Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 29
hlutum sem flytjast ekki með okkur góðan stað . Nú hefst nýr og spennandi kafli í lífinu og við hlökkum til að halda áfram að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Sigurjón. Mikilvægt að njóta þess að vinna í garðinum Hver er dýrmætasta minningin úr garð- inum ykkar? „Þær minningar sem koma upp eru þegar strákarnir okkar læstust úti þegar ég var upp á fæðingardeild í desember að eignast Báru. Þeir létu fara vel um sig í pottinum en upp- götvuðu síðan þegar þeir ætluðu inn aftur að þeir höfðu læst sig úti. Síðan eru dýrmætar allar þær stundir sem við höfum átt í pott- inum okkar undir stjörnubjörtum himni á vet- urna og margar fallegar minningar með barnabörnunum að leik í garðinum. Við höfum borðað úti, leikið okkur og notið okkar í garðinum okkar en einnig haft gaman af því að vera að vinna í garðinum. Garðurinn hefur aldrei verið kvöð fyrir okkur heldur uppspretta ánægju og gleði,“ segir Þóra Hrönn og minnir á að góður garður geti sam- einað fjölskyldur. Hver er uppskriftin að því að upplifa ást í garðinum? „Virðing fyrir skoðunum hvort annars gerir stundirnar í garðinum góðar. Svo er alltaf gott að vera ennþá skotin hvort í öðru eftir öll þessir ár. Já og að gera gott kaffi fyrir þann sem er með sláttuvélina. Það er ráð sem ég mæli með fyrir alla. Að vera saman í garð- inum og að njóta.“Ljósmyndir/Sigurjón Pétursson Þessi ljósmynd var tekin af garðinum árið 2017. Á mynd- inni má sjá hversu vel skipu- lagður garðurinn er. Einu trén frá fyrri tíð eru silfurreynirinn fyrir framan húsið. FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 29

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.