Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 14

Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 14
Á ður en hún settist á skólabekk hafði Svanfríður hannað nokkra garða og tók þá fullan þátt í að smíða þá og græja enda skorti hana á þeim tíma þekkinguna til að koma hugmyndum sínum á blað þótt ástríðan væri alveg fyrir hendi. „Að byggja garða frá grunni var bæði skemmtileg og lærdómsrík reynsla sem nýttist mér virkilega vel í náminu síðar,“ segir Svanfríður hress í bragði en spurð að því hvað hafi heillað hana mest við námið segir hún það vera hversu yfirgripsmikið og vítt fagsviðið landslagsarkitektúr sé í raun. „Það er ekki nóg að vera með góða hug- mynd að hönnun og skipulagi. Landslags- arkitektúr er þverfaglegt svið sem tengir saman arkitektúr og listir, fagurfræði, grasafræði, umhverfissálfræði, lýðheilsu, félagsfræði, jarðfræði, vistfræði og veður- fræði og allt þetta þarf að hafa með inni í myndinni þegar til stendur að skipuleggja garða og útisvæði,“ útskýrir hún en fyrir henni felst helsta áskorunin í starfinu í því að auka lífsgæði fólks, vellíðan og slökun. „Sumarið á Íslandi er svo stutt en ef maður er með fallegan garð og/eða útisvæði til að njóta lengir það sumarið. Mér finnst gott að hugsa til þess að fólk upplifi slökun Helsta áskorunin er að auka lífsgæði og vellíðan Svanfríður Hallgrímsdóttir, fyrrverandi flugfreyja, hafði látið sig dreyma um að verða landslagsarkitekt í tuttugu ár þegar hún tók loks af skarið og skráði sig í Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2017, þá 45 ára. Nú hefur hún ákveðið að helga sig alfarið því starfi og varla vanþörf á því eftirspurnin eftir kunnáttu landslagsarkitekta hefur stóraukist á síðustu árum. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Það er fallegt að láta smíða blómaker í mismunandi hæðum og búa þannig til meiri dýpt í garðinn. 5 SJÁ SÍÐU 16 Hér má sjá teikningu af palli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.