Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 10

Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 10
H jónin Guðmundur Vernharðsson og Sigríður Helga Sigurð- ardóttir eiga og reka Gróðr- arstöðina Mörk saman. Sumarblómin eiga hug þeirra allan og luma þau á allskonar góðum ráðum sem hægt er að nýta sér á þessum árstíma þegar kemur að garðinum. „Þegar það er ennþá hætta á næturfrosti þarf að hlúa vel að sumarblómunum og gæta þess að þeim verði ekki of kalt. Ég mæli með að breiða akrýldúk yfir nóttina á þau blóm sem nú þegar eru komin út í garð. Gæta þarf að hafa nægan hita á þeim sem eru ennþá inni. Að loka öll- um hurðum og gluggum,“ segir Guð- mundur. Garðurinn hans er eins og listaverk Leggur þú mikla rækt við garðinn þinn? „Já það geri ég. Hann er eins og listaverk lita og árstíða sem ég sé út um gluggana á húsinu mínu. Í raun er garð- urinn minn séður út um gluggana stækkun á húsinu ásamt pallinum og glerskálanum.“ Hvað er skemmtilegast að gera í garðinum og hvaða ráð áttu fyrir þá sem eru ekki með græna fingur? „Skemmtilegast er að planta einhverju nýju hvort sem það er runni, sum- arblóm eða fjölær planta og fylgjast með hvernig nýbúinn dafnar. Svo er mikilvægt að njóta fegurðarinnar í garðinum. Besta ráðið fyrir þá sem telja sig ekki vera með græna fingur er að prófa að nota garð- inn sem slökunarstað. Að gefa sér tíma í garðinum og að prófa að dunda sér í garð- inum í rólegheitunum. Ég mæli með að fólk forðist að vinna í stressi í garðinum sínum. Annars er það mjög algeng fullyrðing hjá viðskiptavinum okkar að þeir hafi ekkert vit á garðyrkju. En síðan kemur í ljós þegar samtalið við þá byrjar að þeir hafa bæði vit, smekk og skoðanir á því sem tengist garð- inum og garðrækt almennt.“ Nú virðist vinsælt að gera svalirnar fal- legar. Hverju mælir þú með tengt því? „Ég mæli með sumarblómum á svalirnar þar sem þau færa góðan ilm og yndi á þá staði þar sem svalirnar eru mest notaðar. Ég mæli með því að fólk noti heldur stærri potta en minni þannig að þeir rúmi nægilegt vatn fyrir plönturnar í sól og hita. Einnig getur verið gott að vera með stóra potta þeg- ar eigendur þurfa að bregða sér frá. Það er líka tilvalið að vera með lágvaxna runna, sígræna eða lauffellandi sem eru til yndisauka allt árið. Síðan eru yfirbyggðar svalir alltaf að verða Garðrækt er eins og hvert annað listform Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur er á því að flestir hafi eitthvert vit á garðrækt. Að æfingin skapi meistarann og það sé nauðsynlegt að verja tíma í garðinum til að slaka á til að efla sig í garðyrkju. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Sigríður Helga og Guðmundur búa að Stjörnugróf 18 þar sem þau reka Gróðrastöðina Mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Égmæli með því að fólk noti heldur stærri potta en minni þannig að þeir rúmi nægilegt vatn fyrir plönturnar í sól og hita. 5 SJÁ SÍÐU 12 Það er mikið um gróður og tré í sælureitnum þar sem Gróðrastöðin Mörk er staðsett. 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.