Morgunblaðið - 04.06.2021, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 44-46, Kópavogi | Sími 497 2700 | hysi@hysi.is | www.hysi.is
Gabion Vírkörfur
Eigum á lager ýmsar stærðir af gabion vírkörfum.
Frábær lausn til landmótunar, hljóðeinangrunar, hæðarjöfnunar,
afmörkunar lóða og margt fleira.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunniwww.hysi.is
gera þegar það leitar ekki ráða hjá lands-
lagsarkitektum heldur ræðst bara í málin
sjálft segir hún það helst vera of stórar
skjólgirðingar.
Alþingisgarðurinn er falinn fjársjóður
„Þær eiga að gefa heimilisfólkinu meira
næði frá nágrönnum og skýla fyrir vindi,
en oft skapa þéttir timburskjólveggir, eða
steyptir veggir, mikil vandamál innan
girðingar því það gleymist að hugsa út í
vindáttir. Það er mjög mikilvægt að skoða
ríkjandi vindáttir og hvaða aðrir þættir í
nærumhverfinu geti hugsanlega haft áhrif
á hegðun vindsins. Fólk þarf að gæta þess
að hafa ákveðið mikla „opnun“ á skjól-
girðingu því við náum ekki að stoppa
vindinn, en getum dreift honum og vísað
aðeins frá svo hann skelli ekki á með
meiri þunga inni á því svæði sem verið er
að reyna að skýla,“ segir hún og bætir við
að fólk eigi einnig til að setja niður
plöntur án þess að vita hvað þær þurfi
mikið pláss eða hvort þær þoli þær að-
stæður og umhverfi sem þær eru settar í.
„Starfsfólk gróðrarstöðva er samt alltaf
mjög hjálplegt við ráðleggingar svo allir
ættu að vera duglegir að nýta sér það,“
segir hún. Svanfríður á sér marga
eftirlætisgarða í Reykjavík og þar nefnir
hún til dæmis Grasagarðinn og Alþingis-
garðinn.
„Í Grasagarðinum er svo mikil fjöl-
breytni gróðurs og fallegt skipulag og
Klambratúnið, sem Reynir Vilhjálmsson
hannaði árið 1963, finnst mér koma vel út
en það er enn verið að vinna í þeim garði
sem býður upp á skemmtilega fjölbreytni
til útiveru fyrir alla aldurshópa. Alþingis-
garðurinn okkar er líka falinn fjársjóður í
íslenskri garðlistasögu, fæstir vita að garð-
urinn er opinn almenningi og er eini garð-
urinn í íslenskri garðsögu sem hefur náðst
að varðveita í upprunalegri mynd.
Hellisgerði í Hafnarfirði er einnig algjör
demantur þar sem hraunið leikur aðal-
hlutverkið og myndar ævintýralegt yfir-
bragð. Svo á ég líka eftirlætislandslags-
arkitekta og þá eru það helst Björn
Jóhannsson og hinn danski Jan Ghel sem
eru í miklu uppáhaldi. Ghel nálgast hönnun
út frá því hvernig hún hefur áhrif á skynj-
un og félagslegar athafnir fólks á leið sinni
um borgir og önnur hönnuð svæði, – og það
finnst mér virkilega áhugavert,“ segir
Svanfríður að lokum.
„Fólk þarf að gæta þess að hafa ákveðið
mikla „opnun“ á skjólgirðingu því við
náum ekki að stoppa vindinn, en getum
dreift honum og vísað aðeins frá svo hann
skelli ekki á meðmeiri þunga inni á því
svæði sem verið er að reyna að skýla.“
Hér sést hvað útisófi
getur gert garðinn að
eftirsóknarverðum stað.
Það skiptir máli að hafa
útisvæðið vel skipulagt.