Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 6
V iðarvörn er meðal annars notuð til að ná fram lit, gljáa og útliti sem óskað er eftir. Hægt er að setja á viðaryf- irborð glær hálfþekjandi og þekjandi efni. Viðarvörn verndar yfirborðið gegn óhrein- indum, gráma, fúa, vatni og veðrun. Lyk- ilatriði í vörn viðarvarnar er tvíþætt; að hindra að sólarljós komist að viðaryfirborðinu og halda rakastigi viðarins lágu. Góð undirvinna er jafnan forsenda góðs árangurs. Gott er að ná viðarkvoðu úr kvistum með því að skrapa hana í burtu og þrífa með ter- pentínu. Þá er gott að bera Viðar-grámahreinsi á viðinn og nota skrúbb til að fjarlægja sveppavöxt, myglu og fleira. Viðar-pallaolía er ætluð til notkunar á við utanhúss og hentar sérstaklega vel á sólpalla og viðarhúsgögn. Olían inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun. Olían frískar útlit viðarins og kemur í veg fyrir ofþornun og spurngumyndun. Það ættu allir að finna leiðir til að gera pallinn fallegan í sumar og það vinsælasta í dag er klassískir jarðlitir í möttum ljósum tónum. Liti á borð við ljósbrúnan og koksgráan ættu allir að skoða. Ljósmynd/Colourbox Góður pallur er fjár- festingarinnar virði Mattur koksgrár litur er vinsæll í sumar á pallinn. Viðar-pallaolía frískar útlit viðarins og kemur í veg fyrir ofþornun og sprungumyndun. Ljósmynd/Slippfélagið Þeir sem vilja búa til draumapallinn í sumar geta nú valið sér viðarvörn í hvaða lit sem er frá Viðar-vörulínu Slippfélagsins. Viðar-pallaolían frískar upp á útlit viðarins og ef marka má nýjustu tísku verður ekki síðra að vera úti á palli í sumar en inni í húsi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 G rasflöturinn framan við húsið á Tjarn- argötunni er lítill og beðin alltaf vel snyrt. Lilja vallarins vekur athygli við göngustíginn inn í húsið og húsgögnin í garðinum eru einföld og látlaus. Einn af eigendum hússins sér um framgarðinn og vildi ekki koma fram undir nafni en segir garð- umhirðu eitt besta ráð til að ástunda núvitund í lífinu. Til að hafa grasið þétt og fallegt er mælt með að slá það á sex daga fresti. Eins er gott að taka upp mosa og hreinsa illgresi reglulega úr grasinu. Þá er gott að strá grasfræjum á þá staði þar sem grasið hefur verið hreinsað. Lykillinn að baki fallegum garði er að vilja vera í garðinum að dytta að honum reglulega. Margir fara í jóga og hugleiða inni á heilsustöðvum en þeir sem kunna lagið á núvitund upp á gamla mátann fara út í garð og hugleiða þar í léttri vinnu. Garðurinn launar svo eigendum sínum margfalt þá vinnu sem hefur verið lögð í hann. Eitt af því sem vekur athygli við húsið er að þótt allir sem búa í því fái að njóta garðsins getur verið sniðugt að skipta ábyrgðinni á milli eigenda hússins. Nú er verið að endurgera bakgarðinn þar sem íbú- arnir geta bráðlega notið sólarinnar fyrri hluta dags. Við Tjarnargötuna í miðborg Reykjavíkur er fallegur lítill framgarður sem lætur lítið yfir sér en vekur athygli þeirra sem ganga fram hjá húsinu. Grasið í garðinum er alltaf fallega slegið og liljur vallarins látnar móta hluta af stígnum upp að húsinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandlega klipptur gróður er víða um garðinn. Garðurinn er fallega snyrtur og gerir ásýnd hússins enn þá fegurri. Bleika hjólið í garðinum vekur athygli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.