að
teikna upp garðinn fyrir okkur. Árið 1986 lét-
um við framkvæma teikningarnar. Þá var öllu
úr garðinum mokað út og niður á klöppina
sem húsið stendur á. Við settum síðan nýjan
jarðveg, settum jarðvegsdúk yfir beðin og
hraungrús þar ofan á.
Við vildum vera með tilvísun í hraunið þar
sem húsið stendur í Hafnarfirði sem stundum
er kallaður „Bærinn í hrauninu“. Við keyptum
steinhellurnar í garðinn á Litla-Hrauni og
granítböndin sérpöntuðum við frá Portúgal.
Einu trén sem voru frá fyrri tíð voru silf-
urreynirinn fyrir framan húsið. Þeim var
plantað þar árið 1931 þegar húsið var nýtt.
Hliðin fyrir framan húsið voru sérpöntuð
frá Hollandi.
Grenitré sem voru lengi í hægra horninu í
bakgarðinum komu úr sumarbústaðarreit
austan úr Þingvallasveit. Annað í garðinum
keyptum við á gróðrarstöðvum víðs vegar um
landið.“
Árið eftir að þau tóku garðinn í gegn fengu
hjónin verðlaun fyrir húsið og garðinn. Verð-
launin voru veitt fyrir glæsilegan garð og
endurreisn á húsi.
Það var svo árið 2008 sem húsið var valið
sjöunda fallegasta húsið á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
„Við fengum svo aftur verðlaun árið 2020
en þá höfðum við farið í endurbætur og múr-
viðgerðir á húsinu. Þá tókum við öll beðin
upp, settum ný tré og plöntur í garðinn, mál-
uðum húsið og fleira.“
Leggur mikinn metnað í grasflötina
Er mikil vinna að halda svona garði við?
„Við reyndum að gera garðinn eins sjálf-
bæran og hægt var. Þess vegna settum við
jarðvegsdúk yfir öll beð og hraunsalla þar of-
an á sem dæmi svo ekki þyrfti að reyta arfa
og annað íllgresi.
Við höfum alltaf plantað blómum í brúnu
blómsturspottana á vorin og tekið þau niður á
haustin.
Svo hef ég haft það að reglu að slá grasið í
kringum húsið tvisvar til þrisvar í viku á vorin
og sumrin svo grasið sé eins fallegt og hægt
er. Það hef ég gert með handsláttuvél svo
grasflötin sé eins og á bestu golfvöllunum.
Það setur mikinn glæsileika á svæðið að
hafa grasflötinn fínan. Það hefur aldrei verið
yfirþyrmandi eða of mikil vinna að sjá um
garðinn. Við höfum svo látið mála húsið á sex
til sjö ára fresti. Maður þarf að vera vakandi í
viðhaldinu ef vel á að vera.“
Í garðinum er lítill kofi sem ekki fer mikið
fyrir. Í honum eru öll garðáhöldin geymd.
Eigið þið eftir að sakna hússins?
„Við erum bæði með tárin í augunum en
það eru þakklætistár en ekki saknaðartár.
Svo vitum við að það er gott fólk að koma í
húsið sem skiptir okkur öllu máli,“ segir Þóra
Hrönn.
„Auðvitað er erfitt að kveðja heimilið sitt til
37 ára þar sem maður hefur skapað margar
og góðar minningar en ég trúi því að skyn-
samlegt sé að stíga inn í nýjan kafla í lífinu
fyrr en seinna. Það er alltaf andlegt álag að
flytja og að grisja úr dótinu sem safnast hefur
með árunum en við höfum fundið öllum þeim
Húsið var byggt í
upphafi fjórða ára-
tugar síðustu aldar.
Garðurinn í kvöldljóma eftir síðustu endurbætur
sem voru gerðar árið 2018 til ársins 2019.
Þóra Hrönn og Sigurjón eru mikið í
garðinum. Bæði að njóta og hafa það
gott en einnig að vinna að umbótum,
slá grasið og dytta að blómum og fleira.
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021