Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 26

Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 Sumarblóm, gjafarvara, skreytingar afskorin blóm og potta- plöntur í úrvali Múmín Rosendahl Breiðumörk 12 – s 483 4225 – blomaborg@centrum.is Í Hafnarfirði stendur fallegt skipstjórahús með einstaklega fjölskylduvænum garði. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi eða frá því í byrjun fjórða ára- tug síðustu aldar. Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri og ljósmyndari, og Þóra Hrönn Njálsdóttir ljós- myndari hafa átt húsið frá því í byrjun níunda áratugar. Þeir sem halda því fram að húsið sé það fal- legasta í Hafnarfirði geta notað niðurstöðu verðlaunasamkeppna til að vísa í það. Þeir sem spá meira í andrúmsloft og notalegheit eru svo sammála því að húsið og garðurinn heldur einstaklega vel utan um fjölskyldufólk. Hjónin hafa í það minnsta í gegnum árin verið saman í garðinum, tvær kynslóðir barna hafa fundið sér stað í garðinum fyrir leik og hvíld. „Ég hef fengið að taka ábyrgð á garðinum en það sem Þóra Hrönn hefur haft að venju er að þegar ég fer út í garð, þá kemur hún með kaffi og eitthvert góðgæti til mín og bendir á það sem betur má fara. Þannig höfum við verið saman í garðinum frá upphafi sem hefur verið það dýrmætasta við garðinn og vinnuna þar,“ segir Sigurjón. Þau segja lífið kaflaskipt og nú sé kominn tími til að færa sig yfir í fallega íbúð. Því ákváðu þau að selja húsið nýverið til góðrar fjölskyldu með nokkur börn. „Þrátt fyrir að fáir höfðu trú á okkur í byrj- un þá erum við hér, 47 árum seinna. Við erum Ljósmyndir/Sigurjón Pétursson Samheldin hjón gera garðinn frægan Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir hafa búið til margar dýrmætar minningar í fallegum hallargarði sem þau hafa gert í kringum einstaklega fallegt hús í Hafnarfirði. Þau hafa alltaf verið saman í garðinum enda heldur góður garð- ur fallega utan um fjölskyldur ef fólk leyfir honum að gera það. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Hjónin setja fallegan gróður í blómst- urpotta á vorin og taka þau svo úr pott- unum að hausti. Þessi ljósmynd var tekin ár- ið 2017 þegar jólatrén frá Þingvöllum stóðu enn þá í horni bakgarðsins. Garðurinn er mun opnari og bjartari eftir að stóru jólatrén voru tekin úr horninu. Sigurjón hefur slegið gras- ið í garðinum að meðaltali tvisvar til þrisvar í viku. 5 SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.