Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 16
Á
vefnum landslag.is, sem
Björn Jóhannsson lands-
lagsarkitekt stýrir, er að
finna nokkuð góðar leiðbein-
ingar um hvernig bera á sig að
fái maður áhuga á að laða til sín
álfa. Textahöfundur virðist hafa
leitað ráða hjá sérfróðum og
komist að því að álfar séu mikl-
ar náttúruverur sem þurfi
ákveðnar gerðir bústaða svo
þeir megi blómstra.
„Til þess að útbúa garð þannig að hann laði til sína álfa
þarf að bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi. Álfar
eru náttúruverur í miklum tengslum við gróður og móð-
ur jörð. Uppbygging bústaða þeirra þarf því að miða að
því að góð jarðtenging fáist, sérstaklega þegar verið er
að koma fyrir klettum, dröngum eða stórum steinum. Því
stærra hlutfall steinsins sem er neðanjarðar því betri
verður tengingin við jörðina. Til
að tryggja þetta má miða við að
tveir þriðju hluta hans séu neðan-
jarðar. Ef um er að ræða fleiri en
einn stein þurfa þeir að falla þétt
saman og helst þannig að ekki sjá-
ist í gegnum bilið á milli þeirra.
Áður en slíkum steinum er komið
fyrir þarf að skoða lögun þeirra
vel. Álfabústaðir þurfa dyr, en
þær eru ofanjarðar og myndast á
flötum hluta steinsins. Því er sléttur flötur látinn standa
upp úr jörðinni til að mynda dyrnar, halla eilítið mót
himni en snúa þannig að þær nái annaðhvort sólar-
geislum morguns eða kvölds. Til þess þurfa dyrnar að
snúa móti austri eða vestri. Álfar búa einnig í grashólum
og ef hóll er mótaður fyrir álfa skal hann vera fallegur í
laginu og lagaður með ást og umhyggju.“
Þá er bara að drífa þetta í gang og vona það besta.
Svona lokkar þú alvöru
álfa í garðinn þinn
Flest elskum við að horfa á falleg blóm og annan gróður í görðum okkar en
hvað ef það væri hægt að bæta við eins og nokkrum lifandi álfum?
Margrét Hugrúnmargret.hugrun@gmail.com
Þessi teikning birtist á
vefnum landslag.is.
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
og vellíðan í sínum draumagarði, og geti
notið skjóls og mismunandi lita og áferða
gróðursins eftir árstíðum,“ segir Svanfríður
og bætir við að sú vitundarvakning sem nú
er í gangi hvað varðar umhverfismál, sjálf-
bærni og endurnýtingu hafi orðið til þess
að fólk leitar í auknum mæli til landslags-
arkitekta.
„Fólk er til dæmis í vaxandi mæli tilbúið
að prófa sig áfram í smá heimaræktun eins
og á kryddjurtum, salati og berjarunnum
og margir stunda lágmarksheimilisjarðgerð
eða moltugerð. Heimilisræktun er
skemmtilegt dæmi um sjálfbærni og um
leið er hún auðveld leið fyrir hvert okkar
til að taka þátt í að fækka kolefnisspor-
unum.“
Sækir sér innblástur um allan heim
Áður en Svanfríður settist á skólabekk
hafði hún starfað sem flugfreyja í fimmtán
ár. Flakk um heiminn fylgir flugfreyju-
starfinu og það að hafa ferðast mjög víða
hefur reynst Svanfríði afar vel þegar kem-
ur að því að sækja sér innblástur og setja
saman ólík áhrif sem hún hefur fundið um
víðan völl, í Asíu, Ameríku og víðar. Hún
segir íslenska landslagsarkitekta einkum
horfa til norrænu landanna í sinni hönnun
og bætir við að þau lönd séu þó töluvert
lengra komin á sviði landslagsarkitektúrs
en við hér á Íslandi.
„Hér er einnig meiri áskorun í hönnun
vegna legu landsins á hnettinum og veð-
urfarsins og það er mjög mikilvægt að taka
þessa þætti inn við hönnun og skipulag á
umhverfinu úti,“ segir hún.
Fallegur garður hefur góð áhrif á heilsuna
Svanfríður heillast meira af því að hanna
garða fyrir einstaklinga fremur en stofnanir
og ástæða þess er meira af andlega tog-
anum en hinum veraldlega en eins og allir
garðunnendur vita felast mikil lífsgæði í því
að rækta garðinn sinn.
„Ég tel að vel hannaður einkagarður eftir
óskum eiganda, í bland við hugmyndir
hönnuðar, sé stórt skref í að kalla fram vel-
líðan, minnka streitu og hjálpa okkur að
dvelja í núvitund og njóta líðandi stundar.
Að hafa fallegt og vel skipulagt flæði um
garðinn, fjölbreytta liti og vellyktandi
plöntur er talið bæta heilsu og líðan þeirra
sem finna sig í slíku umhverfi og þessu hef
ég reynslu af.“
Spurð hvaða mistök fólk eigi helst til að
Hér má sjá teikningu af palli með heitum potti og útisófa og stólum.
Það færist í vöxt að fólk vilji leggja meira í garðinn.
Hér er búið að teikna upp skjól með þaki þar sem fólk getur haft það notalegt í sófa.
Fólk er til dæmis
í vaxandi mæli
tilbúið að prófa
sig áfram í smá
heimaræktun
eins og á krydd-
jurtum, salati og
berjarunnum og
margir stunda
lágmarks
heimilisjarðgerð
eða moltugerð.
5 SJÁ SÍÐU 18
Vönduð glugga- og hurðanet
Sniðin eftir þínum óskum.
Þú setur saman eða við gerum það fyrir þig.
Lúsmýnet, skordýranet, gæludýranet, frjókornanet, stálnet (músanet)
Láttu EKKI lúsmýið trufla þig,
það er til lausn!
Glugganet.is
Hlíðarsmári 8 (bakhlið)