Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Hýsi-Verkheimar ehf. | Smiðjuvegi 44-46, Kópavogi | Sími 497 2700 | hysi@hysi.is | www.hysi.is
Gróðurhús 5x9 Metrar5x6 Metrar
Erum að taka niður pantanir í gróðurhús frá Rundbuehaller.
Húsin eru þrautreynd á Íslenskum markaði og hafa reynst afar vel.
Endingagóð, einföld uppsetning og mikil gæði í PVC plötum.
Hægt að fá burðarvirki galvanizerað eða grunnað eftir þörfum.
B
jörn Jóhannsson hefur aðstoðað Íslend-
inga við að hanna garða sína í fjölda ára.
Urban Beat býður upp á heildræna þjón-
ustu í garðhönnun, allt frá einfaldri ráð-
gjöf sem unnin er með fyrirtækjum á borð
við BM Vallá og Byko upp í heildarhönnun garða þar
sem garðurinn er skoðaður í sýndarveruleika. Öll
verkefnin eru útfærð í þrívíðum teikningum og er
notast við sýndarveruleika með
sömu tækni og notuð er við gerð
tölvuleikja.
„Á þessum árstíma er allur kraft-
ur settur í að vinna verkefnin sem
hlaðast inn á biðlistana. Ég hef að-
eins verið að fjölga fólkinu í kring-
um mig en grafíski hönnuðurinn
minn hún Guðbjörg Björnsdóttir
hefur verið hægri höndin mín í að
gera verkefnin falleg og spennandi
í mörg ár. Ég held að við höfum
unnið fyrst saman í kringum árið 1997. Nýjasti með-
limurinn í teyminu er hann Albert Guðmundsson, en
hann er tækniteiknari með gríðarlega reynslu sem
garðverktaki. Hann var um árabil aðalteiknarinn hjá
Steypustöðinni og tók þátt í þróun á vörulínunni
þeirra. Svo hafa synir okkar Alberts, þeir Arnór og
Gunnar Már, komið sterkir inn sem þrívíddarteikn-
arar. Það eru því allar árar fyrir borð og róið á
fullu.“
Það hefur aldrei verið jafnmikið að gera og núna
hjá Birni og eru biðlistar frá tveimur upp í sex mán-
uði. Það fer eftir umfangi verkefnanna.
„Vonandi verður það til þess að fólk sjái tækifæri
til þess að nýta veturinn í hönnunarvinnu og í að
semja við verktaka. Þannig má jafnvel koma fram-
kvæmd af stað í byrjun árs og sitja úti í nýjum fal-
legum garði þegar fyrstu sólargeislar vorsins gægjast
inn í hann.“
Útieldhús vinsæl
Hvað er vinsælt núna að gera þegar kemur að
garðinum?
„Skemmtilegasta nýjungin okkar er kampavíns-
veggurinn. Sú hugmynd kom
upp þegar ég var að vinna í
hönnun þakgarðs í Stokkhólmi
og við vorum að finna leiðir til
að brjóta upp svæðið með
veggjum. Þá fór umræðan í
hvernig ætti að stilla af hæð og
breidd þessara veggja. Nið-
urstaðan var sú að hæðin sé
stillt af þannig að það sé gott að
leggja frá sér kampavínsglas og
breiddin þannig að platti með
snittum komist vel fyrir. Svo
höfum við verið að þróa smáhýsi
fyrir garðinn en nú er leyfileg stærð þeirra orðin 15
fermetrar. Þau eru ýmist nýtt sem laufskálar,
geymslur, gufuböð eða sturtuklefar.
Það er líka algengara að byggja þök yfir bæði úti-
eldhús og verandir. Útispa með heitum potti, köldum
potti, sturtu og gufubaði er líka draumur margra.
Það sem okkur finnst þó mest spennandi fyrir næstu
misseri er kryddjurtabarinn.“
Ertu sjálfur hrifinn af hráu útliti?
„Það hefur alltaf verið stefna hjá mér að vinna með
fyrirliggjandi arkitektúr og umhverfi á sem skemmti-
legastan hátt. Hrátt útlit passar vel við fúnkisstefnu
síðustu tveggja áratuga en ef við erum að vinna með
Kampavínsveggurinn hentar einstaklega vel fyrir heimilisfólk sem velur að borða úti í garði á sumrin.
Það ættu allir að vera með kampa-
vínsvegg í garðinum að mati Björns
Jóhannssonar, landslagsarkitekts
og garðahönnuðar hjá Urban Beat.
Hann mælir einnig með gufubaði,
sturtuklefa, geymslu og laufskála í
garðinn. Kaldir og heitir pottar eru
einnig vinsælir sem og útispa.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
„Skemmtilegasta nýjungin
okkar er kampavínsveggurinn“
Björn
Jóhannsson
Huggulegur heitur pottur
í hráu fallegu umhverfi.
„Minn eigin garður
er íslenska hálendið.
Þar eyði ég, fótgang-
andi eða á reiðhjóli,
eins miklum tíma og
ég mögulega get. Þar
er viðhald sem ég
þarf að sinna í al-
gjöru lágmarki.
5 SJÁ SÍÐU 22